Morgunblaðið - 14.11.1981, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1981
Látum samhug ráöa
í stað sundurlyndis
eftir Albert
Guömundsson
Árið 1958 vann Sjálfstæðis-
flokkurinn eina mesta kosninga-
sigur sinn í Reykjavík fyrr og síð-
ar, hlaut kjörna 10 borgarfulltrúa
af 15. Áður en þessi mikli sigur
vannst, höfðu staðið í flokknum
nokkuð lengi illvígar deilur, sem
komu í raun stefnu flokksins lítið
við. Þessar deildur höfðu samt
skilið eftir sig sár, sem seint
gréru._
En við borgarstjórnarkosn-
ingarnar 1958 sýndu Sjálfstæðis-
menn þann þroska að láta deilur
sínar falla og snúa bökum saman.
Hver varð árangurinn? Þessi
glæsilegi kosningasigur sýndi það
svo greinilega sem hugsast gat, að
þrátt fyrir deilurnar, var það svo
milu fleira, sem sameinaði Sjálf-
stæðismenn en sundraði þeim.
Málefnastaða flokksins var mjög
góð, enda lögðust allir á eitt að
vinna flokknum hver það gagn,
sem hann mátti.
Og það fór líka eins og þessi
samstaða bauð upp á. Það tókst að
verja Reykjavík, aðalvirki flokks-
ins, með þeim glæsibrag sem ég
nefndi.
Nú stendur að sumu leyti eins á
og var fyrir kosningarnar 1958.
Það hafa geisað illvígar deilur,
sem snerta megin stefnu flokksins
lítið. Þjóðn hefur fengið tækifæri
til að fylgjast með þessum ófriði
frá degi til dags. Ándstæðingar
flokksins hafa hlakkað yfir eins og
þeir gerðu yfir deilunum, sem ég
nefndi áðan. Þó að ýmislegt hafi
gerst, sem ekki eykur bjartsýni
þeirra, sem vilja veg Sjálfstæðis-
flokksins sem mestan, höfum við
margir viljað trúa því í lengstu
lög, að úr mundir rætast. Og enn
hef ég þá trú að Sjálfstæðismenn
sýni í dag sama þroska og þeir
gerðu 1958. Þeir, sem vígreifastir
hiafa verið undanfarið, verða að
gera sér ljóst, að án traustrar
samvinnu allra Sjálfstæðismanna
verður enginn sigur unninn í bar-
áttunni, sem nú er að hefjast. Hið
eina, sem þá blasir við, er eitt
áfallið enn, kannski það mesta,
sem flokkurinn hefur beðið.
Ég hef reynt eftir megni að
halda mig utan þessara deilna,
sem hafa lamað flokkinn. Mér er
það nefnilega ekki síður ljóst en
flestum þeim, sem í raun vilja veg
flokksins, að sá flokkur, sem sækir
að virkinu, verður að vera heill og
óskiptur, ekki klofinn eða marg-
klofinn í „arma“ eða klíkur. Því vil
ég nota þetta tækifæri til að beina
þeim ákveðnu óskum til allra
sjálfstæðismanna, að þeir sýni nú
sama þroskann og 1958, leggi nú
deilurnar til hliðar, láti samhug
ráða í stað sundurlyndis. Ef menn
gera það, þykir mér meira en lík-
legt, að flokksins bíði nýtt blóma-
skeið. Það blomaskeið hefjist með
því, að flokkurinn endurheimti
það, sem tapaðist í borgarstjórn-
arkosningunum 1978. Fleira
mundi á eftir fyljga.
Þó að mestu máli skipti á þessu
stigi, að menn setji niður deilur,
þá verða menn að gera sér það
Ijóst, að það verða málefnin, sem
ráða, þegar á hólminn kemur. Mér
þykir því tímabært að varpa nú
fram nokkrum hugmyndum og
ábendingum, sem mér finnst rétt
að fram komi, þegar mótuð verður
stefna flokksins í borgarmálum.
