Morgunblaðið - 28.11.1981, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981
35
Áki Eggertsson í
Súðavík - Minning
Hinn 20. nóv. sl. lézt í Landa-
kotsspítala Áki Eggertsson, fyrr-
um oddviti og framkvæmdastjóri í
Súðavík við Djúp. Útför hans er
gerð í dag (27. nóv.) frá Kópa-
vogskirkju.
Áki hafði sl. vor gengizt undir
mikla aðgerð hér syðra og náð sér
sæmilega eftir þá erfiðu sjúkra-
legu. Dvaldi heima í Súðavík í
sumar og hélt upp á 75 ára afmæli
sitt og gullbrúðkaup í góðum fagn-
aði á heimili sínu í september sl.
Með haustinu hnignaði heilsu
hans aftur það mjög, að hann
lagðist enn inn á Landakot í lok
október, gekkst þá undir aðra
skurðaðgerð, sem leiddi í ljós, að
ekki væri bata von. Ekki hélt ég
þó, er ég leit inn til hans á sjúkra-
húsið fyrir u.þ.b. hálfum mánuði,
að ég væri þá að kveðja þennan
góða vin minn í hinzta sinn, þó að
ég vissi raunar að hverju dró.
Áki var fæddur að Kleifum í
Seyðisfirði vestra 13. sept. 1906,
sonur Eggerts Reginbaldssonar
bónda þar og Júlíönu Haraldsdótt-
ur, konu hans. Þeim hjónum varð
13 barna auðið. Átta þeirra kom-
ust til fullorðinsára og eru nú, að
Áka látnum, sex þeirra á lífi, fjög-
ur búsett í Reykjavík, þau Mar-
grét, Lea, Fríða og Haraldur. Ein
systranna, Anna, er búsett í
Danmörku og Una, tvíburasystir
Fríðu, býr í Súðavík. Að þeim
systkinum standa sterkir vest-
firzkir ættstofnar, dugnaðar- og
greindarfólk.
Áki ólst upp á þeim árum, er
ungmenni í íslenzkum sveitum
áttu ekki margra kosta völ um
menntun til undirbúnings ævi-
starfs, þótt góðir hæfileikar væru
fyrir hendi. Tvo vetur, er hann
stundaði nám við unglingaskólann
á Núpi undir handleiðslu séra Sig-
tryggs Guðlaugssonar, hefir hann
áreiðanlega nýtt sér til hins ýtr-
asta. En fyrst og fremst var Áki
sjálfmenntaður maður úr lífsins
skóla, sem löngum hefir reynzt
hvað notadrýgst. Fjölhæfni hans
og einstök verklagni sameinuðust
til að gera hann að einum þessara
sístarfandi þúsundþjalasmiða,
sem allt lék í höndunum á. Húsa-
smíði, rafvirkjun, vélaviðgerðir —
allt fór þetta Áka jafn vel og fag-
mannlega úr hendi, þótt ekki hefði
hann neitt próf upp á vasann.
Engu að síður hlaut hann viður-
kenningu og löggilt starfsréttindi
rafvirkja og ófá munu þau húsin í
Súðavík, sem hann lagði rafmagn-
ið í.
í litlu byggðarlagi, þar sem hver
og einn þarf helzt að vera sinn
eigin „læknir, lögfræðingur og
prestur", er ómetanlegt að eiga að
mann eins og Áka, enda var oft til
hans leitað, þegar eitthvað þurfti
að byggja eða endurbæta. Sjálf
minnist ég þess sérstaklega, þegar
foreldrar mínir, um eða eftir 1940,
vildu freista þess að raflýsa Vig-
urbæinn með vindrafstöð, er þá
var pýjung, er ruddi sér nokkuð til
rúms til sveita. Hver skyldi þá
vera kallaður til annar en Áki í
Súðavík. Þetta var nýtt og tölu-
vert erfitt viðureignar tæknilega á
þeim tíma. En Áki þreifaði sig
áfram og spekúleraði — og það
varð ljós! Þetta var ekki í fyrsta
eða eina skiptið, sem Áki hjálpaði
okkur. Hann tók að sér fyrir all-
Jólabasar
Fylkiskvenna
FYLKISKONUK halda sinn árlega
jólabasar í sal Árha jarskóla laug-
ardaginn 28. nóv. kl. 14.00.
