Morgunblaðið - 28.11.1981, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 28.11.1981, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981 Hulda Valtýsdótt- ir í öruggt sæti Nú um helgina velja sjálf- stæðismenn í Reykjavík fram- bjóðendur til borgarstjórnar- kosninga. Það val verður að takast eins vel og kostur er, allra hluta vegna. Fjöldi ágætis fólks gefur kost á sér og því augljóst að valið er vandasamt. Þeir, sem starfað hafa um áratugaskeið í nánu sambandi við borgarfulltrúa, ættu að hafa yfirgripsmikinn saman- burð á störfum borgarstjórnar- manna og gera sér ljósa grein fyrir því, hverjir kostir þá helst mættu prýða. Endurnýjun í hópi borgarfulltrúa er eðlileg og nauðsynleg, svo fremi hún sé ekki einhver útþynning. í stað góðra þurfa helst að koma betri. Það er mikið lífslán að kynn- ast góðu, vel hæfu og skiln- ingsríku fólki, jafnvel þó kynn- in séu úr nokkurri fjarlægð. Það er ánægjulegt að fylgjast með störfum vel vinnandi fólks. Sjá þau blómgast og bera ávöxt. Oft er slíku hæfileika- fólki tamara að vinna að hugð- arefnum sínum, en baða sig í ljósi verka, sem aðrir hafa e.t.v. unnið. Einurð og festa samfara hógværð og sáttfýsi eru eigin- leikar, sem hvað mikilsverðast- ir eru þeim, sem fyrir fjöldann vilja vinna. Haldgóð þekking á viðfangsefni og fjölþætt menntun, þá ekki síst sú, sem á llulda Valtýsdóttir starfsreynslu byggist er og nauðsynleg þeim, sem til for- ystu eru valin. Hulda Valtýsdóttir hefur að mínu mati og margra annarra, er til þekkja, til að bera þá kosti, sem bestir mega prýða fulltrúa í borgarstjórn. Störf hennar að menningar- og fram- faramálum á fjölmörgum svið- um eru slík, að engum leynist að þar fer saman óvenjuleg starfsorka og hæfileiki til skipulags. Ella hefðu þau störf, sem henni hafa verið falin ekki orðið eins farsæl sem raun ber vitni. Svo eitthvað sé nefnt, vil ég minna á það, sem einu nafni mætti kalla ræktunarstörf, þar sem hlúð er að veikum gróðri í víðtækum skilningi. Svo sem I Barnaverndarnefnd Reykjavík- ur, í Kvikmyndaeftirliti ríkis- ins, sem fyrst og fremst er til verndar viðkvæmum tilfinning- um yngstu kynslóðarinnar, um- sjón með menningar- og skemmtiefni fyrir börn í barna- tímum Ríkisútvarpsins og í for- ystusveit skógræktarfólks í áraraðir. En þetta er aðeins einn þáttur margvíslegra og merkra starfa þeirra, sem Hulda hefur lagt á gjörva hönd. Þegar valdir eru frambjóð- endur til borgarstjórnar, ættu þeir, sem velja, að hugsa sem svo, að enginn skyldi þangað erindi eiga annar en sá, sem þar gæti, fyrir hæfileika sína, skipað þar góðan sess. Engan ætti að velja nema svo mikils trausts væri verður. Á því er enginn vafi, að Hulda Valtýs- dóttir er þeim vanda fullkom- lega vaxin. Sjálfstæðismenn í Reykjavík verða að vera þess meðvitaðir, að aðeins samstillt einvalalið getur aftur fært Sjálfstæðis- flokknum meirihluta í borgar- stjórn. Hulda Valtýsdóttir í öruggu sæti þess hóps er það sem stefna ber að. Það yrði ótvíræður styrkur, styrkur sem riðið gæti baggamuninn. Stefnum samhuga að því marki. Maöur sem óhætt er að treysta - eftir Auói Auóuns Með borgarstjórnarkosningar á næsta leiti í huga rifja nú margir upp þá skemmtilegu staðreynd, að ailt frá því á árum heimsstyrjald- arinnar fram til síðustu borgar- stjórnarkosninga valdi þáverandi meirihluti sjálfstæðismanna í borgarstjórn fjóra unga menn, hvern á fætur öðrum, til að gegna starfi borgarstjóra. Þessir ungu menn, sem voru á aldrinum frá 32ja til 36 ára, þegar þeir urðu fyrir valinu, höfðu forustu í mál- efnum Reykjavíkur á mesta um- brota- og framfaraskeiði í allri sögu Reykjavíkur og leystu starf sitt af hendi með miklum ágætum, hlutu af vinsældir langt út fyrir raðir sjálfstæðismanna. Nú hefur syrt að í bili, en endur- heimt meirihluta sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn er það takmark, sem allir flokksmenn, karlar og konur, verða að