Morgunblaðið - 07.11.1981, Síða 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981
25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
1
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 85 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 5 kr. eintakiö.
Kjarnorkuvopn
í sænskri landhelgi
Yfirlýsing sænska forsætisráðherrans Thorbjörn Fálldins þess
efnis, að ekki einungis hafi sovéski kafbáturinn fyrir utan
Karlskrona ruðst óboðinn inn í sænska landhelgi heldur hafi
hann gert það með kjarnorkuvopn innan borðs, er staðfesting á
verstu grunsemdum manna um hræsni Kremlverja, þegar þeir
ræða um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndunum og kalla
Eystrasalt „haf friðarins". Frá upphafi hefur verið vitað, að kaf-
báturinn laumaðist ekki inn í sænska skerjagarðinn í vináttu-
skyni. Hann var sendur þangað til að njósna eða beinlínis til að
ögra Svíum. Getur kjarnorkuveldi ögrað smáríki meira en með
því að laumast með kjarnorkuvopn upp að landsteinum þess? Það
þarf engan að undra, þótt sænski forsætisráðherrann noti hinn
sterkustu orð um þennan atburð og líki honum við atburði, sem
gerðust í síðari heimsstyrjöldinni.
Kjarninn í boðskap þeirra, sem boða kjarnorkuvopnalaust
svæði á Norðurlöndunum, er sá, að með einhliða yfirlýsingu sinni
um að þjóðir Norðurlanda verði aldrei varðar með kjarnorku-
vopnum, fengju Norðurlandabúar tryggingu Sovétstjórnarinnar
fyrir því, að hún myndi ekki kasta kjarnorkusprengjum sínum á
þá. Atburðirnir fyrir utan Karlskrona hljóta að vekja jafnvel þá,
sem mest traust bera til Sovétríkjanna, til umhugsunar um það,
að kannski sé ekki allt sem sýnist hjá hinu mikla austræna
herveldi. Eru menn virkilega svo heillum horfnir, að þeir vilji eiga
allt sitt undir ríki, sem í miðri „friðarsókn* sinni sendir kafbát
búinn kjarnorkuvopnum inn í landhelgi og inn fyrir skerjagarð
hlutlauss nágrannaríkis?
Engin kjarnorkuvopn eru á Norðurlöndunum. Svíar ákváðu
1968 að hætta við tilraunir sínar með slík vopn. Atburðurinn fyrir
utan Karlskrona leiðir vafalaust til þess, að umræður vakna að
nýju um það í Svíþjóð, hvort þjóðin verði að væðast kjarnorku-
vopnum. Með einhverjum slíkum, áþreifanlegum hætti verða Sví-
ar bregðast við hinum sovéska yfirgangi, er sú leið vænlegri til að
halda aftur af Sovétmönnum heldur en að handtaka áhöfn kaf-
bátsins eða gera hann upptækan í von um einhver „viðskipti"
síðar meir. Sýni Svíar ekki festu gagnvart Sovétríkjunum eftir
þennan atburð ganga Kremlverjar á lagið — hið sama á raunar
við um Norðurlöndin öll, hopi menn í sífellu fyrir yfirgangi
bjarndýrsins, nær það að lokum þeim sálrænu tökum, sem gera
því kleift að ráða í skóginum með því einu að sýna vígtennurnar
eða öskra.
KGB og „friðar-
hreyfingin“
Hér á landi á það ekki að koma neinum á óvart, að tengsl séu á
milli hinna svonefndu „friðarhreyfinga" í Evrópu og Sovét-
ríkjanna. Innan Samtaka herstöðvaandstæðinga hafa Sovétsinn-
ar undirtökin eins og margoft hefur komið fram, kjörorð þessara
samtaka: Island úr NATO, herinn burt, er beinlís ósk sett fram í
þágu sovéskra hagsmuna. Dönum hefur nú tekist að sanna, að
tengslin milli KGB og „friðarhreyfinganna" snerta ekki aðeins
slagorðin og markmið baráttunnar. Sovéska leyniþjónustan
stendur einnig undir kostnaðinum við að koma honum á framfæri
í dönskum blöðum og annars staðar.
Oftar en einu sinni hefur það komið fram undanfarna mánuði,
að áróðursmönnum Sovétstjórnarinnar er mikið í mun að koma
ár sinni vel fyrir borð á Norðurlöndum. Óprúttnar starfsaðferðir
sovéskra sendiráðsmanna í Kaupmannahöfn ferðir ægisdrauga
með kjarnorkuvopn í sænska skerjagarðinum sýna, að öllum ráð-
um er beitt til að veitast að öryggi Norðurlandaþjóðanna.
