Morgunblaðið - 03.12.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.12.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981 :/ Spástefna um þróun efnahags- mála árið 1982 Stjórnunarfélag íslands efnir til spástefnu um þróun efnahagsmála áriö 1982 og verður hún haldin í Krist- alssal Hótels Loftleiöa fimmtudaginn 10. desember 1981 og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 14:00 Spástefnan sett — Tryggvi Pálsson, Stjórnunarfélagi íslands. 14:20 Spá um þróun efnahagsmála áriö 1982 — Ólafur Davíðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar. 14:40 Spá um þróun peningamála árið 1982 — Bjarni Bragi Jónsson, hagfræöingur Seölabanka íslands. 15:00 Álit á þróun efnahagsmála árið 1982 — Valur Valsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðn- rekenda. 15:15 Álit á þróun efnahagsmála árið 1982 — Björn Björnsson, viðskiptafræðingur, Alþýöusambandi islands. 15:30 Kaffi 16:00 Álafoss hf. — Pétur Eiríksson, forstjóri Álafoss hf. 16:10 Samband íslenskra samvinnufélaga — Eggert Ágúst Sverrisson, fulltrúi Sambandi íslenskra samvinnufélaga. 16:20 Flugleiðir hf. — Valgeröur Bjarnadóttir, forstöðumaður hagdeildar Flug- leiða hf. 16:30 Eimskipafélag íslands hf. — Þórður Magnússon, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eimskipafélags islands hf. 16:40 Reykjavikurborg — Björn Friðfinnsson, framkvæmdastjóri fjármáladeildar Reykjavíkurborgar. 16:50 Almennar umræöur. Spástefnan er ætluö framkvæmdastjórum, fjármála- stjórum, starfsmönnum hagdeilda og öörum sem hafa meö höndum áætlanagerö í fyrirtækjum og stofnunum. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins í síma 82930. STIÓRNUNARFÉIAG fSIANDS SÍDUMÚLA 23 105 REYKJAVÍK SÍMI 82930 MALNINGAR* TIL60G frá JL byggingavönim Nú geta allir faríð að mála. Komið og kynnið ykkur málningartilboðið. Otrúlegur afsláttur. Greiðsluskibnálar við allra hæfi. Opið mánud. - miðvikud. 8-18 Opið fimmtudaga 8-20 Opið föstudaga 8-22 Opið laugardaga 9-12 Muníd adkeyrsluna frá Framnesvegi. iTl BYCGINGAVÓRUR HRINGBRAUT 119, SIMI 10600 Er ár aldraðra ákvörðun Sameinuðu þjóðanna Svavars Gestssonar eða Alþingis? Eftir Pétur Sigurðsson, alþm. Ráðuneytisstjóri heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins hefur sent frá sér greinargerð um nefndar- störf vegna málefna aldraðra, en í þeirri nefnd er hann formaður. Þar sem greinargerð þessi var samin og send til fjölmiðla og Al- þingis án þess að hún væri rædd fyrst í nefndinni, þykir undirrit- uðum, sem þar á sæti og er jafn- framt 1. flm. þáltill. um ár aldr- aðra, rétt að leiðrétta misskilning sem kemur fram í umræddum skrifum og víðar. I grg. ráðuneytisstjórans er ítrekað minnst á ár aldraðra. Virðist svo sem hann og fleiri hafi talið að vegna þess að heilbrigð- isráðherra hafi skipað í framan- greinda nefnd til þess eins og segir í skipunarbréfi hans: „að annast undirbúning alþjóða- árs aldraðra 1982 í samræmi við ályktun þings Sameinuðu þjóð- anna (A/Res/35/129) 11. des- ember 1980 — og hins vegar að gera tillögur til ráðherra um samræmingu á skipulagi í heilbrigðisþjónustu fyrir aídraða með tilliti til fé- lagslegra og heilsufarslegra sjónarmiða, sbr. þingsályktun hér að lútandi, sem vísað var til ríkisstjórnarinnar frá samein- uðu Alþingi í maí sl. (þingskjöl 23 og 936),“ hafí ár aldraðra á íslandi þar með