Morgunblaðið - 03.12.1981, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981
Eimskip — Hafskip:
Stefna að rekstri
farþegaskips 1983
EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS og Hafskip, sem undanfarid hafa unnið að
sameiginlegri könnun á hagkvæmni rekstur farþegaskips yfir sumartímann í
sameiningu hafa ákveðið að ekki verði af slíkum rekstri næsta sumar eins og
áformað var vegna þess, að ekki hefur fengizt heppilegt skip til verkefnisins.
Hins vegar hefur verið ákveðið, að
stofna undirbúningsfélag um rekst-
ur farþegaferju, sem gæti hafið
rekstur sumarið 1983, en í Færeyj-
um hafa auk þess nokkur félög og
einstaklingar hafið söfnun hlutafjár
í fyrirtæki, sem færi í samvinnu við
íslendinga, þótt landsstjórnin í
Færeyjum geti ekki verið með á
þessu stigi.
Niðurstöður athugana skipafélag-
anna lágu fyrir hvað reksturinn
varðar í október og kom þar fram,
að reksturinn gæti staðið undir sér í
þrjá mánuði yfir sumartímar.n. Þar
að auki var gert ráð fyrir 2
skemmtiferðum í upphafi og lok
rekstrartímans.
Samkvæmt rekstursáætlun var
gert ráð fyrir vikulegum siglingum
frá Reykjavík til Þórshafnar í Fær-
eyjum, Aberdeen í Skotlandi og
Esbjerg í Danmörku, með föstum
viðkomudögum í hverri höfn. Lögð
yrði áherzla á möguleikann að taka
bílinn með, njóta hvíldar og
skemmtunar um borð í góðu skipi,
og tengjast sem bezt samgöngukerf-
um landanna.
A næstunni verður gengið frá
stofnun félags og undirbúningi
haldið áfram á næstu mánuðum,
með það í huga að rekstur geti haf-
izt sumarið 1983 eins og áður sagði.
í GÆR, 2. desember, voru 20 ár
síðan Sundlaug Vesturbæjar var
opnujð. Og í þessi 20 ár hefur tæp-
lega 4' 2 milljón haðgesta notið
sundspretts í lauginni. Sundlaugin
markaði tímamót í sundlaugagerð
hér á landi þegar hún var bvggð.
Sundlaugin var ekki ferkönt-
uð, eins og tíðkast hafði hér á
landi, heldur var bogadregið út-
skot gert, sérstaklega ætlað fyrir
börn og reynst hefur mjög vin-
sælt. Og upp á annarri nýjung
var bryddað, sem ekki hefur síð-
ur verið vinsæl. Fyrsti heiti
potturinn hér á landi var tekinn
í notkun í Sundlaug Vesturbæjar
og er nú svo komið, að sundlaug
er vart lengur byggð hér á landi
án þess að heitur pottur sé í
næsta nágrenni.
A fyrsta heila starfsári sund-
laugarinnar komu tæplega 140
þúsund baðgestir og í fyrra var
nýtt met sett; alls komu liðlega
340 þúsund gestir. Fyrir nokkr-
um árum var baðaðstaða og bún-
ingsherbergjaaðstaða bætt og í
kjölfarið fjölgaði baðgestum um
100 þúsund.
„Nú eru tilbúnar teikningar af
2 nýjum gufuböðum og þriðja
heita pottinum, en hvenær haf-
ist verður’handa er óvíst," sagði
Stefán Kristjánsson, íþróttafull-
trúi Reykjavíkurborgar, í sam-
tali við Mbl.
„Rengi ekki þessa útreikninga“
Bjargráðasjóður nær
tómur, en bændur fá
bætur eigi að síður
Starfsmenn Sundlaugar Vesturbæjar héldu að sjálfsögðu upp á afmælið. Mynd. Mbl. Krisijín.
