Morgunblaðið - 14.11.1981, Side 48
Síminn á afgreiósiunni er
83033
orj0iit>Wí>íití»
Srmi á ritstjórn og skrifstofu:
10100
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1981
Ahrif gengisfellingarinnar:
Mikil verdhækkun
á heimilistækjum
TALSVERÐAR verdhækkanir urdu á heimilistækjum hvers konar
við gengisfellinguna á dögunum, og í gær fékk Morgunbladið nokk-
ur dæmi um hækkanir í krónutölum hjá verslunum í Reykjavík.
Dæmi um verðhækkun á
eldavél er, að fyrir gengisfell-
ingu kostaði eldavél 4.852
krónur, en kostar nú 5.175.
Uppþvo'ttavél sém áður kost-
aði 1271,60, kostar nú 1356,30
kr. Vöfflujárn er áður kostaði
640 kr. kostar nú 683 kr. ís-
skápur er áður var á 5.405
krónur, er nú kominn í 5.765
krónur. Hlutfallslega sömu
hækkanir hafa orðið á þvotta-
vélum, ryksugum, brauðrist-
um, hárþurrkum, sjónvarps-
og myndsegulbandstækjum og
hljómflutningstækjum, sem
og öllum öðrum innfluttum
rafmagnstækjum.
Verðhækkanir hafa þó ekki
alls staðar tekið gildi ennþá,
vegna birgða sem til voru, en
samkvæmt upplýsingum er
Morgunblaðið fékk í verslun-
um í gær munu þær birgðir
óvíða endast nema til mánu-
dags, og eru þegar búnar víð-
ast hvar.
Byggðasjóður:
Milljón til
viðbótar til
Raufarhafnar
Á FUNDl byggðasjóðs í vik-
unni var samþykkt að
ábyrgjast eina milljón króna
til viðbótar vegna Jökuls hf.
á Raufarhöfn. Áður hefur
fyrirtækið fengið 2 milljónir
króna frá Landsbankanum
með ábyrgð Byggðasjóðs.
Miklir erfiðleikar hafa verið
í útgerð togarans Rauðanúps
síðustu mánuði og lá skipið
lengi bundið við bryggju.
Síðustu vikur hefur skipið
hins vegar verið við veiðar,
en landað afla sínum erlend-
is. Lítil vinna hefur því verið
í frystihúsi Jökuls.
Litlar breyting-
ar við Kröflu
LOKIi) er nú mælingum á Kröflu-
svæðinu en að þeim hafa jarðvís-
indamenn unnið síðustu vikur.
Niðurstaða þeirra eru m.a. þær, að
mjög litlar breytingar hafa orðið á
svæðinu nema hvað land hcfur risið
örlítið og þá helst við Leirhnjúk.
Axel Björnsson hjá Orkustofn-
un tjáði Mbl., að mælingar þessar
væru stundaðar reglulega á
tveggja mánaða fresti og bornar
saman niðurstöður. Þess á milli
eru framkvæmdar hallamæling-
ar. Sem fyrr segir er niðurstaðan
sú að land rísi hægar en áður.
Hámarksrishraði er nú 1 mm á
dag, en hefur verið milli 5 og 10
mm á dag að undanförnu. Þá
sagði Axel að á allra síðustu dög-
um hefði land tekið að síga og
sprungur hætt að gliðna. Ekki
kvaðst Axel geta túlkað þessar
niðurstöður á einn eða annan veg,
ógjörningur væri að segja hvort
hræringum á svæðinu væri að
ljúka. Sagði hann menn áfram
vera í óvissu og að mælingum
yrði haldið áfram.
Billedringen, símamynd.
Dr. Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar afhendir, Knud Enggárd Ijósprentaða
útgáfu Skarðsbókar; gjöf frá Árnastofnun og Sverri Kristinssyni bókaútgefanda til danska Þjóðþingsins.
Danska Þjóðþinginu
gefín Skarðsbók
ARNASTOFNUN og Lögberg,
bókaforlag Sverris Kristinssonar,
hafa gefið danska Þjóðþinginu
Ijósprentaða útgáfu af Skarðsbók,
og afhenti dr. Jónas Kristjánsson
bókina við hátíðlega athöfn í
Kristjánsborg í fyrradag.
Ætlunin hafði verið að K.B.
Andersen, forseti þingsins og
fyrrum ráðherra, tæki við bók-
inni, en svo varð ekki vegna
óvæntra anna í þinginu. K.B.
Andersen átti einna stærstan
þátt í að Danir skiluðu handrit-
unum aftur, og átti gjöfin að
vera þakklætisvottur til hans
persónulega, um leið og þinginu
væri þakkað. — í hans stað tók
Knud Enggárd fyrrum ráðherra
við bókinni, en hann er varafor-
seti Þjóðþingsins.
Skammtímasamningur ASI og
vinnuveitenda í burðarliðnum?
