Morgunblaðið - 03.12.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.12.1981, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981 Ast er... ... að telja borðbænar orð hans. TM Reg U.S. Oft -alt riflht* reswved • 1978 Los Angetes Times Syndicate * - KJX IOW Vissir þú það mamma, ad úr skól- l'au fara þér bara vel, rangafotin, anum og hingað heim eru ná- skal ég segja þér! kvæmlega 20 drullupollar? HÖGNI HREKKVISI ^ 7áWt//^r [//e /a/a/ L//Y/1/11/Á//A/ OH/TAf/ 7 " » hI f! i . ? s! I’essi mynd er tekin árið 1929 við heimili Sigríðar Jónu Þorbergsdóttur og Ólafs Hjálmarssonar á Point Roberts, Wash.: Islenskar konur eru þarna samankomnar til þess að búa til „quilt“-teppi, úr kembdri ull. Sigríður Jóna situr með teppið (lengst til vinstri). „Áður fyrr á árunuma Inga Jónasdóttir skrifar: „Ágústa Björnsdóttir á þakkir skilið fyrir sína góðu útvarps- þætti, „Áður fyrr á árunum", sem eru á dagskrá á þriðjudagsmorgn- um, þeir eru hvort tveggja í senn: fróðiegir og skemmtilegir. Ég hafði t.d. mikið gaman af þættin- um 17. nóv. sl., þar sem lesin var frásögn Sigríðar Jónu Þorbergs- dóttur frá Efri-Miðvík í Sléttu- hreppi. Sigríður lýsti þarna æsku- heimili sínu og sagði frá ýmsum atvikum og atburðum frá upp- vaxtarárunum í þessari afskekktu sveit, en eins og kunnugt er m.a. af nýlegri sjónvarpsmynd Ómars - Góður út- varpsþáttur Ragnarssonar, lagðist byggð þarna vestra í eyði fyrir nokkrum áratugum. Þá sagði og frá því er Sigríður ferðaðist vestur um haf, ein með fjögur ung börn sín, til vesturstrandar Bandaríkjanna, en bóndi hennar hafði farið á undan og undirbúið komu fjölskyldunn- ar. Loks sagði frá dvöl þeirra í Bandaríkjunum og samskiptum við íslendinga þar, m.a. þeirri skemmtilegu hefð, sem ætíð var í heiðri höfð meðal kvennanna, að koma saman til teppagerðar þegar einhver þurfti þess með. Eftir fjögurra ára dvöl í Bandaríkjun- um héldu þau hjón með börn sín aftur heim til íslands, heim í litla plássið sitt. Lifandi og hlýleg frá- sögn. Þökk fyrir." Velvakandi hafði samband við Ágústu Björnsdóttur og spurðist fyrir um Sigríði. Ágústa sagði: — Sigríður Jóna er enn á lífi og býr hjá dóttur sinni, Ástu, sem skráði þessar minningar móður sinnar. Eiginmaður Sigríðar, Ólafur Hjálmarsson, lést árið 1974. Dillibossadans á framsóknartám Þorkell Hjaltason skrifar 24. nóv.: „Hinn heittrúaði kommúnisti, er talaði í þættinum Um daginn og veginn í Ríkisútvarpinu mánudag- inn 16. nóvember sl., vitrist vera svo innvígður í rússneska gúlagið, að í huga þessa Grænvetnings komst ekki annað að en fordæm- ing á varnarkerfi frjálsra þjóða og þar á meðal okkar íslendinga. Hann segir: Herinn burt — ísland úr Nató. Island skal vera varnar- laust hlutlaust land. Eitthvað í þessum dúr var dagskipan komm- únista til hlustenda Ríkisútvarps- ins þann daginn. Allur heimurinn veit að mark- mið kommúnista er og hefur alltaf verið að hrifsa til sín völd með ofbeldi og yfirgangi. í hinni marx- ísku trúarbók kommúnista er ein aðalreglan sem allar aðgerðir þeirra miðast við: Tilgangurinn helgar meðalið. Öllum ráðum má beita, leyfilegum og óleyfilegum, til að ná settu marki: yfirtroðslu og ofbeldi, undirferli, svikum, lyg- um, njósnum og mannvígum. Öll þessi þokkalegu ráð eru að dómi kommúnista mikilsverð hjálpar- tæki til að sölsa undir sig yfirráð, líf og eignir einstaklinga og heilla þjóða, eins og sýnt hefur sig nú síðast í Afganistan. Og svo þykj- ast þessir hræsnisfullu kommún- istar vera að boða frið. Já, hvílík viðbjóðsleg hyldýpis hræsni og undirferli lýsir sér í þessu atferli Rússa, á sama tíma og þeir eru með þetta friðartal og heimta kjarnorkuvopnalaus svæði, sigla þeir einum kafbáta sinna með kjarnorkuvopn innan- borðs í njósnaferð upp á strönd Svíþjóðar, sem í áratugi hefur lýst yfir ævarandi hlutleysi í öllum stríðsátökum þjóða í milli. En sem sagt: Rússar sluppu með skrekkinn, þar sem Svíum urðu á þau mistök að skila kafbátnum til Rússa aftur, en það áttu þeir ekki að gera fyrr en kafbáturinn hafði verið rækilega rannsakaður, ásamt allri áhöfninni. Og Svíar áttu að krefjast fullkominnar skýrslugerðar af kafbátsmönnum um njósnaferð þessa um hlutlaust svæði. En á þessu sést hvað Rúss- ar virða hlutleysið lítils og hvað mikið er að marka friðartal þeirra og áróður um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. Þetta hræsnisfulla tal Rússa um frið og kjarnorku- vopn er eingöngu fram borið til þess að veiða til fylgis við sjón- armið þeirra nokkra nytsama sak- leysingja er öllu virðast trúa er frá Rússum kemur, hversu heimskulegt og fáránlegt, sem það annars er í sjálfu sér. Og að síðustu langar mig til að skjóta að nokkrum orðum varð- andi varnarmá! okkar íslendinga. Nú er svo komið, að lykillinn að varnarmálunum er illu heilli kom- Þorkell Hjaltason inn í hendur kommúnista eftir öll- um sólarmerkjum að dæma. Kommar segjast hafa tryggt sér neitunarvald í stjórnarsáttmálan- um að því er varðar varnar- og öryggismál Islands. En vissulega mun utanríkisráðherra, sem fer með úrslitavaldið í þessum mál- um, ekki láta kommana beygja sig svo, að varnarkerfið veikist af þeim sökum. Því er það vonlaust verk hjá Guðrúnu Helgadóttur að reyna að beita áhrifum sínum í því skyni að veikja varnarmátt lands- ins. Utanríkisráðherra mun ekk- ert kippa sér upp við það þótt Guðrún dansi nokkra ræla og polka á tám framsóknarþing- manna, í þeim tilgangi að reyna að fá þá til þess að hætta við eða fresta öllum framkvæmdum á vegum varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli. Þessir draumórar Guð- rúnar munu aldrei rætast, sem betur fer. Ég hygg að öllum fyrirhuguðum framkvæmdum þar muni verða haldið áfram og þar með byggingu flugstöðvar og olíugeyma, sem lífsnauðsyn er að koma upp sem allra fyrst. Utanríkisráðherra mun sjá um að svo verði gert, hvað sem öllu tipli Guðrúnar líður."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.