Morgunblaðið - 01.12.1981, Page 1
48 SÍÐUR
263. tbl. 68. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Stjórn Japans
endurskipulögð
Tokyo, 30. nóvember. Al*.
/ENKO SUZUKI, forsætisráðherra Japans, gerði í dag breytingar á stjórn
sinni og forystu flokks síns, Frjálslynda demókrataflokksins sem hefur verið
klofinn, til að standa betur að vígi í flokkskosningum seint á næsta ári.
Embættismenn telja að engin breyting verði á stefnunni í innanríkis- og
utanríkismálum vegna breytinganna.
Heimildarmaður nokkur sagði
að viðskiptin við Bandaríkin og
Vestur-Evrópu hefðu ekki verið
ein af aðalástæðum breytinganna,
en kvað þau sem fyrr „pólitískt
vandamál", og sagði að lausn
málsins yrði eitt helzta viðfangs-
efni nýju stjórnarinnar.
Greiðsluafgangur Japana við
þessi lönd mun nema 30 milljörð-
um dollara á þessu ári. Bandaríkin
leggja einnig hart að Japönum að
auka herútgjöld, m.a. vegna við-
skiptastöðunnar.
Sunao Sonoda lætur af starfi
utanríkisráðherra og við tekur
Yoshio Sakarauchi, sem hefur
mikla reynslu á því sviði. Shintaro
fyrir
22 koma
rétt í Kairó
Kairó, 30. nóv. Al*.
TUTTUGU og tveir heittrúar
menn, sem eru ákærðir fyrir
morðið á Anwar Sadat forseta,
kváðust saklausir, þegar þeir
komu fyrir æðsta herrétt Egypta-
lands í dag.
En aðalsakborningurinn,
Khaled Ahmed Shawki El-Isl-
ambouly lautinant, sem er
ákærður fyrir að hafa stjórnað
árásinni á Sadat, lýsti því ekki
yfir að hann væri saklaus fyrr
en lögfræðingur hans ráðlagði
honum það.
Þegar dómsforseti bað hann
að svara ákærunni um ásetn-
ingsmorð á Anwar Sadat for-
seta, tilræði við sjö menn aðra,
morðtilraun á 28 öðrum og
ólöglegan vopnaburð sagði El-
Isiambouly:
„Ég er sekur um morðið á
hinum vantrúaða. Þegar Abu
Ghazala (landvarnaráðherra)
gaf mér merki um að fara
burtu (þegar El-Islambouly
ruddist upp í stúkuna) sagði ég
honum að víkja, ég vil ekki
myrða þig, heldur Sadat."
Abe verður utanríkisviðskiptaráð-
herra og iðnaðarráðherra í stað
Rokasuke Tanaka.
Sakarachi hefur verið annar
valdamesti maður flokksins. Talið
er að Suzuki hafi hækkað Sakar-
auchi í tign til að þakka honum
fyrir að stjórna kosningabarátt-
unni í fyrra.
Sonoda, sem var skipaður utan-
ríkisráðherra fyrr á þessu ári,
þegar deilur stóðu um samskiptin
við Bandaríkin, hefur verið gagn-
rýndur fyrir stóryrði, sem hafa
komið flokknum í bobba.
Ekki er ljóst hvers vegna Tan-
aka, sem átti mikinn þátt í sam-
komulagi um bílasölu Japana til
Bandaríkjanna, var beðinn að
hætta. Eftirmaður hans, Abe, sem
er 57 ára, er talinn einn í hópi
„nýrra, ungra leiðtoga" í landi þar
sem stjórnmálamenn starfa oft af
fullum krafti löngu eftir að þeir
eru orðnir sjötugir.
Aðalsamningamenn Bandaríkjamanna og Kússa í Genfarviðræðunum um takmörkun kjarnorkueldflauga, Paul Nitze
og Yuli Kvitsinsky, heilsast á fyrsta fundi sínum í garði sovézka sendiráðsins.
Viðræður hafiiar í Genf
um takmörkun eldflauga
(irnf. 30. nóv. AP.
