Morgunblaðið - 03.12.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.12.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981 Danmörk: Nýjar þjóðfélagsaðstæð- ur kalla á nýjar lausnir Kristjánsborgarhöll — aðsetur danska þjóðþingsins. eftir Ib Bjornbak, fréttaritara Morgun- blaðsins í Danmörku Enn stendur danska þjóðin andspænis þrettán stjórnmálafiokkum og stjórnmálamönnunum, sem allir keppast um að sann- færa sem flesta um það hvað sé svart og hvað sé hvítt, og hvernig eigi að stjórna landinu svo komizt verði hjá efnahagslegu hruni og tryggja megi sem flestum sem mest réttlæti. Danir eru ein auðugasta þjóð veraldar, en þrátt fyrir það eiga þeir við að etja alvarlegan efna- hagsvanda, atvinnuleysi, vaxandi afskipti ríkisvaldsins og erfið skilyrði atvinnuveganna. I umraeðum um þau vandræði, sem við blasa, gleymist oft hver orðið hefur þróun þjóðfélagsins og fjölskyldunnar á síðari árum. Frá því um 1950 hefur Danmörk óðfluga færzt frá því að vera dæmigert landbúnaðarland til þess að verða iðnaðar- og þjón- ustuþjóðfélag þar sem sveitafólk hefur flykkzt í borgir og bæi og tekið sér bóifestu þar. Afleiðingin af þessu hefur orðið nokkuð sem stundum er nefnt „hljóðláta bylt- ingin". Konurá vinnumarkaði Á árunum 1962—1972 fóru kon- ur fyrir alvöru að rjúfa þá hefð að heimilið eitt væri starfsvettvang- ur þeirra. Við upphaf sjöunda áratugsins störfuðu einungis 22% giftra kvenna á aldrinum 25—34 ára utan heimilis, en nú eru 82% þessara kvenna útivinnandi. Orsakir þessara breytinga eru fyrst og fremst betri menntun kvenna og efnahagslegar framfar- ir í þjóðfélaginu. Afleiðingin hef- ur m.a. orðið sú, að þar sem tekjur giftra kvenna voru áður einskonar uppbót á laun mannsins eru tekj- ur þeirra nú nauðsynlegar til að reka heimili — þ.e.a.s. tvenn laun þarf til að standa undir því líferni sem flestar fjölskyldur hafa með aukinni velmegun vanizt. Önnur afleiðing er sú, að konur yfirleitt sætta sig ekki lengur við að grundvalla lífsafkomu sína á „fyrirvinnu". Hjónaskiln- uðum fjölgar Um leið og þetta hefur átt sér stað hefur fjölskyldumótið breytzt. Nú er alsiða — eða þykir að minnsta kosti ekki tiltökumál — að ungt fólk búi saman án þess að ganga í hjónaband, og rann- sóknir benda til þess að 93% allra ungmenna séu í fyrstu í slíkri sambúð. Fleiri og fleiri börn fæð- ast utan hjónabands og önnur hver kona fæðir sitt fyrsta barn án þess að vera gift. Þegar frá líður er algengt að það fólk sem í fyrstu er í óvígðri sambúð gangi í hjónaband — iðulega um það bil sem annað barnið er að koma í heiminn. Á sama tíma hefur hjónaskilnuðum fjölgað um helm- ing. I % hlutum hjónabanda sem enda með skilnaði eru börn undir sextán ára aldri. Fæðingum fækkar Barnsfæðingum hefur mjög farið fækkandi. Ástæðan er m.a. sú að konur eru ófúsar að sleppa stöðum sínum í atvinnulífinu, auk þess sem tími og orka til að sinna börnum virðist ekki fyrir hendi, þrátt fyrir aukna þátttöku karl- manna í heimilisstörfum, og virð- ist það ekki skipta verulegu máli að þessu leyti hvort framboð á dagvistarplássum er nóg eða ekki. I 80% barnafjölskyldna vinna báðir foreldrar utan heimilis. Helmingur mæðranna er í hálfs- dagsstarfi, en þrátt fyrir slíka verkaskiptingu, sem að sjálfsögðu er umdeild frá sjónarmiði jafn- réttissinna, eru börn til hindrun- ar. Iðnþjóðfélagið og batnandi lífskjör hafa kostað sitt. í þeirri kosningabaráttu sem nú er háð í Danmörku er fjölskyldupólitíkin mjög til umræðu, en efnahagsleg ótíð veitir ekki svigrúm til mikilla umbóta á þessu sviði. Atvinnuleysi Síðustu tvö ár