Morgunblaðið - 03.12.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.12.1981, Blaðsíða 13
3ER 1981 1 3 Eins og skáldari MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMl Sá á kvölina, £ sem á völina Bókmenntir Guðmundur G. Hagalín Mánasilfur Safn endurminninga III. Gils Guðmundsson valdi efnið og sá um útgáfuna. Útgefandi: Iðunn, Reykjavík 1981. Þá er komið út þriðja bindi af Mánasilfri, og eru þau samtals 846 allstórar blaðsíður. í þessu þriðja bindi eru minningaþættir eftir tuttugu og sex manns, tuttugu karlmenn og sex konur, og hafa þá birzt í hinum þremur bindum frásagnir eftir áttatíu og sex höf- unda, þar af tuttugu konur. Um hið vandgerða val segir Gils svo í formála fyrsta bindis: „Mörg atriði hafa haft áhrif á valið, ekki sízt það sjónarmið, að safnritið verði sem fjölbreyti- legast. Tilvalið hefur þótt til birt- ingar, þar sem saman fer merki- legt efni og lifandi eða snjöll frá- sögn. Rétt er að taka fram, að ekki hafa verið valdir kaflar vegna fræða- eða heimildagildis sér- staklega. Öðru fremur birtast hér frásagnir, þar sem lýst er með eft- irminnilegum hætti sálar- og til- finningalegu lífi sögumannsins sjálfs eða hvernig hann skynjar tiltekin fyrirbæri tilverunnar, sé hann þess um kominn að veita les- andanum hlutdeild lífsreynslu sinnar." Mér virðist, að Gils hafi tekizt mæta vel að fylgja þessum regl- um. Um röðun efnisins hefur hann brugðið á það einfalda ráð að fylgja stafrófsröðinni í nafni höf- undanna, og kemur það furðuvel í veg fyrir, að lesturinn verði leiðin- legur vegna einhæfni. Þegar ég opnaði bókina í fyrsta skipti, lenti ég á kaflanum „Frá mýri, hrauni og fjörusandi", og þá fór svo, að ég las hann allan strax, en þar er lýst af svo næmri og sérstæðri snilld tilbrigðum náttúrufegurðar, sem fer fram hjá flestum, að rétt einu sinni harmaði ég það, að höfund- urinn, Ásta Sigurðardóttir, skyldi ekki bera gæfu til langs lífs og mikilla afreka í þágu íslenzkra bókmennta. En að loknum lestri kaflans, athugaði ég, hvað væri næst í bókinni á undan honum. Það reyndist vera eftirminniieg frásögn hins mikla hestamanns, Ásgeirs frá Gottorp um mesta kostagrip, sem hann hafði eignazt, en næst á eftir kaflanum um feg- urð mýrar, hrauns og fjöru reynd- ist koma frásögnin Klausturvist, eftir Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal! Mér þykir svo hæfa að minnast á það, sem hefur þótt ærinn kost- ur á þjóðsögum Jóns Árnasonar. Mikill þorri sagnanna er bókfærð- ur eftir beinni frásögn kvenna og karla, sem ekki höfðu notið fræðslu í skólum. En þær sögur eru ljós spegill af tungutaki og Gils Guðmundsson frásagnarsnilli svokallaðrar „óbreyttrar alþýðu" um land allt. í Mánasilfri eru tveir tugir af sextíu og sex sögumönnum, sem aldrei hafa í skóla komið eða þá aðeins í barnaskóla eins og þeir skólar voru á frumstigi. Frásagnir þeirra ættu því að vera sönnun þess, hverjir frásagnarsnillingar sumir óskólagengir, eða svo gott sem, fjölmargir voru þegar sagnirnar voru skráðar, karlar og konur, hvað sem svo líður í þessu efni því fólki, sem er í hinum yngri aldurs- flokkum þessarar þjóðar. En vel væri það við