Morgunblaðið - 03.12.1981, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.12.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981 37 sauma. Myndin var af barni á bæn. Þetta var jólagjöf sem hún var að ijúka við. Á eldhúsborðinu var smákökum raðað í bakka. Hún hafði verið að baka jólabrauð fyrir frænkur sínar og vinkonur sem ekki gátu gert slíkt. Þær varð að gleðja um jólin. Þannig kvaddi Álfhildur. Góður vinnudagur, en erfiður, var að kvöldi kominn og nú var gott að hvílast. Ég lýk þessum kveðjuorðum með ljóðlínum Arnar Arnarsonar: „Er syrtir af nótt, til sængur er mál að ganga — s*t mun hvíldin eftir vegferð stranga — þá vildi ég, móðir mín, að mildin þín svæfði mig svefninum langa." Hulda Runólfsdóttir Blessaðir veri þeir framsýnu menn og konut* sem beittu sér fyrir stofnun húsmæðraskólanna hér fyrr á árum. Þar opnaðist leið fyrir ungar stúlkur að afla sér hagnýtrar menntunar auk þess sem skólarnir reyndust þroskandi umhverfi sem byggði upp persónu- leika hinna ungu kvenna og mót- aði til góðs. Það var mikil tilhlökkun í hug- um okkar sem fengum að fara á Húsmæðraskólann að Blönduósi haustið 1932. Við vorum allsstaðar að af landinu, úr Önundarfirði, norðan úf Þistilfirði og sunnan af landi. Fæstar höfðu farið langa ferð að heiman fyrr. Þetta haust hafði nýr skóla- stjóri komið að skólanum og átti eftir að gera garðinn frægann, Hulda okkar Stefánsdóttir, og með henni var flokkur afbragðs kenn- ara. Eftir jólin bættist við í hóp okkar heimasætan frá Kornsá, Álfhildur Runólfsdóttir. Hún var yngst okkar aðeins 17 ára en varð strax góður félagi og hefur átt sinn þátt í að halda hópnum sam- an þá nær hálfu öld sem síðan er liðin. Álfhildur skólasystir okkar og kær vinkona um öll þessi ár var dóttir hjónanna á Kornsá, Runólfs Björnssonar og Ölmu Jóhanns- dóttur Möller. Við kynntumst frú Ölmu á seinni árum er hún bjó hjá dóttur sinni og það var mannbæt- andi. Og eplið féll ekki langt frá eikinni. Alla var einstaklega hjálpsöm og umhyggjusöm þeim sem hún tók að sér. Á Blönduósi var föður- systir Öllu, sú merka kona Sigur- laug Björnsdóttir og kenndi þar matreiðslu til margra ára. Það varð úr að Álfhildur starfaði með henni í allmörg ár og leysti hana gjarnan af við kennsluna. Síðar fór Alla svo til Kaupmannahafnar og lærði matreiðslu og vann við þau störf árum saman. Lengi var hún að Bessastöðum hjá Ásgeiri forseta og frú Dóru. Á því annasama heimili kom mjög til góða vinnusemi og verkhyggni Álfhildar. Þá voru ekki frystikist- urnar komnar ásamt þeim vinnu- brögðum sem þar til heyrir. En Alla skipulagði vel sinn tíma. Þeg- ar minna var umleikis, útbjó hún tugi af glæsilegum tertum, bjó um þær og setti í heimilisfrystinn og greip svo til þeirra þegar næstu stórveislu bar að. Verk sín öll vann Alla af smekkvísi og mynd- arskap sem margir þekkja því að árum saman tók hún að sér veislur og vann mikið fyrir norska sendi- ráðið og fleiri opinberar stofnanir. Við bjuggumst kannski við því stallsysturnar á Blönduósi að lífið væri dans á rósum, en allar höfum við kynnst ýmsum hliðum þess. Álfhildur átti við heilsuleysi að stríða um langan aldur, en hún lét aldrei fötlun sína aftra sér, slíkur var kjarkur hennar og dugur. Hún var trúuð kona og studdist mjög við trú sína á vernd Guðs og bless- un þegar hún barðist við veikindin sín. Hún var sérlega ljóðelsk og það var mikil veisla að vera gestur á hennar heimili. Hún bar svo ríku- lega á borð bæði til hugar og maga. Allt sem hún bauð gestum var bæði fallega