Morgunblaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981 24 sjúkraliðar útskrifast SJIIKRALIÐASKOLI íslands úLskrifaði 24 sjúkraliða hinn 6. nóvember síóastlidinn. Á mvndinni eru f.v. í fremstu röd: Ásta Karlsdóttir, Ásta Olafsdóttir, Auðlín Hannesdóttir, Kristbjörg Þórðardóttir skólastjóri Sjúkra- liðaskólans, Elín Sigþórsdóttir, Erna Ingólfsdóttir, Guð- laug Þórólfsdóttir, Gunnhildur Jónsdóttir. í annarri röð: Ilafdís Guðmundsdóttir, Halldóra Magnúsdóttir, Hans- ína Ólafsdóttir, Margrét Birgirsdóttir, Kristín Sigfús- dóttir, Kristín Stefánsdóttir, Erla Eiríksdóttir, Lilja Tryggvadóttir, Linda Valbergsdóttir, Sigríður Garðars- dóttir, Kolbrún Björnsdóttir. I þriðju röð: Sigurlína Ell- ertsdóttir, Sigrún Sigmundsdóttir, Svanhvít Gísladóttir, Þuríður Jónsdóttir, Ingunn Erlingsdóttir og Þórdís Lúð- víksdóttir. Kristján Ragnarsson: „Bankastjórar víki úr stjórn Fiskveiðasjóðsa „ÉG IIEF alltaf borið hag Fiskveiða- sjóðs fyrir brjósti, þegar ég hef tekið mínar ákvarðanir þar og veit að svo er um aðra bankastjóra sem sæti eiga í stjórn sjóðsins," sagði Ármann Jakobsson, hankastjóri Útvegsbank- ans, þegar Morgunblaðið bar undir hann þau ummæli Kristjáns Kagnars- VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegsins hef- ur verið boðað til fundar í dag, I. desember, til að fjalla um almennt ftskverð, sem taka á gildi um áramót. Að sögn Sveins Finnssonar, sonar á aðalfundi Landssambands ísl. útvegsmanna að brýnt væri og brýnna cn áður að bankastjórar viðskipta- bankanna vikju úr stjórn Fiskveiða- sjóðs og fulltrúar sjávarútvegsins tækju sæti þeirra. Frá öðrum viðskiptabönkum á Björgvin Vilmundarson bankastjóri framkvæmdastjóra Verðlagsráðs, hefst fundarseta Verðiagsráðs vegna fiskverðs um áramót yfirleitt síðustu daga nóvember eða fyrstu daga desember. Landsbankans einnig sæti í stjórn Fiskveiðasjóðs og í samtali við Morgunblaðið sagðist hann ekki vilja tjá sig um málið. Kristján Ragnarsson sagði í setn- ingarræðu sinni á aðalfundi LÍÚ, að svo virtist, að oft ráði meiru í lán- veitingum sjóðsins hrein iðnaðar- sjónarmið en þarfir sjávarútvegsins. Ætla mætti að bankastjórarnir í stjórn Fiskveiðasjóðs stæðu ekki að lánveitingum í sínum bönkum eins og þeir gera í stjórn Fiskveiðasjóðs með hliðsjón af því að fá lánsféð endurgreitt. Virtist þá meira hugsað um málefni skipasmíðastöðva, sem væru í viðskiptum við viðkomandi banka og því væri brýnt og brýnna en áður að bankastjórarnir vikju úr stjórn sjóðsins. Verðlagsráð sjávarútvegs fjallar um almennt fiskverð Lokið kvikmyndun á Hita og þunga dagsins Ný kvikmynd Hrafns frumsýnd í aprfl HRAFN Gunnlaugsson hefur nú lokið kvikmyndatöku á hinni nýju kvikmynd sinni, Okkar á milli sagt í hita og þunga dagsins, en síðustu tökur fóru fram við Hrauneyjafoss- virkjun fyrir skömmu, en að sögn Hrafns eru atriði myndarinnar tekin á öllum árstíðum á íslandi. Benedikt Árnason leikur aðal- hlutverkið í myndinni, sem verður frumsýnd í apríl n.k. Hrafn er höf- undur handrits og leikstjóri, en kvikmyndun annaðist Karl Óskarsson og Gunnar Smári sá um hljóðupptöku. „Myndin fjallar um mig og þig,“ sagði Hrafn, „gerist í dag og sumar persónur koma fram sem þær sjálfar, svo sem Hjörleifur Guttormsson, verkfræðingar hjá Landsvirkjun, poppstjörnur og fleiri, t.d. kvikmynduðum við á konsert hjá Fræbbblunum .