Morgunblaðið - 01.12.1981, Síða 37

Morgunblaðið - 01.12.1981, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981 45 í Vatnaskógi. „Manni gat oft runnid í skap, þegar mikið lá við að ná sambandi, sem oft tók æði langa stund. Rétt um leið og svarað var, kom miðstöð inná og sagði: Afsakið, Landssíminn tekur línuna fyrir Vatnaskóg.“ fólk að gjalda? Það er enginn að biðja um gjafir, aðeins jafnrétti og bræðralag, að áunninn réttur fólks sé ekki af því tekinn, það er réttlætismál. Þetta fólk er nægju- samt og sést aldrei í kröfugöngum um höfuðborgarstræti, en það kaus sér fulltrúa á löggjafarþing, til þeirra er hugsað þegar beita á það órétti, þegar svipta á það hefðbundnum rétti, sem það á, líkt og aðrir frjálsir menn í okkar landi." Akranesi, 21. nóv. 1981, Valgarður L. Jónsson fv. bóndi á Eystra-Miðfelli. Þad skal því einn- ig gedjast mér Bestu söngv- ararnir? Söngelskur skrifar: Nýlega auglýsti diskótekið Óðal að það myndi kynna nýju sólóplötuna hans Gunnars Þórðarsonar. I sjálfu sér er ekkert við það að athuga ef ekki kæmi annað til. I auglýsingunni stóð nefnilega að allir bestu söngvar- ar landsins syngju á þessari plötu. Hverjir eru bestu söngvararnir? Eru það Guðmundur Jónsson og Kristinn Hallsson? Nei, afskaplega er nú ólíklegt að þeir syngi inn á diskó-plötu. Þá hlýtur að vera átt við poppsöngvara. Mikill meirihluti segir að Bubbi Morthens sé besti popp- rokksöngvarinn. Persónulega finnst mér hinsvegar Egill „þurs“ Ólafsson hafa vinninginn. En allir ættu þó að geta verið sammála um að þeir tveir eru bestu íslensku popp-rokksöngv- ararnir. Sem söngvarar eru þeir það langt framar öðrum. Já, það er sannarlega freistandi að kynnast plötu sem hefur að innhalda söng þeirra Egils og Bubba á einu bretti. Allir í Öðal! — En, nei, hvað kemur þá í Ijós? Hvorki Bubbi né Egill hafa komið nálægt umræddri plötu. Þess í stað syngja á plötunni margir vel kunnir söngvarar sem ég hef engan áhuga á að hallmæla. En þeim er ekki gerður neinn greiði með því að auglýsa þá sem bestu íslensku söngvarana. Þvert á móti hlýtur svona auglýsingaskrum að vera þeim og öðrum afar óheppilegt. Þetta aug- lýsingaskrum ber tvímælalaust að fordæma. Einar Ingvi Magnússon skrifar: „Heill og sæll Velvakandi og les- endur blaðsins! Það drífur margt á daga okkar mannanna. Lífið er harður skóli og afkoma manna misjafnlega góð eða ill. Sumir líta á lífið sem til- viljunarkennt fyrirbæri og lifa eftir hinni þekktu reglu: I dag skulum við eta og drekka og vera glaðir, því að á morgun munum vér deyja. Aðrir líta á lífið sem sköpun Guðs og sjá háleitan til- gang, gleði og kvöl, orsakir og af- leiðingar í öllu. Sjálfsagt finnst þeim mörgum að víða sé mönnum mismunað í þessum heimi. Sumir leggja frá sér allar byrðar huga síns og henda sér út i heimsins glaum og gleði til að gleyma, aðrir setjast og bíða spekinnar meðan hugur leitar í djúpum sálarinnar. En hvort sem við berumst með straumi gleði og friðar eða rang- hvelfumst í köldu andstreymi ætt- um við að minnast orða mannsins sem standa í Bók bókanna: „Fyrst vér höfum þegið hið góða af Guði, ættum vér þá ekki einnig að taka við hinu vonda?“ Galileo Galilei hefur sennilega rekið augun í þessa ræðu Jobs, því í mótstreymi sínu varð honum að orði: „Þannig geðjast það Guði, það skal því einnig geðjast mér.“ í heimi bítandi norðanbáls og eyðimerkurvítis, í heimi sumars og vetrar, gleði og sorgar ætti hverjum þeim sem leitar visku og ekki lítur á lífið sem tilviljun eina saman að verða slíkur boðskapur tamur í munni og ljúfur í eyra. Með kærri kveðju." „Mikill meirihluti segir að Bubbi Morthens sé besti popp-rokksöngvar- inn. Persónulega finnst mér hins vegar Egill „þurs“ Ólafsson hafa vinning- inn.