Morgunblaðið - 14.11.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1981
25
Ingibjörg Indridadóttir Thors.
Myndin er tekin um 1912
Ólafur Thors
á fermingardaginn.
Ingibjörg og
Ólafur kynnast
INGIBJÖRG Thors liflr mann sinn í hárri elli, en þau giftust hinn 3.
desember, árið 1915, á afmælisdegi Thors Jensens. Fyrstu kynnum þeirra
er lýst í bók Matthíasar Johannessen með þessum hætti:
,Ingibjörg var 10 ára, þegar ekki unnt lengur og urðu þær að
iþjö
hún sá Ólaf Thors í fyrsta sinn,
þá var hún nemandi í Miðbæj-
arbarnaskólanum. Hún átti sæti
við gluggann og hafði útsýni yfir
Tjörnina. „Dag einn þegar ég leit
út sá ég strák ganga fram hjá
skólanum," segir hún. „Hann var
á sauðskinnsskóm, grindhoraður
og höfuðstór og með sixpensara."
Hann hafði nýlokið prófi frá
skólanum og var augsýnilega
glaður og hróðugur 12 ára dreng-
ur.
Ingibjörg vissi ekki þá, hver
drengurinn var, en henni var
sagt síðar, að hann héti Ólafur
Jensen.
Svo leið langur tími. Ólafur
Jensen fór í Menntaskólann og
Ingibjörg þekkti auðvitað engan
þar. Leiðir þeirra lágu ekki sam-
an fyrr en hún settist sjálf í
skólann 1908. Þá var Ólafur í 4.
bekk.
Hann tók ekki mikinn þátt í
félagslífinu og hún ekki heldur.
En 8. apríl næsta vor var skóla-
ball að venju. Áður hafði aðeins
ein stúlka verið í skólanum, en
nú höfðu þrjár bætzt í hópinn og
ein þeirra var Ingibjörg. Stúlk-
an, sem áður hafði verið í skól-
anum, fékk alltaf að vera inni í
frímínútunum hjá yfirkennaran-
um, sem bjó í skólahúsinu, svo
að hún yrði ekki skotspónn
strákanna, en þegar stúlkurnar
þrjár bættust í hópinn var þetta
vera úti í frímínútum. „Við vor-
um mikið hrekktar og snúið út
úr fyrir okkur — okkur leið í
raun og veru hálf-illa,“ segir
Ingibjörg.
En svo rann 8. apríl upp.
Drengirnir voru allir á móti
því, að stúlkurnar fengju að
bjóða utanskólapiltum á ballið,
þó að þeir mættu bjóða stúlkum
utan skólans. Auðvitað fannst
skólasystrunum þetta svívirðileg
afstaða hjá piltunum, en þar
sem þær langaði mikið að kom-
ast á ballið fengu þær að velja 3
pilta, sem vildu bjóða þeim.
Ólafur var á þeim listanum, sem
Ingibjörg fékk í hendur og
fannst henni hann álitlegastur
— og var ekki ein um það. Hún
valdi því Ólaf Jensen. „Sú sem
fékk þann síðasta fór að gráta —
henni fannst hann svo ljótur."
í þá daga voru notuð svonefnd
ballkort og skólapiltarnir pönt-
uðu dansinn með því að skrifa
nafn sitt á kortið. Ingibjörg
dansaði fyrsta dansinn við Ólaf,
en síðan ekki söguna meir. Hann
var lítill dansari.
En upp úr þessu tókust með
þeim kynni. Hún fann, að hann
var kátur piltur, fjörugúr og
bráðfyndinn. Og svo hætti hann
að hrekkja hana. Upp úr þessu
fóru þau að draga sig saman og
hann bauð henni einnig á ballið
næsta ár og þótti sjálfsagt."
