Morgunblaðið - 14.11.1981, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1981
Lltgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 85 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 5 kr. eintakið.
Einhliða eða
gagnkvæm takmörkun
vígbúnaðar
Hlutleysi Svíþjóðar var rofið með grófum hætti, er sovézkur
kafbátur, búinn kjarnavopnum, fór inn á bannsvæði til
njósna, og strandaði í sænska skerjagarðinum. Samtímis bárust
fréttir frá Danmörku, sem spanna hvorutveggja: njósnir í þágu
Sovétríkjanna og sovézkt fjárstreymi til „friðarhreyfingar", sem
lagt hefur áherzlu á einhliða afvopnun í V-Evrópu — viðleitni til að
grafa innan frá undan varnarsamstarfi vestrænna ríkja, Atlants-
hafsbandalaginu. Þessir atburðir urðu tilefni langra umræðna á
Alþingi Islendinga, sem Ragnhildur Helgadóttir hóf, og vóru
einkar fróðlegar og lærdómsríkar.
Það sem stendur upp úr þessari umræðu er tvímælalaust sam-
staða þingmanna úr lýðræðisflokkunum þremur, stjórnarsinna
sem stjórnarandstæðinga, sem sneru bökum saman um mótaða
stefnu þjóðarinnar í varnar- og öryggismálum. Af hálfu stjórnar-
andstæðinga töluðu til stuðnings þessari stefnu, auk málshefjanda,
Ragnhildar Helgadóttur: Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks
sjálfstæðismanna, Birgir ísleifur Gunnarsson, Lárus Jónsson, Eið-
ur Guðnason og Arni Gunnarsson, svo nokkur nöfn séu nefnd. Af
hálfu stjórnarliða töluðu m.a. Ólafur Jóhannesson, utanríkis-
ráðherra og Friðjón Þórðarson, dóms- og kirkjumálaráðherra. Þau
meginatriði, sem spegluðust í máli þessarra þingmanna, vóru:
• 1) Varnaröryggi íslands er bezt tryggt með áframhaldandi aðild
að varnarsamtökum vestrænna ríkja, Atlantshafsbandalaginu, og
gildandi varnarsamningi við Bandaríkin.
• 2) Hlutleysi hefur aldrei verið virt af árásaraðila, þegar honum
hefur þótt henta að brjóta það. Það sannar mannkynssagan, m.a.
reynsla þriggja Norðurlandaþjóða í síðari heimsstyrjöldinni, og nú
síðast atburðurinn í skerjagarðinum í Svíþjóð.
• 3) Friður hefur ríkt í gjörvallri Evrópu frá stofnun Atlants-
hafsbandalagsins, ef undan eru skilin hernaðarátök í A-Evrópu: í
A-Þýzkalandi, Ungverjalandi og Tékkóslóvakíu.
• 4) Samhliða því, að uppfylla aðildarskyldur þjóðarinnar við Atl-
antshafsbandalagið ber okkur að stuðla að viðræðum stórvelda og
fylkinga þjóða, sem búa við mismunandi þjóðfélagsgerð, um gagn-
kvæma takmörkun vígbúnaðar og afvopnun. Aðild stórvelda, sem
ráða yfir meginhluta vopnabúnaðar í veröldinni, að gagnkvæmri
vopnatakmörkun, er forsenda raunverulegs árangurs í þeirri við-
leitni að bægja vá voðavopna frá mannkyni. Einhliða afvopnun er
verri en engin afvopnun. Hún þýðir einíaldlega uppgjöf gagnvart
yfirgangi — og býður árásarhættu heim.
Ragnhildur Helgadóttir beindi þeirri fyrirspurn til utanríkis-
ráðherra, að gefnu tilefni atburðanna í Danmörku og Svíþjóð, hvort
hugað hafi verið að hliðstæðri viðleitni hérlendis til að grafa innan
frá undan varnarsamstarfi okkar. Eftir fréttum að dæma, sagði
ráðherra, er hér mjög varhugavert njósnamál komið upp, sem
ráðuneyti mitt mun afla órækra upplýsinga um. Þessi mál kunna
að vera þann veg vaxin, að gera þurfi sérstakar ráðstafanir hér-
lendis, en þær heyra þá undir dómsmálaráðuneytið. Treysta verður
og á árvekni hins almenna borgara, að hann geri löggæzlu viðvart,
ef grunur leikur á slíkri starfsemi útlendinga, eða innlendra manna
á þeirra vegum.