Genf, 30. nóv. AP.
VIÐR/EÐUR bandarískra og sovézkra samningamanna um takmörkun
kjarnorkueldflauga í Evrópu hófust í Genf í dag, og aðalfulltrúi Bandaríkj-
anna, Paul H. Nitze, sagði að fyrsti fundurinn hefði verið „vinsamlegur og
málefnalegur*
Meira vildi Nitze ekki segja um
fundinn með Yuli A. Kvitsinsky í
sovézka sendiráðinu. Fundurinn
stóð í 90 mínútur. Fyrsti fundur
allra fulltrúanna fer fram á morg-
un.
Nitze sagði að „samkvæmt
fyrirmælum beggja ríkisstjórna
um að taka þátt í alvarlegum
samningaviðræðum höfum við
ákveðið að skýra ekki frá efnis-
atriðum samningaviðræðnanna
utan fundarherbergjanna".
Hann sagði að þessi þögn hefði
verið ákveðin þar sem það væri
eina leiðin til þess að hægt yrði
fjalla um „þau erfiðu mál, sem að-
skilja okkur, og leita lausna sem
munu tryggja öryggi og draga úr
Samkomulag náðist
um gæzlulið á Sinai
Jerúsab m, 30. nóvember. AP.
ÍSRAEL mun samþykkja tillögu Bandaríkjastjórnar um yfirlýsingu sem miðar ad
því að gera Evrópuríkjum kleift að eiga aðild friðargæzluliði margra þjóða á
Sinai-skaga, en mun krefjast minniháttar breytinga á texta yfirlýsingarinnar.
Frá þessu var skýrt eftir ríkis-
stjórnarfund, þar sem fjallað var
um drög að sameiginlegri yfirlýs-
ingu Bandaríkjanna og Israels er
miðar að því útskýra grundvöll og
hlutverk gæzluliðsins. Ríkisstjórnin
ákvað að senda drögin aftur til
Washington með breytingartillög-
unum.
Tillögurnar breyta ekki efni yfir-
lýsingarinnar, en þjóna þeim til-
gangi að afstýra hvers konar mis-
skilningi, sagði ísraelskur embætt-
ismaður. Ef breytingarnar verða
samþykktar kemur ríkisstjórnin
aftur til fundar og mun áreiðanlega
samþykkja þær, sagði hann.
Samkvæmt yfirlýsingunni yrði
áréttað að Camp-David-samkomu-
lagið væri eini grundvöllur gæzlu-
liðsins, sem á að hafa á hendi eftir-
lit í Sinai-auðninni þegar ísraels-
menn hörfa þaðan í apríl.
ísraelsmenn voru komnir á
fremsta hlunn með að útiloka þátt-
töku Breta, Frakka, ítala og Hol-
lendinga í gæzluliðinu þegar vakið
var máls á Palestínudeilunni. En
Alexander Haig utanríkisráðherra,
sem vildi gæzlulið á breiðari grund-
velli, kallaði Yitzhak Shamir utan-
ríkisráðherra á sinn fund í Wash-
ington um helgina.
Menachem Begin forsætisráð-
herra, sem er í sjúkrahúsi því að
hann lærbrotnaði, stóð í símasam-
bandi við ríkisstjórnina, en hann og
Shamir höfðu samið orðalagsbreyt-
inguna. Tvö stærstu blöð ísraels
hafa haldið uppi óvenjulega hörðum
árásum á Begin, sem þau saka um
að beygja sig fyrir bandarískum
þrýstingi í málinu og samþykkja
nýtt hernaðarbandalag sem uppfylli
ekki fyrri vonir Israelsmanna.
Samkomulag náðist i kvöld um
þessa „herfræðilega samýinnu" sem
svo er kölluð gegn hvers konar
ógnunum Sovétríkjanna í Miðaust-
urlöndum eða herliðs undir stjórn
Rússa. í yfirlýsingu sagði að sam-
komulaginu væri ekki beint gegn
nokkrum ríkjum eða ríkjahópum í
Miðausturlöndum. Bandaríkjamenn
óttast fjandsamleg viðbrögð Araba.