Nýsköpunarstjórnin fallin:
„Ég vann því að sam-
starfi gömlu flokkanna
undir forystu G. Thor.“
„B. Ben var ófáanlegur en þessu samþykkur“
Nýsköpunarstjórnin féll í október 1946. í síðara bindi ævisögu Ólafs Thors birtast minnisblöð, sem hann lét eftir sig
og Matthías Johannessen segir, að kunni að vera úr bréfi til Thors Thors, þar sem Ólafur rekur atburðarásina frá því að
nýsköpunarstjórnin féll og þar til Stefán Jóhann Stefánsson myndaði ríkisstjórn sína, sem kölluð var „Stefanía". í
upphafi þessara minnisblaða er rakið, hvað gerðist að tjaldabaki fyrstu vikurnar eftir fall nýsköpunarstjórnarinnar og
þar segir m.a.:
„Þegar ég 10.10. 1946 sagði af mér
og stjórn minni vegna lausnar-
beiðni komma vildu sumir, að ég
bæðist aðeins lausnar fyrir komm-
ana eina. 'Þetta vildu kratar en þeir
þorðu þó ekki að sitja áfram með
okkur heldur vildu þeir, að ég fáum
dögum síðar bæðist lausnar fyrir
okkur 4, sem eftir hefðu orðið. Til-
gangurinn var að girða fyrir, að
kommar gerðu sjjell, sem funger-
andi ráðherrar. Eg neitaði. Ástæð-
ur: 1) Vissi að sjálfstæðismenn
hefðu orðið stórhrifnir í byrjun, en
síðan vonsviknir, er síðari lausn-
arbeiðnin kom. 2) Vissi að kommar
vildu heldur mína leið og taldi rétt
að þóknast þeim.
Brátt tók ég upp samningaum-
leitanir við komma og krat.a. Vissi
frá öndverðu, að 18 manna nefndin
mundi ekki leiða til neins en stakk
þó sjálfur upp á henni til þess að
vinna tíma og láta fyrnast yfir
illskuna milli okkar og komma. —
Lengi framan af ætlaði ég ekki
sjálfur að mynda þessa stjórn.
Ástæðan: 1) Var um þær mundir
mjög þreyttur og hálflasinn. 2)
Hafði fengið svo mikið ógeð á
kommum, að ég gat ekki hugsað
mér að starfa með þeim. 3) Illskan
milli komma og krata var orðin svo
mögnuð, að ég treysti mér illa til að
miðla málum.
Eg vann því að samstarfi gömlu
flokkanna undir forystu Gunnars
Thor. B. Ben. var ófáanlegur en
þessu samþykkur. G. Thor. hafði
lofað að takast þetta á hendur. Síð-
an hefur það undrað mig.
Eg held, að þessi lína hafi haldizt
fram yfir miðjan nóvember. Þá var
mér orðið ljóst, að þetta var tóm
vitleysa. Kommar samþykktu það
að vísu. Vildu auðvitað geta sagt, að
þeir hefðu neitað Ó.T. og þá líka
P.M. (Pétri Magnússyni), sem
aldrei hefði farið í stjórn án mín.
Hins vegar var traust þeirra á að
samstarfið tækist án mín mjög tak-
markað. Þannig sagði Br. B. (Brynj-
ólfur Bjarnason) einu sinni: „Þetta
er gagnslaust án þín. Þú ræður öllu
í flokknúm og þú efnir það sem þú
lofar. Gunnar verður máttlaus."
(Til samanburðar er svo svikabrigzl
Þjóðviljans.) Ég svaraði: „Þegar G.
Thor. er orðinn forsætisráðherra,
vega orð hans þyngra. Ég mun
standa með honurn." Br. B.: „Já þú,
en Bjarni svíkur allt sem G. Thor.
„Ólafur fylgdist vel með öllum
nýjum skákmönnum, sem komu
fram á sjónarsviðið. Og þegar
Friðrik Ólafsson fór barnungur til
Hastings, veitti Ólafur Thors því
nána athygli.
Nokkru siðar var þvi skotið að
honum, að Friðrik yrði að fá að-
stoðarmann með sér á skákmót
eins og aðrir. Þá beitti Ólafur sér
fyrir því, að Friðrik fengi styrk
frá Alþingi. Hann vildi fá fréttir
af mótinu, en þá sagði Bjarni
Benediktsson: „Enginn lifandi
maður hefur áhuga á því.“ En
Ólafur fékk því framgengt, að með
þessu væri sérstaklega fylgzt og
lagði ríka áherzlu á, að Friðrik
fengi styrkinn, þrátt fyrir tak-
markaðan skákáhuga Bjarna vin-
ar hans.
