Morgunblaðið - 07.11.1981, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981
" !}}'$(ifftn {>>!;•«?■ ffc-.* ')« VívhVI * o-** • > f *P **
Norræna húsið:
Forstöðu-
maður Falun-
minjasafnsins
talar um Dal-
ina í Svíþjóð
KRIK HOFRÉN, minjavörður og
forstöðumaður Kalun minjasafnsins
í Dölunum í Svíþjóó, heldur fyrir-
lestur í Norræna húsinu þriðjudag-
inn 10. nóv. kl. 20.30 með litskyggn-
um og talar um söfn í Dölunum og
dalamyndir (dalmálningar).
Dalirnir er það hérað í Svíþjóð,
þar sem fornar hefðir og siðir
hafa varðveist lengst og er áhuga-
vert hvað þjóðhætti varðar. Þar er
að finna hinar víðfrægu „dalmáln-
ingar", dalamyndir/skreytingar
en svo er nefnd alþýðulist sú, sem
blómstraði í Dölunum á s.hl. 18.
aldar og f.hl. 19. aldar. Voru heilu
herbergin prýdd þessum myndum,
sem voru ýmist málaöar á dúk eða
pappír. Myndirnar lýsa oft at-
burðum úr biblíunni eða verald-
legum atvikum. Mikil litadýrð er
gjarnan í þessum myndum og
mikið um blómaskrúð.
Falun-minjasafnið, sem Erik
Hofrén veitir forstöðu, hefur á
síðustu árum orðið miðstöð fyrir
söfnin í léninu og þar er að finna
heildarskrá yfir muni í þessum
söfnum, en söfnin í Dölunum hafa
haft forgöngu um endurskipulagn-
ingu innan sænsku byggðasafn-
anna.
Erik Hofrén er, ásamt Rune
Runbro ritstjóra, í heimsókn hér á
landi og ætla þeir að gera út-
varpsdagskrá um menningarlíf og
söfn á íslandi. Þeir eru gestir Ár-
bæjarsafns.
Norræna húsið og Árbæjarsafn
standa sameiginlega að fyrirlestr-
inum.
Finnski grafíklistamaðurinn
Lisbet Lund er gestur Norræna
hússins um þessar mundir og sýn-
ir grafík í anddyri hússins 7.—20.
nóv. Sýningin verður opin á
opnunartíma hússins kl. 9—19,
nema sunnud. 12—19. Aðgangur
er ókeypis.
Rádstefna
um mennt-
un kennara
HIÐ ÍSLENZKA kennarafélag verð-
ur með ráðstefnu í dag, laugardag og
á morgun, sunnudag, um menntun
kennara.
Ráðstefnan hefst kl. 10 árdegis
að Hótel Esju með erindi Arnórs
Hannibalssonar og fjallar hann
um tilgang kennaramenntunar.
Að erindinu loknu verða umræður.
Síðdegis verða starfshópar við
störf og fjallað verður um niður-
stöður starfshópanna á morgun,
sunnudag.
Valli víðförli í brezkum fjölmiðlum:
Hlýtur að vera
von í veröldinni
- fyrst unnt er að skipuleggja þúsund mílna ferð, eingöngu fyrir vegvilltan rostung
„ÞAÐ hlýtur að vera von í veröldinni
fyrst með samvinnu þjóða á milli er
unnt á svo snöggan og einfaldan hátt að
skipuleggja þúsund mílna ferð, ein-
göngu til að koma vegvilltum rostungi
til heimkynna sinna“. Svo hljóðar leið-
ari brezka stórblaðsins Sunday Express
27. september sl., en Valli rostungur
víðförli vakti mikla athygli brezkra
fjölmiðla og var vandlega rætt og ritað
í blöðum og sjónvarpi um allt sem varð-
aði Valla frá því hann strandaði við
Skegnes á miðausturströnd Englands
og þar til skipverjar á v/s Tý slepptu
honum á borgarísjaka við austurströnd
Grænlands.
Athygli brezku þjóðarinnar beindist
óhjákvæmilega að íslandi um leið og
Valla, þar sem mestur hluti ferðar hans
var á vegum og í boði Flugleiða og ís-
lenzku ríkisstjórnarinnar og einnig
vegna ófyrirséðs „stop-over“ á Kefla-
víkurflugvelli. í viðtali við Mbl. sagði
Jóhann Sigurðsson, forstjóri Flugleiða í
London, að umtal brezks almennings
um þátt íslendinga í málinu hefði verið
mjög jákvætt og mjög í anda leiðara
Sunday Express, sem vitnað er í hér í
upphafi, þ.e. að ekki væri með öllu úti
vonin um manngæzku í heiminum og
jákvæðari samvinnu þjóða á milli fyrst
svo mikið væri viðhaft vegna eins veg-
villts rostungs. Einnig er talið, að Valli
rostungur víðförli og saga hans hafi
breytt afstöðu margra til íslendinga, en
þáttur okkar í hvalveiðum hefur verið
mörgum erlendum dýraverndunar-
mönnum þyrnir í augum.
Margar hugmyndir hafa komið fram
um hver afdrif Valla víðförla við Græn-
landsstrendur hafa orðið eða verða, og
m.a. verið á það bent að Grænlendingar
myndu nota fyrsta tækifæri til að
skjóta hann og nýta sem fæðu. Hver
sem afdrif hans verða stendur þó eftir
einstæð ferðasaga og birtum við hér
með nokkrar úrklippur úr brezkum
blöðum þar sem fjallað er um Valia
rostung víðförla og ferðasögu hans.
£x-lcelandair duo set up
holidays, flights venture
2 7SIPIX,
SEP1W
Wally the lost Walrus
heads for home by air_
for* ,,,CUM “
ulh*n- ,n
.IOn aP°Ci»|Jy
*r é OCél
c*n>ér. Ur. h,
<« HMthro. .
Omuh tna i
lo«*minmu h«
I SÍP'W (j
'wmdebiw “
WALRUS ON
MMniOME
tföliun A
f XI
Wally goes home
Walrus makes big
splash with V alerie
'^iana set for
tourfetboom
A CLOSE •neount*, of tha
Aretic kmd put • d«»h of
maqic into V•!•,■• Scott •
'Olctléé-
r,ö*ci«d
Sl"ífirld
Just th
ticket
for a
walrus
Walrus going home-
Wt|lrus
Wally
gets an
airlift
home
WALtr.
Wally getsl
diplomatlc
airlift
2 8 SEP|98|
24 SEPI981
wm.lv.
I vv aily on “
jhis way-b
Igunboat
rr LOOKED as If w i)
the Walrus was 0n h
»t laat toda
_*ítef aí> intematlona
S2SS, /ou,
SkÍ?n ,r0fn hlS
Wally Walrus
to fly home
hom* oa
sa,v"iséias
*n~jS S ?%2!nS ’»
Amrriran éir baac m tJl?
•'aSia? í
Bnxsh trfcíti. t!r f. fca!,.a
War nWM ta Cod
his ordral not “»viva
Creentand ^ '
í“e'W
r>£*;„ "gx ■
5*ss? SL? l&SVSS :
m*trruiu« to
mt!n« permixMnn í * díl»y i
Grernlaúd ff'S? to *° 1
•uthorltlrs tTOm DanJsh I
% «S33? 5?', I
2 5SEPIW
Washed
up'Wally
to tly
home
Airlift for
Wafly
'r Ít Uliir'd ,
tinct /P54
ot Noture
our shorts