Morgunblaðið - 14.11.1981, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1981
3
Rut Ingólfsdóttir er formaður og framkvæmdastjóri Kammersveitar
Reykjavíkur og Gunnar Egilsson fyrrum stjórnarformaður, en þau
kynntu vetrarstarf Kammersveitarinnar. Ljósm. ól.K.M.
Áttunda starfsár Kammersveitar Reykjavíkur:
Að mestu íslensk verk
á fyrstu tónleikunum
FYRSTII tónleikar Kammersveitar
Reykjavíkur verða á Kjarvalsstöð-
um sunnudaginn 22. nóvember. Er
nú að hefjast 8. starfsár sveitarinn-
ar og eru fernir tónleikar á
dagskrá í vetur. Nokkrir félagar
Kammersveitarinnar héldu fyrir
nokkru tónleika í Wándheimi og
Osló og í lok mánaðarins halda
þeir í tónleikaferð til Stokkhólms.
Rut Ingólfsdóttir og Gunnar
Egilsson kynntu vetrardagskrá
Kammersveitarinnar fyrir
fréttamönnum nýverið og sögðu
þau hljómleikahald sveitarinnar
vera orðinn fastan þátt í tónlist-
arlifi Reykjavíkur. Aðsóknin
væri jafnan góð að tónleikunum,
enda fjölbreytni að aukast í
hvers kyns tónleikahaldi og
áhugi fyrir kammertónlist vax-
andi.
Helsta hindrun í starfi
Kammersveitarinnar sögðu þau
að væri sú að hafa ekki fasta
æfingaaðstöðu. Færu æfingar
iðulega fram á heimilum félags-
manna eða í húsnæði tónlist-
arskólanna þegar lausa stund
væri þar að finna. Einnig vant-
aði tilfinnanlega hljómleikahús,
þar sem hægt væri að flytja
kammertónlist í sínu rétta um-
hverfi. Vegna þessa hefur
Kammersveitin ekki fengið ör-
uggt húsnæði fyrir tónleika sína
eftir áramót.
Á fyrstu tónleikunum, sem
verða á Kjarvalsstöðum 22. nóv.
kl. 17, verða að mestu flutt ís-
lensk vérk, m.a. nýtt verk eftir
Pál P. Pálsson, sem samdi það
sérstaklega fyrir Svíþjóðarferð
sveitarinnar. Einsöngvari er Rut
Magnússon. Aðrir höfundar eru
Jón Ásgeirsson, Fjölnir Stef-
ánsson, Hjálmar Ragnarsson og
Atli Heimir Sveinsson. Þá verð-
ur einnig flutt verk eftir Jan
Carlstedt. Þessi efnisskrá verður
flutt á tónleikunum í Stokk-
hólmi.
Aðrir tónleikarnir verða í
Bústaðakirkju 13. desember kl.
17. og sagði Rut Ingólfsdóttir þá
vera á efnisskrá létta barokk-
tónlist, sem ætti að koma gest-
um í jólastemmningu. Öll verkin
væru eftir Georg Philipp Tele-
mann, en á árinu eru liðin 300 ár
frá fæðingu hans. Eftir áramót
eru ráðgerðir tónleikar 14.
febrúar og 28. mars. Fyrri tón-
leikarnir eru helgaðir Igor
Stravinsky, sem hefði orðið 100
ára 17. júní 1982, og hafa flest
verkin á þeim tónleikum ekki
verið flutt hérlendis áður. Paul
Zukofsky stjórnar Kammer-
sveitinni á þeim tónleikum og
leikur með. Síðustu tónleikar
Kammersveitar Reykjavíkur
verða 28. mars og eru á efnisskrá
verk eftir Debussy, Barber og
Beethoven. Hægt er að kaupa
áskriftarmiða að öllum tónleik-
unum og eru áskrifendur nú
nokkuð á annað hundrað.
Starfsemi Kammersveitar
Reykjavíkur, sem telur 16 félaga,
er sjálfboðastarf, þ.e. tónlist-
armenn taka ekki greiðslu fyrir
tónleikahald, en aðgangseyrir
fer til að greiða ýmsan kostnað.
Kammertónlist er krefjandi, en
okkur er ánægja að því að leika
og þegar við þurfum að leita til
starfsfélaga okkar utan Kamm-
ersveitarinnar eru þeir undan-
tekningarlaust reiðubúnir að ljá
okkur liðsinni sitt endurgjalds-
laust, sögðu þau Rut og Gunnar
að lokum.
