Morgunblaðið - 01.12.1981, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981
21
„Vorum óheppnir að
skora ekki meira“
„VIÐ VORUM virkilega óheppnir að
skora ekki fleiri mörk í leiknum
gegn Gladbach. Við sóttum án afláts
en allt kom fyrir ekki. Heilladísirnar
voru þeim hliðhollar,“ sagði Ásgeir
Sigurvinsson en hann lék síðari hálf-
leikinn. Kom inná og tók stöðu
Breitners sem meiddist í fyrri hálf-
leiknum, en lék hann samt til enda.
„Ég á ekki von á því að meiðsli
Breitners séu alvarleg. En séu þau
það má reikna með því að ég taki
stöðu hans í liðinu, eins og ég
gerði í síðasta leik. Það er allt
annað að fá að leika þá stöðu sem
maður er vanur að leika og þá
skilar maður betri árangri. Eg er
tiltölulega ánægður með frammi-
stöðu mína í leiknum um helgina.
En sé Breitner heill þá er hann
ekki svo auðveldlega settur út úr
liðinu," sagði Ásgeir.
— ÞR.
Keegan enn
með forystu
EINS og fyrri daginn, er það Kevin
Keegan sem er markhæsti leikmað-
ur 1. deildarinnar ensku í knatt-
spyrnunni. Keegan hefur skorað 14
mörk, tveimur meira heldur en Cirel
Regis, sem hefur skipað sér í hóp
efstu manna eftir mikil afrek að
undanförnu. Regis, sem leikur með
WBA, hefur skorað 12 mörk. Lee
Chapman hjá Stoke er kominn með
II mörk í sarpinn og þeir Dave
Cross, West Ham, Ian Rush, Liv-
erpool og Steve Moran, Southampt-
on hafa 10 mörk í safninu.
Steve White hjá Luton hefur
skorað manna mest í 2. deild, 12
mörk og þrír leikmenn hafa skor-
að 11 mörk. Það eru Ronnie Moore
hjá Rotherham, Trevor Aylott hjá
Barnsley og Simon Steinrod hjá
QPR. Ian Banks hjá Barnsley hef-
ur skorað 10 mörk, einnig Rodger
Wylde hjá Oldham.
Einn var með
12 rétta á
tveimur seölum
í 14. leikviku Getrauna komu fram 7 raðir með 12 réttum og var vinnings-
hlutinn kl. 18.450.00, en 11 réttir reyndust í 49 röðum og vinningur fyrir
hverja röð kr. 1.291.00.
Svo furðulega vildi til, að einn þátttakandi var með 12 rétta á tveimur
seðlum og varð heildarvinningur hans þess vegna kr. 47.248.00.
Stórgóður sigur
ungu piltanna
— gegn A-landsliði Noregs
ÍSLENSKA handknattleikslandslið-
ið skipað leikmönnum 21 árs og
yngri, vann frækinn sigur gegn A-
landsliði Norðmanna, er liðin mætt-
ust á Selfossi á laugardaginn. Loka-
tölur leiksins urðr 25-19 fyrir fs-
land, eftir að staðan í hálfleik hafði
verið 12-9 fyrir ísland. Lofar þessi
árangur piltanna afar góðu fyrir
komandi HM-keppni þó ekki borgi
sig að leggja út í skýjaborgirnar á
þessu stigi. Að fenginni reynslu.
íslenska liðið hóf leikinn af
krafti og leiddi allan fyrri hálf-
leikinn. Fyrri hluti síðari hálfleiks
var þó besti leikkaflinn er íslenska
liðið skoraði 7 mörk gegn einu og
breytti stöðunni úr 12-9 í 19-10.
Þá tók norska liðið mikinn sprett,
skorað 7 mörk í röð, minnkaði
muninn niður í 2 mörk, 19-17, en
íslenska liðið var ekki aldeilis
sprungið og það seig fram úr á ný
ísland —ORilQ
Noregur £m%3 u Iw
»8 tryggði frekar óvæntan stórsig-
ur.
íslenska liðið lék afar vel sem
heild, þó bar mest á Kristjáni
Arasyni, sem skoraði 9 mörk. Páll,
Guðmundur og fleiri útileikmenn
gerðu einnig mjög góða hluti og
Sigmar Þröstur stóð í markinu og
varði vel. Mörkin skoruðu eftir-
taldir leikmenn.
