Morgunblaðið - 03.12.1981, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.12.1981, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981 + VILBORG SIGURÐARDÓTTIR, Bólstaðarhlíö 13, lést aðtaranótt 2. desember. Systkinin. Systir okkar, + RAGNHEIDUR PÁLSDÓTTIR, Nóatúni 30, andaöist á gjörgæsludeild Borgarspítalans aö kvöldi 1. desember. Jaröarförin auglýst síöar. Axel Pálsson, Egill Pálsson, Halldór Pálsson. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, BENJAMÍN JÓNSSON, Hverfisgötu 83, Reykjavík, andaöist í Landspítalanum 30. nóvember. Fyrir hönd vandamanna, Jakobína Þórðardóttir og börn. + Móöir okkar, GUDRÍÐUR DANIA KRISTJÁNSDÓTTIR, Hraunbæ 4, andaöist í Hrafnistu sunnudaginn 29. nóvember. Börnín. + Útför bróöur míns, JÓHANNESAR BJÖRNSSONAR válstjóra, Framnesvegi 8 A, er lést í Landakotsspítala 15. nóvember, fer fram frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 4. desember kl. 1.30. Fyrir hönd aðstandenda, Á.ta Björnsdóttir. + Konan min, KRISTÍN ÞORKELSDÓTTIR frá Kolsstöðum, Hvítársiðu, sem andaöist 25. nóvember, veröur jarösungin frá Gilsbakkakirkju laugardaginn 5. desember kl. 2 e.h. Bílferö frá Umferöarmiðstööinni kl. 10 fyrir hádegi. Sigurður Guömundsson. Eiginmaður minn. + ALFREÐ CLAUSEN, Miklubraut 62, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. desember kl. 10.30. Hulda Stefánsdóttir Clausen, börn og barnabörn. + innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför eiginkonu minnar, ÁSLAUGAR Ó. STEPHENSEN, Hlaöavöllum 5, Selfossi. Fyrir hönd vandamanna, Jón Pálsson. + Innilega þökkum viö öllum þeim sem auösýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför bróöur okkar, EYJÓLFS HALLFREÐSSONAR frá Bakka. Guö blessi ykkur öll. Sy8,kjnj hjns |á|na_ + Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför KRISTINS GUDMUNDSSONAR málarameistara, Langholtsvegi 34. Brynhildur Kristinsdóttir, Álfhildur Ingimarsdóttir, Ingimar Sveinsson. Minning: Sigurður Eiríksson frá Löngumýri Fæddur 16. júní 1926 Dáinn 24. nóvember 1981 Þar fór minn kærasti bróðir. — Þetta kom mér fyrst í huga, er ég frétti lát uppeldisbróður míns, Sigurðar Eiríkssonar. Hann var fæddur 16. júní 1916 á Löngumýri á Skeiðum, sonur hjónanna Ragnheiðar Agústsdótt- ur og Eiríks Þorsteinssonar og var hann næst yngstur sex systkina. Mér er ljúft að minnast Sigurðar örfáum orðum. Fyrir mér var hann drengskap- armaður, sem engan óvin átti. Snemma kom í ljós hve trygglynd- ur hann var mönnum og dýrum. Ungur fór hann til starfa í heima- sveit sinni á jarðvinnslutæki. Nokkrum árum síðar varð hann starfsmaður Vegagerðar ríkisins. Þar starfaði hann í rúm 30 ár, allt til dauðadags. Þori ég að fullyrða að Vegagerðin hafi misst góðan starfsmann. Jafnvígur var hann á allar vinnuvélar og var oft sendur út um land, sem leiðbeinandi og kennari. Ég átti því láni að fagna að starfa með Sigurði um skeið hjá sama fyrirtæki. Kynntist ég þá enn betur kostum hans, sem starfsmanns og félaga. Að lokum færi ég og fjölskylda mín Sigurði þakkir fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman á heimili okkar. Blessuð sé minning hans. Baldvin Árnason í dag verður til moldar borinn Sigurður Eiríksson frá Löngu- mýri. Hann lést af slysförum 24. nóvember sl. Hann var fæddur að Löngumýri á Skeiðum 16. júní 1926, sonur hjónanna Ragnheiðar Ágústsdótt- ur frá Birtingaholti og Eiríks Þorsteinssonar