Morgunblaðið - 03.12.1981, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.12.1981, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, KíMMtUOÁGUR 3. DESEMBER 1981 35 hvern hátt svo nákominn að erfitt er að sætta sig við brotthvarf hans. Að hann sé horfinn okkur um tíma og eilífð verður ekki trú- að. Það var okkur öllum erfitt kvöld þriðjudaginn 24. nóv. sl. þeg- ar sú harmafregn barst að hann Siggi Eiríks væri dáinn, það er ekki hægt að sætta sig við það enn þótt staðreynd sé. Það er skammt stórra högga á milli hér hjá okkur. Flutningur stóð til hjá mér, Summa og Sigga, engu okkar datt í hug að leið þeirra Summa fyrst og svo stuttu seinna Sigga yrði yfir móðuna miklu, líklega er það vegna þess hve brottför Sigga var fyrirvaralaus. En staðreyndum verður að taka, hans hefur efa- laust verið þörf á vegum þess lands, sem öllum er fyrirheitið. Og þegar við komum að mörkum þess lands í fyllingu tímans, hittum við hann þar efalaust með framréttan arm til aðstoðar, hressan og kát- an, og veltandi vöngum að vanda, því kveðjum við Sigga Eiríks nú um stundarsakir með alúðarþökk fyrir svo margt, að ekki verður í orðum talið enda öll orð nú fánýt. Hugur þakklætis og kærleika, fylgir honum yfir á veg eilífðar- innar. Andi þess kærleika blessi minn- ingu hans. Tobba, börn, tengdabörn, barna- börn Laugalæk 17. I dag kveðjum við hinstu kveðju vinnufélaga okkar og vin, Sigurð Eiríksson, Laugalæk 17, Reykja- vík, en hann lést af slysförum þriðjudaginn 24. nóv. sl. Er útför hans gerð í dag frá Fossvogskirkju kl. 13.30. Sigurður var fæddur 16. júní 1926 að Löngumýri á Skeiðum, sonur hjónanna þar, Ragnheiðar Ágústsdóttur og Eiríks Þorsteins- sonar. Systkini Sigurðar eru: Ág- úst bóndi á Löngumýri, kvæntur Emmu Guðnadóttur, Elín, gift Eiríki Guðnasyni og búa þau á Votumýri á Skeiðum, Þorsteinn yfirkennari í Reykjavík, lést 1. október 1978, eftirlifandi eigin- kona hans er SolveigHjörvar, Páll aðstoðar-yfirlögregluþjónn í Reykjavík, kvæntur Svanfríði Gísladóttur, og yngst er Ingigerð- ur, gift Jóni Ingvarssyni bónda á Stokkseyri. Einn uppeldisbróður átti Sigurður, Baldvin Árnason bifreiðasmið, kvæntan Þuríði Bjarnadóttur og búa þau á Sel- fossi. Sigurður var ókvæntur og barnlaus. Ólst hann upp hjá for- eldrum sínum og vann í fyrstu ýmis störf, m.a. við vegavinnu á sumrin, þar til hann fluttist til Reykjavíkur árið 1947 og hóf störf hjá Vegagerð ríkisins. Byrjaði hann að starfa á vinnuvélum, sem Vegagerðin var á þeim árum að taka í notkun í auknum mæli, og starfaði hann alla tíð siðan hjá Véladeild Vegagerðarinnar. Kom snemma í Ijós hve laginn hann var við stjórn og meðferð hinna ýmsu véla og tækja, og sýnir það best hæfni hans að hann gat stjórnað nánast hvaða vél stofnunarinnar sem var, enda kunnu ráðamenn hennar vel að meta þessa kosti Sigurðar því honum var iðulega falið að fara út á land, oft með stuttum fyrirvara, til þess að leysa vélamenn af, eða kenna nýj- um ffiönnum og þjálfa þá, sem hann leysti hvort tveggja af sam- viskusemi og lipurð. Oft reyndi á þrek og þol manna er unnið var við erfiðar aðstæður eins og t.d. snjómokstur á fjallveg- um þá veður gerðust vond og byrgðu sýn ökumönnum, og ganga varð fyrir ökutækjum og vísa veg- inn. Kom þá ósérhlífni Sigurðar oft vel í ljós. Sigurður var drenglyndur og einarður í allri framgöngu og því hreinskiptinn. Hann hafði öðlast mikla reynslu í starfi, og gat tengst hinum ýmsu verkþáttum Vegagerðarinnar, enda eftirsóttur til starfa af brúarsmiðum og vega- verkstjórum sem kunnu vel að meta kosti hans. Það er margs að minnast nú þegar staldrað er við og litið til