Morgunblaðið - 03.12.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.12.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981 25 Gunnar Thoroddsen um myndum Viðreisnarstjórnarinnar 1959: Dóms- og menntamálin voru mín hugðarefni Sár vonbrigði að verða að taka fjármálaráðuneytið stjórnmálanna haustið 1970. Þá er fjallað um forsetakosningarn- ar 1968, en einn lengsti kafli bók- arinnar er helgaður frásögn Gunnars af stjórnarmyndun hans í febrúar 1980. Þá er í lok bókarinnar kafli um landsfund Sjálfstæðisflokksins í október sl. og Gunnar metur líkurnar á sátt- um innan Sjálfstæðisflokksins. Auk þess er fjallað um ætt Gunnars, uppvöxt og viðfangs- efni. Gunnar var spurður að því á fundinum í gær, hvort líta mætti á bókina sem andsvar við bókinni Valdatafli í Valhöll, sem út kom á síðasta ári. Hann svaraði því til að óhjákvæmilega væri fjallað um ýmsa þá sömu atburði í bók- inni sem fjallað væri um í Valda- taflinu, en bókin væri engan veg- inn andsvar við henni eða Valda- tafl ástæðan fyrir útkomu henn- ar. Þá var hann spurður hvort hann vænti svipaðra viðbragða við ummælum hans í bókinni um menn og málefni og Valdataflið fékk. Hann sagðist vona að þessi bók væri traustari en Valdataflið og hlyti þar af leiðandi ekki sömu viðbrögð. Þeir Olafur og Gunnar rómuðu samvinnu sem þær áttu hvor við annan við gerð bókarinnar. Ólaf- ur sagði að sér hefði komið á óvart hversu opinskár Gunnar var í viðtölum þeirra. Gunnar sagði að margt nýtt mætti finna í bókinni, sem ekki hefði komið fram opinberlega aður. Bókin Gunnar Thoroddsen er 320 síður að stærð en í bókar- auka eru m.a. birt stefnuskrá Heimdallar frá 1931, kaflar úr ræðu Gunnars, grein hans „For- setakjör er ekki flokksmál" frá 1952, kafli úr ræðu Bjarna Bene- diktssonar á landsfundi 1965, stjórnarsáttmáli núverandi rík- isstjórnar o.fl. Bókin er prýdd fjölda mynda, útgefandi er Vaka. Setningu sá Oddi og Ásetning um, umbrot og filmuvinnu Korp- us. Hún er prentuð í Odda. Þess má geta að þetta er fyrsta bók Ólafs Ragnarssonar. ,;ÞEGAR ég kom á fund Olafs, sagdi hann mér, að mál stæðu nú þannig, að ég yrði að taka að mér embætti fjármálaráðherra. Hann sæi engan möguleika á að koma ríkisstjórninni saman, nema ég féllist á það. Mér urðu þetta sár vonbrigði. Dóms- og menntamálin voru mín hugðarefni,“ segir Gunnar Thoroddsen m.a. í samtals- bók þeirra Ólafs Ragnars- sonar, þar sem hann fjallar um stjórnarmyndun Ólafs Thors í nóvember 1959, myndun „viðreisnarstjórnar- innar“. Gunnar segir, að Ólafur hafi hringt í sig fyrstu daga þessa nóvembermánaðar og boðið hon- um sæti í ríkisstjórninni, en Gunnar var þá borgarstjóri. Seg- ist Gunnar ekki hafa hugsað sér annað en gegna borgarstjóra- starfinu áfram, en eftir þetta til- boð Ólafs hafi honum fundist freistandi að breyta til eftir tæp 13 ár í borgarstjóraembætti. Seg- ist Gunnar hafa þakkað Ólafi traustið og tekið tilboðinu, og skýrt honum frá því að hugur sinn stæði til þess að fara með dómsmál og menntamál, ann- aðhvort þessara ráðuneyta eða bæði. Hafi Ólafur tekið því vel og ekki sagst sjá neitt því til fyrir- stöðu. I samtali síðar segir Ólafur svo, að í þingflokki sjálfstæð- ismanna sé eindregin andstaða gegn því að Alþýðuflokkurinn fái fjármálaráðuneytið, en auk Gunnars vill Ólafur fá í stjórn með sér Ingólf Jónsson og Bjarna Benediktsson. Hann gerði ráð fyrir því að Ingólfur yrði land- búnaðarráðherra, en ekki væri gerlegt að hafa fjármálaráðu- neytið líka á sömu hendi. „Ég sagði Ólafi, að eðlilegast væri að mínu viti að fela Bjarna embætti fjármálaráðherra. „Heldúrðu, að ég sé ekki búinn að reyna það?