Morgunblaðið - 03.12.1981, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981
Arndfs Björnsdóttir
skrifar frá V-Þýskalandi
Heimsókn
Breschnews
er talin stjórnmála-
sigur fyrir Schmidt
„Fridur hræðslunnar.
Friður hefði sennilega
ekki haldist svo lengi, ef
ekki væri um að ræða
gagnkvæman ótta aust-
urs og vesturs við þau
vopn, sem ríkin ráða yf-
ir. En hvað er framund-
an?“
í dag lauk opinberri heimsókn
Leonid Breschnews, aöalritara
sovézka Kómmúnistaflokksins,
hér í Vestur-Þýskalandi. Hann
lenti í stórri sovéskri þotu á flug-
vellinum Köln/Bonn, sunnudaginn
22. nóv. sl. og tók kanslari
V-Þýskalands, Helmut Schmidt
þar á móti honum ásamt fylgdar-
liði. Gífurlegar öryggisráðstafanir
voru í gangi og var Breschnews
gætt eins og væri hann fjöregg
þjóðarinnar. Flugvélar hans var
gætt af sovéskum öryggisvörðum
allan tímann; sömuleiðis var sov-
ésk brynvarin bifreið alltaf í hum-
átt á eftir honum og við bústað
hans, og sögðu fréttamenn, að
sennilega væri bifreiðin albúin
njósnabúnaði. Breschnew er held-
ur kranklegur og gamall að sjá,
enda var úthald hans ekki mikið.
V-Þjóðverjar höfðu fullkomna
sjúkrabifreið með öllum tækjum
fyrir utan bústað hans.
Talið er, að Sovétmenn séu ekki
eins hressir yfir heimsókninni og
þeir vilja vera láta. Þrátt fyrir
faðmlög og yfirborðstal um ein-
lægni og vináttu og friðarvilja er
Ijóst, að Sovétmenn ætla ekki að
gefa eftir í sambandi við vígbún-
að. Það voru því mikil vonbrigði
hversu eindregna afstöðu Helmut
Schmidt tók með Bandaríkjafor-
seta. Schmidt skýrði Sovét-
mönnum afdráttarlaust frá því, að
Sovétmenn yrðu að fjarlægja
eldflaugar sínar þannig að ekki
yrði um það að ræða, að þýskar
borgir væru í skotmarki, eins og
nú er. Sérstaklega er Þjóðverjum
tíðrætt um nýjustu kjarnorku-
eldflaugar Sovétmanna, SS-20,
sem talið er að séu staðsettar
þannig, að þær beinist margar
beint að stórborgum Evrópu. I
fyrstu vildi Breschnew ekki kann-
ast við neina eldflaugahættu af
sovéskri hálfu, en í kvöldverðar-
boði kanslara á 2. degi heimsókn-
árinnar lýsti hann því yfir, að
Sovétmenn væru reiðubúnir til að
flytja eldflaugar (nefnd var talan
100—200) austur fyrir Uralfjöll,
því að þeir vildu sýna friðarvilja
sinn. Vestantjalds er þetta ekki
talið nóg, því að jafnvel frá því
svæði gætu SS-20 eldflaugarnar
hæft t.d. Hamborg og Köln.
Ljóst er, að ákveðin og opinská
umræða kanslarans hefur vakið
ugg hjá Sovétmönnum. Hann lýsti
sig eindregið fylgjandi þeirri
stefnu, að Vesturveldin staðsettu
eldflaugar í V-Evrópu og meðtalið
í Vestur-Þýskalandi, ef ekki hefði
náðst samkomuiag fyrir árslok
1983 (sbr. NATO-samþykktina).
Lausn Breschnews
Breschnew varð tíðrætt um þá
lausn, er hann teldi besta: Stór-
veldin skyldu hætta allri frekari
hervæðingu, en miða við núver-
andi ástand. Hann lýsti því yfir,
að Bandaríkjamenn væru óábyrg-
ir og reyndu að slá ryki í augu
almennings í heiminum. Athyglis-
vert er að PRA VDA, málgagn sov-
éska kommúnistaflokksins, réðst
harkalega á Þjóðverja í forystu-
greinum bæði á sunnudag og síðar
meðan á heimsókninni stóð. En
Þjóðverjar bentu á þá staðreynd,
að málflutningur Breschnews er
nákvæmlega sá sami nú og í síð-
ustu heimsókn hans 1979. Eins og
kanslarinn sagði sjálfur í ræðu
sinni í umræddu kvöldverðarboði,
að „hann hefði rætt opinskátt og
af drengskap og verið fullvissaður
um friðar- og afvopnunarvilja
Sovétmanna, en ennþá væru þetta
orðin tóm af hálfu Sovétríkjanna.