Yó V1WÞ Vfíj'aflR SVvPjdíWVfRíW?"
Skólamót
í körfubolta
Grunnskólamót:
Keppt er i tveimur aldursflokk-
um dregnja yngri flokki 12 og
13 ára, eldri flokki 14 og 15 ára
og stúlknaflokki 12—15 ára.
Riðlakeppni heima í héraöi.
Þátttökugjald f. 1. liö kr. 350,- f.
2. lið kr. 600,- og f. 3. lið 800,-.
Framhaldsskólamót:
Keppt verður í riölum stúlkna
og pilta um allt land.
Þátttökugjald 1. lið kr. 500,- 2.
lið kr. 800,-.
Þátttökutilkynningar berist KKÍ,
Box 864, 121 Reykjavík, sími
91-85949.
Finnur Ingólfsson, formaður stúdentaráðs:
Fjármálaráðherra hefur svik-
ið loforð um aukafjárfestingu
„RAGNAR Arnalds, fjármálaráð-
herra, hefur séð ástæðu til þess að
svara mér í Morgunblaðinu sunnu-
daginn 8. nóvember. Þar svarar
hann ekki nema hluta af greininni
og finnst þetta vera mjög ósann-
gjörn árás á Alþýðubandalagið af
minni hálfu og segist styðja frum-
varp um námslán og námsstyrki, en
það er tóm della að okkar mati og
hefur það greinilega komið fram,“
sagði Finnur Ingólfsson, formaður
stúdentaráðs, í samtali við Morgun-
blaðið.
„Guðrún Helgadóttir er eini
fulltrúi stjórnmálaflokks, sem
ekki hefur séð ástæðu til að svara
stúdentahreyfingunni um það
hver sé afstaða hennar og hennar
flokks til frumvarpsins. Þess
vegna lítum við svo á að það sé
ekki búið að gera þessi mál upp
innan Alþýðubandalagsins. Síðan
er Ragnar Arnalds að skjóta sér á
bak við það, bæði í svarinu til mín
og útvarpsviðtali, að þetta frum-
varp um námslán og námsstyrki
sé ekki orðið að lögum. Þess vegna
geti hann ekki tryggt lánasjóðnum
aukið fjármagn til þess að hægt sé
að hækka lánahlutfallið úr 90 í
95%. Ef það hefði verið vilji hjá
Ragnari Arnalds fyrir því að
framlag hækki i 100%, en það get-
um við ekki ímyndað okkur að sé
rétt, hefði honum verið í lófa lagið
að gera svo, því í fjárveitinga-
beiðni Lánasjóðsins er gert ráð
fyrir 5% hækkun, þ.e. í 95%. Ing-
var Gíslason gerir það sama að
tillögu sinni frá menntamálaráðu-
neytinu til fjármálaráðuneytisins.
En þar er það Ragnar Arnalds,
sem sker þetta niður um 5%, það
er okkur kunnugt um. Það, sem við
teljum okkur hafa mjög öruggar
heimildir fyrir varðandi frum-
varpið um námslán og náms-
styrki, er að það sé Ragnar Arn-
alds, sem tefji frumvarpið í ríkis-
stjórn.
Það sem verra er, er að hann
minnist ekki á fjárveitingar til
Félagsstofnunar stúdenta, sem ég
gerði að umtalsefni í spjallinu við
mig. Og hann segir í þessu svari
sínu á sunnudaginn að hann vilji
svara þessari „ósanngjörnu árás“
af hörku. Til að sannleikurinn
komi ennfremur í ljós hvað varðar
fjárveitingar til FS, er rétt að
benda á, að um mánaðamótin
maí-júní fórum við fram á að fá
aukafjárveitingu til þess að við
gætum haldið áfram endurbygg-
ingu á Nýja-Garði til þess að hægt
væri að hleypa stúdentum þangað
inn í vetur vegna þess að öryggis-
eftirlit ríkisins hafði sett þau skil-
yrði að stúdentar myndu ekki búa
þar fleiri vetur ef ekki yrðu gerðar
viðunandi úrbætur á húsnæðinu.