í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um utanríkismál
segir: „Jafnframt þarf að huga að örygginu inn á við og gera
nauðsynlegar ráðstafanir til að erlend ríki eða útsendarar þeirra,
útlendir eða innlendir, grafi ekki undan öryggi ríkisins og sjálf-
stæði þjóðarinnar innan frá.“ Danska öryggislögreglan lét ekki til
skarar skríða gegn sovéska sendiráðsstarfsmanninum, sem rekin
var úr landi, og dönskum samverkamönnum hans, fyrr en fylgst
hafði verið með þeim í marga mánuði. Slíkt eftirlit er nauðsynlegt
sérhverri sjálfstæðri þjóð og í því efni er okkur íslendingum
nauðsynlegt að líta í eigin barm. Um leið á með öllum tiltækum
ráðum að stemma stigu við frekari útþenslu hins alltof fjölmenna
sendiráðs Sovétríkjanna í Reykjavík og raunar krefjast þess, að
fækkað verði í starfsliðinu.
„Höfum verið
gersamlega
sniðgengin“
- segir Úlfar Bergþórsson, form. LMF
Kinn af þeim framhaldsskólum sem
nemendur sóttu ekki kennslu í til að
mótmæla reglum þeim sem mennta-
málaráóuneytió sendi frá sér í haust
um samræmingu á starfsháttum
áfangaskóla, var Flensborg í Hafnar
firói. Þegar Morgunblaósmenn litu
þar inn á miðvikudaginn var sam-
koma í einum sal skólans þar sem
hljómsveit lék lag Lennons „Give Pe-
ace a Ghance“ og nemendurnir tóku
undir og sungu, „allt sem vió viljum,
er reglurnar burt“. Nokkrir nemendur
voru teknir tali og fyrstur formaður
framkvæmdanefndar LMF eóa Lands-
ambands mennta- og fjölbrautaskóla,
Úlfar Bergþórsson.
„Aðalatriðið er,“ sagði Úlfar, „að
fá að vera með þegar reglur sem
þessar eru samdar. Samtökin okkar
LMF hefur fólk sem sérhæfir sig í
málefnum nemenda á framhalds-
skólastigi en við höfum verið
gersamlega sniðgengin. Hvað varð-
ar almennar reglur um starfsemi
áfangaskóla þá hafa þær ekki verið
kynntar nemendum eða kennurum
yfirleitt heldur skellt á fyrirvara-
laust. Auk þess ættu yfirvöld skól-
anna sjálf að fá að gera sínar regl-
ur. Við erum kannski ekkert of
ánægð með það kerfi sem nú er, en
það er alla vega betra að eiga við
yfirvöld skólans hér en ráðuneytið."
Eru reglur þessar ekki einungis
staðfesting á þeim reglum sem fyrir
eru?
„Nei, það er ekki rétt að öllu leyti.
Um fjöldann allan af greinum í
þessum reglum er að vísu enginn
ágreiningur. En svo eru mál eins og
breytt einkunnagjöf og hert mæt-
ingaskylda. Okkur þykir ráðuneytið
hafa byrjað á vitlausum enda. Það á
ekkert með að grufla í almennum
reglum skólanna enda höfum við
fengið loforð hjá nokkrum skóla-
stjórum fyrir því að þar sem um
heimildarákvæði sé að ræða verði
þeim ekki beitt.“
Það er sagt að þið séuð letingjar
að vilja ekki fara eftir þeim mæt-
ingareglum sem ráðuneytið sendi
frá sér.
„Við erum langt frá því að vera
letingjar. Það er alröng mynd af
nemendum. Við erum aðeins í and-
stöðu við þær mætingareglur sem
hafa verið að þróast og eru fast-
bundnar með þessum reglum, auk
þess sem við erum í andstöðu, flest,
við nýja einkunnagjöf í tölum. En
það er meira tæknilegt mál. Ein-
kunnagjöf með tölum er miklu
nákvæmari fyrirgjöf, en hægt er að
ætlast til að gefin sé.“
Friðjón Ólafsson:
Reglurnar
á að semja
í samráði
við nemendur
Friójón Ólafsson tók þaó rólega og
spilaói borótennis við félaga sinn. Eft-
ir leikinn var hann spuróur aó því
hvort hann héldi að eins dags verkfall
væri nóg til að tekið væri eftir þeirra
skoóunum.