Kristján Arason 9, Páil Ólafs-
son 6, Brynjar Harðarsson 3, Guð-
mundur Guðmundsson 3, Valgarð-
ur Valgarðsson 2 og Þorgils Ottar
Mathiesen 2 mörk.
kp/þr.
Barcelona
efst
MIKIL barátta er nú í spænsku
knattspyrnunni eins og vænta mátti.
Úrslit leikja þar um helgina urðu
sem hér segir:
Real Betis — Cadiz 2—0
Real Madrid — Las Palmas 2—1
Atl. Bilbao — Gijon 2—1
Osasuna — Castellon 4—1
Espanol — Barcelona 0—4
Valencia — Santander 3—0
Zaragoza — Real Sociedad 3—2
Hercules — Atl. Madrid 0—1
Valladolid — Sevilla 2—1
Barcelona hefur forystu í deild-
inni, 20 stig, en aðeins einu stigi
meira en Real Sociedad, sem hefur
19 stig. Real Madrid og Zaragoza
hafa 18 stig hvort félag.
• Pétur Guðmundsson körfuknattleiksmaðurinn snjalli,
er atvinnumaður með bandaríska liðinu Portland Trail-
blazers. Liöinu hefur gengið mjög vel það sem af er
keppnistímabilinu. Á bls. 25 er greint frá högum Péturs í
Portland. Ljósm. mm. hk.
Mikil barátta
í blakinu
NOKKRIR leikir voru leiknir um
helgina í blaki og er það helst
óvæntra fregna að UMFL sigraði
Víking á Laugarvatni með þremur
hrinum gegn tveimur, (10—15,
10-15, 15—4, 15—11, 15—11).
Úrslit annarra leikja urðu þannig:
Víkingur — ÍS 1—3, Þróttur — UM-
SE 3—1.
í fyrstu deild kvenna voru leiknir
tveir leikir. Fyrri leikurinn var á
milli UBK og KA og sigruðu Breiða-
bliksstúlkurnar 3—0, í þeim seinni
áttust við ÍS og KA og sigraði ÍS
örugglega 3—0.
Þrefalt hiá Rússum
— baulaö á litlu
rúmensku hnáturnar
• Eftir harða baráttu hafnaði
Maria Filatova í öðru sæti. Hér
framkvæmir hún æfingu á jafnvæg-
isslá.
SOVÉSKA stúlkan Olga Bicherova
sigraði glæsilega á heimsmeistara-
mótinu í fimleikum kvenna, sem
haldið var í Moskvu um helgina.
Bicherova hlaut samtals 78,400 stig.
María litla Filatova, sem heillaði
Reykvíkinga upp úr skónum í Höil-
inni um árið, varð önnur með 78,075
stig. Og allt er þegar þrennt er,
þriðja sovéska stúlkan tók brons-
verðlaunin, Yelena Davydova, en
hún hlaut 77,975 stig. Fyrst Maria
Filatova var hér kölluð „)itla“, er
rétt að birta hér smálýsingu á sigur
vegaranum Olgu Bicherovu. Hún er
1,38 sentimetrar á hæð og hún vegur
29,7 kílógrömm.
Kínversk stúlka kom verulega á
óvart á mótinu og nældi í 4. sætið.
Þá vöktu rúmensku stúlkurnar at-
hygli á mótinu, en þó ekki vegna
afreka. Þær bökuðu sér miklar
óvinsældir fyrir að óska kínversku
stúlkunni, hver annarri og banda-
rískri stúlku sem varð sjötta til
hamingju með kossi, en létu sér
nægja að taka í hendurnar á sov-
ésku sigurvegurunum. Var mikið
baulað á litlu rúmensku stúlkurn-
ar, en þær kipptu sér víst lítið upp
við það.
• Héraðssambandið Skarphéðinn sigraði í 1. deildarkcppninni í sundi sem fram fór í
Vestmannaeyjum um síðustu helgi. Hér að ofan má sjá sundfólkið sem vann sigurinn fyrir
félag sitt með sigurlaunin. siKurnvir j.