frá Reykjum. Hann var næstyngstur af sex systkinum og eru nú fjögur þeirra á lífi. Hann ólst upp við ástríki, söng og glaðværð og var sjálfur mjög músíkalskur, enda kominn af miklum músíkunnendum. Ung- ur fékk hann sér harmonikku og þótti þeim systkinum það stór stund, þegar konur úr Kvenfélagi Skeiðahrepps komu og báðu Sig- urð að spila fyrir dansi. Var það í fyrsta en ekki síðasta skipti sem hann skemmti með harmonikku- leik. Spilaði hann til dæmis í sinni heimasveit og víðar ásamt Ingi- gerði systur sinni og Þorsteini bróður sínum. Einnig hef ég frétt að hann hafi stytt vinnufélögum sínum stundir með gítarleik á löngum vetrar- kvöldum, þegar stórviðri gnauðaði á gluggum vinnuskúranna. Sigurður hóf störf hjá Vegagerð ríkisins árið 1945 og þá fyrst hjá Brynjólfi Melsteð og einnig hjá Jóni Ingvarssyni á Selfossi. Síðar fór hann til Reykjavíkur og vann hjá Vegagerð ríkisins þar, til þess dags er hann lést. Var hann alls staðar annálaður fyrir dugnað og sérstaka verklagni. Samviskusemi einkenndi öll hans störf. Hann var því mjög vel liðinn af samstarfsmönnum sínum og yfirboðurum. í starfi sínu ferðaðist hann mik- ið og þekkti því landið sitt vel. Sig- urður var frekar dulur maður og flíkaði ekki tilfinningum sínum. Hann var greindur maður, víðles- inn og fylgdist vel með landsmál- um. Það þarf reyndar ekki mörg orð til að lýsa Sigurði, því allir sem þekktu hann vissu hvern mann hann hafði að geyma, dáðu hann og virtu. „Kn eitt sinn verða allir menn að deyja eftir bjartan daginn kemur nótt. fcg harma það. en samt ég verð að segja að sumarið líður alltof fljótt.“ Og sumarið hans Sigga frænda, eins og við systkinin kölluðum hann, varð alltof stutt. Það finnst okkur sem eftir sitjum í sorgar- myrkri. En það er ljós í myrkrinu. Allar góðu minningarnar streyma fram og ylja okkur um hjartaræt- urnar. Okkur systkinunum á Löngu- mýri þótti mjög vænt um Sigga frænda, hann var okkur ímynd alls þess sterka og hrausta í lífinu. Miklir fagnaðarfundir urðu þegar Siggi kom, hvort sem það var á páskum, að sumri eða um jólin. En jólin hélt hann alltaf hátíðleg á Löngumýri, heima. Þórunn Benedikts- dóttir - Minning Fædd 9. júní 1893 Dáin 29. nóvember 1981 I dag verður gerð frá Dómkirkj- unni útför Þórunnar Benedikts- dóttur, ekkju Björgúlfs Ólafsson- ar, læknis, en hún lézt í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur að kvöldi sunnudagsins 29. fyrra mánaðar, 88 ára að aldri. Þegar Þórunn móðursystir mín var upp á sitt bezta var hún tign- arleg kona sem bar sig vel og sóp- aði að hvar sem hún fór. Hún hélt reisn sinni fram eftir öllum árum og vissi ég ekki til, þótt heima- gangur væri á heimili þeirra allt frá því er þau fluttu heim 1926, að henni yrði nokkru sinni misdæg- urt. En árið 1973 deyr Björgúlfur, þá nær 91 árs að aldri, en Þórunn er þá fast að áttræðu. Skömmu eftir það fær Þórunn aðkenningu að slagi og nær sér aldrei fyllilega eftir það. Og rúmliggjandi var hún seinustu árin. Það var dapurlegt að heimsækja hana á sjúkrahúsið, því ég hafði verið svo vanur að kynnast henni svo heilsuhraustri og sjálfri sér nógri. En þannig ör- lög getur lífið búið manni. Þórunn giftist Björgúlfi Ólafs- sin, lækni, 15. apríl 1915, en þá var hann herlæknir í þjónustu Hol- lendinga í Kendangan á Borneo. Þetta var á styrjaldarárunum og gat Björgúlfur ekki fengið leyfi frá störfum til þess að fara til Is- lands