Ólafur Thors talaði ekki um
þetta við Friðrik, enda kynntust
þeir ekki. Áhugi hans á tafl-
mennsku Friðriks átti sér rætur í
skákíþróttinni einni, en var ekki á
neinn hátt sprottinn af pólitískum
áhuga, eins og sumir héldu.
lofar. Hann svíkur allt sem aðrir en
þú lofa.“
Kratar þverneituðu Gunnari.
Sögðu m.a.: „Við erum búnir að
reyna það að kommar „hlaupa ekki
fyrir horn með þig.“ Þú hefur
stjórnað þeim, en þeir ekki þér. Upp
úr þessu leggjum við mikið, þótt
margt annað megi að þér finna. Á
Gunnari höfum við ekkert traust í
þessum stórræðum, þótt hann sé
efnismaður." í okkar flokki stóðu
sakir þannig, að jafnvel þeir sem
ekkert vildu annað en gömlu flokk-
ana voru eiginlega ekki viðmælandi
um annan en mig. Út yfir tók svo,
þegar Valtýr (Stefánsson) sagði
mér af samtali hans við B. Ben.
fyrir vesturför Bjarna, en þar kom í
ljós, að þegar Valtýr hafði málað
fjandann á vegginn og talið okkur
tapað þúsundum atkvæða á skipt-
unum á Gunnari og mér, sagði
Bjarni: „Þetta er alveg rétt. Þetta
er auðvitað tóm helv. vitleysa með
Gunnar." Rök Valtýs voru þessi: Ef
Ólafur er ekki í stjórn er ekki hægt
að færa fram nema tvær ástæður:
1) Kommar neituðu honum. Það
þola sjálfstæðismenn ekki, eða 2)
Ólafur er svo leiður á kommunum,
að hann vill ekki með þeim vera, og
þá segja sjálfstæðismenn: Það erum
við líka. Sem sagt: Mér skildist, að
þetta gekk ekki. Ég skýrði strax Br.
B. frá því. Hann lét sem sér væri
það ljóst og að ég hélt ljúft. Nokkr-
um dögum síðar fór hann að tal-
færa örðugleikana í Kommaflokkn-
um að þurfa að kyngja mér og þar
kom um 20.—25. nóv., að hann til-
kynnti mér, að þeir gengju ekki í
stjórn undir mínu forsæti. Sama
kvöld fékk ég þó vissu fyrir, að
þetta var bluff. I samtali við Lúðvík
sagði hann: „Nú, en hvern mynd-
irðu þá taka méð þér?“ Ég svaraði:
„Auðvitað P.M.“ Lúðvík: „Nei Ólaf-
ur, það máttu ekki, því þá spreng-
irðu.“
Skákáhugi Ólafs og
stuðningur við Friðrik
Helztu áhugamál Olafs Thors voru skák og bridge, hann var góður skákmadur, en stcinhætti að tefla,
þegar hann fór út í pólitík. Hann hafði teflt á hverjum degi á skólaárum sínum, adallega við Jón
Asbjörnsson, síðar hæstaréttardómara, og hélzt sú venja þar til stjórnmálabaráttan hófst. En þessi áhugi
Olafs Thors á skák kom fram með ýmsum hætti síðar á lífsleiðinni og um það segir m.a. í bókinni:
Þegar Ólafur gekk fram fyrir
skjöldu í þessu máli var hann
sjálfur löngu hættur að tefla. En
hann fylgdist rækilega með öllum
skákmótum og gladdist yfir góð-
um árangri íslenzkra skákmanna.
Skákfréttir voru það fyrsta, sem
hann las í blöðunum.
Þess má einnig geta, að Ólafur
Thors hafði frá fyrsta fari mikinn
áhuga á íþróttum, fylgdist vel með
fréttum af þeim og kunni skil á
ýmsum metum og öðrum íþrótta-
afrekum."
