Morgunblaðið - 03.12.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.12.1981, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981 fltovgMttliIafrtöí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulitrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, simi 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 100 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 6 kr. eintakiö. Kennileiti Tímaritstjórans Það er ekki skammdeginu fyrir að fara í rósrauðum leiðara Tím- ans sl. miðvikudag. Ritstjórinn horfir þar af afrekahól ríkis- stjórnarinnar yfir íslenzkan þjóðarbúskap — og sjá: það drýpur smjör af hverju strái á akri niðurtalningarinnar fyrir sjónum hans! En hver eru þau kennileiti, sem leiða Tímaritstjórann að þessari niðurstöðu? Varla svar iðnaðarráðherra um rekstrarlega stöðu og aðbúð iðnfyr- irtækja, sem ríkið á eða er eignaraðili að, á því herrans ári 1981: járnblendiverksmiðju, sementsverksmiðju, kísilgúrverksmiðju, Ála- foss, Siglósíld o.fl. Oll þessi fyrirtæki skila verulegum halla, ganga á eigin fé, safna skuldum, ýmist hérlendis eða erlendis, nema hvort- tveKfíja komi til. Ekki heldur rekstrarleg staða fyrirtækja í sam- keppnisiðnaði, sem einstaklingar eða félög standa að, og njóta hvorki skattalegra fríðinda né fyrirgreiðslu hins opinbera rekstrar. Þekkir Tímaritstjórinn ekkert til stöðu iðnaðardeildar SÍS á Akureyri, þar sem hundruð manna búa nú við skert atvinnuöryggi? Kann hann engin skil á þrengingum fyrirtækja í sjávarútvegi, bæði í veiðum og vinnslu, sem sum hver eru undirstaða atvinnu og afkomu heilla byggðarlaga? Þekkir hann ekki til vanda strjálbýlisverzlunar? Stend- ur honum enginn stuggur af verulegum fólksflutningum af landinu, umfram innflutta, sem sumir kenna til dulins atvinnuleysis? Skiptir það hann engu máli, að almennt atvinnuöryggi, sem tekizt hefur að tryggja í meira en áratug, hefur nú verið stefnt í verulega hættu, að ekki sé talað um rýrnandi kaupmátt og hækkandi verðlag í landinu, ekki sízt í þeirri verðlagningu, sem alfarið er í höndum ríkisstjórnar- innar? Pólitísk misnotkun Það hefur vakið undrun og andmæli meðal Reykvíkinga, að SIS- valdinu hefur verið veitt heimild til að reisa stórmarkað inni á hafnarsvæði Sundahafnar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins létu bóka harðorð andmæli gegn þessari vöruskemmu, sem rísa á við Holtagarða í Sundahöfn — og gengur þvert á álit Borgarskipulags Reykjavíkur, hafnarstjóra, borgarverkfræðings og yfirverkfræðings Reykjavíkurhafnar og raunar allt skipulag á þessu svæði. Sundasam- tökin óskuðu eftir frestun á afgreiðslu þessa máls í borgarstjórn, en vinstri meirihlutinn gekk hratt til verks, þvert á faglegt og almennt álit, og heimilaði KRON og SÍS-valdinu framkvæmdina. Davíð Oddsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, sagði hér gengið þvert á umsagnir fagaðila málsins — sem og óskir hins al- menna borgara í Sundasamtökunum. Hér væri langt seilzt í pólitískri misnotkun til að þóknast SÍS-valdinu. Kaupmáttur og viðskiptakjör „Gunnar Thoroddsen“ samtalsbókin komin út ÉG HEF alltaf ætlað að rita æviminningar mínar, þegar ég væri sestur í helgan stein, en þar sem óvissa er um hvenær að því dregur, ákvað ég, eftir að Ólafur Ragnarsson ræddi við mig hugmyndina að þessari bók, að athuga hvað út úr samtölum okkar kæmi. Eins og menn vita hef ég