Morgunblaðið - 01.12.1981, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 01.12.1981, Qupperneq 40
Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 t»r0imX>Xíií»ií> Síminn á afgreiðslunni er 83033 flltirgMffliIðfrlfr ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981 > > ■% Davíð Oddsson varð efstur í prófkjöri sjálfstæðismanna Atkvæði talin í prófkjöri sjálfstæðismanna í Valhöll í gærkvöldi. Talning hófst klukkan 17 og stóð fram á nótt. Hún var mjög tvísýn og fylgdist fólk spennt með. 5917 tóku þátt í prófkjörinu TALNINGU í prófkjöri sjálfstæð- ismanna í Reykjavík vegna borg- arstjórnarkosninga í vor lauk laust fyrir klukkan tvö í nótt. Alls greiddu 5917 atkvæði og varð röð 12 efstu manna sem hér segir: Jólarjúpan á 60 krónur? I.ÍKI'K benda til að jólarjúpan verði allmiklu dýrari en hún var fyrir jól í fyrra eða á tvöfoldu verði miðað við verðið í fyrra, sem raun- ar var óvenju lágt. í fyrra kostaði rjúpan 29 krónur í ham, en talið er að verð hennar verði nú allt að 60 krónum í ham. Ástæður þessarar miklu hækkunar er miklum mun minni veiði nú, sem stafar af stirðu tíðarfari. Samkvæmt upplýsingum Garðars H. Svavarssonar, sem til skamms tíma rak Kjötbúð Tóm- asar á Laugavegi, var gífurlegt framboð af rjúpu í fyrra. Mikið var af rjúpu og mikið veitt. Þetta hafði þau áhrif að verðið út úr búð var óvenju lágt miðað við verðlag annarrar matvöru. Hins vegar var mikill fjöldi fólks í fyrra, sem veitti sér rjúpur á jól- unum og svo mikil brögð voru að rjúpnaáti, að hún seldist gjör- samlega upp, sem er mjög sjald- gæft, jafnvel fyrir jól. Garðar sagði að sennilega væri ekki minna af rjúpu nú en í fyrra en stirt tíðarfar hefði komið í veg fyrir veiði. Því hefði verið mjög iítið framboð af henni í verzlun- um fram til þessa. Mesta rjúpna- magnið kemur af Norð-Vestur- landi og af Vestfjörðum. Einnig mun nú talsvert orðið um rjúpu á láglendi, t.d. í Borgarfirði. Batni tíðarfar, má búast við aukinni veiði og ætti það að hafa í för með sér lægra verð um leið og framboð eykst. Bruni að Óðinsgötu 20b: Kona var flutt á slysadeild MIKILL eldur kom upp í húsinu Oðinsgötu 20b, sem er eldra íbúð- arhús, um miðnæturbilið í gær- kvöldi. Slökkviliðið var þegar kvatt á staðinn og þegar ljóst var hvers eðlis var, var kvatt út aukalið og allir bílar slökkviliðsins sendir á staðinn. Þegar Morgunblaðið fór prentun í gærkvöldi var lítið vit- að um tjón af völdum brunans, en samkvæmt upplýsingum Mbl. var ein kona flutt á slysadeild, en um ástand hennar var ekki vitað nánar. Davíð Oddsson hlaut 3948 at- kvæði, Markús Örn Antonsson hlaut 3925 atkv., Albert Guð- mundsson hlaut 3842, Magnús L. Sveinsson 3290, Ingibjörg Rafn- ar 3124, Páll Gíslason 3096, Sig- urjón Fjeldsteð 2897, Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson 2832, Hilmar Guðlaugsson 2695, Hulda Val- týsdóttir 2667, Ragnar Júlíusson 2494 og Jóna Gróa Sigurðardótt- ir 2246. Aðrir færri atkvæði. Sem fyrr segir greiddu 5917 sjálfstæðismenn atkvæði í prófkjörinu en flokksbundnir ijálfstæðismenn í Reykjavík munu vera um 9200. Samkvæmt prófkjörsreglum þarf þriðjung- ur flokksbundinna sjálfstæð- ismanna í Reykjavík að taka þátt í prófkjöri til þess að það sé bindandi og frambjóðendur þurfa að fá helming greiddra at- kvæða til þess að prófkjör sé bindandi fyrir einstök sæti. Ijosm. Mbl. Kmilía. Byggðasjóður: 32 millj’. kr. lánaðar vegna erf- iðleika útgerðar og fískvinnslu Fjöldi lánsumsókna á leið til sjóðsins BYGGÐASJÓÐUR hefur lánað á milli 32 og 33 millj. kr. síðustu vikur til fiskvinnslufyrirtækja víðsvegar um land, til að hindra stöðvun þeirra eða koma þeim á stað aftur. Þessar lánveitingar eru allar til bráðabirgða. Auk þess sem sjóðurinn hefur lánað síðustu vikur, er Morgunblaðinu kunnugt um að fjöldi lánaumsókna er væntanlegur til stjórnar