leggja sig fram um að ná í kosningunum í maí. Að því marki stefna sjálf- stæðismenn enn með ungan fram- bjóðanda, Davíð Oddsson, í fylk- ingarbrjósti sem borgarstjóraefni. Vitaskuld duga ekki þau rök ein, að ekki eigi að rjúfa þá hefð, sem sjálfstæðismenn hafa skapað með vali ungra borgarstjóra, þar þarf meira að koma til, og það tel ég að Davíð Oddsson hafi til að bera. Orækastur vottur um hæfni hans er mat þeirra, sem með honum hafa unnið að borgarmálum, en eins og öllum er kunnugt valdi borgarstjórnarflokkurinn hann einróma til forustu í sínum hópi. Auður Auðuns Hann hefur 8 ára reynslu sem borgarfulltrúi, og hann er maður sem óhætt er að treysta, það skyldu menn hafa í huga í prófkjörinu. Ég hefi í viðtölum við marga sjálfstæðismenn undanfarna daga orðið þess áskynja, að Davíð Oddsson á mikil ítök í hugum eldri jafnt og yngri manna, og jafn- framt hefur annað glatt mig í þeim samtölum. Menn gera sér í vaxandi mæli ljóst, að það væri hreinlega glapræði, ef sjálfstæð- ismenn láta sér ekki skiljast að nú er svo komið að við það verður ekki unað, að hlutur kvenna verði fyrir borð borinn í prófkjörinu. Sjálfstæðismenn, bjóðum ekki þeirri hættu heim. Aðventukvöld í Dómkirkjunni Kirkjunefnd kvenna Dómkirkj- unnar stendur fyrir hinu hefð- bundna aðventukvöldi í Dóm- kirkjunni nk. sunnudagskvöld, 29. nóv., kl. 20.30. í meira en hálfa öld hefur kvenfélag kirkjunnar staðið fyrir samkomuhaldi á þessum árstíma. Það hefur þróast í ár- anna rás, og aðventukvöldin eru fyrir löngu orðin viðburður, sem þeir vilja ekki af missa, er þessu hafa vanist. Dagskrá hefur alltaf verið mjög vönduð og að þessu sinni flytur Vilhjálmur Hjálmarsson fv. menntamálaráðherra ræðu kvöldsins. Kolbrún Þórhalls- dóttir les jólasögu, Camilla Söd- erberg og Snorri Snorrason leika gömul jólalög á blokk- flautu og gítar, skólakór Kárs- ness- og Þinghólsskóla syngur undir stjórn Þórunnar Björns- dóttur og Dómkórinn syngur undir stjórn dómorganistans, Marteins H. Friðrikssonar, sem einnig leikur einleik á orgelið. Dómkirkjuprestarnir koma einnig við sögu og formaður Kirkjunefndar kvenna, Dag- björt G. Stepensen, flytur ávarp. Aðventan á að vera okkur undirbúningstími fyrir jólahát- íðina. Henni ber að minna á sí- endurtekna komu Krists inn í mannlífið til að göfga það og bæta. — Þessi hefðbundna kvöldstund við upphaf aðventu í hinum aldna helgidómi hefur ætíð gefið okkur, sem þangað sækjum, fyrstu ómana af jóla- boðskapnum, eitthvað það, sem lyftir hug og sál og beinist jafn- framt inn á við, — dýpkar skiln- inginn á því, hvað það hefur að segja fyrir mannlífið, að Krist- ur kemur. Ég er þess fullviss, að svo muni enn verða. Því hvet ég til kirkjugöngu, hvet Dómkirkju- fólk að fjölmenna til kirkju sinnar á sunnudagskvöld kl. hálfníu. Allir, sem jólin þrá og boðskap þeirra, eru þangað boðnir velkomnir í bæn um, að þeir megi sækja sér þangað eitthvað það sem líf og starf er í þörf fyrir og fæst hvergi frekar en í boðskap aðventu og jólahát- íðar. I»órir Stephensen Hvar standa Reykvíkingar gagnvart húsnæðismálum? - eftir Hilmar Guólaugsson „Reykvíkingar vilja eiga sitt eigid húsnæði, og borgar yfirvöld eiga að gera sitt til að gera þeim það sem auð- veldast.“ Á því hálfa fjórða ári sem liðið er af stjórnartima vinstri meiri- hlutans í Reykjavík, hefur honum tekist að koma húsnæðismálum stórs hluta Reykvíkinga í algert óefni. Það er því af mörgu að taka, er rætt er um úrbætur í húsnæð- ismálum borgarbúa, en ég ætla að einskorða mig við örfá atriði. Lóðaframboð hefur stór'.ega minnkað í tíð vinstri meirihlut- ans. Sem dæmi má nefna, að á árunum 1979 til 1981 var úthlutað til jafnaðar lóðum undir 352 íbúð- ir á ári. Þetta er meira en helm- ings minnkun frá stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins, því á árun- um 1970 til 1978 var úthlutað til jafnaðar lóðum undir 715 íbúðir á ári. Þessari öfugþróun