Morgunblaðið - 03.12.1981, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981
39
ANNAR HVER BANDARÍKJAMAÐUR
ÁNÆGÐUR MEÐ NANCY
+ Nýjar skoðanakannanir í Bandaríkjunum gerðar af Washington Post
og ABC-sjónvarpsstööinni, sýna að 51% Bandaríkjamanna eru ánægðir
með frammistööu forsetafrúarinnar, Nancy Reagan, 23% óánægðir og
26% höfðu ekki skoðun á málinu. Til samanburöar má nefna að í nýlegri
skoöanakönnum AP og NBC voru 46% Bandaríkjamanna mjög ánægðir
með Ronald Reagan í embætti forseta, 35% sögöu hann hafa staöiö sig
rétt bærilega, 16% kváöu hann hafa staðið sig illa og 3% höföu ekki
skoöun á málinu. En þess má geta, aö þessar skoðanakannanir eru mjög
sérkennilega unnar, því úrtakiö telur ekki nema 1500 manns — og
Bandaríkjamenn eru nú einu sinni 220 milljónir. ..
Nýtt
skákséní?
+ j Sameinuöu arabísku fursta-
dæmunum er þrettán ára piltur,
sem vekur furöu manna. Said
Ahmed Said heitir hann og kann
manntafl betur en aörir. Ellefu ára
gamall hnekkti hann meti banda-
ríska töframannsins í skáklistinni,
Bobby Fischers, og varö heims-
meistari í skák í unglingaflokki
undir fjórtán ára aldri. Fischer var
þrettán ára gamall, þegar hann
vann þennan titil, og í ár vann Said
titilinn í annað sinn, og hefur nú
tekiö stefnuna á heimsmeistaratit-
ilinn í unglingaflokki 14—17 ára.
Sérfræöingar í skákíþróttinni telja
að Said veröi oröinn stórmeistari
innan 3ja ára. Drengurinn situr
daglangt viö rannsóknir og æf-
ingar ásamt sautján ára bróöur
sínum og er semsé þegar 13 ára
gamall kominn meö 2.305 Elo-stig.
Kannski Said Ahmed Said hinum
arabíska takist einhvern daginn aö
rjúfa einokun Rússa á heimsmeist-
arasætinu, eins og Fischer forö-
um?
+ Söngkonan blakka, Diana
Ross, keypti sér nýlega
nokkra skartgripi í safniö og
fyrst hún á annaö borö var
komin í skartgripaverslun
hætti hún ekki kaupunum
fyrr en reikningurinn hljóöaöi
upp á 45 þúsund dollara. Sú
upphæð mun vera dágóð
meðallaun þriggja manna í
heilt ár — en aðeins smá-
munir í augum Díönu Ross,
sem nýverið skrifaði undir
nýjan söngsamning (við
hvern fylgdi ekki fréttinni)
uppá 20 milljónir dollara.
Tuttugu milljónir dollara eru
rúmlega sextán milljaröar ís-
lenskir í gömlum krónum ...
í minningu Roberts
+ Ekkja Robert heitins Kennedys, Ethel, krýpur hér við dán-
arbeð manns síns með nokkrum börnum sínum og vinkonu
einni. Myndin var tekin þann 20sta nóvember síðastliðinn í
kirkjugarði í Arlington, en þá heföi Robert átt sitt 56 ára
afmæli, ef hann væri á lífi. Frá vinstri krjúpa: sonurinn
Christopher, Ethel, sonurinn Douglas, dóttirin Rory, og loks
Dorothy nokkur Tubirdy sem er fjölskylduvinur.
BÍTLAGÖTUR
í UVERPOOL
+ Nú ellefu árum eftir viöskilnaö Bítlanna og tæpu ári eftir
dauöa John Lennons, hafa borgaryfirvöld í Liverpool ákveðiö
aö heiðra þá fjórmenningana meö sérstæöum hætti. Næst-
komandi föstudag opnar umhverfismálaráðherra Breta,
Michael Heseltine, nýtt hverfi þar sem veröa fjórar aðalgötur
og þær munu heita: John Lennon Drive, Paul McCartney
Way, George Harrison Close og Ringo Starr Drive. Þeir fjór-
menningar voru sem kunnugt er upprunnir í Liverpool og
mótuöu heila kynslóö meö söngvum sínum og háttalagi.
Borgaryfirvöld létu loks undan þrýstingi aödáenda Bítlanna
sem hafa enn meö sér samtök í Liverpool, og nefndu göturnar
eftir Bítlunum. Þessi samtök berjast einnig fyrir því aö reist
veröi stytta ein mikil í minningu Bítlanna. Þeir þrír Bítlar sem
eru eftir á lífi, eiga nú allir heimili sitt í Bretlandi: Paul, sem er
39 ára gamall, á búgarö í Skotlandi, hús í Lundúnum og
sveitahús í Sussex; George, 38 ára gamall, rekur höföingja-
setur í Oxfordshire, og Ringo, 41 árs gamall, nýkominn heim
úr sjálfskipaðri skattaútlegö í Bandaríkjunum, býr í Berk-
shire . ..
BEST OF BLONDIE - BLONDIE
Ef þú varst ekki búinn aö gera þér grein fyrir hversu góö
hljómsveit Blondie er þá skaltu kaupa þér eintak af þessari
plötu. Heart of Glass, Sunday Girl Call Me, Denis og 10 önnur
topplög á einni og sömu plötunni. Má ekki vanta á plötusafniö.
Heildsöludreifing
stdAorhP
Símar 85742 og 85055.