Morgunblaðið - 07.11.1981, Page 32

Morgunblaðið - 07.11.1981, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981 Heimsmet í háu bensínverði eftir Arinbjörn Kolbeinsson formann FÍB Frá því síðasta hækkun á verði bensíns var tilkynnt 2. september sl., hefur skrifstofu FÍB borist fjöldi fyrirspurna, og margar óánægjuraddir heyrst vegna þeirrar miklu hækkunar, sem þá varð á bensíni, kr. 6,85 lítrinn í kr. 7,85. Þetta er ein mesta verðhækk- un á bensíni, sem orðið hefur í einu skrefi, þegar tekið er tillit til þess að olía, sem er hráefni til bensínframleiðslu, hefur fremur iækkað en hækkað á heimsmark- aði á þessu ári. Enn á ný varð hækkun þ. 16.10. sl. í kr. 8.00. Óánægja bifreiðaeigenda er því sannarlega á rökum reist. Fólk spyr: Hvað er hægt að gera til þess að létta þessa skattbyrði, sem stefnir í þá átt að verða óbærileg? Auðvelt er að benda á margar leiðir til þess að létta skatta á bensíni og það með þeim hætti, að ríkið tapi engu af því fé, sem það notar til gagnlegra hluta og hafi jafnvel lítt skert fjárráð til gagnslausrar eyðslu. Frá 2. sept- ember þetta ár, hefur bensín á Is- landi verið dýrara en í nokkru öð- ru landi, sem tiltekið er á skrám um bensínverð í skýrslum AIT (Alliance Internationale de Tour- isme) og FIA (Federation Inter- national de Automobile). Að vísu ná þessar skýrslur ekki til allra ríkja heims, þannig að ef til vill er hægt að benda á einhvern stað eða jafnvel eitthvert land, þar sem bensín kann að vera dýrara en á Islandi. En nægilegt er talið, til þess að ná heimsmeti, að vera með hæsta bensínverð, sem um getur í áðurnefndum skýrslum. Hvernig er bensínverðið samsett? Fróðlegt er að vita hvernig ís- lenskir stjórnmálamenn hafa náð þessu marki, og ber þess fyrst að geta, að allir stjórnmálaflokkar eiga þar nokkurn veginn óskiptan hlut að máli. Þeir hafa allir lagst á eitt að hækka bensínverðið með siauknum sköttum. Að sjálfsögðu hefur einnig komið til hækkun á heimsmarkaðsverði, en hún hefur ekki komið verulega þyngra niður á Islendingum en öðrum þjóðum. Hækkun mun þó vera öllu meiri á því bensíni, sem flutt er til ís- lands, en til annarra Evrópu- eða Afríkulanda. Skipting bensínverðs: Krónur % 2,26 28,79 4,40 56,06 0,10 1,27 0,87 11,08 0,22 2,80 Samtals 7,85 100,00 Verð pr. I kr. 7,85 Bensínverð cif Opinber fgöld VerðjöfnunarKjald Dreinngarkostn. Tillag til innkaupareikn. Rúmur helmingur bensínverðs eru skattar til ríkisins og þar af fer tæpur helmingur beint til vegagerðar en lítill hluti (10%), þar af er notaður til lagningar varanlegs slitlags, sem eru þær framkvæmdir sem skila meiri arði í okkar þjóðfélagi en nokkur önn- ur fjárfesting, jafnvel að stór- virkjunum til raforkuframleiðslu ekki undanskildum. Við verðlagn- ingu á bensíni er söluskattur lagð- ur á bensíngjald (veggjald) þ.e. skattur ofan á skatt. Söluskattur rennur ekki til vegamála heldur í hina almennu eyðslu. Þetta verður að teljast harla óeðlilegt, sérstak- lega þegar ekki liggja fyrir upp- lýsingar um að fé þessu sé varið til