Morgunblaðið - 01.12.1981, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 01.12.1981, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981 11 Seyðfirðinga- félag stofnað SUNNUDAGINN 15. nóvember sl. var slofnaó Neyðfirðingafélag í Reykjavík. Slofnfundurinn var fjölmennur. Hlutverk félagsins er: Að efla samheldni með Seyðfirðingum, að halda menningartengslum við stofnanir og félög sem starfandi eru á Seyðisfirði og að halda uppi hróðri Seyðisfjarðar og Seyðfirðinga. I stjórn voru kjörin: Ingólfur A. Þorkelsson formaður, Bryndís Jónsdóttir gjaldkeri, Iðunn Steins- dóttir ritari og meðstjórnendur Guðmundur Jónsson, Þorvarður Arnason og Jóhann Jónsson. Þeir Seyðfirðingar í Reykjavík og nágrenni, sem ekki eru þegar í fé- laginu, geta gerst stofnfélagar fram til 15. janúar roeð því að hringja í ritara eða gjaldkera félagsins. taldi þó ólíklegt, að ekki kæmi fram sterkur árgangur á næstunni og yrðu menn að gæta þess vel að hlú að honum. Um samningaviðræður Dana og Norðmanna út af markalínunni milli Grænlands og Jan Mayen var Grönnevet ekki margorður. Norð- menn myndu halda í kröfu sína um miðlínu og sækjast eftir veiði- heimildum innan grænlensku lögsögunnar, bæði á rækju og loðnu. Hann viðurkenndi, að Hægriflokkurinn hefði talið samningana við íslendinga um Jan Mayen hættulegt fordæmi, en við þeim yrði ekki hróflað að því er markalínuna varðaði. Hitt ættu norskir sjómenn erfitt með að sætta sig við, að fá ekki leyfi til að veiða þann hluta af loðnuafla, sem þeim væri úthlutað árlega, innan íslenskrar lögsögu, ef þeir næðu honum ekki öllum innan Jan May- en-lögsögunnar. Þá væri ósamið við Efnahagsbandalagið um hlut skipa frá aðildarlöndum þess af loðnustofninum. Næðust samning- ar um það, væri eftir að átta sig á því, hver gæfi eftir af sínum hlut í þágu Efnahagsbandalagsins, á meðan jafn lítið væri til skiptanná og raun ber vitni. Grönnevet var kunnugt um hinar neikvæðu niðurstöður fiskifræðinga um stærð loðnustofnsins, en taldi frekari rannsóknir nauðsynlegar, áður en því yrði slegið föstu, að stofninn væri hruninn. Um síldveiðar við strendur Nor- egs, sem mótmælt hefur verið af Islands hálfu, sagði Grönnevet, að menn yrðu að horfast í augu við það, að um 8000 manns í Noregi teldu sig eiga hefðbundinn rétt til síldveiða, hvort sem þær væru Leiv Grönnevet á skrif- stofu sinni í norska sjávarút- vegsráðuneytinu. Hann þekkir vel til íslands og fiskveiða við landið. Forfeður hans sóttu fyrr á árum hingað til síldveiða og sjálfur var hann á norskum síldveiðiskipum hér við land. Meðal fyrstu bernskuminninga hans er, að 5 ára laumaðist hann um borð í síldveiðibát föður síns og vildi með honum á ís- landsmið. Eftir 4 til 5 tíma stím fannst laumufarþeginn og var snarlega snúið við og far ið með hann heim til fagn- andi móður. leyfðar eða ekki. Síldin hefði verið lífsviðurværi ákveðinna byggðar- laga um aldir og með banni við veiðum á henni væri í raun verið að svipta þetta fólk lífsbjörginni. Það ætti ekki við rök að styðjast að halda því fram, að Norðmönn- um væri kappsmál að halda vexti síldarstofnsins niðri og fyrir sig, auðvitað væri það þeirra hagur eins og allra annarra að hann dafnaði að nýju og næði sér svo á strik, að hann sækti út úr norsk- um fjörðum og skerjagarðinum út á Noregshaf. Þegar Leiv Grönnevet var spurður að því, hvernig það sam- rýmdist þeirri stefnu Hægri- flokksins að draga úr ríkisútgjöld- um að halda fiskveiðum úti með stórkostlegum styrkjum, sagði hann, að í því efni væri ekki unnt að gripa til neinna skyndilausna heldur yrði að laga sig að aðstæð- um hverju sinni. Hitt yrði að hafa hugfast, að ekki mætti með styrkjastefnu svipta sjómenn og útgerðarmenn sjálfsbjargarvið- leitninni. Æskilegast væri, að styrkjastefnan miðaðist við það að rétta hjálparhönd, þegar hennar væri þörf. Þess má geta, að í norskum blöðum hefur mátt lesa fréttir um það, að togara- og fiskiskipaeig- endur þar í landi séu með áform um að leigja skip sín til útgerðar- aðila í öðrum löndum, svo sem eins og Mexíkó, til að skapa þeim verkefni. Með þessu telja þeir sig slá að minnsta kosti tvær flugur í einu höggi, fá