Morgunblaðið - 07.11.1981, Side 19

Morgunblaðið - 07.11.1981, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981 19 Osló Kammerorkester heldur tónleika hér UM HELGINA mun Oslo Kammerorkester koma til Reykjavíkur til tónleikahalds. Munu þeir halda tvenna tónleika, hina fyrri í Bústaða- kirkju sunnudaginn 8. nóv. kl. 20.30 og hina síðari í Norræna húsinu mánudaginn 9. nóv. kl. 20.30. Á tónleikunum í Bústaðakirkju mun Oslo Kammerorkester leika Brandenborgarkonsert nr. 3 og konsert fyrir tvær fiðlur og kamm- ersveit eftir Baeh, fiðlukonsert eft- ir Tartini með Ivar Bremer Hauge sem einleikara, Hugleiðingu um sálmalag frá Luster eftir ungt norskt tónskáld, Magnar Ám. Einnig mun norski strengjakvart- ettinn, sem skipaður er hljóðfæra- leikurum úr Oslo Kammerorkester leika Adagio og fúgu eftir Mozart. Á tónleikunum í Norræna hús- inu mun Oslo Kammerorkester leika eitt tónverk frá hverju Norð- urlandanna. íslenska verkið á efn- isskránni verður „Sjöstrengjaljóð" eftir Jón Ásgeirsson. Önnur verk verða „Diafora" eftir danska ' tónskáldið Vagn Holmboe, sem samið er fyrir sveitina, Adagio úr leikhústónlist nr. 1 eftir sænska tónskáldið Karl-Birger Blomdahl, Sónata fyrir einleiksfiðlu eftir Antonio Bibalo, sem ættaður er frá Ítalíu en er norskur ríkisborgari. Sónatan er tileinkuð Ivar Bremer Hauge, sem mun leika hana á tón- leikunum. Enn fremur Rómansa í C-dúr eftir Jean Sibelius og „Mell- om speil“ eftir norska tónskáldið Sigurd Berge, sem hann samdi fyrir Oslo Kammerorkester og konsertmeistara hennar, Örnulf Boye Hansen, í tilefni 20 ára af- mælis sveitarinnar. Oslo Kammerorkester var stofn- uð árið 1957. Hún heldur árlega fjölda tónleika, flesta í Oslo og nágrenni. Hún hefur oft komið fram á listahátíðum í Noregi og hefur farið í tónleikaferðir til allra Norðurlandanna og til Sviss. Oslo Kammerorkester hefur ætíð haft það markmið að fá þá sem hafa tónlist að atvinnu, þá sem stunda tónlistarnám, og þá sem spila sér til ánægju til að vinna saman að flutningi góðrar kammertónlistar, nýrrar og gamallar. Frá stofnun sveitarinnar hafa um 125 ungir tónlistarmenn leikið með henni í lengri eða skemmri tíma. Á tónleikunum í Reykjavík munu 15 hljóðfæraleikarar koma fram. Kammersveit Reykjavíkur hefur séð um undirbúning fyrir komu sveitarinnar hingað. s\aönvJ^ a x'su. INNIMARKADINN Veltusundi Gegnt Bifreiöastöö Steindórs DAG kl. 9. Bjóðum opnunartilboð á öllum vörum, afslátt af innkaupum að 500 kr. - 10% frá 500 kr. - 15% frá 750 kr. - 20% 25,00 kr. og fl. og fl. TOPS-skór m.a. leðurskór á ca. STÚDÍÓ-tísku vörur Sjómenn og verkafólk ath.: nú fáið þiö Ö^ÍÍJIV allan hlífðarfatnað, frá sEvIyIAa í miöbænum, einnig vaöstígvél frá Trstom. Handofin portúgölsk veggteppi — gólfteppi — mottur og fl. Sími: 21212

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.