Guðmundur Kamban:
„Fyrsta vináttan
í lífi Ólafs Thors“
Ólafur Thors hafði mikinn áhuga á bókmenntum, gerði jafnvel sjálfur
tilraun til skáldsagnagerðar og einn nánasti vinur hans var Guðmundur
Kamban. Um vináttu þeirra segir m.a. í ævisögunni:
„Þessi bókmenntaáhugi hefur
e.t.v. átt einhvern þátt í, hve ná-
in vinátta varð með Ólafi Thors
og Guðmundi Kamban. Kristján
Albertsson telur, að vináttan við
Guðmund Kamban hafi verið
„fyrsta vináttan í lífi ólafs
Thors“. „Ég var gagntekinn af
Kamban," sagði Ólafur Kristjáni
einhverju sinni, þegar þeir rifj-
uðu upp minningar sínar um
skáldið, „gáfum hans og sjarma
og við hrifumst hvor af öðrum.
Ég fór til foreldra minna og bað
þau um að bjóða honum að búá
.hjá okkur Kjartani." Kamban
bjó síðan hjá Jensenshjónunum
part úr ári og bauð hann Ólafi
með sér eitt sumar að heim-
sækja foreldra sína að Bakka í
Arnarfirði eins og Gísli Jónsson,
bróðir Kambans, segir frá í bók-
inni Frá foreldrum mínum, 1966
... Ólafur gekkst með Kamban
upp í Björnsson og Ibsen og
verkum fleiri norrænna rithöf-
unda „og einu sinni sagði hann
mér frá því“, sagði Kristján Al-
bertsson, „að hann hefði tekið
sig til og skrifað smásögu" og fór
með hana beint í Kamban, sem
sagði, að þetta væri „alveg ágæt
saga, ef þú hefur ekki lesið
Þránd eftir Björnsson". „En svo
illa vildi til,“ sagði Ólafur, „að
það var einmitt sagan, sem ég
var nýbúinn að lesa. Eftir það
skrifaði ég aldrei neitt skáld-
skaparkyns.“ Ingibjörgu Thors
skilst, að það hafi orðið Ólafi
mikil vonbrigði, þegar ákveðið
var, að Kamban flytti heim til
Einars H. Kvarans. Hafði staðið
til, að Kamban byggi áfram,
ásamt Ólafi, á hinu stóra heimili
Thors Jensens ... Þegar Ólafur
kom til Hafnar á stúdentsárum
sínum var illmögulegt að fá leik-
rit prentað á íslandi, en Kamban
hafði þá nýlokið við Höddu
Pöddu. „Ég skal gefa hana út,“
sagði Ólafur. Þannig kom fyrsta
skáldverk Guðmundar Kambans
út á íslandi 1914 „sorgarleikur í
fjórum þáttum“, kostnaðarmað-
ur Ólafur Thors. Þeir Ólafur og
Kamban voru vinir meðan báðir
lifðu ... Guðmundur Kamban
var glæsilegur maður og bók-
Guðmundur Kamban, rithöfundur.
Milli hans og Ólafs tókst
djúpstæð vinátta.
menntaáhugi hans var Ólafi
Thors ný reynsla. Af kynnum
sínum við Kamban eignaðist
hann hlutdeild í heimi, sem hann
hafði ekki þekkt, en kynntist því
betur síðar á heimili tengdafor-
eldra sinna. Og Ingibjörg Thors
minnist þess, að Ólafur skrifaði
aðra sögu (þó að honum síðar
þætti ekki taka því að kalla hana
„skáldskaparkyns"). Hann
nefndi hana Sykurhneykslið og
var hún leynilögreglusaga og
fjallaði um samnefnt mál í blöð-
unum á dögum landsverslunar-
innar, fyrir og um 1920. Málið
fjallaði um sykurhneyksli og
skemmti Ólafur sér svo vel yfir
því og hafði svo gaman af að
velta fyrir sér baksviði þess, að
úr varð leynilögreglusaga ...“