Á boðstólum verður meðal ann-
ars: Jólaföndur, bútasaumur,
prjónles, kökur og laufabrauð.
Ágóðanum verður varið til styrkt-
ar byggingu íþróttahúss í hverf-
inu.
mörgum árum að treysta og
endurbyggja gömlu vindmylluna
okkar, sem fram á þennan dag
stendur af sér veður og vinda á
Mylluskansinum. Og margt fleira
gæti ég talið, sem mitt gamla
heimili á þessum góða vini okkar
að þakka. Áki var foreldrum mín-
um, og okkur öllum, alltaf mikill
aufúsugestur, ekki hvað sízt, þeg-
ar eitthvað stóð til á sérstökum
tyllidögum. Þá lék Áki á als oddi,
tók gjarnan í orgelið og það var
sungið við raust. Hann var mikill
söng- og músikmaður, hafði lært
af sjálfum sér, eins og svo margt
fleira, að spila á orgel og lék í
mörg ár fyrir messusöng í Súða-
vík, eða þangað til Ásta dóttir
hans tók við því hlutverki.
Áki settist ungur að í Súðavík,
árið 1929. Tveimur árum síðar
gekk hann að eiga eftirlifandi eig-
inkonu sína, Rósu Friðriksdóttur,
sem ættuð er frá Ósi í Bolungar-
vík, vel gefin mannkostakona. Við
Vigurfólk eigum margar góðar
minningar frá komum okkar í
Ákahús í gegnum árin með lengri
eða skemmri viðdvöl, meðan beðið
var eftir bát að heiman milli lands
og eyjar eða í hverskonar erinda-
gjörðum öðrum. Það kemur sjald-
an fyrir, að viðstaðan sé svo stutt,
að ekki séu þegnar góðgjörðir hjá
Rósu húsfreyju og spjallað við
húsráðendur í stofu eða í eldhúsi
yfir kaffibolla. Þar hefir aldrei
skort umræðuefni og oft hefir
mann langað til að staldra við ögn
lengur. Þau hjónin voru alla tíð
samhent í bezta lagi, m.a. í gest-
risni sinni, sem einkenndist af yf-
irlætisleysi, traustleika og hlýju.
Áki hafði alla tíð mikil umsvif
við hin margvíslegustu störf og
tók frá fyrstu tíð virkan þátt í at-
vinnu- og félagslífi Súðavíkur-
hrepps meðan honum entist
heilsa. Gekk þar jafnan heill til
verks í forystusveit, er dreif Súð-
avík upp úr deyfð og stöðnun um
árabil. Hann hafði á sínum tíma
byggt frystihús Frosta hf. en það
fyrirtæki var stofnað árið 1942 og
hefir á síðari árum stóreflzt og
fært út kvíarnar. Var Áki þar
fyrst verkstjóri, síðan fram-
kvæmdastjóri og meðeigandi. Tog-
arinn Bessi, eitt af toppskipum
vestfirzka fiskiskipaflotans,
hleypti nýju lífi í atvinnulíf Súð-
víkinga. Framfarir komu í stað
kyrrstöðu, nýtt íbúðarhverfi
byggðist upp á nokkrum árum,
fólki fjölgaði og jókst kjarkur og
bjartsýni. — Súðavík breytti um
svip á meðan Kofrinn, samur við
sig, hreykir sér í velþóknun yfir
byggðina og speglar sig, þegar
færi gefst, í lognværum fleti
Álftafjarðarins. Við þetta fallega
litla byggðarlag batt Áki æviiang-
ar tryggðir og helgaði því af lífi og
sál starfskrafta sína. Um langt
árabil átti hann sæti í hrepps-
nefnd, var oddviti hennar og um
skeið hreppstjóri og sýslunefndar-
maður, svo að nokkuð sé nefnt af
þeim trúnaðarstörfum er hann
gegndi fyrir hreppsfélagið.