til þess að eiga heitmey sína. Þess vegna varð Þórunn að fara ein síns liðs á fund hans. En sú ferð varð söguleg. Þegar hún kem- ur til Hollands er hún kyrrsett í Haag og bannað að halda lengra ógift. Þá var brugðið á það ráð, sem mun hafa verið einsdæmi þá, að gefa þau hjón saman með skeytasendingum. Þegar svo hjónavígslan fór fram 15. apríl var Þórunn í Haag, brúðguminn á Borneo og veizlan í Reykjavík. Ekki skyggði þetta „intermezzo" Minningin um Sigga er því ná- tengd jólunum í mínum huga. Mikil var gleði okkar allra á Löngumýri þegar Siggi frændi birtist, oftast á Þorláksmessu eða á aðfangadag og kom þá alltaf færandi hendi, og gladdi bæði börn og fullorðna. Okkur þótti svo vænt um að Siggi skyldi koma um hver jól í hvernig veðri sem var. Varð hann stundum að hverfa til skyldustarfa strax á annan jóla- dag. Ein jólin man ég eftir því að ég var eitthvað að vandræðast yfir því að hafa ekkert að lesa, hafði þó fengið nokkrar bækur í jólagjöf, en var víst búin að lesa þær allar. Þá dró Siggi bók upp úr töskunni sinni og gaf mér. Ekki minnkaði dálæti mitt á honum við það. Eitt sinn færði hann okkur systrunum dúkkur sem þóttu þá heldur gersemi og voru þær ýmist kallaðar Siggur eða Siggar. Áður en Siggi eignaðist bíl, kom hann á sumrin oftast fótgangandi hluta leiðarinnar og stytti sér þá leið yfir hraunið og engjarnar. Þegar sást til ferða hans var hlaupið inn til ömmmu og afa og kallað: „Siggi frændi er að koma,“ og hlupum við síðan glöð og kát á móti honum. Alltaf átti hann eitthvað til að stinga upp í litlu frændsystkinin. Siggi hafði yndi af því að skreppa í heyskap og var þá held- ur betur liðtækur. Það var ekki fyrir hvern sem var að vera í hlöð- unni, en hann fór létt með það. Seinna þegar við systkinin fór- um að heiman og stofnuðum okkar heimili, fylgdist Siggi vel með því hvernig okkur gengi með húsbygg- ingar og annað slíkt. Alltaf hittumst við heima á Löngumýri um jólin og var þá glatt á hjalla, sungið og gengið í kringum jólatréð. Siggi hafði mikla ánægju af börnunum okkar, sem komu með stóru bílana sína og fínu dúkkurnar til þess að sýna honum og undi hann sér þá vel með fjörugum krökkum. Það verður aldrei fyllt sætið hans Sigga við jólaborðið á Löngu- mýri, en minningin lifir um elsku besta frændann, sem nú heldur jól með afa, ömmu og Steina. Kar þú í fridi, fridur (íuðs þig bles.si, hardu þökk fyrir allt og allt. (■<‘kkst þú med (iuði, (iud þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóla skalt. (V. Briem.) Móeiður ÁgúsLsdóttir Vinur kvaddur Það er svo undarlegt og óskilj- anlegt þetta jarðlíf okkar. Hver er tilgangur hins algóða alvalds sem lífinu ræður? Til hvers komum við hingað, lifum hér mislangan tíma og hverfum síðan aftur til hins óþekkta? Er jarðlífið einhverskon- ar hluti af óralöngum þróunarvegi lífsins? Slíkar spurningar leita á hugann, þegar mannslát fréttist, einkum þegar hinn látni er á ein- þó á hamingju þeirra Þórunnar og Björgúlfs, en þau lifðu 58 ár í far- sælu hjónabandi og voru samhent um hvaðeina sem þau tóku sér fyrir hendur. Um 12 ára .skeið átti Björgúlfur Bessastaðina og bjuggu þau þar stórbúi og ráku mjólkurverzlun í Reykjavík. En því varð að hætta, þegar mjólkursamsölulögin tóku gildi. Þá seldu þau Bessastaðina Sigurði Jónassyni, sem síðan gaf þá sem forsetasetur sem frægt er orðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.