Morgunblaðið - 14.11.1981, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 14.11.1981, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1981 TISKUVERSLUN BARNANA MIÐBÆJARMARKAÐNUM AÐALSTRÆTI9 SÍMI27620 REYKJAVÍI TISKUVERSLUN BARNANA f MIÐBÆJARMARKAÐNUM AÐALSTRÆTI9 SÍMI27620 REYKJAVÍK „Islenska landsliðið á að hafa NOKKRAR umræður hafa farið fram síðustu daga þar sem gagnrýni hefur komið fram hjá VTkingum á stjórn HSÍ vegna ferðar landsliðsins til Tékkósló- vakíu. Mbl. innti formann HSÍ eftir hans sjónarmiði á málinu. Varðandi umræðu þá sem fram hefur farið í Morgunblaðinu síðast- liðna daga, varðandi ummæli fyrir- liða Víkings, að HSÍ hefði sett allan undirbúning Víkings úr skorðum, er rétt að benda á eftirfarandi: 1. íslenska landsliðið á og verður alltaf að hafa forgang í verkefnum sínum. 2 Það var vitað með meira en 'k árs fyrirvara um ferðir landsliðsins til Tékkóslóvakíu. 3 Það líður vika á milli síðasta landsleiks og Evrópuleiks Víkings við Atletico Madrid. Oft hefur tím- inn verið miklu naumari og þá hef- ur ekki verið kvartað. Ég er sannfærður um það að lands- liðsmenn úr Víkingi og Víkingur sem lið. skaðast síst á þátttöku þeirra í landsliði. í undirbúningi fyrir lands- leiki fá þeir góða þjálfun og við þátt- forgang töku í landsleikjum dýrmæta reynslu. Víkingar eiga mjög gott keppnislið og marga snjalla leikmenn. Mín besta ósk þeim til handa í dag, er að þeim takist vel upp á móti Spánverj- um með þá Pál Björgvinsson fyrir- liða liðsins og Ólaf Jónsson fyrirliða landsliðsins í broddi fylkingar. Víkingar, gangi ykkur vel, áfram Víkingur. Tekst Víkingi að klekkja á Atletico? íslandsmeistarar Víkings mæta spænska meistaraliðinu Atletico Madrid í fyrri leik liðanna í Evrópu- keppni meistaraliða í handknattleik á morgun. Fer leikurinn fram í Laugardalshöllinni og hefst hann klukkan 20.00. Þetta spænska lið er hið sama og Valur sló út í þessari sömu keppni fyrir 2 árum. Þegar Ponna bróður svelgdist á ÞAÐ ER leitt til þess að vita að kynn- ing okkar Vfkinga fyrir Evrópuleikinn í handknattleik hafi orðið þess valdandi að bróður mínum Jóni H. Karlssyni (Ponna) svelgdist á morgunkaffinu á miðvikudagsmorguninn. En eins og fram kom í grein Jóns í Morgunblaðinu á rimmtudaginn fer það mjög í „Vals- taugar" hans að lcikmenn Víkings og forráðamenn handknattleiksdeildar Víkings hafi sett fram ákveðna gagn- rýni á skipulag landsliðsmála og sam- skiptin við HSI. Og að gefnu tilefni vil ég benda Jóni á að hvergi er að finna ádeilu á landsliðsþjálfara HSÍ í skrif- um um Evrópuleikinn nk. sunnudag. Eins og Jón bendir á „er það HSÍ- þing sem er æðsta vald í handknatt- leiksmálum og þar eru tillögur sam- þykktar og heildarstefnan mótuð“. Því miður er ekki til nein stefna í handknattleiksmálum á íslandi í dag. Og á síðasta HSÍ-þingi var ekki til um- ræðu nein framtíðarstefna í hand- knattleiksmálum. Hinsvegar er það nauðsynlegt að HSI móti stefnu til 3—4 ára í handknattleiksmálum á ís- landi. Því ef fram heldur sem horfir verða áhorfendapallarnir tómir á vel flestum leikjum í íslandsmótinu í handknattleik. Mín skoðun er sú að við skipulagn- ingu handknattleiksmála