nytsamra og arðbærra hluta. Sumir segja að fé þetta fari í sam- neyslu þjóðfélagsins og láta sér þá skýringu vel líka, og benda á kostnað við löggæslu, heilbrigðis- og tryggingarmál, símakerfi, póst- þjónustu o.fl. En þá ber þess að gæta að fólk greiðir beint hluta af þessari þjónustu, t.d. heilbrigðis- og tryggingaþjónustu, jafnvel löggæslu, og meira en fullt verð fyrir síma- og póstþjónustu. Það sem kallað er samneysla þjóðfé- lagsins er í raun réttri miklu fremur samsóun stjórnmála- manna og gildir þá einu í hvaða flokki þeir standa. Þegar litið er á það hvernig heimsmet í bensin- verði myndast, er sérstaklega at- hyglisvert, eins og áður segir, hve skattarnir eru háir og er það því fyrst og fremst pólitískt afrek að hafa ná þessu heimsmeti enda gert með samstilltu átaki allra stjórnmálaflokka landsins. Sýnir þetta hve miklum árangri til ills er unnt að ná, þegar samstaða stjórnmálamanna er órofin. I þessu sambandi er að sjálfsögðu skylt að minnast á, að unnt er að nefna dæmi um frábæran árang- ur, þjóðinni allri til heilla, sem náðst hefur með samstöðu, en slík dæmi eru því miður alltof fá. Verð á bensíni og öðrum neysluvörum Verðhækkun á bensíni þarf að sjálfsögðu að skoða í skugga verð- bólgunnar og hina almennu verð- hækkana. Hér á eftir fer tafla um verðsamanburð og verðhækkanir á þessu ári á bensni og nokkrum neysluvörum, en einnig eru þar teknar með munaðarvörur, sumar mjög skaðlegar heilsu manna. heilsu þjóðarinnar. Skaðlegar vör- ur hafa hækkað minna í verði en bensín og aðrar nauðsynjavörur. Skattgleði stjórnmálamanna Hér á landi hafa stjórnmála- menn löngum lagt mikla áherslu á að skattleggja bifreiðir og rekstr- arvörur til þeirra og ekki hvað síst bensínið. Fram til 1970 var títt talað um bifreiðir sem munað, tæki í eigu „fárra útvaldra" og því réttmætt að skattleggja þungt slík tæki og notkun þeirra. Nú er bif- reiðaeign landsmanna orðin al- menn þar sem 2,6 menn eru um hverja bifreið í landinu. Bifreiða- eign á íslandi mun hlutfallslega meiri en í nokkru öðru Evrópu- landi. Bifreiðin er orðin almennari eign en ýmis heimilistæki og má þar nefna tæki eins og frystikist- ur, uppþvottavélar, jafnvel kæli- skápar og eldavélar. Þá hefur komið fram það sjónarmið hin síð- ustu ár, að bifreið sé orðin svo al- menn eign, að skattar á bifreiðum og rekstrarvörum þeirra dreifist jafnt á þjóðina og þyngst á þá sem mest gjaldþol hafa. Þessar kenn- ingar eru rangar, sú fyrri, að bif- reið sé munaður og sú síðari, að bifreið sé réttlátur a'mennur skattstofn, því bifreiðir hafa ævinlega fyrst og fremst verið notaðar hér sem atvinnutæki og nú hin síðari ár í sumum tilvikum sem nauðsynlegasta atvinnutæki hinna efnaminnstu. En ýmsir þeir, sem hafa mestar ráðstöfunartekj- ur, eiga engan bíl á sínu nafni. Bifreiðin er því óheppilegur al- mennur skattstofn. Hana á aðeins að skattleggja til vegafram- kvæmda í landinu. Tvímælalaust er bifreiðin eitt almennasta og nauðsynlegasta atvinnutækið, og nær eina vélknúna farartækið til fólksflutninga