„Já, ég held það sé nóg að hafa
einn dag og taka það rólega eins og
við gerum. Hér er rólegra en var í
MH um daginn þar sem þeir mein-
uðu kennurum aðgang. Eg er ekki
mikið inni í þessum málum en þykir
það helv... hart að reglunum sé
skellt á, án þess að hafa nokkurt
samráð við okkur."
Hvort vildir þú heldur fá gefið i
bókstöfum eða tölustöfum?
„Ég myndi vilja fá gefið í bókstöf-
um eins og verið hefur. Engin
ástæða til að breyta því þó það
skipti kannski ekki öllu máli. Jú,
hér var einhugur um verkfallið."
Og hver er krafan?
„Semja reglurnar upp á nýtt í
samráði við nemendur. Þeir eiga að
hafa rétt á að leggja eitthvað til
málanna. Reglurnar þitna þó mest á
þeim.“
Hrönn Hákonsson og Freydís Kristjánsdóttir:
jr
„Agæt tilbreyting“
Hrönn llakonsson og Freydís
Kristjánsdóttir sátu í salnum þar sem
hljómleikunum var að Ijúka og nem-
cndurnir voru aó tínast út. Þær voru
teknar tali.
„Þetta er ágæt tilbreyting svo-
sem. Já, það er nóg að hafa einn dag
til þessa."
Haldið þið að það að sækja ekki
kennslu í einn dag hafi einhver
áhrif?
„Ég veit ekki,“ sagði Hrönn, „en
maður vonar það. Við erum helst
súr yfir að ekkert tillit skuli hafa
verið tekið til okkar nemenda við
gerð þessara reglna."
Hvort viljið þið fá gefið í bók- eða
tölustöfum?
„Ég myndi frekar vilja fá gefið í
tölustöfum. Það er nákvæmara og
sýnir betur hvernig nemandi stend-
ur sig."
En mætingaskyldan?
„Á móti hertri mætingaskyldu,"
sagði Hrönn, en bætti svo við: „Ég
segi nú kannski ekki að það væri
ekki í lagi að herða mætingaskyld-
una en það má segja að hér séu tveir
hópar. Annar mætir vegna þess að
hann hefur vit á að mæta en hinn
þarf vissulega nokkurt aðhald."
Jón Dofri Baldursson:
„Sjálfsagt
nemenda
vera með
Jón Dofri Baldursson var tekinn
tali í Flensborg og hann spurður að
því fyrst hvort hann hafi fylgst mikið
með öllum þessum reglugerðarmálum.
„Ég hef nú ekki,“ sagði Jón Dofri,
„kynnt mér þetta nógu mikið, en
mér þykir gott þegar allir fram-
haldsskólar sýna svona samstöðu
um sín málefni. Þetta er ekki leti í
okkur heldur erum við að berjast
fyrir okkar hagsmunamálum."
Hvort vildir þú frekar fá í ein-
kunn bókstafi eða tölustafi?
„Frekar vildi ég fá gefið í bókstöf-
um og hafa mætingakerfið óbreytt
eins og það er.“
Heldur þú að verkfallið hafi ein-
hver áhrif?
„Maður bara vonar að það hafi
einhver áhrif. Mér finnst það ekki
nema sjálfsagt að fulltrúar okkar
nemenda frá LMF fái að vera með í
að fulltrúi
fái að
í ráðum“
ráðum þegar svona reglur eru
samdar."
Björk Gunnarsdóttir:
„Þeir hlusta
ekkert á það
sem við segjumu
Björk Gunnarsdóttir var aó því
spuró hvernig henni litist á aó fclla
nióur kennslu í einn dag.
„Mér líst vel á það og gott að nota
slík ráð. Nei, ég held að kallarnir í
ráðuneytinu hlusti ekkert á það sem
við segjum, en það má reyna. Ég
held svei mér þá að þó við værum
eitt ár í verkfalli, þá dygði það ekki
til.
í sjálfu sér er ekki verið að mót-
mæla reglunum heldur hvernig var
staðið að gerð þeirra. Þessir kallar
eiga auðvitað að hafa samráð við
okkur nemendurna."
Hvort vildir þú frekar fá gefið í
bókstöfum eða tölustöfum?
„Ég myndi frekar vilja fá gefið í
tölustöfum. Ég held að þá viti mað-
ur betur hvernig maður stendur í
náminu. Ef maður fær til dæmis C í
einkunn þá getur það verið frá fjór-
um upp í sex og maður veit ekki
meir.“
Stolnar fjaðrir
Eftir Birgi ísl.
