Morgunblaðið - 28.11.1981, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981
37
Minning:
Guðbjörn Sigur-
jónsson Selfossi
Fæddur 17. september 1886.
I)áinn 21. nóvember 1981.
í dag er til moldar borinn frá
Selfosskirkju Guðbjörn Sigur-
jónsson Safamýri 93 í Reykjavík.
Þótt leiðir okkar Guðbjörns hafi
ekki legið saman fyrr en fyrir
fáum árum, var maðurinn slíkur
og vinátta hans í minn garð svo
mikil að ég get ekki látið hjá líða
að minnast hans og heimilis hans
nokkrum orðum þegar leiðir
skilja.
Guðbjörn fæddist 17. september
1896 í tjaldi úti á túni á bænum
Sölvholti við Selfoss. Jarðskjálft-
arnir miklu á Suðurlandi höfðu þá
nýgengið yfir og fólk þorði ekki að
vera innan dyra. I jarðskjálftun-
um létust hjónin á bænum Sel-
fossi, Guðrún og Arnbjörn, þegar
þau urðu undir baðstofuþekjunni
þegar hún hrundi, og var Guð-
björn látinn heita eftir þeim.
Guðbjörn var sonur hjónanna
Sigurjóns Steinþórssonar og
Þorbjargar Einarsdóttur. Auk
Guðbjörns eignuðust þau eina
dóttur sem nú er látin. Sigurjón og
Þorbjörg bjuggu lengst af í Króki
í Hraungerðishreppi, þar ólst
Guðbjörn upp og þar hóf hann
sinn búskap.
17. júlí 1921 kvæntist Guðbjörn
eftirlifandi konu sinni Margréti
Ingibjörgu Gissurardóttur frá
Byggðarhorni í Sandvíkurhreppi f.
26. júlí 1897, dóttir hjónanna þar,
Gissurar Gunnarssonar og Ingi-
bjargar Sigurðardóttur. Þau
Margrét og Guðbjörn hófu sinn
búskap í Króki, en fljótlega keyptu
þau jörðina Jórvík í Sandvíkur-
hreppi. Sú jörð var í mikilli niður-
níðslu og lá mikið verk fyrir hönd-
um ef þar átti að búa góðu búi.
Hafist var handa af fullum krafti,
en margt fer öðruvísi en ætlað er.
Þau höfðu nýlokið við að byggja
upp jörðina, þegar Guðbjörn fór
að kenna sjúkdóms og þoldi ekki
erfiðisvinnu. Þau urðu því að selja
jörðina og flytja á Selfoss. Síðar
náði Guðbjörn fullum bata af
þessum sjúkdómi á undraverðan
hátt, þegar hann var orðinn svo
langt leiddur að hann gat ekki
lengur stundað almenna vinnu, en
það er ekki ætlun mín að segja þá
sögu hér. Á Selfossi byggðu þau
Margrét og Guðbjörn af stórhug
og myndarskap húsið að Austur-
vegi 36, sem nú er dagvistunar-
heimili bæjarins. Hvorugt lá á liði
sínu, hann við bygginguna, en hún
við saumaskap. Margrét byrjaði
sem unglingur að fást við að
sauma íslenska búninga. Það hef-
ur hún gert síðan af þeirri snilld
að landsþekkt er, hvort heldur um
er að ræða peysuföt, upphlut,
skautbúning eða möttul.
Til Reykjavíkur fluttu þau hjón
síðan um 1960 og hafa búið þar
síðan í Safamýri 93. Á Selfossi fór
Guðbjörn að vinna við múrverk,
og eftir að hann flutti til Reykja-
víkur vann hann við þau störf hjá
Mjólkursamsölunni, þar til hann
varð að hætta vegna aldursmarka.
Það var Guðbirni ekki að skapi, né
líkt hans venju að sitja með hend-
ur í skauti, og vegna vinskapar
fékk hann vinnu í Stálvík hf. í
Garðabæ þar sem hann gat fengið
að haga sinni vinnu eftir þörfum
og getu.
Margrét og Guðbjörn eignuðust
tvö börn, Sigrúnu og Sigurjón.
