Morgunblaðið - 03.12.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.12.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981 I»að kemur berlega í Ijós á þessari mynd, að eldsneytisgeymir geimskutlu Bandarfkjamanna er engin smásmíði, en hér er hægt að virða fyrir sér stserð tanksins í samanburði við mennina sem þarna eru að flytja hann í samsetningarskýli geimferjunnar á Kennedy-geimvísindastöðinni á Flórída fyrir skömmu. Þessi geymir verður notaður í þriðju ferð geimskutlunnar. Eldsneytið, sem er fljótandi súrefni og vetni, nægir aðeins til að koma skutlunni nokkra tugi kflómetra út í geiminn, eða í nokkrar mínútur, þótt magnið kunni að þykja mikið. Flugslysið á Korsíku: Skuldinni skellt á ónóg flugleiðsögutæki Belgrad, Ajaccio, 2. dcst'nilMT. Al*. FJÖLMIÐLAR og fréttastofur í Júgóslavíu fullyrtu í dag, að rekja mætti orsakir flugslyssins mikla á Korsíku í gær til ónógra og ófullkominna ilugleiðsögutækja í grennd við Ajaccio-flugvöll. Flugslysið er hið mesta á þessu ári, alls fórust 174 með flugvélinni, sem var í eigu Inex-Adria-flugfé- lagsins. Embættismenn sögðust álíta, að veðurfar í grennd flugvallar- ins ætti trúlega hlut að máli, því hvassviðri og þoka var á og San Pietro, fjallið sem þotan skall utan í, var hulið óveðursskýjum. Hermenn úr frönsku útlend- ingaherdeildinni fundu í dag Sovézkir njósnarar teknir í V-Berlín Berlín, 2. desember. AP. BANDARÍSKIR og vesturþýzkir lögreglumenn handtóku í dag þrjá sovézka hermenn og sovézkan dipló- Kona með tvö móður- líf ól tvíbura Tapei, 30. nóvember. Al*. 26 ÁRA gömul kona á Form- ósu ól fyrir nokkrum dögum tvíbura, sem ekki væri í frá- sögur færandi nema vegna þess að þeir komu hvor úr sínu móðurlífinu. Afar fátítt er að konur hafi nema eitt móðurlíf og er einungis vitað um 10 slík tilvik í sögu læknavísindanna. Móður og börnum heilsast ágætlega. mat ásamt AusturÞjóðverja þar sem þeir voru að reyna að hafa hernað- arleyndarmál út úr bandarískum hermanni sem staðsettur er í Vest- urBerlín. Handtaka austantjaldsmann- anna fimm fór fram í Grúnewald- skógi í V-Berlín. Bandaríski her- maðurinn skýrði yfirmönnum sín- um frá tilboði Sovétmanna og féllst á að vera tálbeita svo hægt yrði að klófesta þá. í samræmi við fjórveldasam- komulagið um Berlín voru Sovét- mennirnir fjórir afhentir sendi- ráðsmönnum í A-Berlín, en A-Þjóðverjinn, sem er 41 árs, er hins vegar hafður í haldi í V-Berl- ín meðan rannsókn fer fram í máli hans. Framferði Sovétmannanna fjögurra hefur verið formlega mótmælt við yfirvöld í Moskvu. Talsmaður bandarísku herstjórn- arinnar í V-Berlín neitaði hvorki né játaði, að Sovétmennirnir hefðu verið að falast eftir upplýs- ingum um hernaðarleg mannvirki í V-Berlín. svarta kassa flugvélarinnar, en með rannsóknum á stálþræði kassans eiga sérfróðir menn auð- veldara með að segja fyrir um tildrög og orsakir slyssins. Ekk- ert hefur verið látið uppi um flug vélarinnar síðustu mínúturnar fyrir slysið, annað en það að flugstjórinn sendi út neyðarkall i þann mund sem þotan rakst í fjallshlíðina, fáeinum mínútum áður en áætlað