Gunnarsson alþm.
Fyrir skömmu var haldinn
blaðamannafundur á vegum borg-
arstjórans í Reykjavík, þar sem
greint var frá hagræðingarmálum
hjá Reykjavíkurborg. Þar var
greint frá ýmsum hagræðingar-
verkefnum, sem unnið hefur verið
að og hvaða árangri þau hafa skil-
að. Allt er það gott og blessað og
upplýsingar þær, sem gefnar voru
á blaðamannafundinum voru yfir-
leitt faglegar og réttar.
Ekki staðið við
stóru orðin
Hins vegar bregður svo við, að
fulltrúar og málgögn vinstri
flokkanna í borgarstjórn láta að
því liggja, að hér sé um að ræða
sérstakan árangur af starfi
vinstri flokkanna í borgarstjórn.
Það eru “tolnar fjaðrir og vafa-
laust settar fram til að breiða yf-
ir, að ekki hefur verið staðið við
ýmis stór orð, sem þeir hafi áður
látið falla um þessi mikilvægu
mál, eins og nú skal greint frá.
Brautryðjendastarf
Á þessum blaðamannafundi
kom fram að Reykjavíkurborg
hefði verið frumherji í hagræð-
ingarmálum á íslandi. Það er
laukrétt og eitt dæmi af mörgum
um brautryðjendastarf sjálfstæð-
ismanna í borgarstjórn Reykja-
víkur. Hagsýsluskrifstofa Reykja-
víkurborgar var stofnsett 1957 og
hefur verkefni hennar verið að
hafa vakandi auga á hinum fjöl-
þætta rekstri borgarinnar og gera
tillögur um bætt vinnubrögð,
aukna hagkvæmni og sparnað.
Forstöðumenn þessarar skrifstofu
hafa verið þrír frá upphafi. Hag-
sýslustjórarnir hafa verið Hjálm-
ar Blöndal, Ásgeir Thoroddsen og
Geir Thorsteinsson, allt hinir
mætustu menn og áhugasamir í
sínu starfi.
Margvíslegar
umbætur
Hagsýsluskrifstofan hefur beitt
sér fyrir margvíslegum umbótum
á sínum starfstíma. Mörg þeirra
voru rakin á blaðamannafundin-
um. Einna mesta athygli vakti,
hve mikið hefur áunnist varðandi
sorphreinsun í borginni. Árið
1969, þegar nýtt fyrirkomulag var
tekið upp, voru starfsmenn 114
með 18 bíla og þeir hreinsuðu
29.608 ílát. Arið 1980 voru
starfsmenn 93 með 13 bíla og þeir
hreinsuðu 43.260 ílát. Þessi slá-
andi afkastaaukning starfsmann-
anna kemur svo fram í hærra
kaupi.
Það kom og fram á blaða-
mannafundinum, að grundvöllur
mjög margra hagræðingarverk-
efna hefði þegar verið lagður 1974
og 1976 með kjarasamningum,
sem þá voru gerðir. Síðan voru
tilgreind mörg hagræðingarverk-
efni, bæði stór og smá og glöggt
„I>að eru stolnar fjaðrir og
vafalaust settar fram til að
breiða yfir, að ekki hefur
verið staðið við ýmis stór
orð, sem þeir hafa áður lát-
ið falla um þessi mikilvægu
mál, eins og nú skal greint
frá.“
er, að þau eru eðlilegt framhald
þeirra verkefna, sem Hagsýslu-
stofnunin hefur unnið að undir
forystu þriggja ofangreindra hag-
sýsiustjóra. Það er hinsvegar Ijóst
að undir forystu vinstri meiri-
hlutans hefur ekkert sérstakt
átak verið gert í þessum efnum.
Allt það hagræðingarstarf, sem
gerð var grein fyrir á blaða-
mannafundinum hvílir á þeim
grunni, sem lagður var fyrr á ár-
um.
Sektarkennd
meirihlutans
En hversvegna finnur vinstri
meirihlutinn sig nú knúinn til að
láta halda blaðamannafund og
leggja síðan út af honum á þann
hátt, að nú loksins hafi verið tekið
til hendi í hagræðingarmálum.
Ástæðan er augljós. Það er sekt-
arkennd. Þegar sjálfstæðismenn
höfðu meirihluta í borgarstjórn,
reyndu vinstri menn að telja
borgarbúum trú urn að allt væri í
vitleysu í rekstri borgarinnar.
