Morgunblaðið - 28.11.1981, Page 2

Morgunblaðið - 28.11.1981, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981 Athugasemdir lögfræðinga um fjölgun hæstaréttardómara: Telja bráðabirgdaákvæði frumvarps ins brjóta f bága við stjórnarskrána Indriði G. Þorsteinsson. TÍU lögfræðingar hafa sent Alþingi athugasemdir við lagafrumvarp um breytingar á lögum frá 1973 um Hæstarétt íslands og beinast þær eingöngu að bráðabirgðaákvæði laga- frumvarpsins, en það er nú til með- ferðar Alþingis. Fjallar bráðabirgða- ákvæðið um skipan hæstaréttardóm- ara til bráðabirgða og telja lögfræð- ingarnir það geta brotið í bága við stjórnarskrána. I bráðabirgðaákvæði þessu segir m.a.: „Árin 1982 og 1983 getur dómsmálaráðherra samkvæmt til- lögum Hæstaréttar sett tvo til þrjá dómara úr hópi þeirra manna, sem greindir eru í 1. mgr. 5. gr. laga nr. 75/1973, til viðbótar hinum reglu- legu dómurum allt að sex mánuð- um hvort ár.“ þeir heldur fluttir í annað embætti á móti vilja þeirra, nema þegar svo stendur á, að verið er að koma nýrri skipun á dómstólana. Þó má veita þeim dómara, sem orðinn er fullra 65 ára gamall, lausn frá embætti, en eigi skal hann missa neins í af launum sínum." Sjá athugasemdir lögfræð- inganna á miðopnu. Fimmtán gírar áfram Vilhjálmur Hjálmarsson Raupað úr ráðuneyti Ný bók eftir Vilhjálm Hjálmarsson Indriði G. Þorsteins- son ritar sögu Péturs á Hallgilsstöðum INDIKIDI G. Þorsteinsson hefur sent frá sér bók sem hann nefnir Fimmtán gírar áfram, sem er saga Péturs Jónssonar á Hallgilsstöðum við Kyjafjörð og fleiri manna sem starfað hafa með honum gegnum ár in. Almenna bókafélagið gefur bók- ina út. í kynningu AB í bókinni segir m.a.: „Það var á þeim árum, þegar bíl- stjórarnir voru hálfgerðar þjóð- hetjur, gengu með svartar gljá- skyggnishúfur með gylltum borða og hölluðu þeim glannalega út í hægri vangann. En þrátt fyrir sjálfsöryggi á ytra borði áttu þeir verstu trúnaðarmál við bíla sína búna lélegum teinabremsum, harla viðsjárverðum á mjóum og snar- bröttum malarvegunum og veg- leysunum. Einn þessara bílstjóra var Pétur á Hallgilsstöðum við Eyjafjörð. Átján vetra var hann kominn með ökuskírteini upp á vasann, með undanþágu aldurs vegna. Þar með hafði hann fest ráð sitt — við bíl- inn — festi það aldrei frekar. Fyrst var Pétur mjólkurbílstjóri og skemmtiferðabílstjóri og ók fólki í „boddý“-bílum víðsvegar um land og upp í óbyggðir. Síðar varð hann ásamt Valdimar bróður sín- um brautryðjandi í vöruflutning- um á langferðaleiðum. Fyrirtækið heitir Pétur & Valdimar, og bílar frá því hafa flesta daga síðustu 30 árin verið einhvers staðar úti á þjóðvegunum með sinn þunga fiutning. Indriði G. Þorsteinsson færir hér með sinni alkunnu frásagnarsnilld sögu Péturs í letur eftir sögn hans sjálfs. Sjálfur er Pétur kíminn sagnamaður og alþekkt hermi- kráka. Speglast það allt rækilega í þessari skemmtilegu bók.“ Fimmtán gírar áfram er með all- mörgum myndum. Bókin er 180 bls. að stærð og unnin í Prentstofu G. Benediktssonar og Félagsbókband- inu. BIRGIR ísleifur Gunnarsson, al- þingismaður, var endurkjörinn formaður framkvæmdastjórnar Sjálfstæðisflokksins, á fundi mið- stjórnar flokksins í gærdag, en fram- kvæmdastjórnina skipa fimm menn. Auk Birgis ísleifs sitja í stjórninni, formaður þingflokksins, Ólafur G. Einarsson, formaður fjármálaráðs, Höskuldur Olafsson, formaður út- breiðslunefndar, Jónína Michaels- dóttir, og formaður fræðslunefndar, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Sú breyting varð á skipan fram- kvæmdastjórnar nú, að sjálfskip- Lagafrumvarpið var samið af dómurum Hæstaréttar eftir við- ræður við dómsmálaráðherra. í at- hugasemdum lögfræðinganna tíu eru færð rök fyrir því að bráða- birgðaákvæðið brjóti í bága við ákvæði í stjórnarskránni og telja þeir að fyrri fordæmi fyrir skipun dómara til skamms tíma séu ekki sambærileg og geti ekki rennt stoð- um undir þá skipan, sem nú sé fyrirhuguð í bráðabirgðaákvæði frumvarpsins. Telja lögfræð- ingarnir þetta brjóta í bága við 61. grein stjórnarskrárinnar, en í henni segir m.a.: „Þeim dómendum, sem ekki hafa að auki umboðsstörf á hendi, verður ekki vikið úr emb- ætti nema með dómi, og ekki verða aðir eru nú formenn áðurgreindra nefnda og ráða, en áður kaus mið- stjórn