var að flugvélin lenti í Ajaccio. Júgóslavneskir fjölmiðlar sögðu í dag, að tækjabúnaður á flugvellinum í Ajaccio og ná- grenni hans væri ekki eins full- kominn og gera mætti kröfur til með tilliti til veðurfars og fjall- lendis við flugvöllinn. Franskir sérfræðingar lýstu því yfir, að ekkert mætti út af bregða og ekkert svigrúm væri fyrir mis- skilning í fjarskiptum flug- manna og flugumferðarstjóra síðustu mínúturnar fyrir lend- ingu í Ajaccio, ef illt ætti ekki að hljótast af. Fyrirskipuð hefur verið þjóð- arsorg í Júgóslavíu 4. desember vegna slyssins. Flaggað verður í hálfa stöng og öllum samkomum hefur verið aflýst þann dag. Tvær júgóslavneskar íþrótta- stjörnur voru meðal þeirra er fórust með þotunni, Dare Bernot, er vann silfurverðlaun á heims- meistaramóti í siglingum 1963, og ein efnilegasta sundkona Júgóslava í dag, hin 14 ára gamla Spela Regolj. Ásamt Bernot fór- ust kona hans og tvö börn. Ein skærasta íþróttastjarna Júgó- slava fyrr og síðar, fimleikamað- urinn Miro Cerar hætti við för á síðustu stundu. Afganskar þyrlur gerðu skotárás á Pakistan Isiamabad, 2. desembiT. Al*. FIMM manns fórust og þrír særðust alvarlega er tvær afganskar árásarþyrl- ur gerðu loftárásir á langferðabifreiðir og þorp í Pakistan. Að sögn formælenda utanríkis- ráðuneytisins í Islamabad gerðu þyrlurnar árás á stöðvar í Baluk- istan-héraði og er hér um alvar- legasta landamærabrot að ræða frá því Rússar gerðu innrás sína í Afganistan fyrir tæpum tveimur árum. Atburðunum hefur verið harð- lega mótmælt við yfirvöld í Kabúl og í skilaboðum sem afganska sendifulltrúanum í Islamabad voru afhent í dag áskildu Pakist- anar sér rétt til að grípa til viðeig- andi gagnráðstafana. „Brjálaði Mike“ ákærður fyrir mannrán Pretoría, 2. desember. AP. LEIGULIÐAFORINGINN „Brjálaði Mike“ er stjórnaði leiguliðum í Kongó, nú Zaire, á sínum tíma og aðild átti að misheppnaðri bylt- ingartilraun á Seychelles-eyjum í síðustu viku, var ákærður í dag fyrir mannrán ásamt fimm félögum sín- um og látinn laus úr haldi gegn tryggingu. Þrjátíu og niu menn aðrir er sakaðir höfðu verið um að eiga að- ild að byltingartilrauninni og rán- inu á flugvél Air India-flugfélags- ins, var sleppt úr haldi án ákæru. Brjálaði Mike og fjórmenn- ingarnir eiga yfir höfði sér rétt- arhöld er hefjast 7. janúar næst- komandi. Var þeim gert að skila vegabréfum sínum og tilkynna sig vikulega á lögreglustöð næst heimili þeirra. Tryggingin, sem hverjum og einum var gert að greiða, var að upphæð 10.500 doll- arar. France Albert Rene, forseti Seychelles-eyja, sagði í dag að sú ákvörðun dómstóla í Pretoríu, að láta 39 aðildarmenn að byltingar- tilrauninni lausa, væri vísbending um að stjórnvöld í Suður-Afríku hefðu staðið á bak við hina mis- heppnuðu byltingartilraun. Fjórmenningarnir, sem látnir voru lausir gegn tryggingu og gef- ið að sök að hafa verið í vitorði með „Brjálaða Mike“, voru Peter Bruce Gay Duffy, 40 ára brezkur ljósmyndari er býr í Durban og var foringi sveitar leiguliða Mikes, Tullio Moneta, 42 ára suður- afrískur leikari, Kenneth Hugh Dalgliesh, 