Morgunblaðið - 14.11.1981, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1981
í Norræna húsinu stendur nú
yfir sýning á grafík eftir finnsku
listakonuna Lisbet Lund. Hún
sýnir þar um þrjátíu grafísk blöð í
anddyri og eru þar á ferð aðallega
svokallaöar akvatintur og dúkrist-
ur. Listakonan hefur fengið styrk
frá Menningarsjóði Islands og
Finnlands og mun því hingað
komin með þessa sýningu.
Hér er á ferð vel menntuð lista-
kona, sem stundað hefur nám
bæði í sínu heimalandi og einnig í
Myndlist
Valtýr Pétursson
sálfræðileg tákn eigi sér rætur í
myndgerð Lisbet Lund. Tæknihlið
á list hennar er afar fáguð og
verður hvergi þar að fundið. Það
er menningarbragur yfir þessum
einnig með sér að hvergi er þrengt
að hlutunum og hvert og eitt verk
fær að njóta sín á ágætan máta. í
fáum órðum sagt: Þessi sýning á
grafík Lisbet Lund er ágætt inn-
legg í hið fjöruga sýningarlíf í
þessari borg, og hún er afar snotur
og ber af sér menningarþokka,
sem þægiiegt er að komast í kynni
við.
Ég vil nota þetta tækifæri til að
gleðjast yfir því að aftur erum við
farin að sjá erlenda grafík í and-
Sýning Lisbet Lund
Danmörku. Hún hefur haldið
margar sýningar bæði í Finnlandi
og erlendis. Einkasýningar hefur
hún haldið i Svíþjóð, Danmörku
og Þýskalandi, auk þess að hafa
tekið þátt í fjölda samsýninga víðs
vegar um heim. Af þessu má ráða
að hér er enginn viðvaningur á
ferð, enda ber sýning Lisbet Lund
þess glögg merki. Þau verk er hún
hefur valið til sýnis hér í Norræna
húsinu eru að efnisvali nokkuð
fjölbreytt. Það er viss súrrealískur
þráður spunninn í sum þessara
verka, og ég er ekki frá því að
verkum, og maður sannfærist um
að þarna fylgir nokkur alvara sem
fram er sett á skýran og hávaða-
lausan hátt. Ef til vill mætti segja
að það væri viss ró yfir þessum
myndum. Viss undirtónn, sem
skilar sér vel í þeim viðfangsefn-
um er listakonunni standa næst.
Það mætti ef til vill einna helst
finna þessari sýningu það til for-
áttu að hún væri of hæversk. Sum
þessara verka eru gerð í brúnum
eða bláum einlita tónum (Mono-
crom), og gefur það heildinni
skemmtilegan svip. Sýningin ber
dyri Norræna hússins. Sú var tíð-
in að um mjög fjölskrúðuga
starfsemi á þessu sviði var að
ræða í anddyri Norræna hússins,
en að undanförnu hefur hún af
einhverjum ástæðum verið með
minna móti. Þessara sýninga var
vissulega saknað, og ég er viss um
að margir eru mér sammála um að
þarna er á ferð merkileg starf-
semi. Ef þessi þáttur í kynningu á
norrænni grafík er aftur að hefj-
ast, er það sannarlega fagnaðar-
efni sem unnendur myndlistar í
þessu landi kunna að meta.
1982 — 20. útaáfuárið
Nú er tækifærið
aö senda vinum og viöskiptamönnum gjafaáskrift. Láttu lceland
Review flytja kveöju þína meö hverju hefti.
Viö höldum sérstaklega upp á 20. áriö og gefum út tvö blöö,
stærri og fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr. Hvort um sig veröur
eins og heil bók um ísland og segir meira frá landi og þjóö en
margra ára bréfaskriftir.
Fyrirhöfnin er engin, kostnaöurinn sáralítill — og þú getur fengiö
heilan árgang í kaupbæti.
