Morgunblaðið - 14.11.1981, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1981
23
i
hugsunarfrest lét til skarar skríða
með verðbótaskerðingu, vaxta-
hækkun og föstu gengi. Almenn-
ingur hafði beðið í 11 mánuði eftir
því, að ríkisstjórnin legði grunn-
inn að sínu starfi með einhverjum
efnahagsaðgerðum.
Ef við lítum hins vegar á stöð-
una í dag hefur margt breytzt. Það
er ljóst, að ríkisstjórninni hefur
ekki tekizt að halda niðri innlend-
um kostnaði fyrirtækjanna, en
það hefur leitt til gengisfellingar
og vaxandi verðbólgu. Ríkisstjórn-
in stendur frammi fyrir því
vandamáli í dag, að atvinnuveg-
irnir eru reknir með halla eða á
núllpunkti. A sama tíma fer klofin
verkalýðshreyfing fram á veru-
lega kauphækkun. Þetta rifjar
upp, að meginástæðan fyrir því, að
Alþýðubandalagið hefur verið
leitt til samstarfs í ríkisstjórn er,
að með þátttöku sinni geti Al-
þýðubandalagið tryggt vinnufrið í
landinu. Þessi forsenda stjórnar-
samstarfsins gæti horfið alveg á
næstunni, því að nú stefnir fyrir-
sjáanlega í verkföll. Við skulum
ennfremur rifja upp, að Alþýðu-
bandalagið náði lykilaðstöðu í ís-
lenskum stjórnmálum undir kjör-
orðinu „Samningana í gildi" og
„Kjósum ekki kaupránsflokkana".
Það er því fróðlegt nú, tæpum
fjórum árum síðar, að hlusta á
einstaka forystumenn Alþýðu-
bandalagsins svo sem forseta
Verkamannasambandsins skýra
frá því í sjónvarpi, að hann stefni
að því, að ná á árinu 1983, þpim
kaupmætti, sem um var samið
1977. Þessir aðilar geta ekki
tryggt vinnufrið, þeir geta ekki
náð þeim árangri sem þeir lofuðu,
og þeim hefur mistekizt að kljúfa
Sjálfstæðisflokkinn. Allt bendir
þetta til þess að stjórnarsamstarf-
ið sé ótryggt um þessar mundir,
svo að ekki sé fastar að orði kveð-
ið.
Framsóknarflokkurinn telur sig
hafa unnið sigur í síðustu kosn-
ingum á grundvelli þeirrar stefnu,
að hægt sé að telja verðbólguna
niður í áföngum sársaukalaust
fyrir allan almenning. Ég tel, að
ríkisstjórnin standi nú á þeim
tímamótum, að ekki sé hægt að
samræma forsendurnar fyrir
stjórnarþátttöku Alþýðubanda-
lagsins og Framsóknarflokksins,
nema efnt verði til gífurlegra
millifærslna, sem ég treysti
sjálfstæðismönnum í ríkisstjórn
til að standa ekki að, enda stríðir
slíkt algjörlega gegn öllum hug-
myndum sjálfstæðismanna um
eðlilega stjórn efnahagsmála.
— Kjarasamningar standa yfir.
Hver er afstaða Sjálfstæðisflokksins
til þeirra?
— Ég held, að möguleiki at-
vinnuveganna til þess að greiða
hærri laun, sem hægt er að verja
fyrir verðbólgu, séu sáralitlir.
Astæðan er fyrst og fremst sú, að
okkur hefur á undanförnum árum
ekki tekizt að auka framleiðni at-
vinnuveganna og það hefur verið
látið undir höfuð leggjast að taka
mikilvægar ákvarðanir í orku- og
stóriðjumálum, sem geta lagt
grundvöll að betri lífskjörum í
framtíðinni. Lífskjör þjóðarinnar
mótast ekki af reikniþrautum í
kjarasamningum, heldur hver
hagvöxturinn er. Full atvinna og
sæmileg lífskjör að undanförnu
hafa byggzt á sterkri stöðu Banda-
ríkjadollars, en lífskjörin koma
ekki til með að batna, fyrr en til
valda koma stjórnvöld, sem hafa
skilning á því að byggja upp arð-
bæra atvinnustarfsemi, sem skilað
getur nægilegum ágóða til að
standa undir hærri launum og
nauðsynlegri samneyslu, en eru
ekki haldin fordómum í garð ein-
stakra atvinnugreina. Þá þurfum
við að leggja áherslu á að nýta það
mikla afl, sem býr í einstaklingn-
um en treysta ekki sýknt og heil-
agt á ákvarðanir stjórnvalda.
— Pálmi Jónsson landbúnaðar
ráðherra sagði á landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins, að stjórnmálayfir
lýsing flokksins markaði mikið frá-
hvarf frá leiftursókninni. Ertu sam-
mála því?