Alþýðubandalagið var harðlega gagnrýnt fyrir tvöfeldni í af-
stöðu til dansk/sænska hneykslisins sem og yfirgangsstefnu Sov-
étríkjanna fyrr og síðar. Nefnt var sem dæmi, að daginn eftir að
Þjóðviljinn sá sig knúinn til að gagnrýna Sovétríkin í forystugrein,
vegna þessara mála, mætti Lúðvík Jósepsson, fyrrum flokksfor-
maður, á byltingarafmæli MÍR í Reykjavík sem aðalræðumaður
ásamt rússneska sendiherranum! Bæði formaður Menningar- og
friðarsamtaka kvenna, sem Guðrún Helgadóttir, þingmaður Al-
þýðubandalags, er meðlimur i, og formaður íslenzku friðarnefndar-
innar, séu í senn starfsmenn „Frétta frá Sovétríkjunum", áróðurs-
rits rússneska sendiráðsins hér, og tengdir Alþýðubandalaginu.
Fjöldi fólks, hér og erlendis, sem léð hefur svonefndum friðar-
hreyfingum lið, gerir það í góðri trú og einlægum vilja til að láta
gott af sér leiða. Það hefur, sumt hvert, orðið leiksoppar í þraut-
skipulagðri og útsmoginni áróðursherferð, sem miðar að því, að
knýja fram einhliða afvopnun í V-Evrópu, meðan austurblokkinn
hervæðist sem ákafast, hefur m.a. komið fyrir hátt í 300
SS-20-eldflaugum með um 900 kjarnaoddum, hverjum með sprengi-
krafti á við Hiroshima-sprengjuna, austan járntjaldsins og við
landamæri Finnlands, að ógleymdu stærsta vopnabúri heims á
Kola-skaga. Engar sögur fara af friðargöngum af því tilefni austan
tjalds. Þetta fólk verður að gera sér ljóst, að einhliða afvopnun er
uppgjöf, hvati árásarstríðs. Eina marktæka vonin er tvíhliða samn-
ingur stórveldanna um gagnkvæma takmörkun vígbúnaðar. í þeim
samningum þurfa Vesturveldin að vera samstæð og sterk, ekki
sundruð og veik.
Nokkrir kaflar úr
bókinni um Ólaf Thors
í eins konar eftirmála að bók sinni um
Ólaf Thors, segir Mátthías Johannessen:
„Ef einhver metnaður er í þessu riti af
minni hálfu, er hann sá aö leyfa liðnum
tíma að taka til máls. Og umfram allt aÖ
veita þeim, sem ekki muna Ólaf Thors,
tækifæri til að hlusta á hann; segja frá
helztu átökunum í lífi sínu; vekja upp
gamlan tíma; neita því sem sagt að síð-
asta orðið sé tortíming.
Mig langaði til að ein-
hverjir gætu dregið
nokkurn lærdóm af lífi
Ólafs Thors og störfum,
og til þess þurfti að
fylgja honum eftir. En í
samfylgd við hann verð-
ur þjóðarsagan á þessari
öld aldrei langt undan.“
Sú kynslóð, sem kom-
ið hefur til starfa í Sjálf-
stæðisflokknum síðasta
áratuginn og mótað
störf hans og stefnu að
töluverðu leyti þekkir
Ólaf Thors einungis af
frásögnum þeirra, sem eldri eru. Þeir,
sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að
hefja störf á þessum vettvangi við upphaf
Viðreisnar komust í snertingu við þenn-
an glæsta stjórnmáiaforingja, en gengu í
skóla Bjarna Benediktssonar. Fyrir þess-
ar kynslóðir sjálfstæðismanna, sem
munu ráða mestu um framtíð Sjálfstæð-
isflokksins til næstu aldamóta verður
ævisaga Ólafs Thors í
senn tímabær kennslu-
bók í stjórnmálum og
hvatning til þess að gera
hinar ýtrustu kröfur til
sjálfra sín og flokksins.