★ Nýrri áskrift 1982 fylgir
allur árgangur 1981 í
kaupbæti, ef óskaö er.
Gefandi greiöir aöeins
sendingarkostnað.
□ Undirritaöur kaupir.......gjafaáskrift(ir) aö lceland Review
1982 og greiöir áskriftargjald kr. 80 pr. áskrift aö viðbættum
sendingarkostnaöi kr. 40 pr. áskrift. Samt. kr. 120.
□ Árgangur 1981 veröi sendur ókeypis til viötakanda(enda) gegn
greiöslu sendingarkostnaöar, kr. 40 pr. áskrift.
Ofangreind gjöld eru í gildi tii ársloka 1981.
★ Útgáfan sendir viötak-
anda jólakveöju í nafni
gefanda, honum aö
kostnaðarlausu.
★ Hvert nýtt hefti af lceland
Review styrkir tengslin viö
vini í fjarlægö.
Nafn áskrifanda
Simi Heímilisfang
Nafn móttakanda
Heimilisfang
Nöfn annarra móttakenda fylgja með á ööru blaöi. Sendið til
lceland Review, pósthólf 93. Reykjavík, eöa hringið í síma 27622.
Anders Hansen
verða verkefni af því tagi að hafa
forgang innan borgarkerfisins.
Ekki má henda, að óskir íþróttafé-
laga um starfsaðstöðu veltist í
kerfinu árum saman, án þess að
úrlausnir fáist. Reykjavíkurborg á
að styðja við bakið á félögunum
fjárhagslega, og er æskilegast að
slíkur stuðningur sé fremur í
formi niðurfellingar á leigu og
sköttum, en í formi beinna
styrkja. Iþróttafélögin greiða til
dæmis álíka mikið eða meira til
borgarinnar í leigu af íþrótta-
mannvirkjum, en sem nemur
Anders Hansen blaðamaður:
Áhersla verði
lögð á hin frjálsu
félagasamtök
— í uppbyggingu íþrótta- og æskulýðsmála
„Reykjavíkurborg á að
styðja við bakið á félög-
ununi fjárhagslega, og
er æskilegast að slíkur
stuðningur sé fremur í
formi niðurfellingar á
leigu og sköttum, en í
formi beinna styrkja.“
Reykjavíkurborg er í sérflokki
meðal sveitarfélaga hér á landi í
uppbyggingu æskulýðs- og
íþróttamála, sem og raunar á
ýmsum öðrum sviðum. Víða úti á
landi eru menn enn að berjast
fyrir nýjungum á þessu sviði, sem
Reykvíkingar hafa búið við árum
og jafnvel áratugum saman. Næg-
ir í því sambandi að benda á að-
stöðu til íþróttaiðkana og upp-
byggingu æskulýðsmiðstöðva.
Ekki er þó svo að skilja, að engir
hnökrar finnist á þessum málum í
höfuðborginni, það er öðru nær;
enn eru og verða vafalaust alltaf
fjölmörg verkefni er bíða úrlausn-
ar.
Hlutur borgaryfirvalda í æsku-
lýðs- og íþróttamálum á í aðalat-
riðum að vera tvíþættur: I fyrsta
lagi að vera stefnumarkandi og
uppbyggjandi afl, er stuðlar að svo
mikilli uppbyggingu hvers kyns
æskulýðsstarfs sem mögulegt er á
hverjum tíma; og hins vegar að
styðja við bakið á og styrkja þau
fjölmörgu félög og félagasamtök í
borginni, sem starfa að æskulýðs-
og íþróttamálum í víðasta skiln-
ingi þeirra orða. Æskulýðsráð
Reykjavíkur hefur unnið frábært
starf á liðnum árum, um það þarf
ekki að deila, og um það tala ótal
mörg dæmi skýrustu máli. En um
leið og mikilvægt hlutverk Æsku-
lýðsráðs er viðurkennt, þarf að
beina sjónum í auknum mæli að
öllum þeim félögum, samtökum og
klúbbum sem í borginni starfa, og
kanna hvernig megi leggja starf-
semi þeirra lið. Yfirvöld borgar-
innar geta ekkert kennt skátum
um hvernig þeir skuli haga félags-
starfsemi sinni. Borgarstjórn
Reykjavíkur á ekki að hafa af-
skipti af því hvernig íþróttafélög-
in haga æfingum sínum. Reykja-
víkurborg á ekki að segja hesta-
mannafélaginu Fáki fyrir um
hvernig ungu fólki er kennt að
umgangast hross og fleira mætti
nefna í svipuðum dúr.