— Leiftursóknin var ekki
stefna, heldur aðferð til að fram-
kvæma stefnu, þá stefnu, sem
Sjálfstæðisflokkurinn hefur byggt
starf sitt á og verið að þróast á
undanförnum árum. Það sem átti
að gera eru allt hlutir, sem koma
fram í stefnuskrá flokksins, en við
ætluðum hins vegar að gera þetta
hraðar en menn höfðu áður hugs-
að sér. Fyrir síðustu kosningar
gafst flokknum hvorki tími né
tækifæri til að hafa samráð við
frambjóðendur eins og nauðsyn-
legt var um kynningu á þessari
stefnu. Og svo er náttúrulega
augljóst, að hugtakið eða slagorðið
„leiftursókn gegn verðbólgu" voru
mistök, sem við getum lært af.
— Mikið hefur verið rætt um
fyrirhugaðar breytingar á kjördæma-
skipan og kosningalöggjöf. Hvernig
standa þau mál innan Sjálfstæðis-
flokksins.
— Landsfundur Sjálfstæðis-
flokksins samþykkti ályktun um
kjördæmamálið, sem mér sýnist
að aðrir flokkar ættu að geta fall-
ist á. Þess vegna eru líkur á víð-
tæku samkomulagi um breytingar
á kosningatilhögun. Það er nauð-
synlegt að næsta vor liggi fyrir
tilhögun um breytingar á stjórn-
arskrá og kosningalöggjöf og slík-
ar breytingar verði samþykktar
fyrir næstu kosningar. Kjör-
dæmaskipan er ekki einungis rétt-
arbót fyrir þá, sem hafa skertan
atkvæðisrétt vegna búsetu í land-
inu, heldur getur breytingin á
kosningatilhögun verið liður í
nauðsynlegri endurnýjun, í ís-
lenskum stjórnmálum. Slíkar
breytingar fylgdu í kjölfarið á
breytingum á kjördæmaskipan ’•
1942 og 1959.
— í umræðum að landsfundi
loknum varst þú kallaður miðjumað-
ur í þeim átökum, sem átt hafa sér
stað innan Sjálfstæðisflokksins. Ert
þú miðjumaður í hugmyndafræði-
legum skilningi?
— Ég býst við því, að ég hafi
verið kallaður miðjumaður í
flokknum vegna þess, að ég hef
verið í góðu sambandi við hina
ýmsu hópa í flokknum, en ekki
tengzt neinum þeirra sérstaklega.
Þetta hefur ekkert með stjórn-
málastefnu að gera eða viðhorf í
þeim efnum.
Ég held, að menn verði að vera
vel vakandi í velferðarþjóðfélagi
eins og okkar. Það getur snúist
upp í andhverfu sína ef ríkið verð-
ur of umsvifamikið. Á sama hátt
og það er sjálfsagt að tryggja ör-
yggi þeirra, sem af einhverjum
ástæðum geta ekki séð um sig
sjálfir, eiga fullfrískir einstakl-
ingar að standa eða falla með eig-
in gerðum. Ég er hægri maður í
þeim skilningi, að ég tel að sér-
hver einstaklingur eigi að setja
sér markmið og stefna að þeim.
Hann eigi jafnt að njóta eigin
verka og taka afleiðingum af
þeim. Það er nefnilega þannig með
lífið, að það sem gefur því gildi, er
að takast á við það.
Stg.
„Guernica“ við Grensásveg
Það eru mikil tíðindi, að sjálf
„Guernica" skuli vera komin
hingað til íslands. Að vísu er hér
um að ræða ljósmynd af þessu
mikla verki, en ennfremur af að-
draganda þess, skissum og öðrum
upplýsingum, sem nauðsynlegt er
að kynna sér, ef maður vill veru-
lega njóta þess há-dramatíska
málverks. Þess málverks sem á
vorum dögum hefur ef til vill haft
mesta þýðingu fyrir þann málstað,
er tekur upp vettlinginn fyrir frið
og mannréttindi gegn ofbeldi,
morðum og orustum. Það eru
margir sammála um, að ekki hafi
hörmungum ofbeldis og stríðs-
rekstrar verið eins frækilega lýst í
myndlist á vorri tíð og einmitt í
þessu mikla verki Picasso.
Pablo Picasso hefði orðið hundr-
að ára fyrir nokkrum dögum, og
því er það enn ánægjulegra, að
slíkur viðburður og sú heimilda-
sýning um „Guernica", sem nú
stendur yfir í Listasafni alþýðu,
skuli einmitt vera á ferð um sama
leyti. Það er víst enginn möguleiki
á að fá nokkur málverk hingað út
eftir meistarann, en þessi sýning
er mjög mikil bragarbót, og því
fagna ég henni af heilum hug. Það
má einnig nefna það hér, að
„Guernica" er máluð í þeim tón-
tegundum, sem einna best falla að
sorg og niðurbældu hugarfari, það
er að segja í gráum, brúnum og
bláleitum tónum. Og ég fæ ekki
betur séð en að hin mikla ljós-
mynd, sem er þungamiðja þessar-
ar sýningar, gefi furðu góða
hugmynd um verkið sjálft og komi
þeim áhrifum til skila, sem ég
held, að listamaðurinn hafi ætlast
til. Ég átti þess kost um tíma hér á
árunum að umgangast frummynd-
ina og frumdrögin daglega og held
því, að ég geti fullyrt það, er ég
reit hér að framan. En eitt vil ég
nefna hér, sem ekki gefur sömu
Myndlist
Valtýr Pétursson
áhrif og sjálfar frummyndirnar
eða skissurnar. Það er hvað ljós-
myndirnar á þessari sýningu eru
miklu minni en sjálfar teikn-
ingarnar, og missa þær óneitan-
lega nokkurn kraft fyrir vikið.