“, spurði Ólafur. „Bjarni þverneitar og segist þá heldur halda áfram sem ritstjóri Morgunblaðsins." ... Samtali okkar lauk með því, að ég féllst á beiðni Ólafs um að taka að mér embætti fjármála- ráðherra. Ég hef engum manni kynnst, sem hafði aðra eins hæfi- leika og Ólafur Thors til að telja menn á sitt mál.“ Tómas og Guðmundur G. „Hvenær var fyrst talað um að þú gengir til stjórnarmyndunar með framsóknarmönnum og al- þýðubandalagsmönnum, Gunn- ar,“ spyr Ólafur Ragnarsson á einum stað. Og Gunnar svarar: „Það var þriðjudaginn 29. janúar 1980. Þann dag fór ég að vanda niður í Alþingishús laust fyrir klukkan tvö til þingfundar. Rétt eftir að ég kom inn úr dyrunum, kom Tómas Árnason til mín og bað mig að ræða við sig einslega." Erindi Tómasar segir Gunnar hafa verið það, að framsóknar- menn hafi verið að ræða mögu- leika á myndun meirihlutastjórn- ar og teldu möguleikann á sam- stjórn Framsóknarflokks, Al- þýðubandalags og Sjálfstæðis- flokks ekki fullkannaðan, en vildu að slíkt yrði gert. Litlu síð- ar hafi Guðmundur G. Þórarins- son rætt við sig um sama mál og óskað eftir því að hann kannaði þennan möguleika gaumgæfilega. Um kvöldið hafi svo Steingrímur Hermannsson hringt í sig í sam- ráði við þingmennina tvo og kom þeim Gunnari og Steingrími sam- an um að hittast morguninn eftir. Gunnar segist svo einnig hafa rætt við Svavar Gestsson þetta kvöld og þeir orðið sammála um að alþýðubandalagsmenn kæmu einnig til fundarins á heimili Gunnars. Frambod Friðjóns hefði hugsanlega stuðlað að kjori Ragnhildar I kaflanum um nýafstaðinn landsfund Sjálfstæðisflokksins kemur Gunnar m.a. inn á vara- formannskjörið í svari við spurn- ingu um það, hvers vegna Friðjón Þórðarson hafi ekki boðið sig fram til þess embættis. Gunnar segir: „Um hríð höfðu margir hug á því að fá Friðjón Þórðarson til þess að fara í framboð, en þegar fyrir lá, að Friðrik Sophusson og Ragnhildur Helgadóttir yrðu í kjöri í sæti varaformanns, var málið metið að nýju.“ Hver var afstaða þín til þess- ara frambjóðenda tveggja?, spyr Ólafur. „Ragnhildur er meðal hörðustu harðlínumanna," svarar Gunnar. „Hún var ein af þeim fyrstu, sem lýstu stuðningi við handjárnin, enda hefðu sjálfstæðismenn, sem stæðu að núverandi ríkisstjórn, þegar sagt sig úr lögum við flokk- inn. Ef þeir yrðu báðir í kjöri, Frið- rik Sophusson og Friðjón Þórð- arson, mátti gera ráð fyrir því, að fylgið skiptist milli þeirra þann- ig, að hugsanlegt væri að Ragn- hildur næði kjöri. Friðrik Sophusson hefur frá upphafi verið í hópi frjálslyndra manna í flokknum. Ég hef stutt Friðrik frá því er hann kom fyrst inn í stjórnmálin. Friðjón Þórðarson sjálfur mat það svo, að ekki væri rétt við þessar aðstæður, að hann færi í framboð til varaformennsku. Við ákváðum að styðja Friðrik eftir mætti. Hann naut og stuðnings flestra ungra manna á fundin- um.