Morgunblaðið - 14.11.1981, Síða 18

Morgunblaðið - 14.11.1981, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1981 Kamarsdolla Duchamps og Guðrún heitin brenna Halldór Laxness: VIÐ HEYGARÐSHORNIÐ: Helgafell 1981. Þótt margt af því sem stendur að lesa í Við heygarðshornið sé enn í fersku minni, samanber „þegar hún Skálholtskirkja brann“, er gott að rifja það upp nú eða geyma til betri tíma. Meðal þess sem fjallað er um í Við heygarðshornið er kirkja og trú, fornbókmenntir og íslensk tunga, menn og kynni auk smá- athugasemda af ýmsu tagi. Smá- munarýni nefnir skáldið þetta ritgerðarform á einum stað. Halldór Laxenss hefur af skarpskyggni og frjóum skiln- ingi kannað margt í fornbók- menntum. Engin hætta er á því að Halldór komist að nákvæm- lega sömu niðurstöðu og aðrir fræðimenn. Ræða um Snorra snýst til dæmis mest um að gera því skóna að Ólafur helgi Nor- egskonugur hafi aldrei verið til, en um leið mæra Snorra Sturlu- son, höfund Heimskringlu, því að bókin er vitnisburður um hann sjálfan: „Þegar vér lesum Ólafs sögu helga erum vér stadd- ir í miðju heimsins." Athuganir um fornbókmennt- Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson ir, úr sendibréfi til prófessors Régis Boyer er fróðleg saman- tekt. Sama er að segja um Fransk-íslenskar orðræður milli próf. Régis Boyer og HL. Eins og áður er Halldóri í mun að benda á tengsl íslenskra fornhöfunda við Evrópu og hve lítið skand- ínavískir þeir voru, enda fátt að sækja þangað að hans mati. Mun erfitt að hrekja þá fullyrðingu hans að Skandínavar hafi ekki komist til „bókmentalegra virð- ínga fyren á 19du öld“. Uppruni Islendinga mun halda áfram að vefjast fyrir mönnum þótt norrænn skyldleiki sé aug- ljós. Getgáta Halldórs Laxness um fólk sem leitaði til íslands frá austurströnd Englands, East Anglia, er ekki ótrúlegri en margar aðrar. Jarpir menn og bleikir. Graf- skrift eftir Víetnamstríðið hefur Halldór Laxness nokkra sérstöðu í Við hey- garðshornið. Kaldhæðni og háð eru meðal helstu vopnum Hall- dórs Laxness í blaðagreinum. Fyrrnefnd greind er samin fyrir New York Times, birtist þar 9. febrúar 1973. Halldór stundar í Jarpir menn og bleikir sérgrein sína að rífa niður ideólógíur og gera þá menn hlægilega sem eru veikir fyrir slíku, mannlega frelsara á borð við Marx. En því ber ekki að neita að fremur gá- leysislega er komist að orði í greininni og kom hún illa við suina aðdáendur skáldsins. Dæmi er eftirfarandi setning: „Að skemtigildi komast ólymp- ísku leikarnir ekki í hálfkvisti við stríð — þar fara menn í hæstalagi gegnum sjálfa sig.“ Það er að sjálfsögðu góðra gjalda vert þegar Hallór Lax- ness tekur það að sér að kenna löndum sínum íslensku, jafnvel málfræðingum, eins og greinar hans um dönskuslettur í blöðum eru til vitnis um. En ég get ekki varist þeirri hugsun að til lítils sé unnið, sumt sé orðið of fast í málinu til þess að vera afmáð. Þeim vinunum Halldóri Laxness og Magnúsi Kjartanssyni lenti saman út af þessu og skemmtu sér vonandi báðir. I eftirmælum um Magnús skrifar Halldór: „Margar rökræður áttum við Magnús saman um túnguna og stundum í blöðunum þegar okkur leiddist." Afmælis- og minningargrein- ar Halldórs Laxness eru margar dýrmætar heimildir. Eg nefni Halldór Stefánsson rithöfundur, Þóra Vigfúsdóttir, saknaðarend- urminníngar, Magnús Á. Árna- son, liðnir dagar og Helgi P. Briem, minníng úr skólabekk. Hve Halldóri lætur oft vel að taka til máls um hitamál dags- ins sanna greinarnar um for- setaframboð þar sem Halldór studdi Pétur Thorsteinsson dyggilega og einnig greinin Er- indi um stækkun pósthúsa, til- raun í mannúðarstefnu. Að Halldór er kaþólskunni trúr kynnumst við í „Þegar hún Skálholtskirkja brann" og Klausa sem varð útundan. Sagnfræðiþekking Halldórs og rökvísi er ljós af þessum grein- um. Meðal þess sem ég las af hvað mestri athygli í Við heygarðs- hornið var Kvöldstund í New York 1959. Það kom mér reyndar á óvart að Halldór skyldi ekki muna eftir fleiru þegar hann hitti Marcel Duchamp en „kam- arsdollunni hans frægu“ frá 1910. Kvöldstund í New York 1959 með undirtitjinum Formáli að ævisögu frægs íslendings seg- ir frá Sveini Bjarnasyni af Skóg- arströnd: „Þetta var fulltrúi og framkvæmdastjóri þeirrar list- pólitíkur kendrar við Franklín D. Roosevelt forseta, sem olli aldahvörfum í amrískri lista- sögu: Holger Cahill, maðurinn sem hafði skipulagt Museum of Modern Art.“ Einiglega óskaði maður jjess að fleiri slíkar persónulegar minningar væru í Við heyg- arðshornið. En það er mikill og góður félagsskapur að bókinni í heild sinni. vgrtíðina Toyota lyftarar, sterkir, liprir og sparneytnir. Rafmagns og diesel, 2Vj> tonna meö snúningsútbúnaði. Opiö mastur bætir útsýni og eykur vinnuöryggi. Lyftihæð í 3,50 — 4,30 m. Á pumpuðum dekkjum. Verð frá kr. 215.000 — 260.000. Til afgreiðslu strax. T OYOTA cs LYFTARAR TOYOTA UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI 8 SÍMI 44144 KÓPAVOGI Dvergmál ný Ijóðabók eftir Baldur Eiríksson BÓKAÚTGÁFAN Skjaldborg á Ak- ureyri hefur sent frá sér Ijóðabók með Ijóðum Baldurs Eiríkssonar frá Dvergstöðum í Eyjafirði. Heitir Ijóðabókin Dvergmál. A bókarkápu segir að höfundur- inn sé fæddur að Dvergstöðum 23. des. 1910 og að hann hafi alist þar upp til tvítugs. Hann stundaði nám við Menntaskólann á Akur- eyri í fjóra vetur og lauk þar stúd- entsprófi vorið 1936. Það ár hóf hann að starfa á skrifstofu Kaup- félags Eyfirðinga og hefur starfað þar síðan. Lítið mun hann hafa fengist við kveðskap á uppvaxtar- árum en þegar hann kom til starfa hjá KEA voru þar fyrir nokkrir hagyrðingar og spefuglar sem hvergi spöruðu yrkingar. Smákveðlingar, eftir Baldur Ei- ríksson, um daginn og veginn, birtust fyrst í blaðinu Degi á Ak- ureyri undir dulnefninu Dvergur, sem dregið er af fæðingarbæ hans. Síðan birtust kvæði eftir hann í Tímanum og Speglinum og víðar undir dulnefnum. I Ijóðabókinni Dvergmál eru um 102 ljóð öll ort með stuðlum og höfuðstöðum og með rími. MCI VSTM.ASIMINN KU: JW»r0unblnb*t>

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.