Þeir fluttu því ár eftir ár tillögur
um „að láta gera heildarúttekt á
öllum rekstri og öllu skipulagi í
starfsemi borgarinnar". Til að
framkvæma þetta átti að ráða
utanaðkomandi aðila, erlenda eða
innlenda, sem væru sérfræðingar
í þessum efnum. Þetta var síðan
tekið upp sem eitt af aðalatriðum
í samstarfssamningi borgarinnar.
Engin heildarúttekt
Nú er rúmt hálft ár eftir af
kjörtímabilinu og öllum er ljóst,
að engin „heildarúttekt" hefur
verið gerð á öllum rekstri og öllu
skipulagi í rekstri borgarinnar.
Allt hvílir á sama góða grunnin-
um og áður, hagræðingarstarf-
semin er í hefðbundnum farvegi
og í aðalatriðum er stuðst við
sömu sérfræðinga og áður. Við
sjálfstæðismenn megum vel við
una. Blaðamannafundur borgar-
stjóra sannaði að hagræðingar-
starfi var vel sinnt í okkar meiri-
hlutatíð og öll stóru orðin um
annað hafa reynst röng.
Nei, svona lagað
gengur ekki
Eftir Halldór Blöndal
alþingismann
— Nei, svona lagað gengur ekki,
sagði Stefán Valgeirsson og
hvessti augun á auða ráðherra-
stóla. Honum hitnaði svo í hamsi,
þegar atvinnumálin bar á góma á
dögunum. Og kannski engin furða.
Enginn hefur verið duglegri en
hann að heimta ráðherranefndir
og enginn hefur verið duglegri en
hann að ganga með kjósendum
sínum að norðan milli ráðuneyt-
anna í leit að úrlausn. En enga
úrlausn var þar að finna. Hann fór
í geitarhús að leita ullar. Frysti-
húsið á Raufarhöfn er lokað,
saumastofurnar eru lokaðar og
iðnaðardeild SÍS heldur áfram að
tapa milljón á mánuði eða svo. —
Nei, svona lagað gengur ekki,
sagði hann. Og hið sama segja for-
svarsmenn fyrirtækjanna, sem nú
er verið að loka, af því að þau fá
ekki lengur fyrirgreiðslu í bönk-
um.
Gengisfelling
eftir landsfund
Þegar þessi orð eru skrifuð ligg-
ur gengisfelling í loftinu. Mönnum
hefur lengi verið ljóst, að útflutn-
ingsatvinnuvegirnir í heild hafa
verið reknir með halla og menn
vita, að hið íslenzka þjóðfélag
verður ekki rekið með þeim hætti.
Svo háðir erum við útflutnings-
verzluninni, að framfarir hér
heima eru óhugsandi nema hún sé
rekin með blóma. Á hinn bóginn
hefur það tafið fyrir ríkisstjórn-
inni að ráðast gegn vandanum, að
hún gat ekki hugsað sér að gera
það, fyrr en landsfundur Sjálf-
stæðisflokksins væri afstaðinn.
Nú er hann hins vegar um garð
genginn. Þess vegna vænta menn
þess, að gengisfelling sé á næsta
leiti.
Sú niðurtalning, sem síðustu
kosningar unnust á, er fyrir löngu
orðin að skopsögu. Að ekki sé tal-
að um niðurfærsluleiðina, sem
mest var talað um fyrir kosn-
ingarnar 1978, þegar A-flokkarnir
þóttust kunna öll ráð til þess að
verðlag og tilkostnaður yrði lækk-
aður stórlega, en kaupið stæði
a.m.k. í stað. Sú saga er líka orðin
að skopsögu. En þessar skopsögur
báðar geta þó orðið gagnlegar, ef
þær verða mönnum áminning um
að gjalda varhug við múgmennsku
og æsingum. Guðmundur J. Guð-
mundsson er ekki lengur sá
tröllslegi maður, sem hann var
fyrir nokkrum misserum.
Sjómenn sitja
á hakanum
Sjómenn verða að una því um
hríð, að laun þeirra hækki ekki til
jafns við aðra þegna í þjóðfélag-
inu. Þetta er afleiðing af síðustu
fiskverðsákvörðun og er nú enn
einu sinni vegið í hinn sama kné-
runn, sem aldrei hefur þótt giftu-
merki. Ástæðan fyrir þessu er
„Á hinn bóginn hefur
þad tafið fyrir ríkisstjórn-
inni aÓ ráðast gegn vand-
anurn, að hún gat ekki
hugsað sér að gera það, fyrr
en landsfundur Sjálfstædis-
flokksins væri afstaðinn.