Hér er ekki um að ræða neina
fastmótaða stefnuskrá frá mér,
heldur ýmislegt, sem komið hefur
í hugann i önn dagsins. Ég vildi
gjarna fá málefnalega umræðu
um þessi efni, en þeim til skýr-
ingar vil ég benda á, að ég veit
ekki betur en allt það, sem ég
varpa fram sé í samræmi við
stefnu flokksins. Þessar hugmynd-
ir eru að því leyti að minnsta kosti
fremri mörgu því, sem um langan
tíma hefur verið sagt og gert í
nafni flokksins. Þó að ýmis stefnu-
atriði flokksins falli ekki í kramið
hjá öllum, þyki úrelt stagl á
stundum, má ekki gleyma því, að
hér er um að ræða undirstöðuat-
riði stefnu okkar. Við getum talað
um sígild sannindi, sem hins vegar
þarf alltaf að bera fram og meta
út frá breyttum viðhorfum.
Lýðræði er hornstcinninn
Við verðum að sýna í verki trú
okkaÝ á lýðræðið. Því verðum við
að vinna að því að flytja valdið í
sívaxandi mæli til fólksins sjálfs.
Við verðum að vinna að því, að
fólkið verði virkara en verið hefur
um stjórn sinna mála. Lýðræðið er
annað og meira en innantómt
slagorð, sem menn láta sér nægja
að nota fyrir kosningar og í inn-
antómum hátíðaræðum.
Við verðum með öllum ráðum að
styrkja framtak einstaklingsins,
hverfa frá þeirri opinberu forsjá
um alla skapaða hluti, sem lögð er
á okkur og það í vaxandi mæli.
Framtak einstaklingsins er nefni-
lega meira en einhver gömul
spariflík, sem menn nota, þegar
þcir þurfa að punta sig fyrir kosn-
ingar.
Við verðum að efla frjálsa sam-
keppni, stuðla að því, að hver mað-
ur fái sem best að njóta hæfileika
sinna, þannig að þjóðarheildinni
verði að sem mestu gagni. Frjáls
samkeppni ér annað og meira en
eitthvað gamalt erfðagóss, sem
menn allt í einu grípa til, þegar
líða tekur að kosningum.
Þetta þrennt, sem ég hef nú lagt
áherslu á, er meðal þeirra grund-
vallaratriða, sem stefna Sjálf-
stæðisflokksins byggist á. En við
megum ekki gleyma orðunum:
Stétt með stétt. Og það má ekki
takmarka merkingu þeirra við það
eitt að bera klæði á vopnin í harð-
vítugum átökum stéttanna sín á
milli. Það þarf að stórauka samúð
og samhjálp innan okkar litlu
þjóðarfjölskyldu, þannig að hver
og einn fái notið þeirrar aðstoðar
samfélagsins, sem hann þarf á að
halda og það getur látið í té.
Nútímafólk er búið að fá leið á
innantómum slagorðum. Það hef-
ur sjálfsagt einhvern tíma tekist
að næra fólk á slíku, og enn hafa
einhverjir trú á að slíkt og þvílíkt
dugi. Ég held hins vegar, að það
séu misvitrir menn, sem hanga í
slíkri trú. Tími orðagjálfursins er
liðinn. Fólkið vill fá athafnir í
stað þess.
Of lítið samband við fólkið
En þótt meginhugsjónirnar séu
sígildar, verður að koma til stöðug
endurnýjun, hvað alla starfshætti
snertir. Ný viðfangsefni verður að
taka nýjum tökum.
Stjórnkerfi Reykjavíkur er að
mörgu leyti orðið úrelt, og það er
fjarlægt fólkinu, sem borgina
byggir. Það breytir minnstu, þó að
fjölgað sé um 6 stólum í borgar-
stjórnarsalnum. Stjórnkerfið er
þunglamalegt og varla er hægt að
segja, að það líti á sig sem þjón
fólksins eða samstarfsmann, öllu
fremur verkar það eins og duttl-
ungafullur herra þess eða hús-
bóndi. Maður biður um afgreiðslu
á máli, sem honum er nauðsyn á
að fá afgreitt. Það er algengara en
hitt, að slíkt mál, þótt einfalt sé,
velkist tímum saman milli sein-
virkra nefnda og embættismanna,
jafnvel vikum og mánuðum sam-
an. Ef heppnin er með, berst þó
svar á endanum, en þá er alveg
eins líklegt, að málinu sé vísað út
og suður. Þá þarf að byrja á nýjan
leik. Þetta er að minnsta kosti
ríkjandi skoðun hjá mörgum, sem
lenda í kasti við stjórnkerfið, þó
ýkjukennt virðist.