baka. Glaðlyndur var Sigurður að eðlisfari og hafði jafnan spaugsyrði á hraðbergi, og fylgdi honum alltaf ferskur blær í vinnuflokkunum, en þeir eru orð- nir margir sem hann hefir unnið í víðast hvar á landinu. Hélt hann þar jafnan uppi hressilegum um- ræðum og lagði þar margt til mála enda minnugur vel. Sigurður var féla^slyndur og var m.a. einn af stofnendum Starfsmannafélags Vegagerðar ríkisins. Vann hann þar sem ann; arsstaðar af alúð og ósérhlífni. I trúnaðarráði Dagsbrúnar var hann um langt árabil. Nú nýlega hafði hann fest kaup á íbúð, og unnið þar að endurbót- um í frístundum sínum, og vonað- ist til að flytja þangað nú um mánaðamótin — en enginn ræður sínum næturstað. Nú þegar leiðir skilur, þökkum við Sigurði góðan félagsskap og vináttu sem aldrei bar skugga á. Systkinum og öðrum aðstand- endum sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Samstarfsmenn hjá Vegagerð ríkisins ATIIYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast hlaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem hirtast á í miðvikudagsblaði. að berast i síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni. að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Seinustu árin bjuggu þau í Reykjavík. Björgúlfur og Þórunn dvöldust í Austurlöndum frá árinu 1915 og fram til 1926, en þá flytja þau al- komin til íslands. Það er frá því ári, sem vinátta okkar Tótu byrj- ar. Eg var þá að ganga í Mennta- skólann og fór heim til þeirra á hverjum degi til þess að lesa undir skólann. Mér eru þessi ár minn- isstæð og eftir því sem árin liðu styrktist vináttan milli mín og þessara sæmdarhjóna og henni lýkur ekki, þótt þau séu nú bæði horfin sjónum í bili. Minningu þeirra varðveiti ég, orna mér við hana, þegar leiði sækir að mér. Mér eru árin, sem ég átti vináttu þeirra Þórunnar og Björgúlfs, minnisstæður kapítuli í lífinu. Þórunn og Björgúlfur eignuðust fimm börn: Sigrúnu sem giftist Sigfúsi Hauki Guðmundssyni, flugvallarstjóra og eru þau bæði látin, Egil, kvæntan Þórdísi Tryggvadóttur, listmálara, Ásu, verzlunarmann í Reykjavík, Þór- unni, gifta Hregp'iði Stefánssyni, arkitekt, og Olaf, tannlækni, kvæntan Bergljótu Guðmunds- dóttur Ólafs. Um leið og ég kveð Tótu, en svo nefndi ég alltaf Þórunni móður- systur mína, votta ég þeim öllum innilega samúð. Þórunn Benediktsdóttir var dóttir dr. phil. Benedikts S. Þórar- inssonar, kaupmanns í Reykjavík og fyrri konu hans, Sólrúnar Ei- ríksdóttur frá Svínafelli í Nesjum. Sólrún lézt 1901. Þórunn lifði lengst af fyrri konu-börnum Bene- dikts. Hin voru Þyri Helga, kaup- kona í Reykjavík, dáin 26. júní 1966, Þórdís Todda, gift Jóni Kristjánssyni, prófessor, þau lét- ust bæði úr spænsku veikinni 9. og 12. nóvember 1918, Solon, sem lengst dvaldist í Bandaríkjunum, en var fluttur heim og lézt hér 12. desember 1971. Síðari kona Bene- dikts var Hansína Eiríksdóttir frá Karlskála og er einn sonur þeirra á lífi, Eiríkur, sem lengst hefur starfað í sendiráði íslands í Lond- on. Hin voru Sigríður, gift Óskari Norðmann og eru þau bæði látin. Sigríður lézt 12. september 1976, en Óskar 20. ágúst 1971, og Þórar- inn, giftur Maríu Ágústsdóttur Bjarnason. Þórarinn lézt 2. októ- ber 1961. Látiö okkur leiöbeina yöur um val á FENNER drifbún- aÖÍ Vald. Poulsen Suöurlandsbraut 10 Sími 86499 FENNER reimar og reimskífur LADA KðOCANADA Munið aö varahlutaþjónusta okkar er í sérflokki. Það var staöfest í könnun Verölagsstofnunar. Verð ca. kr. 77.500.- Bifreiðar \ LamlininaOarvélar hí. Suéiirlaiid>liraiil 14 • I1i‘>kja\ik - Sími Kristján B.G. Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.