Sundlaug Vesturbæjar 20 ára
segir Pétur Stef-
ánsson, skipstjóri
„ÉG TEL mig ekki geta rengt þessa
útreikninga. Þeir standa miðað við
það svæði, sem við fórum yfir. Þar er
ekki að finna þau 300 þúsund tonn
af loðnu, sem okkur vantar til að
geta haldið veiðum áfram," sagði
Pétur Stefánsson skipstjóri, en hann
var um borð í hafrannsóknaskipinu
Bjarna Sæmundssyni við stofnstærð-
armælingar á loðnu.
„Á hinn bóginn vil ég segja það,
að ég er mjög óánægður með að
fiskifræðingar skyldu ekki hafa
kynnt sér ástand loðnustofnsins á
miðunum við Jan Mayen í sumar.
Sú loðna er ekki komin á miðin
nema að litlu leyti enn. Við fund-
um hluta af þeirri loðnu úti af
af loðnu í sumar og nú væri búið
að veiða á milli 20 og 40 þúsund
tonn af þeirri loðnu á miðunum úti
af Héraðsflóa, eða samtals rösk-
lega 200 þúsund tonn. Það hefði
verið mun meira magn á miðunum
við Jan Mayen en nú er búið að
veiða.
„Það sannast best, að útreikn-
ingar á loðnustofninum geta
aldrei verið nákvæmir, því í þess-
ari ferð fundum við ársgamla
loðnu í ríkum mæli austur af
Digranesi. Fram til þessa hefur
ársgömul loðna ávallt haldið sig
útaf Vestfjörðum. í sumar fundu
fiskifræðingar lítið af ársgamalli
loðnu á Vestfjarðamiðum, svo lítið
að þeir höfðu áhyggjur af. En sem
sagt, þessi loðna heldur sig nú á
Austfjarðamiðum," sagði Pétur að
lokum.
Kæran að mínu mati
á misskilningi byggð
segir Magnús Geirsson, formaður Rafiðnaðarsambands íslands
„KÆRAN ER að mínu mati á mis-
skilningi byggð og við könnumst
ekki við að hafa brotið nein lög,“
sagði Magnús Geirsson, formaður
Rafiðnaðarsambands íslands, í
samtali við Mbl., er hann var innt-
ur álits á kæru Verðlagsstofnunar
á hendur sambandi og Landssam-
bandi íslenzkra rafverktaka, þar
sem því er haldið fram, að þessir
aðilar hafi brotið lög um verð-
stöðvun, með því að fjölga ein-
Kemur okkur fyrst
og fremst á óvart
segir Árni Brynjólfsson, framkvæmda-
stjóri Landssambands íslenzkra raf-
verktaka um kæru Verðlagsstofnunar
„ÞESSI kæra kemur okkur
fyrst og fremst á óvart. Það hefur
ekkert verið við okkur talað,“
sagði Árni Brynjólfsson, fram-
kvæmdastjóri Landsambands ís-
lenzkra rafverktaka, í samtali við
Mhl., er hann var inntur álits á
framkominni kæru Verðlagsstofn-
unar á hendur sambandinu, hon-
um sjálfum og Rafiðnaðarsam-
bandinu, um meint brot á lögum
um verðstöðvun, þar sem segir, að
rafverktakar og Rafiðnaðarsam-
bandið hafi í sameiningu fjölgað
einingum í ákvæðisvinnu ein-
hliða.
„Mér virðist þarna verið að
kæra samning milli félaga, sem
mér virðist vera gerður á löglegan
hátt. En það sem raunverulega
átti sér stað var endurskoðun á
töxtum. Það var verið að endur-
bæta hluti, sem legið hafa í lág-
inni. Sumt var hækkað og annað
lækkað. í þessari endurskoðun átti
ekki að verða um fjölgun að ræða,
þegar á heildina er litið.
Annars má geta þess, að í kær-
unni er ákveðið verk tilgreint, en
það er alls ekki unnið í ákvæðis-
vinnu. Þá sýnist mér þetta bera
einhvern auglýsingakeim. Kær-
andinn kom þessu í biaðið hjá
ykkur og fór síðan til útlanda,"
sagði Árni Brynjólfsson, fram-
kvæmdastjóri Landsambands ís-
lenzkra rafverktaka að síðustu.
hliða einingum í ákvæðisvinnu.
