Morgunblaðið - 28.11.1981, Page 14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981
Það sem ger-
ist í stflnum
Jakobína Sigurðardóttir: í sama
klefa.
Útg. Mál & Menning 1981.
Bók eftir Jakobínu Sigurðard-
óttur telst jafnan til meiriháttar
viðburða, ég er áreiðanlega ekki
ein um þá skoðun að iíta á hana
sem einn merkasta samtímahöf-
und okkar. Það var með skáldsög-
unni Dægurvísu, sem Jakobína
skipaði sér á þann bekk og æ síðan
hef ég lesið bækur hennar og orðið
hrifin, nema af Snörunni, ég man
satt að segja ekki annað um hana
en mér fannst hún leiðinleg.
I sama klefa er ekki stór um sig
né heldur er hún hávaðasöm. Höf-
Bókmenntir
lóhanna Kristjónsdóttir
undur hefur fengið uppáskrift á
víxii til að skrifa Góða Bók,
Marktæk Hugverk. Það hefur vaf-
izt fyrir honum. I útvarpinu heyr-
ir hann andlísfregn Salóme Kjart-
ansdóttur nokkurrar, sem hafði
orðið samskipa höfundi fyrir ára-
tugum og af einhverjum ástæðum
hefur þessi nótt á skipinu, þegar
tvær konur voru að koma að
Jakobína Sigurðardóttir
norða, en af mismunandi ástæð-
um, leitað á huga höfundar. Þær
höfðu lent í sama klefa og þess
nótt rekur Salóme henni, bláók-
unnri lífshlaup sitt, það hefur
gengið á ýmsu hjá henni, kannski
má segja að hún hafi verið mæð-
umanneskja um margt.
I rauninni er þarfleysa að ætla
sér að rekja söguþráð þesarar bók-
ar, þar er í raun og veru ekki það
sem Salóme Kjartansdóttir segir
og hvað hún hefur upplifað sem
skiptir meginmáli, heldur hvernig
höfundurinn kemur því til skila.
Og gerir það ljúflega og fallega, að
hreinasta unun er að lesa þessa
bók. Vitur maður hefur sagt að
það sem skipti máli í bók gerist í
stíl hennar. Það eru ekki margir
íslenzkir höfundar sem ráða við
stílinn, þar er oftar látið vaða og
mælgi höfunda verður yfirsterkari
stíl. En ekki hér.
Fyrstu áhrif af lestri bókar eru
sjálfsagt jafnan þau sem skipta
máli. En það breytir auðvitað ekki
því, að síðan getur lesandi farið að
átta sig á ýmsu.sem hann hefði
viljað hafa öðruvísi. Það hefði ver-
ið mikið fróðlegt ef höfundur hefði
gert persónuna Salóme þannig úr
garði, að þær tvær í klefanum
hefðu skipzt á að tala, hér er ein-
tal Salóme bókina út og það hefði
verið áhrifameira ef maður hefði
eitthvað fengið að vita hver hin
konan var. Salómer er aðeins að
hugsa um sjálfa sig og sína lífsr-
eynslu, þegar þær stöllur hittast
upp á dekki í grárri morgunskím-
unni, þegar skipið leggur hún að,
þekkir hún kannski ekki konuna
aftur sem hún hefur deilt með öll-
um innstu hugsunum sínum þessa
nótt.
Kímni og hlýja Jakobínu Sig-
urðardóttur kemur að mörgu leyti
vel til skila í þessari bók, sem að
mínum dómi er hljóðlátt en býsna
magnað bókmenntaverk, sem sýn-
ir að sumu leyti — ekki nyjar hlið-
ar á höfundi, heldur kannski enn
fleti á þeim hliðum sem fyrir voru.
Gálgahúmor í Hafnarbíói
Bjarni Steingrímsson, Helga Jónsdóttir og Guðmundur Olafsson í hiut-
verkum sínum.
Alþýðuleikhúsið sýnir
„ILLUR FENGUR “
eftir Joe Orton.
Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson.
Þýðandi: Sverrir Hólmarsson.
Leikmynd: Jón Þórisson.
Sýningarstjóri: Borgar tíarðarsson.
Undirritaður hefir aðeins séð
hér eitt leikrita Joe Ortons á
leiksviði, „Erpingham-búðirn-
ar“, sem nemendur MS settu upp
í Vogaskóla í fyrra. Fór sú sýn-
ing fram í stærðar pakkhúsi,
sennilega íþróttasal og er minn-
isstætt hve leikstjórinn nýtti vel
hið víða rúm til að nálgast
áhorfendur frá öllum hliðum
með mimik, söng, dansi og öðr-
um bellibrögðum. Á þessari sýn-
ingu fór textinn að mestu fyrir
ofan garð hjá undirrituðum en
samt var gaman, hinn sjónræni
þáttur býsna líflegur og ekki
ósvipað og maður sæti í hring-
leikahúsi fáránleikans.
