Morgunblaðið - 07.11.1981, Síða 26

Morgunblaðið - 07.11.1981, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981 Dvalarheimilid Ás Hveragerði: Sölusýning að Bröttuhlíð 20 llveragerði, 5. nóvember. DVALARHEIMILIÐ Ás í Hvera gerði verður með sölusýningu á morgun, sunnudag, og hefst hún kl. 14.00 að Bröttuhlíð 20. I»ar gefst fólki kostur á að skoða og kaupa framleiðslu vistfólksins, sem er á aldrinum 26 til 95 ára. Þarna eru á boðstólum margs- konar prjónles, s.s. góðir vettl- ingar, sokkar, húfur, treflar, sjöl, vesti og lopapeysur. Þá eru hekl- aðir dúkar, veggmyndir, púðar, jóladagatöl, brúðuföt, málverk, rýa- og smyrnamottur og smá- teppi, og margt fleira sem of langt yrði upp að telja. Dagleg sala á framleiðslu vist- fólksins er fimm daga vikunnar frá kl. 13.30 til 17.00 og gera þar margir góð kaup því verði er stillt í hóf. Frú Unnur Benediktsdóttir hefur umsjón með föndurtímun- um og segir hún að fólkið vinni mikið og sýni mikinn dugnað og vinnugleði. Sigrún. Sam Avant spilar á Vínlandsbar á Hótel Loftleiðuin og segir frá „pöbb- unum" í Knglandi. Enskur „pöbb- kynnir“ á Loftleiðum SAM AVANT, heitir Knglendingur sem hefur það fyrir starfa að spila á píanó í enskum „pöbbum“ í London. Hann er nú staddur hér á landi á vegum bresku ferðaskrifstofunnar sem hann vinnur einnig hjá við að kynna Bretland og „pöbbmenningu" Knglcndinga og ferðast hann víða um heim í þeim tilgangi. Hann hefur komið hingað áður, fyrir einu og hálfu ári síðan. Hann kom hingað á miðvikudag og spilar fyrir gesti á Hótel Loft- leiðum en að sögn Emils Guð- mundssonar hótelstjóra spilar Sam á hverju kvöldi á Vínlands- bar en þar verður leitast við að ná upp breskri „pöbb“-stemmningu. Sam spilar á píanóið og sýndar eru myndir frá London auk þess sem hann segir frá borginni og börunum þar. Þá er til reiðu bjór, íslenskur að vísu. Sam Avant fer aftur út á fimmtudaginn og heldur til Eng- lands en þaðan er ferð hans heitið til Nýja-Sjálands. Hann hefur far- ið víða, t.d. til Júgóslavíu, Japan, Ástralíu, Frakklands og annarra landa. Mynd þessi var tekin á vígsludag Hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópavogi í maí sl. I.jó.smynd Mbl. Kristján. Hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi: Síðasta bauka- söfnunin í dag FJÓRÐA og síðasta allsherjarsöfn- un bauka vegna byggingar Hjúkr unarheimilis aldraðra í Kópavogi verður framkvæmd í dag, laugardag- inn 7. nóvember. Sjálfboðaliðar úr Menntaskólanum í Kópavogi og aðildarfélögunum sem að bygging- unni standa munu heimsækja öll heimili í bænum og taka við söfnun- arbaukum, en nýir baukar verða ekki afhentir að þessu sinni. Var í upphafi áætlað að söfnun þyrfti að standa yfir í tvö ár og eru þau nú liðin. Hjúkrunarheimilið er nú full- reist og unnið er um þessar mund- ir af kappi við innréttingar og frágang. Er ráðgert að taka heim- ilið í notkun á fyrsta fjórðungi næsta árs. Alls hefur nú verið byggt fyrir um níu milljónir króna og hefur almennt söfnunarfé borið hita og þunga framkvæmdanna frá upp- hafi. I fréttabréfi frá stjórn Hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópavogi segir að samstaða bæj- arbúa um þetta átak ásamt mikl- um áhuga og velvilja fólks víða um land, hafi gert drauminn um bygg- ingu Hjúkrunarheimilisins að veruleika og