ekki viljað aðlagast föst- um aldursmörkum, en ég tók þessa ákvörðun eftir nokkra umhugsun, sagði forsætisráð- herra, dr. Gunnar Thoroddsen, m.a. á fréttamannafundi í gær þar sem bókin „Gunnar Thor- oddsen“ og samtalsbók Ólafs Kagnarssonar við dr. Gunnar var kynnt, en hún kom á mark- aðinn í gær. I fréttatilkynningu frá Bóka- útgáfunni Vöku, sem gefur bók- ina út, segir, að í henni rifji Gunnar Thoroddsen upp minn- ingar sínar frá nær hálfrar aldar löngum ferli í íslenskum stjórn- málum og skýri opinskátt frá málavöxtum, vitni til einkasam- talá við ýmsa þjóðkunna menn„ lýsi skoðunum sínum á mönnum og málefnum. Höfundur bókar- innar, Ólafur Ragnarsson, byggir frásögnina á samtölum þeirra Gunnar sl. sumar og haust, sem Ólafur sagði á fundinum í gær að hefðu að mestu leyti átt sér stað í sumarbústað Gunnars á Þing- völlum. Bókinni er skipt í 15 efnis- kafla, en í bókarauka eru birtar yfirlýsingar, bréf, ræðukaflar, stefnuskrár ríkisstjórnar Gunn- ars og fleira sem í er vitnað í frásögn Gunnars. í bókarköflum er m.a. fjallað um sambandsslit- in við Dani og starf ungra sjálfstæðismanna á þeim tíma. Sagt er frá lýðveldisstofnuninni og kosningu fyrsta forsetans. Þá er kafli um forsetakjörið 1952, fjallað er um tildrög þess að Gunnar varð fjármálaráðherra í ríkisstjórn Ólafs Thors 1959, einnig er þar rætt um viðreisnar- stjórnina. Þá skýrir Gunnar frá ástæðum þess að hann ákvað að hætta stjórnmálaafskiptum 1965 og endurkomu hans í hringiðu Ljósm. Mbl. ÓI.K.M. Gunnar Thoroddsen og Ólafur Ragnarsson með fyrsta eintak bókarinnar, en hún kom út í gær. Flugstöðvarbygging á Keflavíkurflugvelli: Stangast á við þingræ ef fimmtungur þinglií Kaupmáttur opinberra starfsmanna hefur minnkað um allt að 20% frá samningunum 1977, sem var síðasta heila ár ríkis- stjórnar Geirs Hallgrímssonar, að því er segir í kröfugerð BSRB á hendur viðsemjanda, þ.e. núverandi ríkisstjórn. Stjórnmálamenn, sem hæst töluðu um „kaupránsstjórn" og „samninga í gildi" á þeirri tíð, hafa nú gengið undir sitt reynslupróf — með framangreindum afleiðingum! Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, klórar hinsvegar í bakkann og segir 10% kaupmáttarskerðingu „vera nær lagi“, eins og hann kemst að orði í viðtali við Mbl., hvernig sem hann kemur þeirri þróun svo heim og saman við fyrri orð, þess efnis, að stjórnaraðild Alþýðu- bandalagsins væri bezta kaupmáttartryggingin, en „kosningar eru kjarabarátta" var eitt helzta slagorð Alþýðubandalagsins 1978. — „Niðurtalning" stjórnvalda virðist hinsvegar einvörðungu hafa náð til kaupmáttar taxtakaups, ef árangrinum af launastefnu þeirra er rétt lýst í kröfugerð BSRB. Fjármálaráðherra sagði ennfremur, að „staðreyndin væri sú, að lakari viðskiptakjör þjóðarinnar hefðu ævinlega komið fram í minni kaupmætti launa“. Hinsvegar gaf hann enga skýringu á því, hvers- vegna viðskiptakjaraviðmiðun Ólafslaga hafi verið tekin úr sam- bandi, að kröfu Alþýðubandalagsins, meðan viðskiptakjör vóru hag- stæð, og gátu stuðlað að hærri verðbótum á laun en ella, en nú væri stefnt að gildistöku þeirra á ný, þegar aftur horfði til hins verra um áhrif þeirra, frá kjarasjónarmiði launþega séð. Viðskiptakjaraviðmið- unin, sem vissulega er réttlætanleg, er m.a. staðfest í nýgerðum ASÍ-samningum, en allt gengur þetta þó þvert á fyrri orð og afstöðu Alþýðubandalagsins og strengbrúðuliðs þess