eigi að leggja miklu meiri áherslu á ís- landsmótið, framkvæmd þess og skipulag. „HSÍ er jú ekkert annað en félögin sjálf,“ segir Jón réttilega í grein hans og kvikmyndir. Efnisþráðurinn er oftast hversdagslegur veruleiki sem höfundur blæs lífi í meö sínu sérkennilega hug- myndaflugi og skopskyni, stundum sannkölluðum gálgahúmor. FÆST HJÁ NÆSTA BÓKSALA Hraffn Gunnlaugsson Smásagnasafn eftir Hrafn Gunnlaugsson sver sig um margt í ætt viö fyrri verk höfundarins, bæði fyrri skáldskap Almenna bókafélagið Austurstræti 18, sími 25544, Skemmuvegi 36 Kópavogi, sími 73055. sinni, en ef áhugi almennings, leik- manna og stjórnarmanna í hand- knattleiknum dvínar á íslandsmót- inu verður enginn grundvöllur til frekari uppbyggingar landsliðsins. Ég tel að við skipulagningu hand- knattleiksmála á Islandi verði að taka tillit til þriggja megin atriða, þ.e. Islandsmóta, landsleikja og Evr- ópuleikja. Nauðsynlegt er að ákveða fyrirfram á hvað aðaláhersla skuli lögð hverju sinni. Og ég er þeirrar skoðunar að á þessu keppnistímabili hefði átt að leggja aðaláherslu á Evr- ópukeppnina og íslandsmótið og að á næsta keppnistímabili verði að leggja áherslu á iandsliðið vegna B-keppninnar 1983. Stjórn HSÍ veit á hvaða tíma Evr- ópuleikirnir fara fram á hverju hausti. En þegar landsliðsdagskráin og mótaskrá HSÍ ’81—’82 er skoðuð er Ijóst að ekkert tillit er tekið til þess að þrjú íslensk félagslið taka þátt í Evrópukeppninni í ár. Hilmar Björnsson hefur bent á nauðsyn þess að félögin og landsliöið nái algjörri samstöðu um mótafyr- irkomulag og forgangsverkefni á hverjum tíma og á þar við Evrópu- keppni og landsleiki. Þessu er ég al- gjörlega sammála en því miður hefur ekki verið farið eftir þessari ábend- ingu landsliðsþjálfarans. Ég tel að komandi Evrópuleikur Víkings hefði átt að vera algjört forgangsverkefni fyrir leikmenn liðsins og að þeir hefðu ekki átt að taka þátt í keppnis- ferðinni til Tékkóslóvakíu. En ég tel að sú keppnisferð hafi verið tíma- skekkja og að litlum fjármunuin HSÍ hafi verið illa varið í ferðakostnað 20 manna til Tékkóslóvakíu. Þátttaka Valsmanna í Evrópu- keppni hefur á sl. árum vakið verð- skuldaða athygli og þeir hafa þar náð lengst íslenskra liða. En greinilegt er á grein Jóns í Morgunblaðinu á fimmtudaginn að honum sárnar það mjög að Valur skuli ekki hafa komist í Evrópukeppni síðustu keppnistíma- bilin. En vegna ummæla Jóns út af tapi Valsmanna í Ungverjalandi 1976 þá er það mín skoðun að auðvitaö töp- uðu Valsmenn leiknum með 11 mörk- um vegna þátttöku 5 Valsmanna í landsliðsferð til Póllands. Við Víkingar þökkum Jóni bróður fyrir þátt hans í að auglýsa Evrópu- leik Víkings og Atletico Madrid. En það rými sem grein hans tekur í Morgunblaðinu kostar kr. 2.754,- ef til auglýsinga væri. Vonandi tekst Víkingum, FH og Þrótti að komast í þriðju umferð Evrópukeppninnar í handknattleik. Og vissulega yrði það mikil hvatning og auglýsing fyrir íslenskan hand- knattleik. Að lokum hvet ég Ponna til þess að mæta í Höllina á sunnudaginn og hvetja okkur Víkinga til sigurs yfir Atletico Madrid. Með kveðju. Heimir Karlsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.