þá. Þingflokkurinn tilnefnir fimm fulltrúa í miðstjórnina og að þessu sinni eru það alþingismennirnir Albert Guðmundsson, Matthías Bjarnason, Matthías Á. Mathie- sen, Salóme Þorkelsdóttir og Steinþór Gestsson, en þau Salóme og Steinþór koma í stjórnina fyrir Sverri Hermannsson og Ragnhildi Helgadóttur, sem áttu þar sæti. Alls sitja 32 fulltrúar í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. UT EK komin hjá Bókaútgáfunni Þjóðsögu, bókin Kaupað úr ráðu- neyti, eftir Yilhjálm Hjálmarsson fyrrum alþingismann og mennta- málaráðherra. Bókin er eins konar endurminningabók Vilhjálms úr menntamálaráðuneytinu að Hverf- isgötu 6, en hann var menntamála- ráðherra í ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar í fjögur ár og fjóra daga, 1974 til 1978. . Bókin er 271 blaðsíða að stærð, í all stóru broti og prentuð á vand- aðan pappír, en mikill fjöldi mynda er í bókinni, meðal annars myndir af öllu starfsfólki ráðu- neytisins þann tíma er bókin tek- ur til. Prentverk allt annaðist prentsmiðja G. Benediktssonar, en bókband var unnið í Arnarfelli. í kýnningu forlags á bókarkápu segir svo: „Þetta er fyrsta bók höfundar- ins. Hún er nýstárleg, því enginn MJÖG harður árekstur varð milli Range Roverjeppa og áætlunarbif- reiðar í efri Hveradalabrekkunni á Hellisheiði laust eftir hádegi í gær dag og slasaðist ökumaður Range Roverjeppans, sem var maður á sex- tugsaldri, mikið. Hann var fluttur á Borgarspítalann í Reykjavík. Að sögn lögreglunnar á Selfossi íslenskur ráðherra hefir áður sett saman bók um ráðuneytið sitt. Vilhjálmur kemur víða við og ræð- ir m.a. stöðuveitingar, írafár á Al- þingi, námsmannahasa og kalda stríðið um peningana. Inn í þetta fléttast persónuleg viðhorf og samskipti. Kennir margra grasa því viðmælendur ráðherra voru bæði börn og diplómatar og allt þar á milli. Gamansemi Vilhjálms gægist víða fram. Og oft er seilst eftir svipmyndum utan dyra þótt Hverfisgata 6 sé þungamiðja bók- arinnar. Frásögnin er opinská en laus við alla beiskju. Er höfundi hugleikn- ara að fjalla um mannsparta fólks en ávirðingar. Mikill fjöldi skemmtilegra mynda prýðir bók- ina.“ var blindbylur og mikil hálka þeg- ar slysið átti sér stað og því erfitt að segja til um orsakir þess. Range Rover-jeppinn var á leið upp brekkuna, en áætlunarbifreið- in á leið niður. Range Roverinn er talinn ónýtur og áætlunarbifreið- in er mikið skemmd eftir árekst- urinn. Framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins: Birgir ísleifur áfram formaður Slasaðist mikið í árekstri Prófkjör Sjálfstæðismanna 29. og 30. nóv. 1981 Hulda Valtýsdóttir Við minnum á að Hulda Valtýsdóttir er fram- bjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna vorið 1982. Við vekjum athygli á störfum Huldu Valtýsdóttur • Hefur um árabil starfaö aö blaöamennsku. • Hefur lagt lið verndun lands og gróöurs. • Var framkvæmdastjóri „Árs trésins 1980“ og er nú formaöur Skógræktarfélags islands. • Hefur unniö þætti í ríkisútvarpið um menningarmál og annaöist um langt skeiö barnatíma þess. • Sat tvö kjörtímabil, frá 1970—’78 í barnaverndarnefnd Reykja- víkurborgar og frá 1978 í félagsmálaráöi og leikvallanefnd. • Hefur um fjölda ára starfað viö kvikmyndaeftirlit ríkisins. • Hefur látiö til sín taka í starfi Sjálfstæöisflokksins og m.a. átt sæti í stjórn Hvatar félags sjálfstæöiskvenna i Reykjavík og verið varaformaöur þess félags síöastliöin tvö ár. AUKUM HLUT KVENNA I BORGARMÁLUM KJOSUM HÆFAR KONUR I BORGARSTJÓRN X HULDA VALTÝSDÓTTIR STUÐNINGSMENN Alfreð Clausen söngvari látinn LÁTINN er í Reykjavík Alfreð ('lausen söngvari og málarameistari. Alfreð Clausen var fæddur í Reykja- vík 7. maí 1918 og var hann þvf 63 ára að aldri. Alfreð Clausen var landsþekkt- ur söngvari, en á árunum 1950 til 1960 söng hann inn á fjölmargar hljómplötur og kom fram á skemmtunum. Söng hann yfir 50 lög inn á hljómplötur, aðallega lög eftir aðra, en sjálfur samdi hann einnig nokkur lög. Alfreð Clausen nam málaraiðn og starfaði að henni allt þar til er hann veiktist á sl. sumri, en hann lést á heimili sínu á fimmtudaginn. Síðari kona Alfreðs Clausen er Hulda Stefánsdóttir og eignuðust þau eina dóttur, en börn Alfreðs eru sjö.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.