Morgunblaðið - 14.11.1981, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1981
39
sinna, standandi traustum fótum
við hliðina á eiginmanni sínum.
„Kynslóðir koma, kynslóðir fara
allar sömu ævigöng." Þetta er
lögmál lífsins, sem við öll hljótum
að beygja okkur fyrir.
Þó verður söknuðurinn alltaf
sár, þegar við sjáum á eftir ástvin-
um okkar yfir móðuna miklu. Þá
er gott að eiga allar ljúfu minn-
ingarnar um elskulega eiginkonu,
móður eða ömmu til að ylja sér
við, og vissuna um, að við lifum,
þótt við deyjum og eigum því von-
ir um endurfundi.
Ég votta Einari vini mínum og
öllum ættingjum Elísabetar
Hjaltadóttur innilega samúð mína
og fjölskyldu minnar.
Guð blessi minningu látinnar
merkiskonu.
Þorbjörg Bjarnadóttir
frá Vigur.
Eftir langt og erfitt sjúk-
dómsstríð er Elísabet Hjaltadóttir
búin að fá hvíldina. Hún er horfin
yfir móðuna miklu, sem bíður
okkar allra, er hér lifum.
Ég vil í fáum orðum þakka
Elísabetu allt það samstarf er við
áttum.
Ég man fyrstu jólin, sem ég var
í Bolungarvík þá 14 ára gömul. Við
systkinin vorum boðin á heimili
þeirra Einars. Þar voru saman-
komin mörg börn úr þorpinu og
gengið var í kringum jólatré og
sungið. Einar var söngmaður góð-
ur og lék við börnin en Elísabet sá
um að allir fengju súkkulaði og
kökur. Þessum sið að hafa jólatré
fyrir skyldulið og vini héldu þau
hjón í mörg ár.
Eftir þetta kynntist ég Elísa-
betu mjög náið sem heimagangur~7~
á heimili hennar, stundum sem
hjálparstúlka, þó oftar sem vinur.
Við áttum langt og ánægjulegt
samstarf í kvenfélaginu „Brautin"
og sjálfstæðiskvennafélaginu
„Þuríður Sundafyllir". Var hún
mjög tillögu- og úrræðagóð í öllum
félagsmálum og sérstaklega var
henni annt um að hjálpa sjúkum
og bágstöddum. Mörg og þung
spor mun hún hafa átt með manni
sínum, er þau þurftu að fara að
tilkynna aðstandendum um sjó-
slys, þar stóð hún þó ávallt eins og
klettur.
Margs er að minnast að leiðar-
lokum, ánægjustundirnar margar.
Ég vil sérstaklega geta þess, að við
vorum trogfélagar á þorrablóti í
Bolungarvík yfir 30 ár og síðast
fyrir tveímur árum, er ég var gest-
ur þar. Það var hennar síðasta
þorrablót og sjálfsagt mitt líka.
Fyrir allt þetta vil ég þakka Elísa-
betu.
Einari frænda mínum, börnum
hans og skylduliði, votta ég samúð
mína og bið algóðan Guð að
styrkja þau.
Ósk Ólafsdóttir
Elísabet Hjaltadóttir andaðist í
sjúkraskýlinu í Bolungarvík 5.
nóvember sl. á áttugasta og fyrsta
aldursári. Jarðarför hennar verð-
ur gerð frá Hólskirkju í Bolung-
arvík í dag.
Elísabet var fædd 11. apríl árið
1900 í Bolungarvík og voru for-
eldrar hennar hjónin Hildur Elí-
asdóttir af Eldjárnsættinni.
Margt af því ættfólki flutti til
Ameríku, og einnig nokkuð af
þeim til Noregs og hefur orðið þar
kynsælt á báðum þessum stöðum
og komist vel af. Hitt er þó enn
meira um vert að þessi ætt er
mjög fjölmenn á Vestfjörðum og
víðar um land vegna hins tíða '
fólksflutnings sem á tímabili var
frá Vestfjörðum einkum til
Reykjavíkur og nágrennis. Faðir
hennar var Hjalti Jónsson frá
Ármúla af þekktri vestfirskri ætt
sem margt og mikilhæft fólk er
komið af. Hún var því Vestfirðing-
ur í báðar ættir, fædd þar og upp-
alin og ól þar allan sinn aldur.
Hún naut ekki mikillar menntun-
ar á sínum uppvaxtarárum,
menntunin á þeim tíma var í flest-
um þessum héruðum mjög tak-
mörkuð en þess meira lagt upp úr
vinnusemi og dugnaði til starfa.
Við þau kjör var hún uppalin og
hún þekkti því lífsbaráttu fólks
við hin kröppu kjör sem þá voru
alls ráðandi og lengi á eftir.
Elísabet giftist Einari Guð-
finnssyni útgerðarmanni frá
Litla-Bæ í Skötufirði á árinu 1919
og hófu þau búskap sinn í Hnífs-
dal. Einar var þá formaður á litl-
um bátum og hóf þá jafnframt
fiskverkun. Fimm árum síðar, eða
árið 1924 flytja þau heimili sitt til
Bolungarvíkur og þar hefur Einar
umfangsmikinn atvinnurekstur
sem vaxið hefur og dafnað með
hverju ári og er nú atvinnufyrir-
tæki hans og sona hans eitt það
stærsta á Vestfjörðum og þó víðar
væri leitað.