Borgaryfirvöld geta hins vegar
styrkt umrædd félög og önnur með
ýmsum hætti, og á þeim vettvangi
bíða mikilvægustu verkefnin á
næstu árum. Borgaryfirvöld verða
að skapa hinum frjálsu félögum
aðstöðu til starfsemi sinnar, og
styrk borgarinnar til þeirra. Allir
sjá að slíkt er óviðunandi og ekki
til þess fallið að auka virðingu
æskufólks fyrir aðstoð hins opin-
bera. Eðlilegast virðist að komist
verði að niðurstöðu um hvort vall-
arleiga skuli yfirleitt greidd til
dæmis, og það mál sé aðskilið frá
því hver styrkur til félaganna á að
vera. Margt virðist mega fara bet-
ur en nú er á þessum vettvangi;
mætti til dæmis ekki gefa íþrótta-
félögunum kost á því að afla sér
tekna með því að hafa umsjón með
íþróttavöllum og gæslu þeirra á
meðan á kappleik stendur? —
Gætu íþróttafélögin ekki þannig
aflað sér dýrmæts fjár, sem nýta
mætti til æskulýðsstarfs í borg-
inni? Slíku þarf að velta upp, og
hér eins og á flestum eða öllum
sviðum borgarmála þurfa stjórn-
málamenn að athuga hvort ekki
megi gera hlutina á allt annan
hátt en gert hefur verið undan-
farna áratugi. Það getur verið að
núverandi fyrirkomulag á fjöl-
mörgum sviðum sé ágætt og góðra
gjalda vert, en það getur einnig
verið, að hægt sé að nálgast við-
fangsefnin á allt annan og árang-
ursríkari hátt. Til dæmis þarf að
kanna rækilega vilja íþrótta- og
æskulýðsfélaga í uppbyggingu
íþróttamannvirkja og æskulýðs-
miðstöðva. Er það rétt stefna að
byggja stor íþróttamannvirki
fyrir alla borgina á einum stað,
eða vilja íþróttafélögin fremur
minni einingar á hverju félags-
svæði eða hverju borgarhverfi?
Vilja ýmis félög æskufólks að
byggðar verði stórar en fáar
æskulýðsmiðstöðvar, eða vilja
þessi félög fremur fá minniháttar
aðstöðu hvert um sig á víð og dreif
í borginni?
Spurninga af þessu tagi hefur
ekki verið spurt nægilega, og svör
liggja því ekki fyrir. En vilji
frjálsra félagasamtaka hlýtur að
skipta miklu þegar ákvarðanir af
þessu tagi eru teknar. Borgar-
skipulagið á að þjóna Reykvíking-
um og óskum þeirra en ekki öfugt.
Sýningu Bjarna
lýkur á sunnudag
BJARNI Jónsson listmálari hefur
að undanförnu sýnt 100 verk, sem
unnin eru á sl. tveimur árum, í
Happy-húsinu, Reykjavíkurvegi
64, Hafnarfirði. Verkin, sem
Bjarni sýnir, eru ýmist olíumynd-
ir, vatnslitamyndir og teikningar,
en á sýningunni eru margar þjóð-
legar myndir.
Sýningu Bjarna Jónssonar lýkur
á sunnudag, 15. nóvember, kl. 22.