hefur atvinnu- leysingjum í Danmörku fjölgað um 88 þúsund, þannig að nú eru um 275 þúsund manns í þessum hópi. Samt sem áður hafa Danir á vinnumarkaði aldrei verið svo margir sem nú. Vandamálið er sem sé það, að ekki hefur tekizt að sjá nægilega mörgum, sem árlega flykkjast út í mannlífið, fyrir vinnu, en ekki að stöðum hafi fækkað. Eitt mikilvægasta verk- efni þeirrar ríkisstjórnar, sem tekur við stjórnartaumunum í Danmörku eftir kosningarnar 8. desember, verður að finna verk- efni handa þeim 50 þúsund ung- mennum, sem eiga í erfiðleikum með að fá atvinnu. Vandamál þessa fólks verða ekki leyst til langframa með atvinnuleysisbót- um, sem nú nema 90% af grunn- launum. Atvinnuleysisbæturnar kosta Dani á ári hverju um 20 milljarða króna, og eru þá ekki meðtalin útgjöld vegna þeirra sem gefinn hefur verið kostur á að fara á eftirlaun áður en þeir kom- ast á eftirlaunaaldur og heldur ekki launakostnaður vegna þeirra 53 þúsund manna sem hið opin- bera hefur ráðið í sína þjónustu. Mikilvægur þáttur í atvinnu- leysinu í Danmörku er sú stað- reynd, að á fáum árum hefur kon- um fjölgað svo mjög í atvinnulíf- inu sem raun ber vitni, en at- vinnuvegirnir hafa hreinlega ekki verið við því búnir að taka við svo mikilli fjölgun á svo skömmum tíma. Efnahagslífið Danir hafa orðið að sníða sér stakk eftir vexti. Rauntekjur hafa rýrnað um 12% á síðustu tveimur árum en samkeppnisaðstaða á er- lendum markaði hefur batnað um 14%, og þrátt fyrir gengisfell- ingar og hækkandi orkuverð hefur tekizt að halda verðbólgu niðri. Útflutningstölur bera vitni um batnandi samkeppnisaðstöðu. Dregið hefur úr halla á viðskipt- um við útlönd, en skuldir erlendis hafa á síðustu tveimur árum auk- izt úr 79 milljörðum í 110 millj- arða. Vextir af þessum skuldum nema í ár 13 milljörðum króna. Þrír Rúmenar dæmdir til dauða Húkarest, 2. desember. Al*. ÞRÍR RÚMENAR hafa verið dæmdir til dauða í Rúmeníu fyrir glæpi, að sögn málgagns kommúnistaflokksins. Meðal hinna dæmdu er Gheorghe Stefanescu sem sagð- ur var foringi undirheima- sveita, en hann var sagður hafa komist yfir mikið fé með svindli og glæpum af ýmsu tagi. Hann hafði gert sér dælt við embætt- ismenn og því þurfti háttsetta flokksmenn til að undirrita handtökutilskipun á sínum tíma, en hann var tekinn fastur fyrir þremur árum. Hinir tveir er hlutu dauða- refsingu voru frá Baku í norð- austurhéruðum landsins og Olt í suðri, en þeir voru fundnir sekir um morð af yfirlögðu ráði. Yfirvöld í Rúmeníu hófu fyrir skömmu mikla herferð gegn glæpum þar í landi og hyggjast taka hart á öllum misindis- mönnum. Sprengiefni til að fjarlægja nýrnasteina Tókýó, 30. nóvember. AP. VÍSINDAMENN við Kyoto- læknaháskólann í Japan segj- ast hafa fundið upp aðferð til að fjarlægja stóra nýrnasteina úr þvagblöðru án skurðaðgerð- ar. Sprengiefni er notað til að splundra nýrnasteinunum, en vísindamennirnir segjast hafa beitt aðferð þessari með góðum árangri í tveimur tilfellum. ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? Þl Al'GI.YSlR I M AI.1.T I.AXD ÞKGAR Þl Al'GI.ÝSIR I MORGl'NBI.AÐIXl' 23 Smíðajárns- lampar Borðlampar Hengilampar Vegglampar Olíuofnar Gasluktir Olíuhandluktir Olíulampar 10, 15, 20 línu • Vlalor Olíuofnar meö rafkveikju ST0RZ- SLÖNGUTENGI STORZ- SLÖNGUSTÚTAR BRUNASLÖNGUR REYKSKYNJARAR BRUNATEPPI SLÖNGU- KLEMMUR nota hinir vandlátu Stærðir frá 'hu—12“ Einnig ryðfríar TOPPLYKLAR sveigjanlegir fyrir slönguklemmur DELTA TANNHJÓLADÆLUR V2“, 1“, 1V2“, 2“, 2V2“ Siml 28855 Opið laugardaga 9—12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.