Sigrún er búsett í Reykjavík. Mað-
ur hennar, Valdimar Karl Þor-
steinsson, lést fyrir aldur fram nú
í haust. Sigurjón er kvæntur
Gunnlaugu Jónsdóttur, búsettur í
Njarðvík. Auk þeirra systkina, ólu
þau Margrét og Guðbjörn upp
tvær fósturdætur, Rögnu Páls-
dóttur gifta Gunnari Ingvarssyni,
búsett í Mosfellssveit, og Guðrúnu
Guðmundsdóttur, gifta Sigurði
Jónssyni, búsett í Ásgerði, Hruna-
mannahreppi. Barna- og barna-
barnabörnin eru orðin mörg og
hafa oft komið í heimsókn í Safa-
mýrina. Ég kynntist þeim hjónum
fyrir rúmum 10 árum, þegár ég
kom til Reykjavíkur til náms og
fékk leigt herbergi hjá þeim. Ekki
græddu þau mikið á leigjandanum
því fljótlega gerðist hann heima-
alningur og þáðí bæði mat og
drykk af húsráðen'dá hálfu eins óg
heimaalninga er siður. Og gott var
að fá að horfa á sjónvarp eða
fylgjast með Margréti við sauma
og spjalla við Guðbjörn um liðna
daga eða atburði líðandi stundar.
Þau tóku mér strax sem einum úr
fjölskyldunni og þótt námi lyki og
ég flytti úr herberginu hef ég
ásamt fjölskyldu minni alltaf ver-
ið velkominn til þeirra og þar hef
ég hagað mér eins og heima hjá
mér.
Ófáar flatkökusneiðarnar,
pönnukökurnar eða súpudiskana
hef ég þegið úr eldhúsi þeirra
hjóna og þess eins krafist af mér
að ég stæði ekki svangur upp frá
borðum. Þeir sem til þekkja, vita
að hér er ekkert ofsagt. Heimilið
þeirra eins og ég þekkti það var
einstakt rausnarheimili, þar voru
allir velkomnir, þar ríkti á allan
hátt sá hugsunarháttur að sælla
er að gefa en þiggja. Þótt Guð-
björn sé nú fallinn frá og ekki
lengur til að spjalla við gesti,
heldur Margrét enn heimili og þar
munu áfram ríkja sömu gæðin og
fyrir voru. ,
Fyrir um ári síðan fór Guðbjörn
að kenna þess sjúkdóms sem að
lokum dró hann til dauða. Um síð-
ustu jól þegar ég heimsótti þau
sagðist hann ekki hafa komið því í
verk að skreyta jólatréð. „Ég held
að það boði að við hjónin eigum
ekki eftir að halda fleiri jól sam-
an,“ sagði hann. Þar reyndist
hann sannspár eins og svo oft
fyrr. í byrjun maí lagðist hann inn
á sjúkrahús og átti þaðan ekki aft-
urkvæmt. Áður hafði hann verið
heima og notið þar einstakrar um-
önnunar konu sinnar sem síðan
heimsótti hann hvern dag á spital-
ann. Margrét sýndi í veikindum
manns síns sitt mikla þrek og
persónuieika sem aðdáunarverður
er.
Guðbjörn var hægur í fasi og
•fjarri honum að skipta sér af hög-
um annarra, en trygglyndur og
vinafastur. Hann var skarp-
greindur og langminnugur og taldi
sig m.a. muna örugglega eftir at-
viki frá því að hann var tveggja
ára. Ósjaldan fræddi hann mig um
tíðarfar og búskaparhætti fyrri
ára eða hann sagði mér frá stjórn-
málaumræðum og kosningabar-
áttum liðinna daga. Hann fylgdist
vel með allri þjóðmálaumræðu og
hafði á þeim ákveðnar skoðanir.
Guðbjörn las mikið og hafði yndi
af þjóðlegum fróðleik hvort heldur
það væru sagnaþættir, ævisögur,
kveðskapur eða gátur. Hann var
mikið náttúrubarn og ég held að
hann hafi alltaf saknað sveitar-
lífsins. Áhugi hans á skepnum og
allt sem að hirðingu þeirra laut
var honum hugleikið. Fram á síð-
asta dag f.vlgdist hann með veðri
og vildi fá fréttir af sauðburði og
heyskap, göngum og réttum. I
veikindum sínum sýndi hann
staka ró og æðraðist ekki. And-
legri heilsu hans hrakaði aldrei og
hann gerði sér fulla grein fyrir því
að hverju dró. Ég vil þakka honum
samveruna og vináttuna. Hann
gaf mér margt það sem ég annars
hefði ekki fengið, og ég er maður
að meiri eftir okkar kynni. —
Guðbjörn hvíli í guðs friði.
Ég og mín fjölskylda vottum öll-
um ættingjum Guðbjörns okkar
dýpstu samúð. Margrét mín, þinn
er missirinn sárastur, en eftir lifir
minningin um góðan eiginmann.
Megi góður guð gefa þér styrk i
sorginni.