Hann biði eftir því að við töluð orð
væri staðið." Það var því vart
furða, þótt andrúmsloftið væri
stirt og lævi blandið, þegar Sov-
étmenn fengu kaldar staðreyndir
svo beint framan í sig. Meðan
Schmidt og Breschnew ræddust
við, voru einnig í gangi umræður
milli Gromykos, utanríkisráð-
herra Sovétríkjanna og Hans D.
Genschers, utanríkisráðherra
V-Þýskalands. Að sjálfsögðu er
afvopnunin efst á dagskrá, en
einnig hefur mikið verið rætt um
tregðu Sovétmanna til að hleypa
þeim Þjóðverjum úr landi, semma
í stríðslok lokuðust inni á land-
svæðum, sem urðu sovésk. Undan-
farið hafa verið viðtöl við fólk,
sem þannig hefur misst samband
við fjölskyldumeðlimi og aðra ætt-
ingja og vini og er harka og óbil-
girni Sovétmanna með eindæm-
um.
Afstaða Schmidts
Sovétmenn verða því að horfast
í augu Við, að þeir eiga ekki sam-
herja gegn Reagan Bandaríkja-
forseta þegar V-Þjóðverjar eiga í
hlut. Raunar telja fréttaskýrend-
ur hér, að Schmidt hafi í viðræð-
um sínum við Breschnew eytt
„miklum tíma og margs konar
röksemdafærslum" í að gera
Breschnew ljósa þá miklu alvöru,
sem Reagan leggi í „alvöru samn-
inga, en ekki orðagjálfur". Frétta-
skýrendur hér telja, að Schmidt
hafi tekist að draga úr spennu
Sovétmanna í garð Reagans.
Schmidt marglýsti því hins vegar
yfir að V-Þjóðverjar væru ein-
dregið „Vestursins-menn". Bonn
hefur hins vegar tekist á hendur
það stóra verk að sýna Moskvu
fram á alvöru vestrænna ríkja í að
hervæðast langdregnum eldflaug-
um og staðsetja þær á jafn hern-
aðarlega mikilvægum stöðum og
Sovétmenn gera nú gagnvart vest-
rænum ríkjum, ef ekki verði í
framhaldi af ákvörðun NATO frá
1979 búið að ganga frá samning-
um fyrir árslok 1983. Sovétmenn
verði semsé að fara að gera sér
ljóst, að þeir dragi ekki Vestur-
veldin á asnaeyrunum lengur.
Greinilegt er, að harka er að
færast í málin. En hitt ber einnig
að líta á, að hinn almenni borgari
stendur með stefnu Helmut
Schmidts. Hér í V-Þýskalandi er
almennt lítil hrifning á austræn-
um ríkjum. Hér eru austrænu rík-
in hins vegar við húsdyrnar og
fólk vill verjast hættunni austan
frá. Það vill vera öruggt um að
eiga ekki rússnesku skriðdrekana,
fallbyssurnar og nú gereyðingar-
vopnin yfir höfði sér. Schmidt hef-
ur því styrkt mjög pólitíska stöðu
sína við þessa heimsókn og gagn-
vart Rússum stendur v-þýska
þjóðin nær einhuga með kanslar-
anum.
Umræðuþáttur í sjónvarpi
í gærkvöldi (24.11.) var hér í
sjónvarpinu einnar klst. umræðu-
þáttur um heimsókn Breschnews.
Þátttakendur voru auk stjórn-
anda: ritstjóri blaðsins „Der
Spiegel", fréttaritari V-Þ. sjón-
varpsins í Washington, talsmaður
sovésku stjórnarinnar og talsmað-
ur frá þýskri hálfu. Þátturinn var
afar fróðlegur og var varla hægt
annað en vorkenna talsmanni Sov-
étmanna á stundum, er hann
skorti rök til að verja margvísleg-
ar aðgerðir stjórnar sinnar.
Skipulag
Grjótaþorps
Eftir Birgi Isl.
Gunnarsson
Fyrir skömmu var samþykkt í
borgarstjórn Reykjavíkur skipu-
lag fyrir Grjótaþorpið. Skipu-
lagstillagan var samþykkt sam-
hljóða og allir stjórnmálaflokkar
urðu um hana sammála. Tillaga
þessi byggðist því augljóslega á
málamiðlun. Það sem úrslitum réð
um samþykkt tillögunnar var sú
ákvörðun að taka undan skipulagi
húsalínuna vestan Aðalstrætis og
geyma ákvörðunina um hana til
síðari tíma.
