Morgunblaðið - 03.12.1981, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI
265. tbl. 68. árg.
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981
Prcntsmiðja Morgunblaðsins.
N arsjá, 2. dospmbor. Al*.
FIM1V1 hunrtruð sérþjálfaðir lötircglumenn, sem nutu stuðnings 4—5000
hermanna, létu í morgun til skarar skríða gegn nemendum í skóla slökkvi-
liðsmanna í Varsjá, sem hafa halrtið kyrru fyrir í byggingunni í átta daga.
Sumir lögreglumannanna voru látnir síga niður á þak hússins úr stórri
herþyrlu og samtímis réðust aðrir inn um aðaldyrnar. Aðgerðin stóð í hálfa
aðra klukkustund og er ekki vitað til að meiðsli hafi orðið á mönnum.
VValesa skoraði í dag á allar deildir Samstöðu að vera viðbúnar allsherjar
verkfalli í landinu og sagði, að verkamcnn væru reiðubúnir að láta sverfa til
stáls með þeim og stjórnvöldum.
Námsmennirnir hafa að undan-
förnu verið að mótmæla því, að
slökkviliðsmenn skuli heyra undir
herinn, sem veldur því, að ný lög
Vantraustið
fellt á þingi
Jerúsalem, 2. desember. Al*.
MIKIL og áköf umræða var á ísra-
elska þinginu í dag um fjórar van-
trauststillögur. sem stjórnarandstað-
an bar fram á stjórnina vegna
nýgerðs samnings milli ísraela og
Kandaríkjamanna um samstarf í
hermálum. í atkvæðagreiðslu seint í
kvöld voru vantrauststillögurnar
fclldar með 57 atkv. gegn 53.
um úrbætur í skólamálum ná ekki
til þeirra. Eftir aðgerðirnar var
þeim skipað að halda til síns
heima en margir flykktust á
skrifstofur Samstöðu í borginni,
sem voru telex- og símasambands-
lausar meðan á aðgerðunum stóð.
Forystumenn Samstöðu í Varsjá
brugðust mjög ókvæða við aðgerð-
um lögreglunnar og íhuguðu boð-
un allsherjarverkfalls þegar í stað
en hættu við það þegar lögreglan
lét lausan úr haldi Seweryn Jaw-
orski, einn frammámanna Sam-
stöðu í Varsjá, sem var með
námsmönnunum.
Lech Walesa varaði verkamenn
við frekari aðgerðum lögreglunnar
og bað þá að vera viðbúna alls-
herjarverkfalli en hvatti þá jafn-
framt til að bíða úrslita neyðar-
fundar Samstöðu.
— sagði Walesa eftir árás lögreglunnar á
skóla slökkviliðsmanna í Varsjá
Sérþjálfaðir menn úr pólska
hernum við öllu búnir meðan
á aðgerðunum gegn náms-
mönnum í skóla slökkviliðs-
manna í Varsjá stóð. Á milli
4000 og 5000 menn tóku þátt
í árásinni, sem stóð í hálfan
annan tíma.
AI*-frétUmynd.
„Erum reiðubúnir til
átaka við stjórnvöld“
Sovésk herstöð
Ariel Sharon varnarmálaráð-
herra varði samninginn af mikl-
um móð og sagði, að hér eftir
þyrftu Arabaríkin ekki að búast
við því að geta upprætt Ísraelsríki
með aðstoð Sovétmanna. Stjórn-
arandstöðuþingmenn Verka-
mannaflokksins sökuðu stjórnina
hins vegar um að efna til ónauð-
synlegra átaka við Sovétstjórnina
án þess að nokkur nýr stuðningur
byggi að baki af hálfu Bandaríkja-
Árás lögreglumannanna hófst
klukkan tíu fyrir hádegi en þá
þegar hafði safnast saman mikill
mannfjöldi fyrir utan skólabygg-
inguna, þar sem það hafði borist
út um borgina hvað til stæði. Þeg-
ar námsmennirnir voru leiddir á
brott gerðu þeir sigurmerki til
fólksins, sem hrópaði ókvæðisorð
til lögreglunnar. „Þið eruð hetjur,"
kölluðu borgarbúar til náms-
mannanna. „Þið hafið alla þjóðina
með ykkur."
í Nicaragua?
NN ashinglon, 2. descmber. AP.
IIATTSKTTI K bandarískur embættismaður sagði í dag, að vcrið væri að
lengja þrjár flugbrautir í Nicaragua til að gera sovéskum MiG-þotum fært að
lenda þar og að Sovétríkin og leppríki þeirra fengju nú „í fyrsta sinn aðstöðu
til að koma upp herbækistöð í Mið-Ameríku“. Sagðist hann hafa heimildir
fyrir því, að 24 MiG-þotur væru væntanlegar til landsins í vor.