Níels Árni Lund.
I dag, 28. nóvember, verður
Guðbjörn Sigurjónsson jarðsung-
inn frá Selfosskirkju. Kynni okkar
voru ekki löng, aðeins einn áratug-
ur, það er ekki mikið af heilli
mannsævi en það var ánægjulegur
tími og lærdómsríkur, svo heil-
steypt og fordómalaus voru þau
bæði gagnvart lífinu. Ég var þá
við nám í þjóðbúningasaum hjá
konu hans, Margréti Gissurar-
dóttur, einni af færustu sauma-
konum okkar íslendinga á því
sviði.
Guðbjörn var fæddur í Sölva-
holti í Hrunamannahreppi
jarðskjálftaárið mikla. Þá höfðu
bæjarhús víða hrunið, fólk og
fénaður orðið undir og látið lífið.
Hildur Blöndal
- Minningarorð
Fædd 27. ágúst 1932.
Dáin 22. nóvember 1981.
Hildur Blöndal fæddist á Sauð-
árkróki fyrir 49 árum, óskabarn
foreldra sinna, Jóhönnu Árnadótt-
ur Blöndal frá Geitaskarði í
Langadal og Valgarðs Blöndal frá
Sauðárkróki.
Hún ólst upp í glöðum systkina-
hópi á mannmörgu rausnarheim-
ili, þar sem gleði og góðvild réðu
ríkjum.
Ung að árum giftist hún eftirlif-
andi manni sínum, Stefáni Magn-
ússyni frá Herjólfsstöðum í Lax-
árdal. Þau settu saman bú í
Hveragerði og bjuggu þar alla tíð
síðan.
Þau eignuðust 5 börn, 2 dætur
og 3 syni. Elsta barnið, telpa, dó í
frumbernsku, hin fjögur, glæsileg*
ungmenni, lifa móður sína.
Hildi man ég best á góðum
stundum spilandi á gítar. Hún
hafði óvenju fallega söngrödd og
kunni sand af vísum og lögum.
Ég hef sjaldan hitt manneskju,
sem var eins einlæg og góðviljuð
og Hildur Blöndal.
Hún andaðist 22. nóvember síð-
astliðinn eftir löng og ströng veik-
•indi.
Fyrir um það bil ári, á meðan
hún hafði enn vald yfir tjáningum
sínum, sagði hún mér, að hún væri
sátt við allt og alla. Þá var hún
búin að tala við prestinn, sem átti
að jarðsyngja, ákveða sálma og
hvar hennar hinsti legstaður yrði.
Hún fékk sinn mikla styrk í trú
á guð og að lífið héldi velli handan
grafar.
..llvaA vr lu*l?
öllum líkn. m*m lifa vol
t nnill. st*m lil líknar lc*M>ir
Ijosmo^ir, si*m hvílu brrirtir.
Solarbros, t*r birla í*l.
hvilir hel.“
(M.J.)
Vinarkveðjur sendi ég öllum
ástvinum Hildar Blöndal. Blessuð
sé minning hennar.
Sigr. G. Johnson
Mannfólkið hafðist því við að
mestu í tjöldum um nætur. For-
eldrar Guðbjörns, Sigurjón Stein-
þórsson og Þorbjörg Einarsdóttir,
höfðu verið á prestssetrinu Stóra-
Hrauni, þar sem Sigurjón var
ráðsmaður hjá prestinum Ólafi
Helgasyni er skipaður hafði verið
kennari heyrnardaufra og mál-
lausra 20.8. 1891. Jarðskjálftarnir
urðu meðal annars til þess að
miklum óhug sló á fólk og það var
hvergi óhult innan dyra. Þorbjörg
Einarsdóttir flúði því heim til for-
eldra sinna að Sölvaholti og ól þar
fyrsta barn sitt í tjaldi á þessum
köldu haustdögum. Það var dreng-
ur og hlaut hann nafnið Guðbjörn
eftir hjónunum Guðrúnu og Arn-
birni sem höfðu búið á bænum
Selfossi og látið bæði lífið þegar
að bæjarhúsin hrundu yfir þau.
Vorið eftir flutti Guðbjörn með
foreldrum sínum að Lambastöðum
og síðar að Króki í Hraungerð-
ishreppi, þar sem hann ólst upp
við ástríki foreldra sinna og syst-
ur, er bar nafnið Sigrún, en er nú
látin. Guðbjörn naut aðeins far-
skólakennslu í æsku. Hann var
viljugur og verkhagur og kom það
sér síðar vel á ævinni. 17.7.