Eins og nefndakerfið er ósam-
stætt og stirt og búið að lifa sjálft
sig, þá er embættiskerfið líka búið
að lifa sjálft sig. Þar sé ég tvennt
einkum til úrbóta: nefndunum
verði stórlega fækkað og æviráðn-
ingu embættismanna hætt. Ég hef
síst á móti því, að hæfir embætt-
ismenn, sem ráðnir eru til t.d.
4—6 ára, séu endurráðnir, en
æviráðningum ber að hætta.
Sambandið við fólk er sáralítið
og frumkvæði borgarinnar í þeim
efnum má ekki minna vera. Mér
virðist furðu algengt, að bæði
kjörnir fulltrúar og embættis-
menn telji sig lítið þurfa til fólks
að sækja, að minnsta kosti ekki
hugmyndir og ábendingar. Það
væri þá helst atkvæði á kjördegi.
Aukum áhrif fólksins
Það þarf að veita fólki miklu
betri skilyrði en hingað til, til þess
að fylgjast með gangi mála og þá
ekki síst á undirbúningsstigi og
þar með gefa því kost á að hafa
áhrif á, hvað gert verður og hvern-
ig að verður staðið.
Mér þykir fátt meira aðkallandi
en veita fólki formlega heimild til
aukinnar hlutdeildar um stjórn
eigin máia. Sennilega væri virk-
asta ráðið að koma á fót ábyrgum
hverfasamtökum, sem störfuðu í
samvinnu við borgarstjórnina og
hefðu tiltekinn íhlutunarrétt um
sérmál viðkomandi hverfis.
Á þessu stigi er ég ekki reiðubú-
inn að telja upp allt, sem til greina
kæmi, en nefni nokkur dæmi til
íhugunar: Bygging og rekstur
ákveðinna stofnana, t.d. leikskóla,
dagheimila, heimila fyrir aldraða
svo og leikvalla, hirðingu skrúð-
garða og annarra opinna svæða,
ýmsa þætti umferðamála, ekki
síst það, sem snýr að slysavörnum,
strætisvagnaferðir, skólamál,
íþróttamál, æskulýðsmál og ýmis
önnur menningarmál og gerð
mannvirkja í því sambandi. Og
síðast en ekki síst nefni ég ýmsa
þætti skipulagsmála og umhverf-
ismála.
Um fyrirkomulag slíkra hverfa-
samtaka skal ekki fullyrt neitt að
svo stöddu. Þess verður fyrst og
fremst að gæta, að hér sé um að
ræða samtök, sem verði virkur
þátttakandi og óvefengjanlegur
fulltrúi fólksins í hverfinu.
Borgin verður að halda uppi
góðri upplýsingaþjónustu gagn-
vart fólkinu, en hún verður líka að
vera við því búin að taka við því,
sem almenningur vill koma á
framfæri. Mér virðist mjög vel
koma til greina, að sérstök deild
hjá borginni annaðist almenn-
ingstengsl, veitti upplýsingar og
leiðbeiningar um það, sem eftir er
spurt, tæki við ábendingum og
kvörtunum, sem fram kæmu og
sæi til þess, að fólk fengi tækifæri
til að fylgjast með því, sem um
væri að ræða.
Það er að sjálfsögðu nauðsyn-
legt, að borgarfulltrúar hafi þá
gáfu að geta skýrt sín viðhorf vel
og skipulega, og það er ekki síður
nauðsynlegt, að embættismenn-
irnir geti það líka. En það er bráð-
nauðsynlegt að þessir menn kunni
að hlusta á fólk. Ef þeir ekki
kunna það, þá er þeim nauðsyn-
legt að læra það.
Oþarft skriffinnskubæli
I bernsku voru mér kennd þau
sannindi, að Guð hjálpaði þeim,
sem hjálpaði sér sjálfur. Og ég
veit, að þessi sannindi eru enn í
fullu gildi, þótt ég hafi upplifað þá
erfiðu reynslu að horfa upp á,
hvernig markvisst hefur verið
unnið að því að drepa niður vilja
fólksins til að hjálpa sér sjálft.
Þar koma til annars vegar fárán-
leg ofstjórn á mörgum sviðum og
óþolandi skattpynding hins vegar,
og þá einmitt til að fjármagna
ofstjórnina.