Margt bendir til þess að ísraels-
menn hafi viljað fá harðari ákvæði í
samninginn. Ariel Sharon land-
varnaráðherra kom í dag til Wash-
ington að ganga frá samkomulag-
spennu“. Rússar létu ekkert hafa
eftir sér um fundinn.
Nitze sagði „ég mun ekki taka
þátt í umræðum (um viðræðurn-
ar) í fjölmiðlum um einstök atriði
viðræðnanna". Hann sagði að
nauðsynlegt væri að fullur trúnað-
ur ríkti í viðræðunum þar sem svo
mikið væri í húfi.
Um 1.000 manns með blys og
regnhlífar tóku þátt í friðargöngu
í Genf nokkrum tímum eftir fund-
inn og hvöttu til kjarnorkuafvopn-
unar um allan heim. Aðgerðina
skipulögðu lítt kunn samtök sem
eru kölluð „friðarhreyfing
kvenna“.
Alexander M. Haig, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, lýsti því
yfir í dag að sá vilji NATO að
koma fyrir kjarnorkuflaugum í
Evrópu væri bezta vonin um ár-
angur í Genf. Haig sagði þetta í
sjónvarpsræðu til Vestur-Évrópu
er miðaði að því að efla þann
ásetning vestrænna ríkja að koma
fyrir bandarískum stýrisflaugum
og Pershing-eldflaugum ef sam-
komulag næðist ekki við Rússa
fyrir 1983.
Hann sagði að eina ástæðan til
þess að Rússar samþykktu viðræð-
urnar væri sú, að NATO væri
reiðubúið að koma fyrir eldflaug-
um til varnar gegn sovézkum
flaugum. Árangur i viðræðunum
færi ekki eingöngu eftir hæfni
samningamannanna heldur þeim
vilja NATO að koma fyrir eld-
flaugum til að afstýra sovézkum
yfirburðum. Öryggi yrði tryggt í
mörg ár ef eldflaugunum yrði
komið fyrir.
Ronald Reagan forseti sagði 18.
nóv. að hann hefði falið Nitze að
leggja til að sovézkar SS-20-flaug-
ar og tvær eldri flaugar yrðu fjar-
lægðar gegn því að stýri- og
Pershing-flaugum yrði ekki komið
fyrir í Evrópu. Leonid Brezhnev
forseti hefur hvatt til þess að hlé
verði gert á staðsetningu eld-
flauga og kveðst fús til fækkunar
nokkurra eldflauga í vesturhlut-
um Sovétríkjanna.
Bandarískur embættismaður
sagði um þagnarregluna í viðræð-
unum að ef hún yrði haldin mundi
það sennilega tákna að þær gengju
vel, en ef fréttir síuðust út gæti
það merkt að viðræðurnar gengju
illa.
Unita-árás
hjá Luanda
W ashington, 30. nóv. AP.
LEIÐTtKlI hrevfingarinnar llnita
í Angola, Dr. Jonas Savimbi, hélt
því fram í dag að hermenn hans
hefðu ráðizt á og kveikt í stærstu
olíuhreinsunarstöð landsins í út-
jaðri höfuðborgarinnar Luanda.
Savimbi, sem er í heimsókn í
Bandaríkjunum, sagði að árásin
hefði verið gerð í gærkvöldi
samkæmt skeyti frá herráðs-
forseta sínum, Demostenes
Chilingotudila. Kúbuhermenn
hafa lokað svæðinu og tekið
marga höndum.
Hann hét stuðningi við að
reka Suður-Afríkumenn frá
Namibíu þegar landið fengi
sjálfstæði. Hann þakkaði vel-
gengni Unita stuðningi við
brottrekstur Kúbumanna frem-
ur en baráttunni gegn stjórn-
inni. „Ef Kúbumenn fara glatar
barátta okkar hinni siðferðilegu
réttlætingu sinni,“ sagði hann
og kvaðst vilja þátttöku í sam-
steypustjórn.