verið ákveðið! í þessu er mikill misskilningur fólginn. í fyrsta lagi er ekkert al- þjóðaár aldraðra á vegum Samein- uðu þjóðanna í undirbúningi, held- ur alþjóðleg ráðstefna um öldrun (áður um málefni aldraðra). Verð- ur þessi ráðstefna haldin í Vín síðla sumars 1982. Tillögu um ár aldraðra fyrir forgöngu Sameinuðu þjóðanna var hins vegar hafnað og sú leið valin, sem hér er skýrt frá. Og hefur heiibrigðisráðherra orðið við óskum þings SÞ um að taka þátt í undirbúningi alþjóð- legrar áætlunar sem miðast á við að tryggja efnahagslegt og félags- legt öryggi aldraðs fólks svo og að skapa tækifæri til framlaga í þessum efnum af hálfu einstakra þjóða. Ályktun þessi er samþykkt í des. 1980 (35/129) og er einmitt vitnað til þessarar samþykktar SÞ í skipunarbréfi ráðherra til nefnd- armanna þ. 24. júlí 1981 (dagsetn- ing á bréfi til undirritaðs). Að ráðherra skuli í skipunarbr- éfi sínu tala um hlutverk nefndar- innar vera annarsvegar að annast undirbúning alþjóðaárs aldraðra, er því komið inn í bréfið fyrir mis- skilning, sama er að segja um ályktanir embættismanna sem af þessum misskilningi eru dregnar. Það er því skiljanlegt að við flm. hinnar íslensku þingsályktunar- tillögu á Alþingi um að tileinka árið 1982 málefnum aldraðra sé- um ekki að draga fram í tillögu okkar þennan misskilning. Við bendum hinsvegar í grg. því betur á aðdraganda og efnislega niðurstöðu samþykkta SÞ og tök- um skýrt fram að sú nefnd, sem við leggjum til að kosin verði, skuli eiga samvinnu við hina stjórnskipuðu nefnd, sem vinnur að tillögugerð um heilbrigðis- og vistunarþjónustu fyrir aldraða. Að það skuli ekki tekið upp í tillögugreinina sem byggt er á misskilningi sbr. það sem hér að framan segir, hlýtur að skoðast eðlilegt og raunar skylt. I grg. er hinsvegar skýrt frá umræddri ályktun SÞ svo og dagskrá aðalritarans. Ennfremur því að ráðherra hafi skipað um- rædda nefnd til að vinna að fram- angreindri ályktun SÞ (A/R- es/35/129) ásamt tillögugerð til hans um samræmingu á skipulagi í heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða HAFSKIP HF. REYKJAVÍK Til hluthafa Hafskips hf. Kynning á starfsemi félagsins. Þriðja áriö í röð boðar félagið til sérstaks fundar með stækkandi hópi hluthafa sinna til kynningar á starfsemi félagsins. Á fundinum munu deildarstjórar félagsins og framkvæmdastjórar sitja fyrir svörum og taka þátt í umræðum sem Jón Hákon Magnússon mun stýra. Kynningin fer fram laugardaginn 5. desember n. k. kl. 14.30 í Hliðarsal Hótel Sögu. (Gengið inn um hóteldyr. Upp stiga til hliðar við lyftu). Þess er að vænta að á kynningarfundinum verði hinar margvíslegustu spurningar ræddar, svo sem t. d.: - Næstu skipaendurnýjunarverkefni. - Hefur breytt tryggingarstefna félagsins skilað árangri? - Á ferjurekstur framtíð fyrir sér? - Endurskipulagningarmöguleikar í kjölfar úttektar á erl. rekstri félagsins (sbr. verkefni það, sem Björgólfur Guðmundsson stjórnar nú erlendis). - Á Hafskip hf. að tengjast (vöru)flugrekstri? - Hvernig verður hin nýja vörugeymsla og hafnarsvæði byggt upp? - Er rétt að stuðla að því, að Ríkisskip verði gert að hlutafélagi með aðild skipafélaganna? Það ereindregin hvatning, að hluthafar komi til kynningarinnar og leggi sitt lið til að gera kynninguna bæði gagnlega og skemmtilega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.