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki
syndlaus á þessu sviði fremur en
öðrum, og hef ég oft haft hvöss orð
um það háttalag. En einn atburð-
ur síðustu daga hefur sérstaklega
leitt huga minn að hrapalegum
mistökum, sem flokkurinn virðist
taka þátt í af fullum krafti, og
beint er gegn hvoru tveggja fram-
taki einstaklinganna og þá fyrst
og fremst framtaki Reykvíkinga.
Mér er það með öllu óskiljan-
legt, hvernig flokkurinn, sem
byggir tilveru sína fyrst og fremst
á stuðningi Reykvíkinga, hefur
getað fengið sig til að viðhalda og
hlaða undir apparat eins og Fram-
kvæmdastofnun ríkisins, gersam-
lega óþarft skriffinnskubæli, sem
hefur það aðalhlutverk að halda
niðri atvinnulífi í Reykjavík.
Þangað er veitt í þessu skyni stór-
fé, sem að sjálfsögðu ætti að renna
til bankanna, sem mundu þá
ráðstafa því þannig að sem mestu
gagni kæmi fyrir þjóðarheildina.
Ég ætla ekki að reyna að lýsa
því, hvernig aðfarirnar eru, þegar
farið er að ráðstafa á bænum
þeim, fjármunum, sem ekki síst
koma frá Reykvíkingum. Til að
kóróna ailt er það látið viðgang-
ast, að byggt sé yfir þetta apparat
mesta bruðlhús, sem nokkurn
tíma hefur verið reist á íslandi.
Þetta athæfi er hnefahögg í andlit
Reykvíkinga. Það er táknrænt, að
þegar skýrt er frá þessu í blöðun-
um, er sagt með viðeigandi yfir-
læti, að í bruðlhúsinu sé þrefalt
gler til að einangra stofnunina frá
hávaðanum, sem fylgi Reykvíking-
um...
Sem betur fer er þó ekki enn
búið að reyta svo af Reykvíking-
um, að allt vald í atvinnumálum
þeirra sé komið inn fyrir þreföldu
rúðurnar í bruðlhúsinu. Énn er á
margan hátt blómlegt atvinnulíf í
Reykjavík, svo er framtaki ein-
staklinganna fyrst og fremst að
þakka. Að vísu sverfur að því
vegna ýmissa erfiðleika núna. Að
sjálfsögðu verða borgaryfirvöld að
styrkja með öllum ráðum það at-
vinnulíf, sem fyrir er og veita því
þá fyrirgreiðslu, sem þau geta með
ýmiss konar þjónustu, hagkvæm-
um lóðum, ódýrri orku o.s.frv. Þá
skulum við líka hafa í huga, að
aðstöðugjaldið er víst íslensk upp-
finning, en ekki hefur sú uppfinn-
ing gert meiri lukku en svo annars
staðar, að ég veit ekki til, að öðr-
um hafi hugkvæmst skattheimta á
atvinnurekstur í því formi. Væri
ástæða til þess, að Sjálfstæðis-
menn beittu áf alvöru orku sinni
til að losa atvinnulífið við hana.
Nýtum betur jarðhitann
I atvinnulífinu þurfum við ekki
aðeins að halda við og styrkja það,
sem fyrir er, heldur leita inn á
nýjar brautir. Sú gífurlega orka,
sem er í jarðhita þeim, sem borgin
ræður yfir, skapar ýmsa mögu-
leika, sem við höfum ekki sinnt
eða þá ekki sinnt nægilega. Mér
þykir meira en líklegt, að nýta
megi frekar jarðhitann til ýmiss
konar iðnaðar, ekki síst útflutn-
ingsiðnaðar, enda eru hér fyrir
hendi möguleikar, sem ekki eru á
hverju strái í orkusnauðum heimi.
