Morgunblaðið - 28.11.1981, Síða 44

Morgunblaðið - 28.11.1981, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981 Maburtnn mion Sctgki m'er alltQf Qö Qkíq hrabcxr og hrcz&Ur. " ást er... 6K) “’7 ... samband sem stöðuyt styrkist. TM R«o U.S Pat Oft — all rights rcserveo « 1981 Los Angeles Tiroes Syndicate Ilvaða réttlæti er í því ad það kom í minn hlut að giftast þér, sé það eins og þú segir, að þú hafir getað valið úr miklu mannvali? Með . morgunkaffinu l>að er meira sannfærandi að ég taki stóra fiskinn þinn og þú litla fiskinn minn, þegar við komum heim. HÖGNI HREKKVISI faA'A'4 />£*• Pj/P/P /Oh/.P/A'A / Til hamingju, strákar! Kormákr skrifar: „Þegar ég las mér til ánægju stutta grein í Mbl. um skákáhuga Ólafs Thors, rifjuðust upp fyrir mér tvö atvik sem sýna glöggt áhuga hans og lifandi tengsl við íþróttirnar og þá menn, sem að þeim málum unnu. Árið 1959 fór landslið okkar í handknattleik í keppnisför og hafði af litlum efnum verið unnið kappsamlega, eins og títt var á þeim bæ. Birgir Björnsson var þá fyrirliði landsliðsins og mikil driffjöður, en skömmu fyrir ferð- ina varð hann fyrir því óhappi að fingurbrotna á æfingu, og var því valinn annar maður í liðið í hans stað. Þótti mönnum að vonum súrt i broti, að Birgir gæti ekki farið þessa för, því hann hafði svo sann- arlega til þess unnið. Þess vegna tókum við okkur saman nokkrir áhugamenn og settum upp sam- skotabauk í Bókabúð Lárusar Biöndal í Vesturveri, en þar vann ég á þessum árum. Vel gekk að fá samskot í baukinn, og heldur bet- ur bættist við þegar Ólafur Thors snaraði sér inn í bókabúðina einn morguninn, bauð hressilega góðan dag og sagði: „Er ekki einhver baukur hér fyrir hann Birgi minn?“ Undrandi og utan við mig rétti ég fram baukinn, og með höfðinglegri sveiflu stakk leiðtog- inn splunkunýjum fimmhundruð- kalli í baukinn. Tveim árum seinna gerði lands- Hð íslands garðinn frægan á heimsmeistarakeppninni í Þýzka- landi. Flestum á óvart sigraði ís- land Sviss í undankeppni, og komst þannig í sjálfa úrslita- keppnina. Morguninn eftir hinn sæta sigur gegn Sviss, barst okkur svohljóðandi skeyti: „Eftir hat- rammar deilur um landhelgismál á Alþingi Islendinga sameinumst vér í gleði yfir sigri ykkar. Til hamingju, strákar. Ölafur Thors.“ Já Ólafur Thors kunni góð skil á íþróttum og gildi þeirra, og kunni að meta það sem vel var gert.“ íslensk poppmúsik engin gullnáma UB 40 skrifar: „Hinn 7. nóv. sl. heldur hr. Flinkur því fram að Bubbi Morth- ens syngi inn á plötur til að græða peninga. Ef Bubbi hefði ekki sleg- ið svona svakalega í gegn þá væri hann ennþá að vinna á eyrinni eða í einhverjum togaranum o.s.frv. Þetta rökstyður fiinkur með plöt- unum ísbjarnar blús / Rækju- reggae / Geislavirkir / 45 rpm / Plágan og í upphafi skyldi endinn skoða. Þetta eru plötur sem Bubbi söng inn á á rúmu ári. (Flinkur gleymdi Flugum / Gæðapoppi / Northern Lighthouse og kasettu Vísnavina). Jafnframt fullyrðir Flinkur að útgefandi Bubba, Steinar hf., gefi ekkert út án þess að vera öruggur um pottþétta sölu. Nú er það svo að íslensk popp- músík er engin gullnáma. Ég full- yrði hiklaust að Bubbi myndi hafa fleiri seðla milli handanna ef hann væri ennþá sjómaður / farand- verkamaður. — Og það þó t.d. „Plágan“ sé söluhæsta íslenska platan í ár. Mjög sennilega hefur Steinar hf. gefið plöturnar út með hagnaði. Það hlýtur eiginlega að vera. En afsannar það að Bubbi syngi af listþörf? Bubbi hefur aldrei endurtekið sig Flinkur stendur í þeirri trú að Bubbi sé iðnaðarrokkari vegna þess að Bubbi hefur sungið inn á þetta margar plötur á einu ári. Flinkur talar um Bubba / Utan- garðsmannafæriband. Þarna talar Flinkur af vanþekkingu. Færibönd framleiða sömu vöruna í fjölriti. En í sjálfu sér þurfa færiböndin ekki að afkasta meiru en duglegir listamenn. Bubbi hefur þróað músík sína meira á einu ári en nokkur annar íslenskur poppari. Hann hefur aldrei endurtekið sig. Sá sem heldur því fram að t.d. Plágan sé kópía af ísbjarnarblús- inum er meira en lítið ruglaður á músíksviðinu. Og sá sem skynjar ekki muninn á sköpunargleði og andagift annarsvegar og geldri „session“-vinnu hinsvegar, ja, hann ætti svo sannarlega að halda sig utan við músíkumræðu. Að lokum vil ég taka fram að ég hef hlustað ailtof oft á Ricochet. Ef Flinkur pælir svolítið í síðustu þrem lögum Plágunnar þá fattar hann kannski hvar hundurinn liggur grafinn." Ætti endilega að mal bika Bláfjallaveginn Ragnhildur Kristjánsdóttir, Eskifirði, skrifar: „Velvakandi góður. Viltu gera svo vel að birta eftirfar- andi: Þakka greið svör Vegagerð- ar. Alþingi má vera heiður að þessari ráðstöfun almannafjár. Það skilur náttúrlega hvert barn að Reykvíkingar geta ekki verið að eyða dýrmætum tíma sínum í að hengslast við veg- kanta meðan blikkbeljur fara hjá, sjálfsagt einar 10—20 ,á . tímann, ef þá langar að bregða sér á hestbak til að létta af sér stressinu, blessaða. Mér finnst endilega að það ætti að mal- bika Bláfjallaveginn í snatri, svo að fólk þurfi ekki að leggja bílana sína í holóttan og for- ugan veg, þó að það skreppi á skíði. Landshornalýðnum er vorkunnarlaust að notast áfram við svoleiðis vegi, hann er hvort sem er allaf uppdrull- ugur úr fiskslori eða kúaskít, nema hvort tveggja sé.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.