1920 gekk hann að eiga Margréti
Ingibjörgu Gissurardóttur frá
Byggðarhorni í Sandvíkurhreppi,
Gunnarssonar og Ingibjargar Sig-
urðardóttur frá Langholti í
Hraungerðishreppi. Ingibjörg og
Gissur eignuðust 16 börn sem öll
komust til manns. Guðbjörn flutti
brúði sína heim að Króki, þar sem
þau bjuggu fyrstu árin og þar
fæddist fyrsta barn þeirra. Síðar
fluttu þau að Jórvík í Flóa en eftir
5 ára veru þar yfirgáfu þau sveit-
ina og settust að á Selfossi, þar
sem mikið lífsstarf liggur eftir
Guðbjörn. í félagi við múrara-
meistara lagði hann fvrir þá iðn
og má segja að þó svo að hann
vantaði skólagönguna skorti ekk-
ert á hæfni, verklagni eða vand-
virkni hans í starfi. Seni dæmi má
nefna að honum var falið ntúrverk
við kirkjuna á Selfossi, sem ekki
var vandalaust starf. Ótaldar
byggingar á Selfossi og út um
nærliggjandi sveitir bera vitni um
handbragð Guðbjörns. Er þó ótal-
ið hús það er hann byggði yfir fjöl-
skyldu sína og ber nafnið Ásheim-
ar og er nú notað af Selfossbúúm
fyrir dagvistun barna. Megi andi
glaðværðar ríkja þar unt ókontin
ár.
Guðbjörn hafði góða söngrödd
og starfaði alla tíð í kirkjukórnum
á Selfossi. Á heimili þeirra var oft
glatt á hjalla, þau voru bæði
gestrisin, en umfram allt góðar og
hjálpsamar menneskjur sem
máttu ekkert aumt sjá. Tvær litlar
teipur tóku þau í fóstur og ólu upp
sem sín börn til fullorðins ára.
Þær eru Ragna Pálsdóttir og Guð-
rún Guðmundsdóttir. Sjálf eign-
uðust þau tvö börn, Margréti Sig-
rúnu, fædda 28.12. 1921. Hún var
gift Karli Þorsteinssyni er andað-
ist fyrir tæpum mánuði og er því
þungur harmur hjá fjölskyldunum
er tveir ástvinir falla frá á svo
skömmum tíma. Þau áttu fjórar
dætur. Sonur Guðbjörns og Mar-
grétar heitir Sigurjón, fæddur
30.6. 1937. Kona hans er Gunnlaug
Jónsdóttir og þau eiga þrjú börn.
Á sjöunda áratugnum bauðst
Guðbirni föst vinna sem í augum
aldamótakynslóðarinnar veitti
heimilinu örugga afkomu. Þetta
var hjá Mjólkursamsölunni í
Reykjavík og átti hann að annast
viðhald og viðgerðir. Þau kvöddu
því Ásheima og Selfossbúa með
söknuði og settust að í Safantýri
93, þar sem eftirlifandi kona hans
býr nú.
Guðbjörn var vel látinn í starfi
og hélt því svo lengi sem aldurinn
leyfði. Vinnuþrekið var þó ekki
búið og hann fékk starf hjá Jóni
Sveinss.vni í Stálvík.
Margrét, kona hans, var sem
hann og hefur haldið vinnuþreki
fram á þennan dag. 82 ára varð
hann þó að láta undan síga vegna
lasleika sem ágerðist og síðustu
mánuðina hefur hann legið þungt
haldinn á Landakotsspítala. Hann
andaðist 20.11.
Við hjónin vottum Margréti,
börnum þeirra og ástvinum öllum,
innilega samúð og biðjum guð að
blessa þeim minninguna um mæt-
an ntann.
Hulda Pétursdóttir,
lltkoti.
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
móður okkar, tengdamóöur, stjúpmóöur. ömmu og langömmu,
MARGRÉTAR HELGADÓTTUR,
Njálsgötu 26.
Guö blessl ykkur öll.
Sigurður H. Jónsson, Elínborg Jónsdóttir,
Ragnar Jónsson, Guöbjörg Gísladóttir,
Guðný Jónsdóttir, Sigurður L. Ólafsson,
Sigþóra Jónsdóttir, Elias Magnússon,
barnabörn, barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúö og hlýhug vegna andláts,
FILIPPÍU ÓLAFSDÓTTUR,
Grettisgötu 35B.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Þökkum auösýnda samúð og vinarhug við andlát og útför,
GEIRS GÍGJA
náttúrufræðings.
Svanhvít L. Guðmundsdóttir,
og börn.