“ Þing FFSÍ: Útvarpsráð fordæmt fyrir að fella niður lestur skipafretta SAMÞYKKT var á 30. þingi Farmanna- og ftskimannasambands íslands að fordæma þá ákvörðun útvarpsráðs, að fella niður lestur skipafrétta frá 1. desember n.k. f samþykkt þings FFSÍ segir, að útvarpsráð hafi samþykkt að fella niður lestur skipafrétta að tilmælum fréttastofu útvarps. Jafnframt skorar þingið á út- varpsráð að endurskoða þessa ákvörðun sína og íhuga jafnframt möguleika þess að bæta þjónustu ríkisútvarpsins við sjómenn, og seg- ir að hún hafi löngum verið stórum lakari en vera þyrfti og almennt tíðkast með öðrum þjóðum. Morgunblaðinu var tjáð í gær af Guðbrandi Gíslasyni hjá FFSÍ að fréttastofa útvarps hefði neitað að birta þessa samþykkt þingsins, og hafi fréttastjóri útvarps sagt að þessu yrði kannski hnýtt aftan við tilkynningu útvarpsráðs um niður- fellingu skipafrétta. Þá reyndi Far- manna- og fiskimannasambandið að fá þessa samþykkt lesna í al- mennum tilkynningum og þá gegn greiðslu, en það tókst ekki, var því borið við að í samþykktinni væru órökstuddar fullyrðingar gegn vinnubrögðum fréttastofunnar. Opnar fyrirspurnir til fréttastjóra og þingfréttamanns sjónvarpsins KARVEL Pálmason hefur sent Mbl. eftirfarandi bréf þar sem hann beinir fyrirspurnum til fréttastjóra og þing- fréttamanns sjónvarpsins: Mánudaginn 9. nóv. sl. fóru fram í neðri deild Alþingis umræður utan dagskrár um margra vikna ófremd- arástand í útsendingu sjónvarps á Vestfjörðum. Einhverra hluta vegna var ekki um það getið í fréttatíma sjónvarps það sama kvöld, þó sagðar væru fréttir frá Alþingi. Því er spurt: 1. Fannst þingfréttamanni sjón- varps það ekki fréttnæmt þótt heill landshluti byggi við slíkt ástand svo vikum skipti? 2. Hafa fréttamenn fyrirmæli um að geta þess ekki í frásögnum sem miður gæti talist fyrir stofn- unina? Svar óskast á sama vettvangi. Virðingarfyllst, Karvel Pálmason. INNLENTT „Færeyingar hafa úthlutað 1500 tonna laxveiðikvótau - segir Jakob Hafstein, sem á sæti í nefnd til að kanna hlutdeild íslenzka laxins í úthafsveiðum á N-Atlantshafi llinn 21. ágúst síðastliðinn skip- aði landbúnaðarráðherra Pálmi Jónsson 3ja manna nefnd, er „leita skyldi færra leiða til að kanna hlut- deild íslenzka laxastofnsins í úthafs- veiðunum á NA-Atlantshafi. í nefnd- ina voru skipaðir Þorsteinn Þor steinsson, bóndi á Skálpastöðum í Lundarreykjadal, formaður Lands- sambands veiðifélaga, og er hann formaður nefndarinnar, en með- nefndarmenn hans eru þeir dr. Björn Jóhannesson, verkfræðingur, og Jakoh V. Hafstein, lögfræðingur. Morgunblaðið sneri sér til Jakobs V. Hafstein og spurðist fyrir um störf nefndarinnar. — Ég á von á því, að nefndin láti brátt frá sér heyra um þessi alvarlegu mál. Nefndin hefur starfað mjög mikið og