“ Þessir hringdu . . . Til fyrirmyndar íbúi við Brckkusel hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig iangar til að koma á framfæri þakklæti mínu til lögreglunnar fyrir greiðasemi og snör viðbrögð í ákveðnu máli. Þannig var að fyrir ofan húsið hérna er skíðabrekka sem litlir skíðamenn hafa not- að óspart, svo og hvers kyns sleða- og þotufólk. Sá galli var á gjöf njarðar, að opið var úr skíðabrekkunni út á götuna fyrir neðan og var smáfólkið því í stöðugri hættu vegna bílaumferðar. Eg tók mig til og hringdi til lögreglunnar og benti á að hér þyrfti á ein- hvern hátt úr að bæta og bað lögregluþjóninn sem ég talaði við að leiðbeina mér í málinu. Hann tók ábendingu minni ákaflega vel og sagðist skyldu koma henni áfram til réttra aðila. Síðdegis næsta dag var búið að sandbera skák fyrir neðan brekkuna og fyrir kvöldið var búið að girða í kring og ganga frá öllu saman. Eg veit að íbúarnir hérna í kring eru mér sammála um það, að þessi viðbrögð eru til fyrirmyndar. Tek undir með Sigurði Karlssyni Jóhanna Eyjólfsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Eg tek heils hugar undir skoðanir Sigurðar Karlssonar, sem kært hefur Video-son fyrir háttsemi þess í Breið- holtinu. Ég er sjálf Breið- holtsbúi og mér hefur blöskr- að hvernig þetta fyrirtæki hefur vaðið hér yfir, svo og það að borgaryfirvöld skuli hafa lagt blessun sína yfir starfsemi þess, sem ljóst er að varðar við lög. Ég bý í blokk sem er inni í þessu kerfi, en hef ekki látið tengja heimili mitt við lögleysuna, og mun ekki gera það. Ég er fegin að vita til þess að fleiri en ég vilja reyna að sporna við þess- ari starfsemi. íslenskar skáldsögur SUMAR BLÓM í PARADÍS Ný skáldsaga eftir Snjólaugu Bragadóttur frá Skáldalæk. Fyrri bækur Snjólaugar hafa jafnan fengió mjög góöar viötökur og hún oft veriö í hópi mest seldu höfundanna. SUMARBLÓM í PARADÍS er saga ungrar Reykjavíkurstúlku, sem stendur á timamótum í lifi sínu í upphafi bókar. Örlögin haga því þannig aö hún veröur þátttakandi í ævintýri sem gerist í Breiöafjarðar- eyjum, þar sem komið hefur veriö upp sumarhóteli, — sumar- paradís. Örlaganornirnar spinna hinni ungu stúlku vef sinn, og margt fer ööru vísi en ætlaö er og á horfist, en spurningu um hvaö gerist aó hausti er ekki svaraö fyrr en í bókarlok. JORVA . GLEÐI Eftir Guömund Halldórsson frá Bergsstööum. Guömundur er löngu landsþekktur rithöfundur bæöi fyrir smásögur sínar og skáldsöguna „Þar sem bændurnir brugga í friöi". i hinni nýju sögu Guömundar er undirtónninn hiö viökvæma deilumál sem nú er ofarlega á baugi á islandi, stórvirkjanamálin og allt þaö umrót sem þeim fylgir. Jafnframt segir Guömundur svo frá JÖRVAGLEÐI nútímans, þegar fólk slær tjöldum viö félags- heimiliö peningahelgina miklu, og unir þar um stund viö gleðskap og glaum. Skýr persónusköpun og trúveröugar lýs- ingar eru enn sem fyrr meginatriði frásagnarlistar Guömundar frá Bergsstööum. SAGAN UM ÞRÁIN Eftir Hafliöa Vilhelmsson, höfund bókanna „Leiö 12 Hlemmur- Fell“ og Helgalok. SAGAN UM ÞRÁIN fjallar um mann sem mótaður er af umhverfi sínu og föstum venjum. Bak viö skelina býr persóna búin mörgum eðlisþáttum sem togast á og eiga í innbyröis styrjöld. Hvaö gerist þegar viöjarnar bresta? Er niöurlægingin sjálfskaparvíti, eöa eitthvaó sem maöurinn veröskuldar. Þaö er meira aö segja spurningin hver niðurlægir hvern. SAGAN UM ÞRÁIN er nútímasaga — átakasaga, og eins og áöur nálgast Hafliöi viöfangsefni sitt tæpitungulaust og fær lesandann til aö hrífast meö sér og taka þátt í átökunum með söguhetjunum. ÖRN&ÖRLYGUR Síóumúlail, simi 84866

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.