að vonast sé til þess að samheldnin í Kópavogi nú á lokasprettinum verði jafn góð og verið hefur til þessa. Þar sem nokkur brögð munu að því að baukar séu ekki til staðar á heimilum í Kópavogi mun söfnun- arfólkið bjóða fólki sérstök viður- kenningarskjöl fyrir fimmtíu króna styrktarframlag. Verða slík skjöl einnig fáanleg á skrifstofu Hjúkrunarheimilisins þar til heimilið verður að fuliu frágengið. Samtök áhugamanna um fjölmiðlarannsóknir: Halda ráðstefnu um myndbandabyltinguna VISTFÓLKIÐ á Hrafnistu heldur sína árlegu handavinnusölu næst- komandi laugardag 7. nóvember frá kl. 14.0«. Að vanda er þar margt góðra muna, hlýr prjónafatnaður til vetrarins, jóladúkar og fleira til jólagjafa svo eitthvað sé nefnt. Nýlega voru gerðar breytingar og endurbætur á húsnæði fyrir handavinnukennslu og samkomu- hald og verður sölusýningin á laugardaginn í nýja föndursalnum á 3ju hæð Hrafnistu. SAMTÖK áhugamanna um fjölmiðla- rannsóknir efna til fræðslufundar um myndbandabyltinguna að Kjarvals- stöðum í dag og hefst hún kl. 14.00. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Mynd- bandabyltingin, félagsleg mengun eða þjóðþrif. Fimm menn hafa framsögu á ráðstefnunni og eru þeir Andrés Björnsson, útvarpsstjóri, sem ræðir um afstöðu ríkisútvarpsins til myndbanda- byltingarinnar, Sigurður Líndal, pró- fessor, sem ræðir um hina lagalegu hlið málsins, Njáll Harðarson, annar eigandi fyrirtækisins Videoson hf., sem gerir grcin fyrir afstöðu og áformum fyrirtækisins, Þorbjörn Björnsson, sem ræðir byltinguna út frá félagsfræðilegu sjónarhorni og llaukur Ingibergsson, en hann kemur frá SÍS og talar um notkun myndbanda í fræðsluskyni og úti í atvinnulífinu. Félagið „Samtök áhugamanna um fjölmiðlarannsóknir" var stofnað sl. sumar og er það opið öllum að sögn sr. Bernharðs Guðmundssonar, fréttafulltrúa kirkjunnar, sem er formaður félagsins,. Á stofnfundi fé- lagsins voru 12 manns en að sögn sr. Bernharðs hefur félagsmönnum fjölgað ört undanfarið. Stjórn fé- lagsins skipa: sr. Bernharður Guð- mundsson, Þorbjörn Broddason lekt- or og Hallgrímur Thorsteinsson fréttamaður. Ráðstefna þessi um myndbanda- byltinguna er fyrsta verkefni félags- ins en áformað er að halda reglu- bundna fundi í vetur þar sem kynnt- ar verða rannsóknir og efnt til um- ræðna um fjölmiðlamál. Sagði sr. Bernharður að tilgangur félagsins væri að vekja fólk til umhugsunar um áhrif fjölmiðla á mannlegt líf og efla rannsóknir á því sviði. Þau mistök urðu í blaðinu í gær, að með umsögn Braga Ásgeirssonar um myndlistarsýningu Arnar Inga birtist mynd frá eldri sýningu. Hér birtist mynd frá sýningu listamannsins, sem stendur yfir að Kjarvalsstöðum. Handavinnusala í Hrafnistu l>órdur Ben sýnir að Kjarvalsstöðum ÞÓRÐUR BEN hefur opnað sýningu að Kjarvalsstöðum og fjaiiar hún um skipulag Reykjavíkurborgar. Eru á sýningunni arkitektúr- teikningar ýmsar sem lýsa hugmyndum Þórðar á þessu sviði. Þá eru og á sýningunni þrjú myndlistarverk. Teikningarnar eru til sölu. f tFfti fv.ý? Nokkrir munanna á sýningunni. BINGÓ BINGÓ Á morgun kl. 3, sunnudag, veröur BINGÓ á HÓTEL BORG. Stórgóöir vinningar. Flugferöir, reiðhjól, húsgögn, matarkarfa og margt, margt fleira. Nú mæta allir. Kvennadeild Slysavarnafélags íslands í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.