Noregur:
Ætlaði að ræna
erfðaprinsinum
Osló, 2. des. Frá fréltaritara Mbl.
UMSVIFAMESTI bankaræningi í Noregi, Martin Pedersen, hafði á
prjónunum að ræna norska erfðaprinsinum, Hákoni Magnúsi, og krefjast
20 milljóna nkr., um 30 millj. fsl., sem iausnargjalds. Þessar upplýsingar
komu fram við yfirheyrslur lögreglunnar yfir Björn Alstad, félaga Peder
sens, sem tekið hefur þátt í fimm bankaránum með honum.
Martin Pedersen hefur játað
við yfirheyrslur hjá lögreglunni
að hafa rænt 19 norska banka á
síðustu sex árum og haft um 12
millj. nkr. upp úr krafsinu. Fé-
lagi hans, hárskerinn Björn Al-
stad, var með honum í fimm
skipti og m.a. í bankaráninu í
Drammen þegar þeir komust á
hrott með hálfa fimmtu milljón
nkr. Alstad segir, að Pedersen
hafi svo á síðasta sumri lagt á
ráðin um að ræna Hákoni Magn-
úsi, norska erfðaprinsinum, þar
sem hann dvaldist á sveitasetri
foreldra sinna í Tjöme, skammt
frá Túnsbergi í Oslóarfirði.
Að sögn Alstads leitaði Ped-
ersen til tveggja Þjóðverja, sem
áttu að aðstoða hann við ránið,
og var hugmyndin sú, að prins-
inn yrði fluttur frá Noregi á
hraðskreiðum báti. Síðan átti að
halda honum í gíslingu erlendis
þar til lausnargjaldið hefði verið
greitt.
Þessar fréttir, sem birtust í
norskum fjölmiðlum í gaer,
þriðjudag, hafa að vonum komið
mjög flatt upp á Norðmenn og
Hákon Magnús, erfðaprins.
valdið þeim miklum áhyggjum.
Hákon Magnús, norski erfða-
prinsinn, sonur þeirra Daralds
krónprins og Sonju prinsessu,
hefur verið alinn upp eins og
önnur börn og lítil gæsla á hon-
um höfð til þessa en talið er lík-
legt, að á því verði nú gerð brag-
arbót.
Martin Pedersen sjálfur vísar
fullyrðingum Alstads á bug og
segist aldrei hafa ætlað að ræna
prinsinum. Hann hafi aðeins
rætt um það við félaga sinn hve
prinsins væri illa gætt.
Alexander M. Haig, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, hefur að
undanförnu varað stjórnvöld í
Nicaragua við því að gerast leppur
Sovétmanna og einnig við þróun-
inni í landinu, sem hann segir, að
stefni öll í einræðisátt. Því til
staðfestingar bendir hann á, að
dagblöð eru nú ritskoðuð, starf-
semi verkalýðsfélaga hafa verið
settar skorður og frammámenn í
atvinnulífinu, sem hafa leyft sér
að gagnrýna stjórnvöld, hafa verið
handteknir.
Embættismaðurinn fyrrnefndi
sagði, að höfuðborg Nicaragua,
Managua, væri orðin eins konar
útibú frá kommúnistaríkjunum,
þar væru „Austur-Þjóðverjar,
Búlgarar, Norður-Kóreumenn,
Rússar, Kúbumenn og jafnvel
menn frá PLO, frelsissamtökum
Palestínumanna". Hann sagði, að
Kúbumenn, sem væru 3000 talsins,
sæju um hermálin en Austur-
Þjóðverjar um öryggisgæsluna.
Þegar byltingarhreyfing Sand-
inista steypti Somoza af stóli fyrir
hálfu þriðja ári voru 7.000 menn í
stjórnarhernum en nú eru þeir
50.000 auk 200.000 varðliða.
Spánn:
Gonzalez varar vid
valdaránstilraun
Madrid, 2. desember. Al*.
FELIPE Gonzalez, leiðtogi
spænskra sósíalista, skoraði í dag á
minnihlutastjórn Miðflokkasam-
bandsins að mynda nýja samsteypu-
stjórn með þátttöku sósíalista til að
koma í veg fyrir yftrvofandi hættu á
enn einni valdaránstilraun hersins.
Gonzalez skýrði frá þessu á
blaðamannafundi, sem hann efndi
til skcmmu áður en Sotelo forsæt-
isráðherra sór embættiseið end
skipulagðrar stjórnar sinnar en
uppstokkun er talin gerð til
treysta tök hans á Miðflokkasa
bandinu, sem er samsteypa ými
flokka. Gonzalez hefur að und
förnu varað við því, að klofning
inn innan stjórnarflokksins g
hrundið af stað enn einni tilrt
hægrisinnaðra herforingja
valdaráns.