Okkar fulltrúar fóru á fund Ragn-
ars Arnalds og fengu jákvæðar
undirtektir hjá fjármálaráðherr-
anum. Síðan var haft samband við
menntamálaráðuneytið og þess
óskað að það sendi fjármálaráðu-
neytinu bréf þar sem þessarar
aukafjárveitingar væri óskað, sem
var gert. Síðan fór þáverandi
framkvæmdastjóri FS á fund fjár-
málaráðherra, Ragnars Arnalds,
og ræddi þetta við hann og fékk
þau svör að búið væri að ákveða
500.000 króna aukafjárveitingu til
Félagsstofnunar stúdenta til þess
að hægt væri að standa við endur-
bætur á Nýja-Garði. Þá skeður
það, þegar við komum í september
til þess að ná í peningana eins og
um var talað, að Ragnar Arnalds
kannast ekki neitt við að hafa gef-
ið þetta loforð. Þá höfðum við þeg-
ar farið út í nauðsynlegar fram-
kvæmdir vegna áðurnefnds lof-
orðs, en þar sem engir peningar
fást, er fjárhagur okkar mjög bág-
ur.
Okkur finnst það koma úr hörð-
ustu átt að fulltrúi Alþýðubanda-
lagsins í ríkisstjórn komi svona
fram, þar sem Þjóðviljinn, mál-
gagn Alþýðubandalagsins, hefur
nýlega haldið uppi „leiksýningu“ í
sambandi við húsnæðisvandann
almennt á höfuðborgarsvæðinu.
Þegar svo á að reyna að gera
eitthvað í því að leysa húsnæðis-
vanda stúdenta, eru fulltrúar Al-
þýðubandalagsins alls ekki tilbún-
ir til þess að taka þátt í því. Því
lítum við svo á að húsnæðisvanda-
skrif Þjóðviljans hafi ekkert verið
nema sýndarmennska.
Þá vil ég taka það fram, til að
koma í veg fyrir misskilning, að
þau orð, sem eftir mér eru höfð í
Morgunblaðinu um að Ragnar
Árnason, fyrrverandi stjórnarfor-
maður FS, hafi gefið það í skyn að
samvinna Umbótasinna og Vöku
innan stúdentaráðs, gæti þýtt
samdrátt á fjárveitingum til stúd-
entahreyfingarinnar, eru sönn.
Þau voru hins vegar ekki sögð við
mig, heldur annan af oddvitum
okkar, Stefán Matthiasson. Þann-
ig að þau standa óhögguð," sagði
Finnur að lokum.
Vitni vantar
ÞANN 6. nóvember síðastliðinn
varð árekstur á milli kl. 17 og 18.
Bifreiðirnar R-16029 og R-10450
lentu í árekstri á gatnamótum Ell-
iðavogs og Súðavogs, en þar er
U-beygjubann. Vitni, sem var á
staðnum, er vinsamlega beðið að
gefa sig fram við lögregluna.
Sigrídur Asgeirsdóttir.
17
XVon ur
í fremstu
fylkingu
Viö undirritaðir, kjósendur Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík heitum á allt
sjálfstæðisfólk að leggja
Sigríði Ásgeirsdóttur hdl.
lið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
vegna borgarstjórnarkosninga og velja
þannig hæfa konu í fremstu fylkingu.
Ágúst Hafberg,
framkvæmdastjóri
Ásgeir Hjarnason,
framkvæmdastjóri
Báróur Á. Steingrímsson,
fisksaii
Björn l'órhallsson.
viðskiptafræðingur
Böðvar Einarsson,
nemi
Edgar (luðinundsson,
byggingarverkfr.
(lunnlaug Emilsdóttir,
húsmóðir
Haraldur Blöndal,
héraðsdómslögmaður
Helga Jóhannsdóttir,
verslunarmaður
Hilmar Xorðfjörð,
loftskeytamaður
Hrönn llafliðadottir,
veitingamaður
Kristín Magnúsdóttir,
húsmóðir
Kristján (luðbjartsson,
fulltrúi
Olafía Sigurðardóttir,
matráðskona
Olafur Örn Jónsson,
skipstjóri
Bétur Kr. Hafstein,
héraðsdómslögmaður
Kagnar Ejalar Lárusson,
sóknarprestur
Sverrir V. Bernhöft,
kaupmaður
l'nnur Jónasdóttir,
frú
Þórir Kr. Þórðarson,
prófessor