“ Hef hugsað mér að vera áfram í Sjálfstæðisflokknum „Ég hef verið í þessum flokki frá stofnun hans og hef hugsað mér að vera þar áfram,“ segir Gunnar, þegar Ólafur spyr hvort hann gæti hugsað sér að yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn og stofna nýjan, frjálslyndan flokk. Og hann heldur áfram: „Ég hef reynt að framfylgja hugmyndum óg hugsjónum flokksins, en þær hafa yfirleitt fallið saman við skoðanir mínar. Ég mun berjast framvegis eins og hingað til gegn öllum tilraunum til þess að gera flokkinn að þröngsýnum hægri flokki, gegn tilraunum til þess að auka flokksræði og flokksaga og reyna eftir mætti að tryggja það að sjálfstæð hugsun og andlegt frelsi verði jafnan leiðarljós sj álf stæðisstef nunnar." ði og lýðræði is ræður ferð Bindur ekki hendur Alþingis Albert Guðmundsson (S) sagði stjórnarsáttmálann ekki geta bund- ið hendur Alþingis í þessu máli. Til þess á að taka þingræðislega af- stöðu. Hinsvegar tel ég að flugstöð- in, bygging og rekstur, eigi að heyra undir samgönguráðuneyti en ekki utanríkisráðuneyti, eins og frum- varpið gerir ráð fyrir, enda meira í samræmi við aðskilnað varnarstarfs og farþegaflugs. Hér verður í raun um sölu á gömlu flugstöðvarbygg- ingunni og tilheyrandi aðstöðu til varnarliðsins að ræða. Söluandvirð- ið rennur til nýrrar flugstöðvar- byggingar svo ekki er rétt að tala um sérstakt framlag Bandaríkja- manna. Hver eru helztu mótrökin? Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vakti athygli á því, að hvorki ráðherrar né þing- menn Alþýðubandalags heiðruðu þingdeildina með nærveru sinni. En hvorki fjarvera þeirra nú né aðild að ríkisstjórn má koma í veg fyrir að meirihlutavilji þings um flugstöðv- arbyggingu á Keflavíkurflugvelli nái fram að ganga. Þrátt fyrir fjar- veru andmælenda væri rétt að hyggja að helztu mótrökum þeirra gegn byggingunni. í fyrsta lagi hefði verið talað um stærð hennar í tengslum við breyttar aðstæður í farþegaflugi. í því efni hefði fyrst verið leitað til franskra sérfræðinga og hönnuða. Tillögur þeirra hefðu þótt nokkuð stórtækar. Þá hefðu danskir aðilar verið fengnir til að endurskoða tillögur og teikningar hinna frönsku aðila, með hliðsjón af breyttum markaðsaðstæðum. Þeir hefðu minnkað verulega ráðgerða stærð og umfang flugstöðvarbygg- ingar og tilheyrandi aðstöðu. Loks hefðu íslenzkir sérfræðingar minnk- að stærð flugstöðvarinnar enn, um 30%, eða í um 16 þús. fermetra. Að sínu mati mætti ekki ganga lengra en orðið væri í smækkun byggingar- innar. í annan stað hefði kostnaðar- þátttaka Bandaríkjamanna verið gagnrýnd. Bæði Benedikt og Albert hefðu fært góð rök fyrir henni. Þeg- ar horft væri til beggja hags, sem af hinni nýju byggingu stafaði, væri kostnaðarþátttaka varnarliðsins, 20 milljónir dala (af 43), eðlileg. Geir Hallgrímsson tók undir þá röksemd, að óverjandi væri að fimmtungur þingmanna gæti tryggt sér neitunarvald í máli, sem hefði þingræðislegan meirihluta. Skoraði hann á þá sjálfstæðismenn, sem stutt hefðu ríkisstjórnina beint eða óbeint, að fylgja samvizku sinni einni í þessu máli og sjá til þess, að það fengi þinglega meðferð og