Nú er hann hins vegar um
garð genginn. l*ess vegna
vænta menn þess, að geng-
isfelling sé á næsta leiti.“
augljós. Þótt þjóðfélagið standi og
falli með sjávarútveginum, er þar
ekki lengur neitt til skipta, heldur
blasir hallareksturinn við í öllum
greinum hans.
Jónas Þorsteinsson, fyrrum tog-
araskipstjóri á Akureyri, sem um
mörg ár var í fararbroddi í Far-
manna- og fiskimannasamband-
inu og meðal annars formaður
þess, hefur oft gert þessa öfug-
þróun að umræðuefni okkar á
milli. Hann hefur bent mér á, að
miklu eðlilegra sé að fara öfugt að.
Ákvörðun fiskverðs yrði fyrst í
hringrásinni og síðan kæmi annað
á eftir innan þess ramma, sem af-
koma útgerðarinnar leyfði. Og
vitaskuld er þetta rétt. Okkur get-
ur ekki haldizt uppi til lengdar að
taka ný og ný erlend lán til þess að
standa undir rekstrarhalla út-
flutningsatvinnuveganna. Það eig-
ið fé, sem þar er nú, verður fljótt
etið upp og afleiðingin getur ekki
orðið önnur en sú, að styrkjakerfið
verði tekið upp að nýju: Skattarnir
verða hækkaðir, ríkið greiðir at-
vinnuvegunum upp í hallann og
erlendu lánin. Og skattarnir
hækka 'enn, en lífskjörin versna.
Þetta hefur hvarvetna orðið af-
leiðing aukinna ríkisafskipta og
ríkisforsjár. — Eða svo við tökum
tvo menn á svipuðum aldri: Hvor
ætli fari nær um þarfir og rekstur
frystihússins ísbjarnarins, Gunn-
ar Thoroddsen eða Ingvar Vil-
hjálmsson?
Sterkari rekstr-
areiningar
Ekki neita ég því, að það kemur
mér alltaf jafnmikið á óvart, þeg-
ar rekstrarvandræði fyrirtækja
eru til umfjöllunar hjá okkur al-
þingismönnum, þegar fulltrúar
vinstri flokkanna segja: En eigið
fé fyrirtækisins er of lítið, — er
ekki hægt að auka hlutaféð?
I þessum orðum felst auðvitað
viðurkenning á því, að heilbrigð-
um rekstri verður ekki haldið
uppi, nema fyrirtækin séu fjár-
hagslega sjálfstæð og hafi bol-
magn til að færa sér í nyt tækni-
nýjungar eða laga sig að markaðs-
aðstæðum. Steingrímur Her-
mannsson viðurkenndi þetta sjón-
armið á Alþingi um daginn, þegar
hann talaði um, að Byggðasjóður
ætti að veita sérstök lán með lág-
um vöxtum til fyrirtækja, sem
væru í mestri þörf til að laga eigin
fjárstöðu sína. Honum skaust að
vísu, þegar hann sagði, að ekki
væri nauðs.vnlegt að endurnýja
framleiðslutækin um sinn, heldur
ætti að láta það sitja fyrir að full-
nægja eftirspurninni eftir hallær-
islánum. — Það er hlutverk ríkis-
stjórnarinnar að skapa atvinnu-
vegunum rekstrargrundvöll. Ef
hún getur það ekki á hún að segja
af sér. Lánasjóðum atvinnuveg-
anna á að verja til uppbyggingar
en ekki til að standa undir halla-
rekstri (nema í sérstökum undan-
tekningartilvikum, þar sem um
sérstök vandamál, tímabundin, er
við að stríða).
Auðvitað er aðeins eitt ráð til að
bæta rekstur fyrirtækjapna og
gera þau að sterkari rekstrarein-
ingum en þau hafa verið um sinn.
Það verður að skapa þeim eðli-
legan starfsgrundvöll og hvetja
svo til þess með skattalegum að-
leggja sparnað sinn í atvinnu-
reksturinn. Með þeim hætti yrði
öll uppbygging atvinnuveganna
auðveldari en nú og lífskjör hér
færu á ný batnandi, Stefndu
óðfluga að því að verða sambæri-
leg við það, sem bezt gerist erlend-
is, eins og var á þeim tímum, þeg-
ar áhrif Sjálfstæðisflokksins hafa
verið mest í íslenzkum þjóðmál-
um.