Hugmyndir manna um skipulag
Grjótaþorps hafa mikið breyst í
tímanna rás. Allar fyrri tillögur
hafa að sjálfsögðu verið börn síns
tíma. Menn hafa sett fram hug-
myndir fyrr á tímum um að rífa
þorpið að meira eða minna leyti og
byggja stórt í staðinn. Menn hafa
einnig sett fram tillögur um að
brjóta miklum umferðaræðum
braut í gegnum Grjótaþorp. Allar
slíkar hugmyndir hafa þó verið
lagðar til hliðar fyrir löngu, enda
sjónarmið manna í skipulagsmál-
um gjörbreytt frá því þær voru
settar fram.
Stefnumótunin 1977
í desember 1977 var lögð fram í
skipulagsnefnd tillaga um stefnu-
mótun varðandi skipulag Grjóta-
þorps. Tillaga þessi var sett fram
fyrir frumkvæði fulltrúa sjálf-
stæðismanna í skipulagsnefnd. í
þessari tillögu segir m.a.: „Grjóta-
þorp fellur undir skilgreininguna
um endurnýjunarsvæði og er því
talið æskilegt að verulegar um-
bætur á núverandi mannvirkjum
og umhverfi eigi sér stað á skipu-
lagstímabilinu. Er stefnt að því að
skapa hlýlegt umhverfi með
blandaðri, en um leið samstæðri
byggð íbúða, verslana, skrifstofa,
þjónustufyrirtækja og létts iðnað-
ar (handverks). Eins er stefnt að
því að varðveita hinar skemmti-
legu og óvenjulegu götur. Þar sem
Grjótaþorp er í hjarta gamla
miðbæjarins, en langt frá því að
vera í miðjum bænum hvað snert-
ir vegalengd til helstu íbúða-
hverfa, má gera ráð fyrir að versi-
anir og þjónusta verði með mjög
sérstæðu sniði. I stað þess að
lokka með þægi|egum bílastæðum
og rúmgóðum húsakynnum, lokk-
ar Grjótaþorpið með vöruúrvali og
hlýleika. Vísir að slíkri þjónustu
er þegar fyrir hendi í hverfinu."
Óbreytt gatnakerfi
I tillögunni eru síðan settir
fram fjórir punktar til að ná
ofangreindum markmiðum. Þar er
fjallað um óbreytt gatnakerfi,
verndun einstakra húsa, flutning
gamalla húsa á auðar lóðir og ný-
byggingar. Þessar tillögur voru
ekki afgreiddar. Kosningar fóru
síðan fram og skipt var um meiri-
hluta. Þrátt fyrir það varð sú
stefnumörkun ofan á í aðalatrið-
um, sem sett var fram fyrir frum-
kvæði sjálfstæðismanna í desem-
ber 1977.
En stefnumörkun varðandi
skipulag er eitt — nákvæm út-
færsla er annað. Þegar tillagan
um útfærslu skipulagsins í
Grjótaþorpi var til umræðu í
skipulagsnefnd, gerðum við full-
trúar Sjálfstæðisflokksins í
nefndinni nokkrar athugasemdir
við tillöguna. Vinstri meirihlutinn
í skipulagsnefnd vildi ekki á okkur
hlusta og knúði tillöguna í gegn-
um nefndina. Við sjálfstæðismenn
greiddum atkvæði gegn tillögunni
og bókuðum athugasemdir í sjö
töluliðum. Þær athugasemdir lutu
að friðun húsa, alræði embætt-
ismannanefndar um framkvæmd-
ir í Grjótaþorpi, fjármögnun
framkvæmda, tengsl Grjótaþorps
við miðbæinn, of stífum ákvæðum
um húsagerðir við nýbyggingar og
brunatæknileg atriði. Síðast en
ekki síst gerðum við athugasemdir
við götuumferð Aðalstrætis og
töldum að milda ætti hinar miklu
andstæður, sem nú blasa við vest-
an Aðalstrætis. Töldum við það
skipulagslega uppgjöf að gera
enga grein fyrir því, hvernig það
ætti að leysa. A þessi sjónarmið
okkar var ekki hlustað í skipulags-
nefnd.
Tónninn breyttist
Síðan kom málið fyrir borgar-
ráð og þá breyttist tónninn allt í
■