í þessum efnum virðist mér, að
nauðsynlegt geti verið að leita
samvinnu við erlenda aðila. Það er
mér stöðugt undrunarefni, að
fjöldi manna virðist hafa tekið þá
trú, að í allri samvinnu í atvinnu-
og viðskiptamálum við erlenda að-
ila, verði íslendingar ævinlega
hlunnfarnir. Því megi helst ekkert
við útlendinga tala um slíkt. En
hér er eftir svo miklu að slægjast,
að við megum ekki láta nokkurn
möguleika ónotaðan. Það er að
vísu hætta á, að illa fari, ef menn
fáfróðir í atvinnumálum og
ókunnugir í alþjóðaviöskiptum
eiga að ráða ferðinni. Að sjálf-
sögðu nýtum við alla þekkingu,
sem íslendingar sjálfir hafa, en á
ýmsum sviðum er okkur nauðsyn-
legt að eiga samvinnu við erlenda
menn, og við megum ekki vera
haldnir slíkri vanmáttarkennd, að
við þorum ekki að tala við þá. Éin-
angrun er ekki leiðin til farsældar
fyrir þjóð eins og okkur, sem
vissulega eigum margt ólært.
Tækifærin eru mörg
Lega Reykjavíkur á krossgötum
bæði landfræðilega og viðskipta-
lega býður upp á ýmsa möguleika
t.d. aukna ferðamannaþjónustu.
Mér er það ekki ljóst, hvers vegna
er ekki markvisst unnið að því að
reisa t.d. námsmannaíbúðir, sem
jafnframt mætti nota sem gisti-
hús fyrir erlenda ferðamenn. Á
því sviði virðist sem allt framtak
einstaklinga sé lamað.
Þá mætti koma upp fríhafn-
arsvæði í Reykjavík, þar sem leyst
yrðu ýmisleg vandasöm verkefni á
sviði iðnaðar og tækni. Ég held, að
fátt eigi betur við Islendinga en
einmitt að vinna að slíku, og ef
nauðsynlegt væri að nota mikla
orku við slíkt, ætti að vera unnt að
sjá fyrir henni.
En á sviði atvinnumála koma
fleiri sjónarmið til. Með nýju
formi atvinnurekstrar mætti
draga úr embættisbákninu hjá
borginni. Ymisleg þjónusta, sem
þar er veitt eða á að veita, er
kostnaðarsöm. Við höfum fáein
dæmi um, hvernig bæði má draga
úr kostnaði, bæta þjónustu og
auka tekjur þeirra, sem að verki
standa.
Er það á nokkurn hátt útilokað,
að borgin aðstoði einstaklinga eða
félög á tilkteknum vinnustöðum
Reykjavíkurborgar til að taka að
sér fyrir eigin reikning reksturinn
þar í einhvers konar samstarfi við
borgina? Ég nefni t.d. rekstur
áhaldahúss, vélamiðstöðvar,
malbikunarstöðvar, pípugerðar,
grjótnáms, verkstæða SVR?
Mætti ekki hafa sama hátt á við
ýmsan rekstur á vegum hafnar,
rafmagnsveitu, hitaveitu og
vatnsveitu? Er nokkur ástæða til
að ætla að þjónustan yrði lakari,
ef einstaklingar eða félög önnuð-
ust rekstur sundstaða og íþrótta-
húsa, t.d. Laugardalshallar? Ekki
veit ég betur en Jón Þorsteinsson
íþróttakennari hafi með prýði rek-
ið eigið íþróttahús.
Það fer ekki mikið fyrir frjálsri
samkeppni nú á dögum. Svo virð-
ist sem einokunarandinn gamli,
sem allir tala illa um, lifi enn við
nokkuð góða heilsu.
Það munu allir viðurkenna, að
borgin hefur um langt skeið verið
í fararbroddi, hvað snertir útboð
verka, vöru og þjónustu. Þar er
ríkið óralangt á eftir. En betur má
ef duga skal. Má ekki bjóða trygg-
ingar út í miklu ríkara mæli en
verið hefur? Hvað er að segja um
hreingerningar skóla og meiri-
háttar stofnana annarra? Hjá
borginni þarf t.d. að þvo ósköpin
öll af líni. Mætti ekki bjóða út
þessa vinnu. Rekstur mötuneyta
mætti einnig bjóða út. Sama á við
um hreinsun gatna, snjómokstur,
hirðingu ýmissa opinna svæða,
þar á meðal skrúðgarða.
Virkjum áhugamenn
til mannúðarmála
Á undanförnum árum hafa ver-
ið unnin stórvirki á ýmsum svið-
um mannúðarmála, sem samfélag-
ið lét sig áður litlu skipta. Mér eru