32 ára Breti er býr í Durban, og Charles Glen Goatley, 27 ára Rhódesíumaður er var orrustuflugmaður í herjum stjórnar Ian Smiths áður en land- ið varð Zimbabwe. „Brjálaði Mike“, Michael Hoare, málaliðinn frægi, sem tók þátt í árásinni á Seychelles-eyjum, sést hér yfirgefa réttarsal í Pretoríu í Suður Afríku, eftir að hann hafði verið lát- inn laus gegn tryggingu. Metfjöldi pólskra flóttamanna Vínarborg, 2. desember. AP. EMBÆTTISMENN skýrðu frá því í dag, að á 24 klukkustunda tímabili, frá mánudegi til þriðjudags, hefðu 342 Pólverjar sótt um hæli sem póli- tískir flóttamenn í Austurríki, en það er met fyrir einn dag. Talið er að nú séu um 60 þúsund pólskir flóttamenn í Austurríki. Embættismenn segja greinilega aukningu á þeim fjölda Pólverja sem sækjast eftir því að flytjast til Vesturlanda. Óviss úrslit á Nýja Sjálandi Wellington, 1. des. AP. FLOKKUR Robert Muldoons, for sætisráðherra Nýja Sjálands, hlaut hreinan meirihluta í þingkosningun- um á laugardaginn vegna endurtaln- ingar sem leiddi til þess að hann bætti við sig einu þingsæti. En meirihluti Muldoons er fall- valtur þar sem eftir er að telja utankjörstaðaatkvæði og hugsan- legt er að endurtalning fari fram í fleiri kjördæmum. Samkvæmt hinum nýju niður- stöðutölum kosninganna fær Þjóð- arflokkur Muldoons 47 þingsæti, Verkamannaflokkurinn 43 og Sósíal-kreditflokkurinn tvö þing- sæti. Meirihluti Muldoons-manna er aðeins 16 atkvæði í einu kjördæmi og 44 í öðru. Við endurtalninguna sem breytti úrslitunum fékk flokkur Muldoons 4 atkvæða meirihluta, en við fyrri talningu hafði Verkamannaflokkurinn 96 atkvcæða meirihluta. Lokaúrslit verða kunn þegar utankjörstaðaatkvæði verða talin eftir eina viku. Þau voru um 1.500 í hverju kjördæmi í síðustu kosn- ingum. Óvænt endalok l/ondon, 2. desember. AP. ÓVÆNTUR endir varð á mat- arboði forseta brezka þingsins til hciðurs Karli prins og Díönu prinsessu skömmu eftir að gestir höfðu setzt að borðum. Veizlan var haldin í bústað þingforseta í Westminster og er verið var að bera fram matarföng, hringdu klukkur óvænt og skyndilega til atkvæðagreiðslu í neðri málstofu brezka þingsins. Stukku við- staddir þingmenn frá veizluborð- inu og hröðuðu sér inn í þingsali og veizlan fór út um þúfur. George Thomas þingforseti bað prinsinn og prinsessuna afsökunar á hvernig til tókst, og Margrét Thatcher forsæt- isráðherra, er sat næst Karli prins, lýsti gremju sinni. Prinsinn og prinsessan sýndu stillingu þegar þingmenn þustu frá borðum, en voru þó greinilega ekki ánægð. Ástæðan fyrir því að klukk- ur hringdu til kosninga í Westminster var sú, að þing- maður Verkamannaflokksins óskaði eftir því að umræður um erfiða stöðu atvinnulífsins yrði slegið á frest, en þær höfðu nálgast suðumark. Vegna formsins á frestunar- beiðni þingmannsins varð varaforseti þingsins að láta fara fram um hana atkvæða- greiðslu, en undir venjulegum kringumstæðum getur hann frestað fundi án þess að þurfa að leita álits þingmanna. Sam- þykkt var með 72 atkvæðum gegn 32 að fresta fundi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.