Þetta er líka það eina, er ég sakna
við kynni af þessari sýningu.
Þarna eru einnig mjög vel sett
upp ýmis atriði, er varða gerð og
hvata „Guernicu", sem er afar
fróðlegt bæði fyrir starfandi lista-
menn og leikmenn. Það er fróðlegt
að sjá, hvernig Picasso töfrar
fram með pensli sínum þann
hrylling, er hann var að fást við og
hvernig hann gerir andstyggð
drápmáttarins að sterkum áróðri
fyrir friði og mannlegum tilfinn-
ingum. Þarna er mikið og marg-
slungið listaverk á ferð, sem ekki
verða gerð skil í örfáum línum í
dagblaði. Það hefur verið mikið
um þessa mynd skrifað og margar
skýringar hafa komið fram. I sýn-
ingarskrá, sem fylgir þessari sýn-
ingu, er skemmtilega sagt frá
ýmsu í sambandi við sjálft verkið,
en samt er það aðeins örbrot af
því er ritað hefur verið. Sýn-
ingarskrá þessi er að öllum búnaði
og frágangi hin ágætasta, og ég
legg til að fólk notfæri sér hana
eins og framast er unnt. Hún er
myndskreytt og í alla staði hin
eigulegasta. Þessi sýning í Lista-
safni alþýðu er mjög skemmtilega
sett upp, og ég vona, að sem flestir
sjái sér fært að koma þar í hús á
næstunni. Hér er einstætt tæki-
færi til að kynnast hinum mikla
meistara tuttugustu aldar, og eitt
er víst, að ekkert listaverk hefur
haft jafn djúptæk áhrif á þessari
öld og einmitt „Guernica". Ég ætla
ekki að fara út í neina greiningu á
sjálfu verkinu hér. Enda þarf
langt mál til þess. En það má
minnast á, að þetta verk hefur
verið til húsa um langt árabil hjá
Museum of Modern Art í New
York, en er nú komið til síns
heima, Spánar. Það ætlaði að
verða erfitt að finna því samastað
þar í landi, vegna þess að Malaga
vildi fá verkið af því Picasso var
þar fæddur, Baskar vildu fá
verkið, vegna innihalds þess.
Prado vildi fá verkið, því að það
var talið hafa borgað þóknun fyrir
það til listamannsins, og Katalón-
íumenn gerðu tilkall til „Guern-
ica“ vegna þess að þar er safn af
verkum Picasso. Þannig gengur
það til þar í sveit, en nú er
„Guernica“ komin heim, og henn-
ar heima er hið stórfenglega lista-
safn í Madrid PRADO.
Ekki ætla ég að hafa þetta öllu
lengra, en ég vil geta þess, að þær
myndir, sem fylgja þessum línum
eru úr fylgiriti sýningarinnar.
Þessi heimildasýning er svo
merkilegur viðburður í listalífi
ársins, að hann skyggir á allt ann-
að, sem hér hefur gerst að undan-
förnu. Notið því tækifærið og
kynnist þessu einstaka verki. Að
lokum vil ég færa mínar bestu
þakkir öllum þeim, er gert hafa
þessa sýningu mögulega, og er
gott til þess að vita, að Norðlend-
ingar fá tækifæri til að sjá þessa
sýningu er henni lýkur hér fyrir
sunnan. Sú var tíðin, að maður
varð að fara í hálfsmánaöar sigl-
ingu til að sjá þetta fræga verk,
eða til New York, nú getur fólk
ekið í kerru sinni inn á Grensás-
veg og séð „Guernica".
t
|
PROFKJÖR SJÁLFSTÆDISFLOKKSINS
ÍREYKJAVIK
. • . ,;■ ‘ v •;. ,* • ?. • *■•■■■
29. nóv.—30. nóv. 1981
—'.■■ ."■■■; V ■/■.—— r —-—
..............
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
framkvæmdastjóri
gefur kost á sér til setu í borgarstjórn Reykjavíkur.
Þangað á hann erindi.
Þegar litiö er til starfa Vilhjálms fyrir Sjálfstæöisflokkinn
og á öörum vettvangi, er Ijóst aö honum má treysta
til ábyrgöarstarfa.
Viö skorum á sjálfstæöisfólk aö tryggja honum gfæsilega
, kosningu í prófkjörinu.
Viö erum þess fujlviss aö Vilhjálmur Þ. Vilhjálmssóri
muni veröa góöur fulltrúi í borgarstjórn Reykjavíkur.
STUDNINGSFÓLK