Það má segja að starfssaga
þeirra hjóna sé lærdómsrík hverj-
um manni. Þau hafa brotið sér
braut með eindæma dugnaði og
fyrirhyggju. Þó hófu þau starf sitt
með tvær hendur tómar af ver-
aldlegum gæðum en þau voru rík
af vilja og festu til þess að koma
sér áfram og þau trúðu hvort á
annað og voru fullviss þess að með
dugnaði gæti hver maður brotist
áfram. Það var enginn til þess að
ryðja veginn fyrir þau, þau urðu
að gera það sjálf. Árangur langrar
lífsbaráttu þeirra er sérstæður.
Hvorugt þeirra naut menntunar í
skóla en þeirra menntun var skóli
lífsins og þar tóku þau mörg próf-
in hvert öðru þyngra og með frá-
bærum vitnisburði.
Elísabet stjórnaði stóru heimili
af miklum dugnaði og skörungs-
skap. Þar var lengst af gestkvæmt
og höfðingsbragur hvíldi yfir því
heimili. Heimili þeirra í Bolung-
arvík stóð opið svo að segja hverj-
um manni. Það var litið á það í
mörg ár sem sjálfsagðan hlut þeg-
ar gest bar að garði þar um slóðir,
að koma á það heimili. Þar var
sest að borðum, stóru borði í
borðstofunni og þar var oftast
fullsetin borðstofa við hverja
máltíð. Heimilið var stórt, börnin
voru mörg, margir sem unnu við
fyrirtæki Einars, og vinnustúlkur
voru þar á þeim árum. Ég held að
ég geti ekki stillt mig um að
endursegja sögu eina er kemur
fram í Einars sögu Guðfinnsson-
ar, eftir Ásgeir Jakobsson. Það
var á tímum mæðiveiki fjárskipt-
anna að ókunnugur bóndi sem
kom úr fjarlægu héraði að sækja
féð vestur og þá einnig til Bolung-
arvíkur, og hann hitti þar mann,
sem hann spyr hvar hann muni
geta fengið keyptan mat.
Bolvíkingurinn vissi að ekkert
veitingahús var í Bolungarvík á
þeim árum en hann bendir bónda
á stórt hús miðsvæðis í kauptún-
inu og segir honum að hann skuli
fara þangað. Þar færðu að éta vin-
ur minn. Bóndi lætur ekki segja
sér þetta tvisvar. Hann gengur
heim að húsínu, ber að dyrum,
hittir þar húsfreyju, og segist vera
kominn til að borða. Húsfreyja
var vön því að bóndi hennar byði
mörgum í mat og vísaði mannin-
um til borðstofu. Þar var allmargt
manna fyrir og bóndi spyr eftir að
hafa heilsað hvar hann eigi að
sitja og er honum vísað til sætis
við hið stóra borðstofuborð þar
sem rúmuðust 20 manns, og þar er
honum borinn matur og menn
taka tal saman. Bóndi spyr hvað
ertu búin að reka þessa matsölu
lengi? Húsbóndinn svaraði því til
að hér væri engin matsala, það
væri hér einungis heimafólk og
vandamenn við borðið núna nema
hann. Þá setti bónda hljóðan og
sagði að sér hefði verið vísað
hingað af einhverjum þorpsbúa
sem hefði verið að hlunnfara
hann, en honum var sagt að gera
svo vel, og hér kæmi margur og
settist hér til borðs og það væri
pláss fyrir hann. Þessi stutta saga
sýnir á ótvíræðan hátt hversu um-
fangsmikill heimilisreksturinn
var á þessum heimilum víða úti á
landi og þetta heimili var lengst af
með stærstu og gestrisnustu
heimilum. Það mæddi mikið á
húsmóðurinni á slíku heimili sem
þessu, og þessi kona sem stjórnaði
þessu heimili áratugum saman,
hún var engin aukvisi, hún var
SJÁ NÆSTU SÍÐU
Landsbankinn býður nú nýja þjónustu,
VISA greiðslukort. Þau eru aetluð til
notkunar erlendis til greiðslu á
ferðakostnaði svo sem fargjöldum og
uppihaldi. VISAINTERNATIONAL er
samstarfsvettvangur rúmlega 12
þúsund banka í um 140 löndum með
yfir 80 þúsund afgreiðslustaði.
VISA greiðslukort eru algengustu
greiðslukort sinnar tegundar í
heiminum. Upplýsingablað með
reglum um afhendingu og notkun liggur
frammi í næstu afgreiðslu bankans.
GreiÖari
leiö meö VISA
greióslukorti
Einnig býður Landsbankinn ferðatékka
með merki VISA.
Önnur nýjung í gjaldeyrisþjónustu Landsbankans
er Alþjóðaávísanir (Intemational Money Orders).
Kynnið ykkur gjaldeyrisþjónustu Landsbankans.
LANDSBANKINN
Banki allra landsmamia