Þórhallur Sigurðsson leik-
stjóri „Ills Fengs" Ortons í Al-
þýðuleikhúsinu fer nokkuð aðra
leið að verkinu. Hann gerir sem
mest úr hugmyndaríkum, oft
sjúklega skrumskældum húmor
textans. Mun minna er lagt upp-
úr hinni sjónrænu hlið. Sú fá-
ránleikatilfinning sem fylgir
verki Ortons freistast Þórhallur
að ná fram í þeirri andstæðu
Leiklist
Ólafur Jóhannesson
sem raunsætt hversdagslegt um-
hverfi setur texta soðnum í
svartagalli. Nú er það svo að
gálgahúmorinn í texta Ortons
nýtur sín best í ensku umhverfi,
hann hefur vart nægilega víða
og almenna skírskotun. Til dæm-
is efast ég um að íslenskir áhorf-
endur átti sig á því tvöfalda
breska siðgæði sem Orton deilir
einkum á í þessu verki. (Eða get-
ur íslenskur smáborgari sett sig
inní hugarheim kaþólsks smá-
borgara sem getur drýgt hór á
laugardegi en hvítþvegið svo
samviskuna á mánudegi með
skriftum?)
Auðvitað er til of mikils mælst
að erlend leikrit sett á svið af
íslenskum leikstjórum, séu stað-
færð hvert og eitt. Leikstjórinn
verður að meta í hvert skipti að
hve miklu leyti skal staðfæra
verkið. Sum verk þarf ekki að
staðfæra, þau tala til áhorfenda
hvar sem er vegna þess að í þeim
er að finna algildan sannanlegan
kjarna. Þennan kjarna finnum
við í vissum verkum Shake-
speares og hver þarf að útskýra
Chaplin-mynd, svo hliðstætt
dæmi sé tekið úr kvikmynda-
heiminum?
Joe Orton er hvorki Chaplin
né Shakespeare. Hann er barn
síns tíma, hluti Lundúnaintellig-
ensíunnar sem þarf ekki að
horfa á staðfærðar uppfærslur
verka hans. í því andrúmslofti
blómstra þau, hvert orð, hvert
tilsvar.
Aðeins einn þáttur sýningar
Alþýðuleikhússins á „Illum
feng“ Ortons nær sviði hins
sammannlega og þar af leiðandi
sviði hins séríslenska, þýðing
Sverris Hólmarssonar sem að
einhverju leyti byggir á þýðingu
Jóns Arnar Marinóssonar frá
’71. Lipur þýðing lyftir og um-
skapar texta verks. Orðfærið
sjálft tekur jafnvel að lifa
sjálfstæðu lífi við hlið atburða-
rásarinnar. Frá þessum sjónar-
hóli má og líta á leikmynd Jóns
Þórissonar sem prýðisverk. En
þegar það sem gerist að baki
textans og innan leikmyndarinn-
ar skírskotar ekki til áhorfand-
ans verður hvort tveggja til
einskis gagns. I góðri leiksýn-
ingu verður ekki eitt aðskilið frá
öðru. Þar skírskota allir þættir
sýningarinnar til áhorfenda sem
verða líkt og ölvaðir og hverfa á
vit leiksins.
Leikarar þessarar sýningar
eru ekki af verri endanum og
hafa oftast vald á túlkun sinni
innan þess takmarkaða ramma
sem verkið og skilningur leik-
stjórans setur þeim. Ég vil nefna
Arnar Jónsson sem aðeins á ein-
um stað missir stjórn á Truscott
leynilögreglumanni. Helga
Jónsdóttir er afar lagleg á há-
hæluðum skóm í þröngri hjúkku-
dragt. Greinilegt að hún býr yfir
töluverðri fjölhæfni. Bjarni
Ingvarsson er býsna fastmótað-
ur í gæjagervinu. Dálítið kostu-
legur stundum. Nafni hans
Steingrímsson er einn þessara
ómissandi leikara sem aldrei
leika Hamlet (Hamlettarnir
geta þvælst fyrir). Borgar Garð-
arsson er hér í hlægilega smáu
hlutverki löggu, enda langsam-
lega hlægilegastur og eini sanni
fulltrúi svartagallshúmors Joe
Ortons. Guðmundur Ólafsson,
nýbakaður leikari en þegar
nokkuð mótaður, er sá í leik-
hópnum sem mestan skilning
virðist hafa á hlutverki sínu.
Kemur vel til skila hryssings-
köldum tilsvörum sem sumhver
kepptu við nöturlegt umhverfi
Hafnarbíós að lokinni sýningu.
Hafi leikararnir þökk fyrir
þann gálgahúmor sem þeir
hengdu nokkra leikhúsgesti í
síðastliðið sunnudagskvöld. Þeir
gerðu sitt besta í að kalla fram
böðulinn.
Aldrei er friður
í Hamraborginni
Hinn hressi leikhópur í „Aldrei er friður” sem Kópavogsleikhúsið sýnir um þessar mundir.
Aldrei er friður í Hamraborginni
læikfélag Kópavogs.