í verkalýðshreyfingunni. Hvort sem miðað er við staðhæfingu fjármálaráðherra um 10% kaupmáttarskerðingu opinberra starfsmanna frá 1977, eða staðhæf- ingu talsmanna BSRB um 20% kaupmáttarskerðingu, er ljóst, hvern veg launastefna Alþýðubandalagsins, forystuflokks bæði í borgar- og ríkisstjórn, hefur í framkvæmd leikið kjarastöðu fólks — og hvern veg öll stóryrði og slagyrði vinstri manna frá árinu 1978 hafa orðið sér rækilega til skammar. Benedikt Gröndal (A), fyrrverandi utanríkisráðherra, mælti sl. miðvikudag fyrir frumvarpi, sem hann flytur ásamt Geir Hallgrímssyni, formanni Sjálf- stæðisflokksins. Frumvarpið kveður á um að „ríkisstjórnin skuli reisa og starfrækja flugstöð fyrir farþega- og vöruafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli" sem verði algerlega aðskilin frá mannvirkjum varnarliðsins. lltanríkisráðherra hafi á hendi stjórn á byggingu og rekstri stöðvarinnar. Frumvarpið felur í sér heimild til 160 m.kr. lántöku. — Ráðherrar og þingmenn Alþýðubandalags hurfu úr þingsal þegar málið kom á dagskrá og tóku ekki þátt í umræðunni. Anddyri ad umheiminum Benedikt Gröndal (A) sagði núver- andi flugstöð gamla timburbygg- ingu, sem hvergi nærri gæti gegnt hlutverki sínu, hvorki gagnvart far- þegum né starfsliði. Þrengsli ein- kenndu alla þætti starfseminnar. Eldhætta væri til staðar, sem vel gæti leitt til stórslyss þegar far- þegafjöldi er mestur. Fimm ríkis- stjórnir hafa unnið að undirbúningi þessa máls, sem hlotið hefur vand- aða athugun og endanleg hönnun stöðvarinnar er færð að breyttum markaðsaðstæðum í millilandaflugi. Meir en tímabært er því að hefjast handa og leysa vandann. Framsögumaður vék að kostnað- arskiptingu varnarliðs og heimaað- ila við bygginguna, sem væri eðlileg, enda kæmi hún báðum aðilum að miklum notum, og væri forsenda æskilegs aðskilnaðar á varnarliðs- starfsemi og farþegaflugi. Flugstöð- in er andlit Islands að umheiminum, sem þarf að geta skipað hlutverk sitt með reisn og búið starfsliðið og farþegum nútímalega aðstöðu. Hann sagði það bæði andstætt þingræði og lýðræði, ef minnihluta- flokkur, sem hefði aðeins tæpan fimmtung atkvæða að baki sér, gæti komið fram skoðun sinni í þessu máli og gert hana ráðandi — þó hún gengi á mikinn meirihlutavilja, bæði meðal þingmanna og þjóðar. Unnið er að póli- tískri Jausn málsins Jóhann Kinvarðsson (F) sagði nauðsynlegt að reisa nýja flugstöð til að tryggja öryggi starfsliðs og flugfarþega og koma nauðsynlegum aðskilnaði varnarliðs og farþega- flugs við. Spurning væri hinsvegar, hvort þyrfti sérstaka lagasetningu um þetta einstaka mannvirki. Hann vitnaði til ákvæða í stjórnarsátt- mála, sem kvæði á um, að ekki yrðu hafnar framkvæmdir við flugstöðv- arbyggingu nema allir stjórnaraðil- ar samþykktu. Þrátt fyrir þetta ákvæði væri gerð tillaga um 10 m.kr. fjárveitingu í fjárlagafrum- varpi í tengslum við undirbúning flugstöðvarbyggingar. Þá hefði rík- isstjórnin skipað 3ja manna nefnd (auk sín Edgar Guðmundsson og Ólaf Ragnar Grímsson), sem nú ynni að pólitískri lausn á þessu máli, svo koma mætti flugstöðvar- byggingunni á framkvæmdastig. Því væri ekki tímabært nú þegar að meta þörf slíkrar lagasetningar, sem hér væri lögð til, meðan unnið væri að málinu innan ríkisstjórnar- innar af fullum krafti að því að hann taldi. Benedikt Jóhann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.