verkefni fyrir skip sín og reynslu af því að veiða á fjarlægum slóðum, sem kann að verða eftirsóknarvert, þegar fram líða stundir, hvað sem líður við- gangi fiskstofna við Noreg. Leiv Grönnevet, adstoðarmaður norska sjávarútvegsráðherrans: Þorskurinn í Barents- hafí týndur Höldum fast í miðlínu milli Jan Mayen og Grænlands — Það hefur engin einhlít skýring fundist á því, hvers vegna þorskstofninn í Barents- hafi nær sér ekki á strik, sagði Leiv Grönnevet, „statssekretær" eða aðstodarmaður norska sjáv- arútvegsráðherrans, þegar blada- madur Morgunblaðsins hitti hann í Oslo á dögunum. Norsk stjórnvöld líta þannig á, að tekist hafi að ná stjórn á sókn- inni í alla fiskstofnana við strend- ur Noregs nema þorskstofninn. Nýlega fóru fram í Moskvu við- ræður milli norskra og sovéskra embættismanna um veiðikvóta á þorski í Barentshafi á næsta ári. Þá kom fram, að í ár hafa Norð- menn veitt mun meira magn á þessum slóðum en þeim er heimilt samkvæmt samkomulaginu við Sovétmenn fyrir 1981. Samkvæmt núgildandi sam- komulagi um aflaskiptingu má hvor þjóð veiða 152.500 lestir af þorski í Barentshafi. Hins vegar er þorskafli Norðmanna í ár kom- inn í 278 þúsund lestir og ýsuafl- inn í 51 þúsund lestir. Frá Sovét- mönnum hafa hins vegar borist þær fregnir, að í ár hafi þeir fisk- að 77.500 lestir af þorski og 3000 lestir af ýsu. Föstudaginn 20. nóv- ember gerðu Norðmenn og Sov- étmenn með sér samning um veið- ar í Barentshafi á árinu 1982. Há- marksafli á þorski var ákveðinn 340 þúsund lestir, sem skiptist þannig, að Norðmenn mega veiða 215 þúsund lestir en Sovétmenn 125 þúsund lestir. Hámarksafli af ýsu var ákveðinn 110 þúsund lest- ir, sem skiptist þannig, að Norð- menn mega veiða 80 þúsund lestir en Sovétmenn 30 þúsund, þar að auki var ákveðið, að heimila þriðja aðila að veiða 10 þúsund lestir af ýsu. Gegn svo góðri hlutdeild í þorsk- og ýsuaflanum gáfu Norð- menn eftir varðandi veiðar á kolmunna, það er að segja, þeir veittu Sovétmönnum heimild til að veiða alls 470 þúsund lestir af kolmunna í lögsögu sinni, þar af 185 þúsund lestir við Noreg en 285 þúsund lestir við Jan Mayen. Jafn- framt er Sovétmönnum veitt heimild til að biðja um „ábót“ af kolmunna, ef þeim þyki þess þörf. Hámarksafli af loðnu fyrir næsta ár var ákveðinn 1,7 milljónir lesta og af honum fá Norðmenn 1,1 milljón lesta. Leiv Grönnevet sagði, að allt frá 1975 hefðu árgangarnir af þorski verið veikir í Barentshafi. Sam- tímis hefði austurhluti hafsins verið að kólna og kynni þar að leynast skýring á samdrætti þorskstofnsins. Miðað við stöðuna eins og hún er núna er þess ekki að vænta, að sögn Grönnevets, að þorskafli Norðmanna muni aukast á þessum nýbyrjaða áratug. Hann matar-og kafíistell Gullfalleg Rosenthal vara, — matarstell ídrapplitu. rauðu eða gulu. SCANDIC stellið sameinar gæðaframleiðslu, fallega hönnun og frábæran stíl. SCANDIC stellið er kjörið fyrir þá. sem kunna að meta fagra hluti og notadrjúga. SCANDIC er dæmigerð vara frá Rosenthal. CORDA. nýtt matar- og kaffistell. Hönnuðurinn HERTHA BENGTSON er sænsk og tekst henni hér mjög vel að sam- eina léttleika og dæmigert skandinavískt útlit. Nýjungar. svo sem lengri börð á diskum og skálum, falla vel að heildarsvip og auka á notagildi. CORDA er eldfast og hentar vel til notkunar í órbylgjuofnum. CORDA er fagurt og notadrjúgt matar- og kaffistell. HERTA BENGTSON hefur einnig hannað dúka, diskamottur, servíettur og serviettuhringi í stíl við CORDA. ARCTA ER AÐDAUNARVERT ARCTA matar- og kaffistellið vekur óskipta athygli og aðdáun hvar sem þaö sést; — fyrir fal- legar línur, frábæra hönnun og skemmtilega áferð. ARCTA fæst aðeins hjá okkur. Nýja línan í matar- og kaffistellum frá Thomas er Holiday. Holiday er sérlega létt og meðfærilegt og þess vegna á allan hátt notadrjúgt við hvers kyns heimilishald. Leikandi létt og hrífandi þannig er Holiday alveg eins og sumar- fríið á að vera. Svo við minnumst á veðrið, — nei verðið. þá er það sérlega hag- stætt. Komið og skoðið Holiday. voúert/^\\\o: studio-line A. EINARSSON & FUNK Laugavegi 85 SÍMI:18400

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.