Höfundur: Andrés Indriðason.
Ia-ikstjóri: Andrés Indriðason.
læikmynd: Gunnar Bjarnason.
Lýsing: Ögmundur Jóhannesson.
Sýningarstaður: Kópavogsbíó.
Það er enginn hægðarleikur að
finna Kópavogsbíó. Fyrir nokkr-
um árum var það næsta auðvelt,
þá trónaði húsið eitt og sér efst á
Kópavogshæð en nú er það í
miðju einhverskonar húsamassa
sem minnir helst á framtíðar-
borg eða hamraborg byggða álf-
um. Lenti ég í mestu vandræðum
að finna blessað húsið og hélt að
neðanjarðargöngin ætluðu
aldrei að taka enda. En allt
blessaðist þetta nú og fyrr en
varði var maður kominn í gamla
Kópavogsbíó að horfa á splúnku-
nýjan íslenskan fjölskyldugam-
anleik innan um hóp bráðfjör-
ugra krakka sem æptu og hljóð-
uðu í senuskiptunum svona eins
og í þrjúbíó. Mikið var gaman að
upplifa svona sannan leikhúss-
anda miðað við virðulegt kurt-
eisishjalið í Þjóðleikhúsinu.
En það máttu krakkarnir eiga
þetta kvöld í Kópavogsleikhús-
inu að þau létu ekki öllum illum
látum meðan leiksýningin sjálf
fór fram. Tók ég viðbrögð þeirra
sem merki um að Andrési Ind-
riðasyni hefði tekist vel upp í
nýjasta leikriti sínu er hann
nefnir „Aldrei er friður". Því
krakkar láta svo sannarlega í sér
heyra leiðist þeim á leiksýningu
eða í bíó. Er kannski skárra að
hlusta á garg þeirra og blístur,
hlátrasköll og hlaup en niður-
bælda geispa hinna eldri við
svipaðar kringumstæður. Hvað
um það, ein lítil telpa sagði í
hléinu: „ .. . hún (Guðrún Sigur-
pálsdóttir, mamman í leiknum)
er bara alveg eins og hún
mamma'. Þá svaraði önnur lítil
hnáta. „Bölvuð vitleysa hún er
bara hún mamma". Þessi um-
mæli tek ég sem glöggt merki
þess að Andrés Indriðason hafi
náð vel til hinna ungu leikhúss-
gesta, þar sem þeir upplifa eigin
veruleika svo skýrt meðan á
leiksýningunni stendur.
Leikrit Andrésar ristir svo
sem ekki djúpt og er aldrei utan
ramma hins hversdagslega, en
það nær eyrum hinna ungu gesta
og er þá ekki markmiðinu náð?
Að lofa krökkunum að skemmta
sér smástund við að horfa á lífið
eins og það gerist árið ’81 í
blokkunum kringum Hamraborg
í Kópavogi. Annars er þetta verk
eins og áður gat hugsað fyrir
alla fjölskylduna. Persónulega
hafði ég gaman af ærslunum á
sviðinu. Það getur verið að sum-
um hinna fullorðnu hafi leiðst í
salnum. Annars skil ég ekki
hvernig hægt er að láta sér leið-
ast innan um ungviði sem
skemmtir sér af hjartans lyst.
Þess er vert að geta áður en
lengra er haldið að Andrés Ind-
riðason er ekki aðeins höfundur
verksins heldur einnig leikstjóri.
Býður mér í grun að þjálfaðri
leikstjóri hefði náð meiru útúr
leikurunum sem á stundum, sér-
staklega framanaf, eru næsta
viðvaningslegir, en bæta það upp
með leikgleðinni sem stafar aft-
ur af þeirri staðreynd að texta
leikritsins er hvergi ofaukið.
Umgerð verksins hefur Gunn-
ar Bjarnason steypt af alkunnri
vandvirkni. Er auðsætt að hann
kann skil á Casa-stílnum sem nú
ryðst um hýbýli manna og ég sé
ekki betur en hafi kviknað af sól-
arlandaferðum frónbúans. Er
býsna lúnkið atriði í leiknum
þegar eldri kynslóðin hyggst
færa hinni yngri gjöf, þá er það
kompásklukka slík sem Casa-
veggir hafa ógeð á. Er þarna
ekki kominn undirrót hins svo-
kallaða „kynslóðabils" á íslandi?
Hver kynslóð gleypir hráar
fyrirmyndir að lífsformi sínu
utan úr hinum stóra heimi og
rekst þarafleiðandi á lífsmynst-
ur þeirra næstu. Ekki veit ég það
né hvort Andrés Indriðason var
yfirieitt að koma með nokkra
lausn á lífsvandamálinu í verki
sínu „Aldrei er friður" en hitt
veit ég að ég skemmti mér ágæt-
iega á sýningu Kópavogsleik-
hússins þarna mitt í Hamra-
borginni, og þegar svo stendur á
nenni ég ekki að spekúlera hvort
leikritið er gott eða vont.