MJÖG mikil hreyfíng komst á kjarasamninga milli Alþýðusam-
bands íslands annars vegar, og Vinnuveitendasambands Islands
og Vinnumálasambands samvinnufélaga hins vegar, síðdegis í gær
og var það mat samningamanna, að dregið gæti til tíðinda milli
aðila þegar í gærkveldi. Viðræðurnar snerust um samning fram á
vor og var talið líklegt að kjaradeila bókagerðarmanna og blaða-
manna samtvinnaðist hugsanlegri lausn heildarkjarasamninga í
landinu.
Eins og áður sagði, kom
hugmyndin um skammtíma-
samning fyrst fram á mið-
vikudag, en það var ekki fyrr
en síðdegis í gær, að sátta-
nefnd beindi viðræðum inn á
Bflar fuku af vegum
og áfram er spáð roki
TALSVERT hvassviðri var af suðaustri suðvestan- og vestanlands í gær og
má búast við roki af suðvestan og rigningu eða slyddu yfir helgina. Síðdegis
í gær fuku tvær bifreiðar út af vegum og áætlunarbifreið á leið í Stykkishólm
var 4 tímaá milli Grundarfjarðar og Stykkishólms, en venjulega er sú leið
ekin á 45 mínútum eða skemmri tíma.
Áætlunarbifreið frá SBK fór út
af veginum á Arnarneshæð um
klukkan 15 í gær en vindhviða
hreif bifreiðina á háhæðinni.
Lenti hún á staur á vegarkantin-
um, en engan sakaði. í Borgarfirði
fauk jeppabifreið út af veginum,
en að Síðumúla í Borgarfirði og á
Stórhöfða í Vestmannaeyjum
mældist mestur vindhraði síðdegis
Á MIÐNÆTTI í nótt skall á
verkfall Félags bókagerðar-
manna. Af þeim sökum kemur
Morgunblaðið ekki út á ný, fyrr
en samningar hafa tekizt. Jafn-
framt kemur Lesbók Morgun-
blaðsins ekki út um þessa helgi.
t gær.
Áætlunarbifreiðin
á leið til
Stykkishólms lenti í erfiðleikum
eins og áður sagði og sagði bíl-
stjórinn að sérstaklega hefði
gengið illa er komið var út fyrir
Hraunsfjörðinn á leið til Grund-
arfjarðar. í gærkvöldi átti að hefj-
ast helgrrmót í skák á Hellis-
sandi, en mótinu var frestað þang-
að til í dag þar sem keppendur
voru ekki allir komnir á vettvang í
gær.
Ýmsum samkomum var aflýst
vegna veðurs og m.a. á Ólafsvík
var kennsla í grunnskólanum felld
niður eftir hádegi.
þessa braut. Fyrstu áþreif-
ingar bentu til áhuga beggja
aðila og áttu samningamenn
von á næturfundi og að línur
myndu skýrast í nótt. Þessi
var staða mála í gærkveldi
klukkan 22, er Morgunblaðið
fór í prentun, óvenju snemma
vegna verkfalls bókagerðar-
manna. Guðlaugur Þorvalds-
son ríkissáttasemjari varðist í
gærkveldi allra frétta af gangi
mála, sagði þau til „alvarlegr-
ar skoðunar", en á „afskaplega
viðkvæmu stigi“.
í gærkveldi var ekki farið að
ræða að ráði lengd samnings,
grunnkaupshækkun eða önnur
atriði í hugsanlegum samn-
ingi. Þó töldu fulltrúar laun-
þega einsýnt, að ríkisstjórnin
yrði að gefa vilyrði fyrir að
vísitala Olafslaga tæki ekki
gildi um áramót, eins og lög
gera ráð fyrir. Þeir fulltrúar
verkalýðsfélaga er Mbl. hafði
tal af sögðu það ekki fýsilegt
fyrir launafólk að fara út í að-
gerðir í desembermánuði og
því væri hyggilegt að semja nú
til skamms tíma. Einnig var
bent á, að sjómenn hafa hótað
að hefja ekki róðra eftir ára-
mót nema fiskverð liggji fyrir.
Því gæti allt eins komið til
verkbanna á landverkafólk
með lausa samninga þá.
Flugleiðir:
Breiðþoturekstur
gæti bætt afkomuna
STJORN Flugleiða er sammála um
að breiðþotufekstur í Norður
Atlantshafsfluginu gæti hugsanlega
orðið til að bæta verulega rekstrar
afkomu félagsins, en um þetta mál
var rætt á stjórnarfundi sl. fímratu-
dag.
I frétt frá Flugleiðum segir
m.a.: Fjárhagsstaða félagsins er
hins vegar svo veik, að félagið
treystir sér ekki að sinni til að
taka á sig alfarið þá áhættu, sem
samfara er breiðþoturekstri nema
til komi veruleg aðstoð stjórn-
valda. Stjórn félagsins hefur þvi
ákveðið að áfram verði haldið
rekstri DC-8-flugvéla á Norður-
Atlantshafsflugleiðinni þar til
forsendur kunna að breytast.