á landi. Hún er því fólki hér meiri nauðsyn en í flest- um öðrum löndum og notkun hennar undirstaða allrar fram- leiðslu- og þjónustugreina. Verðsamanburður: Áramót Hækkun á ’80-’81 Sept. '81 á árinu í % Bensín pr/1 kr. 5,95 kr. 7,85 32,0 Mjólk pr/1 kr. 4,25 kr. 6,05 42,5 Smjör Kindakjöt pr/kg 1. vfl. kr. pr/kg 1. vfl. 46,60 kr. 72,25 55,0 súpukjöt kr. úrvalsfl. í 30,40 kr. 43,45 43,0 heilum skr. kr. 30,10 kr. 42,95 42,6 Ysa m. haus pr/kg kr. 6,25 kr. 8,30 33,0 ísl. brennivín heilfl. kr. 130,00 kr. 167,00 28,5 Vodka (Smirnoff) heilfl. kr. 181,00 kr. 239,00 32,0 Sígarettur pr/pk kr. 13,40 kr. 17,15 28,0 1 þessari töflu kemur fram að verðhækkanir á bensíni hafa verið 32,3%, á ýmsum matvörum 42,5—55,0%, en á áfengi og tóbaki aðeins 28,0—32,0%. Sú verðlags- stjórnun, sem endurspeglast í þessum tölum, hvetur fólk til að minnka neyslu á kjöti og auka fiskneyslu, og er það vel. Þarna er hvatt til þess að spara bensín og auka neyslu á áfengi og tóbaki, og er slíkt slæm skipti fyrir heill og Verksmiðja .... 27,6% Flutningur, uppskipun, vátrygging o.fl 7,0% Opinber gjöld .... 56,3% Innflytjendi 9,1% 100,0% Arinbjörn Kolbeinsson Þyngsti skattur þjóðarinnar Hið háa bensínverð er sérlega ranglátt hér á landi þar sem vega- kerfi er frumstæðara en í flestum öðrum löndum heims. í alþjóðleg- um skýrslum (International Road Federation) frá 1979 er þess getið, að aðeins tvö ríki í Afríku hafi verra og frumstæðara vegakerfi en ísland. Þannig er ísland í flokki hinna vanþróuðustu landa hvað vegakerfi og samgöngur á landi áhrærir. Þetta frumstæða vega- kerfi er hemill á nær alla arðbæra atvinnuþróun í landinu, og þannig hinn þyngsti og þarflausasti skattur, sem á þjóðina er lagður, jafnvel enn þungbærari en bensín- verðið, sem þó nálgast heimsmet. Hvað er hægt að gera? Það er algengt að þegar menn hafa látið í ljós megna vanþóknun sína á hinu háa bensínverði og skattlagningu á þeirri vöru, þá spyrja menn: „en hvað er hægt að ig að ríkissjóður geti haldið sínum tekjum þrátt fyrir þess- ar ráðstafanir. c. Að vinna að sparnaði á bensíni sem nemur meira en helmingi verðhækkunarinnar. II Framfaravakning Slík vakning er fólgin í þvi að skapa pólitíska samstöðu um þjóðheilla framkvæmdir í vegamálum, gera landið byggi- legt á nútíma mælikvarða. Til þessara framkvæmda þarf að nota allt það fé, sem ríkið tek- ur nú af bifreiðum og rekstr- arvörum til þeirra. Hér er eins og víðar „vilji allt sem þarf“. í bréfi, sem stjórn FÍB ritaði fjármálaráðherra varðandi síð- ustu bensínhækkun, er bent á, að unnt er að nota skatta af bensíni til svo arðbærra frmkvæmda að kostnaðurinn skili sér á tveim ár- um til bifreiðaeigenda og þjóðar- innar í heild. Þá var bent á leið til þess að leiðrétta síðustu verð- hækkun með þvi að söluskattur sé eigi reiknaður á bensingjald, og bensínverð lækkað sem þvi nemur. En ríkið getur bætt sér upp tekju- tapið með því að hækka skatta á ónauðsynlegum og skaðlegum neysluvörum í þjóðfélaginu, t.d. áfengi og tóbaki. Mörg atriði í rekstri og akstri