„Við höfum verið með ákvæðis-
vinnuverðskrá, sem er í rauninni
bónustaxti, síðan 1965. í þessum
samningi eru ákvæði um það, að
við tæknibreytingar og ný efni og
nýjan búnað og að fenginni
reynslu, þá skuli taxtar færðir til
samræmis við breytingar. Það
hefur verið gert allan tímann. Það
er hins vegar fyrst núna, sem við
erum að fá á okkur kæru,“ sagði
Magnús Geirsson ennfremur.
Magnús Geirsson sagði að Raf-
iðnaðarsambandið myndi fá til
liðs við sig hlutlausan mann til að
rannsaka þessi mál og reikna út
breytingar á töxtunum. — „Þessi
kæra kemur okkur hins vegar
mjög á óvart, það kæmi okkur ekki
meira á óvart þótt fréttir bærust
af því, að íslendingar hefðu lent á
tunglinu í gær,“ sagði Magnús
Geirsson, formaður Rafiðnaðar-
sambands Islands að síðustu.
KARTÖFLIIBÆNDUR við Eyjafjörð
urðu fyrir miklum búsifjum í haust
er þeir gátu ekki tekið upp úr görð-
um sínum vegna snjóa. Sömuleiðis
varð sumarið mörgum bændum
þungt í skauti vegna kals í túnum og
annarra erfiðleika við heyöflun. Rík-
isstjórnin hyggst bæta tjón það er
þessir bændur urðu fyrir, að hluta að
minnsta kosti, og verður það væntan-
lega gert í gegnum Bjargráðasjóð. Sá
sjóður er hins vegar nánast tómur og
þarf því að finna leiðir til að útvega
sjóðnum fjármagn.
Pálmi Jónsson, landbúnaðarráð-
herra, sagði í samtali við Morgun-
blaðið, að athugun hefði verið gerð
á tjóni kartöflubænda við Eyja-
fjörð í lok október. Samkvæmt
mælingum voru garðlönd samtals
225,61 hektari og þar af var ekki
tekið upp úr görðum á 85,06 hekt-
urum, eða um 37,7% garðlanda við
Eyjafjörð. Pálmi sagði hins vegar
álitamál hversu mikið tjónið væri í
krónum talið.
Nú hefur verið skipuð mats-
nefnd, sem á að gera tillögur um
bætur og sagðist Pálmi vona að
niðurstaða hennar lægi fyrir fyrr
en seinna. Þá sagði Pálmi, að
nefnd, sem skipuð var 20. ágúst til
að kanna fóðurbirgðir bænda,
hefði skilað bráðabirgðatillögum
14. október og von væri á lokatil-
lögum þeirrar nefndar innan
skamms. Pálmi sagðist telja eðli-
legt að þessi tvö mál yrðu afgreidd
samtímis.
Ráðherra sagði, að Bjargráða-
sjóður hefði venjulegast hlaupið
Pétur Stefánsson skipstjóri um borð í Bjarna Sæmundssyni.
Héraðsflóa. Hún er miklu stærri
en sú loðna sem veiðst hefur í
haust.
Jan Mayen-loðnan virðist hafa
gengið austar en áður og er þess
vegna komin svona langt suður
með Austfjörðum," sagði Pétur
Stefánsson.
Hann sagði, að við Jan Mayen
hefðu veiðst um 180 þúsund tonn
undir bagga í tilfellum sem þess-
um, en nú þyrfti að útvega fé í
hann þar sem staða hans væri
bágborin. Verulegar upphæðir
voru greiddar úr sjóðnum eftir
harðindin 1979 og eins vegna of-
viðrisins í febrúar í ár, að sögn
Pálma Jónssonar.
Látinn eftir
umferðarslys
PILTURINN, sem lenti í alvarlegu
umferðarslysi á Elliðavogi aðfara-
nótt laugardagsins 21. nóvember
síðastliðinn, er látinn. Hann hét
Hermann Höskuldsson, Heiðar-
gerði 4, fæddur 20. júlí 1964.
á