vel og hefur starf hennar einkum beinzt að gagnasöfnunum, sem nú eru býsna langt á leið komnar. Samvinna og samstarf í nefndinni hefur að mínu mati verið með ágætum und- ir öryggri formennsku Þorsteins Þorsteinssonar, bónda á Skálpa- stöðum, sem er mjög fróður um öll þessi mál og gætir þess að undir- búa og upplýsa þessi viðkvæmu mál af stakri ráðvendni. Þess vegna hefur nefndin enn ekkert látið frá sér fara. En að því kemur senn, að því er ég bezt veit. — En hvað er að frétta af Færey- ingunum? Ég tel mig ekki bregðast trúnaði við neinn þó að ég segi nú og hér frá því, að ég tel framkomu Fær- eyinga í málum þessum með ein- dæmum ósvífna. Þeir vita vel um andstöðu okkar, Ira, Skota, Norð- manna og Svía gegn hinum gífur- legu úthafsveiðum þeirra á laxi, einkum á NA-Atlantshafinu — öðru nafni Noregshafi. En þrátt fyrir það, og þrátt fyrir að fyrir dyrum eru fundir fulltrúa þessara þjóða um að koma skipulagi á laxveiðarnar á úthafinu nú alveg á næstunni, ákveða þeir kaldir ein- hliða að veita 38 færeyskum skip- um og 7 dönskum skipum leyfi til að veiða á árunum (hausti) 1981 til 1982 hvorki meira né minna en 1500 tonn af laxi, sem jafngildir 2250 tonnum, ef þessi lax fengi að halda áfram að vaxa og dafna í úthafinu, áður en hann leitar aft- ur til uppruna síns. Og nú hafa þeir flutt veiðitímann fram á haustið, byrjuðu nú 15. október í stað 1. nóvember sl. ár, sem þýðir að sjálfsögðu stóraukið smálaxa- dráp. Ég hefi áður hér í Morgunblað- inu kallað þessa iðju Færeyinga fiskilegan ránsfeng og því meira, sem ég kynnist máiinu, þeim mun Jakob V. Hafstein staðfastari verður þessi skoðun mín. — Verður laxastofn okkar fyrir tilfinnanlegum áfollum af þessari út- hafsveiði Færeyinga? — Ég tel engan vafa leika á því. Sumir hafa viljað kenna um vor- kuldum 1979 og náttúrusveiflum minnkandi laxveiði hér á landi tvö síðastliðin ár. Þeir, sem þannig tala, eru vísvitandi að spilla málstað íslands í þessu alvarlega máli — máli sem snertir mörg önnur lönd og ríki og verður að leysa með milliríkjaviðræðum og samningum. „Vorkuldakenningin" hefur sjálf dæmt sig úr leik, þegar fyrir liggja tölur um það, að laxveiðin í Skotlandi, írlandi og Noregi hefur minnkað svo að segja um ná- kvæmlega sama hlutfall og á ís- landi, eða frá 49—52% falli á sl. tveim árum, á sama tíma sem Færeyingar fimmfalda úthafs- veiði sína í Noregshafi. Menn verða að gera sér ljóst í þessu sambandi, að ekki var vorkuldun- um fyrir að fara í Skotlandi, ír- landi og Noregi. Og þó fengu þessi lönd hlutfallslega sama skell af laxveiðum Færeyinga og við. Fæst orð bera minnsta ábyrgð á þessu stigi málsins. En auðvitað verður að aðhafast eitthvað nú þegar og það af mikilli einurð. Ég mundi leggja til að einmitt á þessu stigi málanna ætti Utanríkismála- nefnd Alþingis að samþykkja ein- róma tillögu Alberts Guðmunds- sonar frá 10. ágúst í sumar. Sú tillaga er einbeitt og ákveðin. Og samþykkt hennar mundi létta störf nefndarinnar mjög og styrkja hana til stórra dáða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.