hæfi, að skólar þjálf- uðu allrækilega frásagnargáfur nemenda sinna — og má vera að níu ára barna- og unglingafræðsla fái þar nokkru áorkað. Þakka ég svo Gils Mánasilfrið og óska framhalds. Og útgefanda bókanna og þeim, sem þær hafa í stakk búið, ber og að þakka allan frágang þeirra. Guðmundur Gíslason Hagalín, á Mýrum í Reykholtsdal. Hjálmarsson Einar Guðmundsson: NÝJA BÓKIN Ljóð. Dieter Roths Verlag Stuttgart, Germany 1981. Einar Guðmundsson hefur lengi verið í hópi tilraunamanna í rit- mennsku, beitt sér fyrir ýmsum uppákomum í prósa, samið opnar skáldsögur, birt nákvæma dagbók um líf sitt í Reykavík meðal skálda og listamanna og fleira fólks. Þrátt fyrir tómahljóð (með- vitað) á köflum hafa þessar bækur Einars verið nýjung. Nú hefur Einar Guðmundsson sent frá sér ljóðabók, en útgefandi hennar er Dieter Roth sem lagt hefur mikið af mörkum til frum- legrar bókaútgáfu, ekki síst með eigin verkum. Bækur þær sem Dieter Roth setti saman hér á sjötta og sjöunda áratugnum eru meðal þeirra verka sem rutt hafa brautina fyrir vaxandi listgrein. Nýja bókin fjallar um margt, en er einkum skýrsla um Einar Guð- mundsson hér og nú. Sviðið er Reykjavík, oftast Lækjartorg og göngugata í Austurstræti þar sem hjarta borgarinnar slær að sumra mati. Það sem við kynnumst í Nýju bókinni er m.a. „munurinn á orðum/ og korðum/ munurinn/ á faxi/ og laxi/ munurinn/ á sósu/ og Rósu“. Hér eru æfingar máls og stíls, til dæmis reynt að mynda sem lengst orð. Hvernig líst les- endum á öxulþungavinnuvélabragð- kirtlastarfsemi? Aðferð Einars til tjáningar kemur í ljós í eftirfarandi línum: Borgin skridin undan nóltinni, og vaxandi hljoóafroóa umlvkur líkamshylkin er geyma sálir folksins í fotunum. þar sem það skáskýlur sér innan um draslið á Kotunum: einkcnnilegt hvernig það hangir allt saman á einni og sömu spýtunni. Kg þykist skynja æðaslátt mannlífsins á þessari stundu; og ég finn á mér að ég er í þessari setningu að hlaupa upp í hroka^— stíg á það! Stend mig líka að verki. að rembast eins og rjúpan við staurinn að sýnast alvarlegur (óvart), eins og skáldari — hætti því eins og skot: l»að að vera alvarlegur, að vera alLs var, er einhver vandmeðfarnasti hlutur í heimi... Þegar höfundinum er ljóst að hann er að verða einum um of alvörugefinn eins og fyrstu til- vitnuðu línurnar sýna er gripið til þess ráðs að beita sjálfan sig gagnrýni, skopast að sjálfum sér. Höfundurinn vill síst af öllu verða „eins og skáldari". Síðar segir: „Framhjá mér æðir fólk á leiðinni upp á/ hillur lífs síns og samtímis heyri ég/ sjálfan mig kaupa pylsu með öllu af manni/ í pylsuvagni." Hátíðlega er komist að orði um fólkið og hillur lífs þess. En hátíð- leikinn er rofinn af pylsukaupum. Höfundurinn er staðsettur í miðj- um hversdagsleikanum. Þótt Nýja bókin einkennist fyrst og fremst af vilja til að búa til bók bendir hún til þess að Einar Guðmundsson stefni í þá átt að verða skáldari. Til þess virðjst hann hafa burði eftir Nýju bók- inni að dæma: „... Að/ sækja orð í greipar lífsins, það er ekki/ ólíkt því að róa til fiskjar...“ flD PJONEER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.