sjóðsins og telja forráðamenn þeirra fyrir tækja, að ef ekki komi til fyrir- greiðsla frá Byggðasjóði, eða ann- ars staðar þá muni fyrirtækin stöðvast. Meðal þeirra fyrirtækja, sem fengið hafa bráðabirgðalán und- anfarið eru: Kaupfélag Suður- nesja og Hraðfrystihús Kefla- víkur hf. Þessi fyrirtæki fengu 5 millj. kr. lán. Hraðfrystihúsið fékk í upphafi þriggja millj. kr. fyrirgreiðslu frá Byggðasjóði og um leið var Kaupfélaginu, sem er aðaleigandi Hraðfrystihúss- ins, gert skilt, að auka eigið hlutafé um 2 millj. kr. Eftir miklar þrengingar kaupfélags- manna í bönkum, ákvað stjórn Byggðasjóðs að lána Kaupfélag- inu umræddar 2 millj. kr., þar dagar til jóla sem annars hefði rekstur Hraðfrystihúss Keflavíkur ekki hafist aftur. Þá er Morgunblað- inu kunnugt um að meðal þeirra fyrirtækja sem fengið hafa fyrirgreiðslu undanfarið eru: Arborg hf. vegna togarans Bjarna Herjólfssonar, Meitill- inn hf. Þorlákshöfn, Þormóður Rammi hf. í Siglufirði, Hrað- frystihús Ólafsvíkur, Sæfang í Grundarfirði, Hraðfrystihús Patreksfjarðar hf., Frystihúsin þrjú í Skagafirði og Útgerðarfé- lag Skagfirðinga og Hraðfrysti- stöðin í Reykjavík. Þá munu margar lánaum- sóknir vera á leiðinni eða vera komnar til stjórnar Byggðasjóðs frá fyrirtækjum, sem eiga nú í gífurlegum rekstrarfjárerfið- leikum og munu jafnvel stöðvast ef ekki kemur til fyrirgreiðsla í einhverri mynd. Er Mbl. kunn- ugt um að meðal þessara fyrir- tækja eru: Garðskagi hf. í Garði, Eftirspurn eftir hangikjöti hefur minnkað stórlega SALA á hangikjöti hefur dregist töluvert saman undanfarnar vikur jafnvel svo tonnum skiptir. í einni verslun sem Mbl. hafði spurnir af hefur sala á hangikjötslærum minnkað um ca. 50 stykki á föstu- dögum. I samtali við Mbl. sagði Vigfús Tómasson, sölustjóri hjá Sláturfé- lag Suðurlands að hangikjötssalan hefði vissulega dregist saman undanfarið. Sagði Vigfús að skýr- ingin væri líklega fréttir af rann- sóknum Þóris Helgasonar læknis, en þær benda til þess að nítrit í hangikjöti geti valdið sykursýki. Vigfús bætti því við að neyslu- venjur Islendinga hefðu breyst mikið. Fátíðara væri að fólk hefði hangikjöt á jólunum og fólk keypti í auknum mæli svína- og nauta- kjöt til jólanna. Steindór Þorsteinsson hjá afurðasölu SÍS sagði að það væri greinilegt að hangikjötssalan hefði dregist saman og undir það tók Kristján Kristjánsson hjá kjötiðnaðarstöð- inni Búrfelli. Sagði hann að það væri líklega mest vegna blaða- skrifa um áhrif nítritsins. Hraðfrystihúsið á Eskifirði, Tangi hf. á Vopnafirði, frysti- húsið og útgerðarfyrirtækin í Tálknafirði, frystihúsin í Vest- mannaeyjum, frystihúsin á Eyr- arbakka og Stokkseyri og útgerð togaranna Lárusar Sveinssonar og Más í Ólafsvík. Tekjutrygging lág- launafólks hækkar um 517 krónur, en laun forsætisráð- herra um 2785 kr. LAUN hækka í dag um 9,92% sam- kvæmt útreikningi á framfærsluvísi- tölu. Tekjutrygging láglaunafólks hækkar þannig úr 5.214 krónum á mánuði í 5.731 krónu eða um 517 krónur. Laun forsætisráðherra og þingfararkaup hækka hins vegar úr 28.068 krónum í nóvember í 30.853 krónur í desember, eða um 2.785 krónur á mánuði. Þingfararkaup, sem allir þing- menn taka, hækkar um mánaðamót- in úr 14.969 krónum í 16.454 krónur. Laun forsætisráðherra hækka úr 14.845 krónum í 16.318 krónur og mánaðarlaun annarra ráðherra hækka í dag úr 13.223 krónum í 14.535 krónur. Þann 1. október síðastliðinn hækkaði húsaleigustyrkur þing- manna, sem hafa búsetu í Reykja- vík, en lögheimili utan Reykjavíkur og nágrennis úr 2.400 í 2.500 krónur á mánuði. Þessi styrkur var ákveð- inn 2.300 krónur 1. maí og 2.400 krónur 1. júlí. Þann 1. júní síðastlið- inn hækkaði dvalarkostnaður þing- manna í 75 krónur á dag og þann 1. október var ákveðið að greiða 90 krónur á dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.