Auk þessa rak Áki ásamt Rósu
konu sinni verzlun í Súðavík í 37
ár, eða þar til nú fyrir 1—2 árum,
að hann hætti þeim rekstri vegna
heilsubrests. Verzlunarhúsnæðið
var ekki ýkja stórt eða nýtízku-
legt, en „það fékkst allt í Ákabúð"
og ólíkt notalegra að eiga þar
viðskipti heldur en í hinum vél-
væddu kjörbúðum þar sem öll
mannleg samskipti kaupmanns og
viðskiptavinar eru fyrir bí. Bú-
skap stunduðu þau hjón einnig um
árabil og fram á þennan dag hafa
þau haft umboð og afgreiðslu fyrir
olíufélagið Shell. Þessum marg-
háttuðu störfum fylgdu óhjá-
kvæmilega miklar annir og erill.
Það átti vel við Áka og lítt var hirt
um, hvort vinnudagurinn var inn-
an lögskipaðra tímamarka. Öll sín
störf leysti hann af hendi af stakri
vandvirkni og heiðarleik, svo að
orð fór af. Slíkir menn njóta af
sjálfu sér trausts og virðingar
samborgara sinna.
Þau Aki og Rósa eignuðust þrjú
börn, sem öll hafa fetað í fótspor
foreldra sinna um manndóm og
myndarskap. Tvö þeirra eru bú-
sett í Súðavík, Ásta, símstöðvar-
stjóri, gift Sigurði Þórðarsyni,
starfsmanni Orkubús Vestfjarða,
og Börkur, framkvæmdastjóri
Frosta hf., kvæntur Kristfnu
Jónsdóttur frá Arnardal. Eldri
sonurinn, Haukur, er rafvirkja-
meistari, búsettur á Húsavík,
kvæntur Steinunni Sveinsdóttur.
Barnabörnin eru orðin 12 talsins
og eitt barnabarnabarn. Nú er
stórt skarð fyrir skildi við fráfall
elskulegs eiginmanns, föður og afa
í Ákahúsi — pg Súðavík er ekki
alveg söm og áður.
Með Áka Eggertssyni er geng-
inn óvenjulega heilsteyptur og
gagnvandaður heiðursmaður, sem
gott var að eiga að samferða-
manni. Vinfesti hans og tryggð
yljar minningarnar tengdar hon-
um og heimili hans í gegnum ár-
um. Fyrir þau kynni og vináttu
skulu hér færðar heilar þakkir frá
mér og fjölskyldu minni, um leið
og við óskum látnum vini guðs
blessunar og fararheilla til sólú
fegri heima. Rósu konu hans,
börnum og ættfólki öllu sendum
við innilegar samúðarkveðjur.
Sigurlaug Bjarnadóttir
frá Vigur
Bflasýning
Við kynnum nýjan bfl
SUZUKI Fox
Á bílasýningu okkar í dag og á morgun munum viö sýna nýjan bíl — Suzuki Fox.
Sýningin veröur opin frá kl. 10—17 báöa dagana.
Komiö og skoöiö bíl sem markar tímamót — því meö Suzuki Fox er kominn á markaöinn
fullkominn og rúmgóöur fjórhjóladrifsbíll, sem allir hafa efni á aö eignast og aka.
Áætlað verd kr. 98.000.00. (Miðad við gengisskráningu 24/11 ’81).
$ Sveinn Egilsson hf,
Skeifan 17, sími 85100.