Morgunblaðið - 07.11.1981, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1981
33
„Tappatog“ í Hafnarbíói
í DAG kl. 17 efnir hljómsveitin Tappi tíkarrass til „Tappatogs" í Ilafnarbíói.
Auk hennar kemur fram við þetta tækifæri hljómsveitin Jonee-Jonee.
Sigurður Eyþórsson sýnir í Djúpinu
LAUGARDAGINN 7. nóv-
ember kl. 3 opnar Sigurð-
ur Eyþórsson sýningu á
málverkum, teikningum
og grafikmyndum, rúm-
iega 20 ad tölu, í Gallerí
Djúpinu, Hafnarstræti 15.
Myndirnar eru allar
gerÖar með blandaðri
tækni. Sigurður mun
mála mynd í olíu og egg
tempera á meðan á sýn-
ingunni stendur, sem
síðan verður til sölu er
sýningunni lýkur 3. des-
ember. Flestar myndirn-
ar eru til sölu. Aðgangur
er ókeypis.
Colin Porter
endurkjörinn
formaður Anglfu
AÐALFUNDUR fólags Anglia var
haldinn miðvikudaginn 28. október sl.
í veitingahúsinu „Torfan“, Amt-
mannsstíg 1. Fundarstjóri var Sölvi
Eysteinsson. Colin Porter var einróma
endurkjörinn formaður félagsins.
Á síðastliðnu starfsári hefur
Anglia gengist fyrir enskukennslu
(talæfingum). Ennfremur hefur
verið haldin jólatrésskemmtun og
dansleikir hafa verið yfir vetrar-
mánuðina. Gestur félagsins á 60 ára
afmælinu í febrúar 1981 var Baines
skipstjóri úr „Onedin“-sjónvarps-
þáttunum.
Menningarsjóður félagsins var
stofnaður í nóvember, 1980 og var í
fyrsta sinn veitt úr sjóðnum í maí
sl.
í stjórn sjóðsins eru: Sylvia
Briem, Alan Boucher og Heimir Ás-
kelsson.
Lambadrengur
Páls H. Jóns-
sonar komin út
IIT EK komin á vegum Iðunnar ný
saga handa börnum eftir l’ál H.
Jónsson. Nefnist hún Lambadrengur
og er þriðja barnabók höfundar.
Fyrri sögur hans, Berjabítur og
Agnarögn, hlutu báðar verðlaun
fræðsluráðs Reykjavíkurborgar
sem veitt eru bestu frumsaminni
barnabók hvers árs. — Auk þessara
bóka hefur Páll H. Jónsson gefið út
tvær Ijóðabækur, leikrit og ævisög-
ur, auk þess sem hann er kunnur
fyrir tónlistarstörf og hefur samið
sönglög.
Um efni þessarar nýju bókar,
Lambadrengs segir svo í kynningu
forlagsins: „Hér leitar höfundur í
sjóð minninganna og bregður upp
heillandi myndum úr lífi sveita-
drengs á þeim árum sem enn var
fært frá og þurfti að sitja yfir ánum
sumarlangt. Sagan lýsir samlífi
drengsins með fólki, dýrum og
gróðri, segir frá því hvernig hann
vaknar til vitundar um hið auðuga
og margbreytilega líf sem landið el-
ur.“
Lambadrengur er í sextán köfl-
um, auk inngangs- og lokaorða.
Teikningar og kápumynd gerði Sig-
rid Valtingojer. Prentrún prentaði.
Bókin er 122 bls.
Þessa helgi í Blómaval:
Undraheimur
þurrkaöra blóma
Komið í Blómaval um helgina og
skoðið ótrúlegt úrval af þurrkuðum
blómum. Ótal tegundum er spilað
saman og mynda ævintýralegar
skreytingar.
Sýnikennsla verður í þurrblómaskreytingum í dag kl. 2-6.
Leiðbeinandi er Birgit Weber.
Skreytingaverkstæðið verður í gangi þar sem unnið er að
gerð blómaskreytinga úr þurrkuðum blómum.
KOSTA BODA
Sérstök sýning verður á borðskreytingum úr
lifandi blómum og borðbúnaði frá Kosta Boda,
Bankastræti.
Sýnikennsla verður í gerð borðskreytinga í dag
kl. 2-6.
Komið í Blómaval, - falleg blóm gleðja alla.
Opið til kl. 21.