verður að gjörbylta, og það gerist ekki með því að byggja á útivistarsvæðum borgarbúa, hvorki við Rauðavatn né á grænu svæðunum inni í borg- inni sjálfri. Sú staðreynd ein, að láta sér detta í hug að byggja íbúðarhverfi ótilneyddur í 130 metra hæð yfir sjávarmáli, lýsir best ráðleysi og dáðleysi meiri- hluta vinstri manna í borgar- stjórn. Hausinn beit þó vinstri meiri- hlutinn af skömminni, er hann tók upp á því að kaupa gamlar íbúðir til þess að leigja út. Ég er kannski tregur til, en mér er ómögulegt að skilja, hvernig það leysir húsnæð- isvanda Reykvíkinga, að borgin kaupi til útleigu íbúðir, sem aðrir Reykvíkingar eru reiðubúnir til að kaupa á frjálsum markaði, hvað þá, ef borgin kaupir íbúðir, sem þegar eru í leigu. Niðurstaðan hlýtur að verða sú hin sama: Ein- hver verður húsnæðislaus. Borgin á nú þegar um 800 leiguíbúðir og þar sem ákveðið hefur verið að byggja fjölmargar eignaríbúðir á félagslegum grundvelli, mun mik- ill hluti þessara 800 leiguibúða losna, er þær byggingar koma til notkunar, því fjölmargir af leigj- endum hjá Reykjavíkurborg hafa þegar sótt um kaup á íbúðum í verkamannabústöðum. Sé rétt minnst á fjármálahliðina, þá er sparnaður ekki ofarlega í huga vinstri meirihlutans, þegar hann vill kaupa og byggja í miklum mæli íbúðir til útleigu. Þetta kem- ur hvað gleggst fram, þegar á það er litið, að við kaup á gömlum íbúðum þarf að greiða strax helm- ing kaupverðs, auk áhvílandi lána, afganginn lánar Húsnæðisstofn- un, við byggingu íbúða til útleigu þarf Reykjavíkurborg að greiða strax 20% byggingaverðs en 80% fást að láni (en lán þarf auðvitað að greiða), en við kaup íbúða verkamannabústaða kemur aðeins 10% byggingakostnaðar í hlut Reykjavíkurborgar. Það er því augljóst, að það er Reykjavíkur- borg mjög óhagstætt fjárhagslega að stunda útleigu íbúða. Félags- legar framkvæmdir eiga því að vera á eignargrundvelli. Lausnin á húsnæðisvandanum er því aukin lóðaúthlutun og þá ekki einvörðungu lóðaúthlutun til félagslegra íbúðarbygginga. Sú stefna núverandi borgaryf- irvalda, svo ekki sé minnst á ríkis- stjórnina, að auka félagslegar íbúðarbyggingar að miklum mun á kostnað bygginga á frjálsum markaði, á litlu fylgi að fagna nema í þeirra eigin herbúðum. Fé- lagslegar íbúðarbyggingar eiga vissulega rétt á sér að vissu marki, en það er jafnvíst að of miklar framkvæmdir af þeim toga spunn- ar eru hættulegar þjóðfélaginu, og þá ekki síst ef að þeim er staðið eins og gert hefur verið, þ.e.a.s. að byggja heilu hverfin af félagsleg- um íbúðum. Þessum byggingum þarf að dreifa um borgina og stór- auka þarf úthiutun lóða til bygg- inga á frjálsum markaði, bæði til einkaaðila, byggingasamvinnufé- laga og byggingameistara. Það er nefnilega viðurkennd staðreynd, þ.e.a.s. af öllum nema vinstri mönnum, að Reykvíkingar vilja eiga sitt húsnæði, og borgaryfir- völd eiga að gera sitt til að gera þeim það sem auðveldast. Punktakerfið illræmda hefur sannað tilgangsleysi sitt í reynd. Við síðustu lóðaúthlutun borgar- innar í Fossvogi og á Öskjuhlíð neyddust höfundar punktakerfis- ins til að undanskilja þó nokkrar lóðir þessari margrómuðu „pat- entlausn". Síðar túlkaði forseti borgarstjórnar þessa uppgjöf sem „sveigjanleika punktakerfisins". Þetta kerfi, sem er allt mælt á kvarða, er eins ómannlegt og mögulegt er, ekkert tillit tekið til annarra aðstæðna en búsetu í Reykjavík, þröngbýlis og leigu. Jú, rétt er að geta þess að átta punkt- ar fást fyrir hverja synjun lóða- umsóknar, svo nú keppast allir við að sækja um lóðir, þó svo þeir ætli ekki að byggja, því það er jú um að gera að safna punktum. Þetta punktakerfi, sem á rætur sínar í hinum fornu vistarböndum, þarf að þurrka út hið allra fyrsta og gleyma eins og hverri annarri martröð, og meta hverja lóðaum- sókn fyrir sig eftir verðleikum en ekki mæla hana á kvarða punkta- kerfisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.