bifreiðar geta falið í sér verulegan bensínsparnað, án þess að dregið sé úr akstri. En einnig má að sjálfsögðu spara bensín með því að minnka þann akstur, sem ekki er bráðnauðsynlegur. Enginn vafi er á því, að fólk er þegar farið að spara bensín verulega eftir báðum ofannefndum leiðum. Bensín- sparnaður án minnkunar aksturs er fjölþætt og flókið mál, sem sumir hafa tileinkað sér, en fleiri gætu verið þar með. Með hliðsjón af þessu er fyrirhugað að í næsta hefti Öku-Þórs verði allitarlegar leiðbeiningar og ábendingar um slíkan sparnað á bensíni. Akveðið er að þetta hefti Öku-Þórs verði send félagsmönnum FÍB. Brýn nauðsyn er að snúa við óheillasamstöðu stjórnmálaflokka Hvernig skiptist verð bílsins? Verksmiöjan Innkaupsverft bilsins erlendis 27,6% AOflutnmgsgiold og soluskattur 56,3% Flutmngsgjold. uppskipun. vatryggmg bankakostnaöur o.fl Alagning. standsetning og ábyrgö 9,1% 7,0% Hvernig skiptist verð hílsins? gera?“ Þetta er áleitin spurning, sem þarfnast svars. Það sem bif- reiðaeigendur eða félagasamtök geta gert má skipta í tvo megin- flokka: I Mótmæli — Sparnaður a. Að mótmæla hinu háa bens- ínverði við stjórnendur lands- ins og stjórnmálamenn al- mennt. b. Að benda á leiðir til verð- lækkunar á bensíni með minnkaðri ofsköttun, þó þann- um ofsköttun bifreiða og van- rækslu i vegaframkvæmdum. Auknar framkvæmdir við varan- lega vegagerð siðustu ár benda til þess að breytt stefna í vegagerð geti verið í nánd. Nokkuð skortir þó á skilning og sjálfstraust bif- reiðanotenda, þ.e. kjósenda til ör- uggrar og árangursríkrar sam- stöðu í þessu efni, en samstaða, „solidarnosc" er allt sem þarf. Arinbjörn Kolbeinsson formaður FÍB Dilkaskrokkur í hrjúfum plastpoka tekinn úr ofninum. Dilkaskrokkar: Tilraunir gerðar með plastumbúðir AÐ UNDANFÖRNU hafa verið gerðar tilraunir með nýjar um- búðir á dilkakjöti í heilum skrokkum. Hafa þessar tilraunir verið gerðar í Sláturhúsi Kaup- félags Þingeyinga á Húsavík. Tilraunirnar eru tvenns konar plastpökkun, en til komnar vegna síaukinna krafna sem gerðar eru um meðferð mat- væla. Er þess vænst, að plastið hindri þornun og upplitun kjöts- ins og verji það betur gegn óhreinindum og rýrnun í geymslu og flutningi en gömlu grisjuumbúðirnar. Önnur pökkunaraðferðin sem nú er reynd, er að setja dilka- skrokka fyrst í plastpoka, en síð- an í grisju, þar eð plastið er of hált til að stafla megi skrokkun- um í stæður, sé það notað ein- göngu. Hin aðferðin er sú að klæða skrokkana í plastpoka með mjög hrjúfu yfirborði. Síðan er skrokkunum rennt í gegnum ofn þannig að plastið hitnar og herp- ist að skrokkunum. Þetta hrjúfa plast er nýjung, sem er framleidd af finnska fyrirtækinu Wiig & Höglund, en fyrrnefndu plastum- búðirnar eru frá Plastprent hf. Viðstaddir tilraunirnar voru tæknimenn frá SÍS, Plastprent hf. og finnska fyrirtækinu. End- anlegar niðurstöður þeirra liggja ekki fyrir fyrr en á næsta ári, að loknum athugunum á geymslu- þoli kjötsins í plastumbúðunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.