fram borið og ljúft að neyta og sama gilti um viðmót hennar og umræðu. Þau eru sterk böndin sem bund- in eru á æskudögum. Við skóla- systurnar höfum dreifst víðsvegar um landið, við búum við ólíkar að- stæður og ekki verið kleift að hitt- ast reglulega. En við höfum vitað hver af annarri og þegar við hitt- umst skapast slík gleði að einstakt er og áður en varir er komið fram á rauða nótt. Þessar stundir hafa yljað okkur lengi á eftir. Þá var Alla alltaf með og átti sinn þátt í gleðinni með skemmtilegum til- svörum og tilvitnunum í ljóðskáld- in. Hún brá alltaf fegurð inn í hópinn, hún Alla, þar sem hún sat svo failega og fyrirmannlega og lýsti upp með hýru brosi. Við gleymdum í rauninni á þess- um stundum hversu gamlar við vorum eða aðstæðum okkar hverju sinni. Við vorum einfaldlega vin- konur sem nutu sín og nutu þess að vera saman. Við skólasysturnar viljum nú að leiðarlokum þakka Álfhildi Run- ólfsdóttur innilega fyrir sam- fylgdina og fyrir allt sem hún hef- ur verið okkur gegnum tíðina. Við kveðjum Öllu á jólaföstunni, þegar við undirbúum okkur fyrir komu jólanna, að taka á móti Jesúbarninu í líf okkar. Hún á góða heimvon. Hún hafði gengið með Guði í lífi sínu og hún hafði boðið Jesú rúm í hjarta sínu, eins og segir í jólasálmi séra Ein- ars í Eydölum sem hún hélt mikið upp á: „Vil ég mitt hjartað vaggan sé“. Einn fallegasti aðventusálmur- inn er: Gjör dyrnar breiðar hlið hátt —. Okkur finnst að sannarlega hafi Alla gert síðustu vers þess sálms að sínum í trú sinni og lífi. Kg opna hiid míns hjarta þér Ó, herra Jt'sú.s bú hjá mér að fái hjáiparhönd þín sterk þar heiiagt unnið náðarverk Ó, kom minn Jesúm kom sem fvrst ó. kom ojr mér i hjarta gist ó, kom þú segir sála mín ó, seg við mig: Kg kem til þín. Guð blessi minningu okkar elskulegu skólasystur Álfhildar Runólfsdóttir. í hans föðurkærleik felum við hana í trú og þökk. Skólasystur frá Blönduósi Lóð við Skúlagötu * Til leigu er lóö við Skúlagötu, alls 5300 m2. Lóðin hentar vel sem geymslustaöur fyrir útivöru, tæki, timbur, járn o.þ.h. Lóöin verður laus frá og meö næstu áramótum. Upplýsingar gefur Eyjólfur Guöjónsson, Innkaupadeild. Hf. Eimskipafélag íslands. STAÐA 0G HORFUR í IÐNAÐI Félag íslenskra iönrekenda boöar til almenns félagsfundar um ástand og horfur í íslenskum iönaöi. Dagsetning: Föstudagur 4. desember kl. 13:30—17:00. Staður: Hótel Loftleiðir, ráðstefnusalur. Dagskrá: Kl. 13.30 1. Ávarp — Davíð Sch. Thorsteinsson, formaður FÍI. 2. Almennt yfirlit um þróun á þessu ári — Valur Valsson, framkv.stjóri FÍI. 3. Stutt yfirlit um ástand og horfur í — Matvælaiðnaði Sigurður Björnsson, framkv.stjóri, íslensk matvæli hf. — Drykkjavöruiðnaði Örn Hjaltalín, framkv.stjóri. Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. — Fataiðnaði Bjarni Björnsson, forstjóri, Dúkur hf. — Prjónaiðnaði Þráinn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri, Hilda hf. — Húsgagnaiðnaði Reimar Charlesson, framkv.stjóri, Víðir hf. — Hreinlætisvöruiðnaði Gunnar J. Friðriksson, forstjóri, Sápugeröin Frygg. — Einingahúsaiðnaði Guðmundur Sigurösson, framkv.stjóri, Trésm. Sig. Guðmundssonar hf. — Málmiðnaði Björn Jóhannsson, framkv.stjóri, hf. Ofnasmiðjan. — Raftækjaiðnaði Ingvi Ingason, framkv.stjóri, RAFHA hf. — Plastiðnaði Haukur Eggertsson, framkv.stjóri, Plastprent hf. 4. Umræður og fyrirspurnir. Félag íslenskra iðnrekenda. MARKAÐS ftÚS/Ð LAUGAVEGI 39 Ooið til kl. 10 í kvöld ALLAR NÝJU BÆKURNAR |S^uknadir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.