af- greiðslu. Fjárveiting og nefndarskipan Olafur Jóhannesson, utanríkisráð- herra, sagði hér stórt og mikilvægt mál á ferð, sem vel réttlætti sér- staka lagasetningu. Þetta væri mál sem varðaði þjóðina alla, enda flughöfnin í Keflavík notuð af utan- förum hvaðanæva af landinu. Ann- að mál væri, hvenær slík lagasetn- ing væri tímabær. Ég greiddi atkvæði með byrjunar- framlagi (lánveitingu) til þessa máls í fyrra, sem þá var fellt. Ég sagði þá að atkvæði mitt bryti ekki í bága við stjórnarsáttmálann, sem varðaði framkvæmd en ekki fjárút- vegun. Nú hefur þetta sjónarmið mitt verið viðurkennt með samskon- ar tillögu í stjórnarfrumvarpi að fjárlögum. Aukinheldur verið skip- uð nefnd, að vísu aðeins stjórnar- liða, til að ná fram pólitískri lausn um framkvæmd málsins. Miðað við það pólitíska ástand, sem hér ríkir, hygg ég, að enn verði að láta á reyna, hvort þoka má mál- inu áleiðis með samkomulagi, enda ekki útilokað, að menn geti sætzt á að framkvæmdir verði hafnar. Við verðum fyrst að stíga upp í fyrsta þrepið á stiganum, áður en við get- um haldið upp á við. En frumvarpið er þarft, það vekur umræður, sem skýra málið og auka því skilning og stuðning. Fjárveiting felur í sér viðurkenningu Matthías A. Mathiesen (S) áréttaði röksemdir fyrir nauðsyn þess að hefja framkvæmdir við flugstöðvar- byggingu sem allra fyrst, meðan kostnaðarþátttaka Bandaríkja- manna væri enn í boði. Ekki væri við unandi, að minnihluti þings og þjóðar sæti yfir vilja meirihlutans, hvorki í þessu efni né öðrum. Hann benti og á, að tillaga um fjárveit- ingu til tiltekins máls væri í raun tillaga um framkvæmdina í heild, þó tímasetning framkvæmda skorti. Það væri gömul hefð að fastsetja framkvæmdir fyrst með tiltölulega litlu fjárlagaframlagi. Vonandi boð- aði þetta stefnubreytingu af hálfu þeirra, sem þvælst hefðu fyrir mál- inu, og nefndaskipan stjórnarinnar er og túlkuð hér sem undirbúningur að framkvæmdum. „Finnlandisering“ Sighvatur Björgvinsson (A) sagði minnihlutaflokk, með innan við 20% kjörfylgi, hafa stigið yfir meirihluta Alþingis í einu skrefi. Það skref var myndun núverandi ríkisstjórnar. Spurning er, hvort hægt er að stíga það skref til baka í áföngum. Ráð- herrar og þingmenn Alþýðubanda- lagsins hurfu úr þingsölum þegar þessi umræða hófst, rétt eins og þegar þingflokksformaður þeirra ræðir utanríkismál. Það getur borið vitni um tvennt. Annaðhvort að þeir vilja taka, á sinn hátt, þátt í lausn þessa máls. Eða hitt, að þeir telja það þegar afgreitt og sett til hliðar á hillu neitunarvaldsins. Ef svo er, og ef þeir komast upp með slíkt, ber það vott um „Finnlandiseringu" samstarfsaðila! Jóhann Einvarðsson talaði í þá veru, sagði Sighvatur, að afgreiðsla frumvarpsins mætti bíða fram eftir þingi. Ég skil hann svo að hann vilji sjá til, hvort þoka megi málinu fram í ríkisstjórn og þeirri nefnd, sem hann á sæti í. Að öðrum kosti muni hann styðja frumvarpið síðar á þinginu, þann veg, að það fái af- greiðslu fyrir þinglausnir að vori. Málinu var, að lokinni fyrstu um- ræðu, vísað til fjárhags- og við- .skiptanefndar þingdeildarinnar. Albert Geir Ólafur Matthías Á. Sighvatur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.