Óskir höfundarins
um, að „einhverjir gætu
dregið nokkurn lærdóm
af lífi Ólafs Thors og
störfum“, eiga því von-
andi eftir að rætast. Hér
fara á eftir nokkrir stutt-
ir kaflar sem ég hef val-
ið úr bók Matthíasar Jo-
hannessen um Ólaf
Thors. — Stg.
Viðreisnarstjórnin:
„Svo að Bjarni og
Gunnar gætu vanizt því
að starfa saman“
Viðreisnarstjórnin var mynduð haustið 1959 og var hún síðasta ráðuneyti Ólafs Thors. í
bók Matthíasar Johannessen segir svo um stjórnarmyndunina:
„Að kosningum loknum
kallaði forseti íslands Ólaf
Thors á fund sinn. Þá var
Ólafur ekki viss um, hvort for-
seti fæli honum eða Emil
Jónssyni stjórnarmyndun, en
það vildi hann síður úr því
sem komið var. Ólafur sagði
Matthíasi Á. Mathiesen, að
hann hefði spurt Ásgeir Ás-
geirsson strax og hann kom á
fund hans: „Hvor okkar verður
það?“ Forsetinn fól honum
stjórnarmyndun þá þegar.
Ólafur Thors sagði Matthí-
asi ennfremur, að hann hefði
viljað hafa ráðherrana í við-
reisnarstjórninni sjö „svo að
Bjarni Benediktsson og Gunn-
ar Thoroddsen gætu báðir átt
sæti í ríkisstjórninni og þann-
ig vanizt því að starfa saman".
Þegar verið var að mynda
viðreisnarstjórnina hringdi
Ólafur Thors eitt sinn sem
oftar í Magnús Jónsson frá
Gunnar Thoroddsen
Mel, sem þá var framkvæmda-
stjóri Sjálfstæðisflokksins og
sagði: „Sumir eru að orða það,
að þú eigir að verða ráðherra,
en ég verð að gera Gunnar
Thoroddsen að ráðherra, þó að
hann hafi valdið mér meiri
vonbrigðum, en allir aðrir í
flokknum, því að ég ætla ekki
að skilja við flokkinn klofinn."
„Ólafur skipti sjálfur ekki höf-
uðmáli, heldur flokkurinn,"
segir Magnús Jónsson. „Hags-
munir flokksins voru ávallt í
fyrirrúmi og persónulegar til-
finningar urðu að víkja fyrir
þeim.“
Ólafur Thors hætti sem for-
sætisráðherra í nóvember 1963
og um þau þáttaskil segir m.a.:
„Ólafur sagði Jóhannesi
Nordal, að hann hefði beðið
Bjarna Benediktsson að segja
sér hreinskilnislega, hvenær
hann ætti að hætta forystu
Magnús Jónsson
fyrir flokknum, en Bjarni átti
ekki auðvelt með að segja hon-
um það, enda viðkvæmt mál úr
því sem komið var.
En þegar erfiðleikarnir
steðjuðu að 1963 og ræða
þurfti við launþegasamtökin
um kaupgjaldsmál var ákveðið
að dr. Bjarni og Emil Jónsson
hefðu forystu um viðræðurnar
við framámenn launþega.
„Með þeim hætti sagði Bjarni
Benediktsson Ólafi Thors, að
nú skyldi hann draga sig í
hlé,“ segir dr. Jóhannes. Ólaf-
ur Thors sagði: „Þegar mín var
ekki þörf lengur skildi ég, að
nú væri kominn tími til að
draga sig í hlé,“ — og það
gerði hann haustið 1963, nánar
tiltekið 14. nóvember. Sama
dag var dr. Bjarni skipaður
forsætisráðherra og gegndi
því embætti til dauðadags 10.
júlí 1970.“
Bjarni Benediktsson