Morgunblaðið - 03.12.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.12.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981 27 verða meira en sjálfstæðismenn spáðu. Þá sagði Páll að Sjálfstæðisflokk- urinn hefði ekki verið á móti þétt- ingu byggðar, heldur því að það væri eina lausnin, að ekkert annað væri gert. Þá benti Páll á það að með ákvörðun um Rauðavatnssvæðið væri meirihlutinn að ákveða fram- kvæmdir sem vörðuðu miklu um framtíð borgarinnar. Afla borginni eignarnámsheimilda Þá talaði Davíð Oddsson (S). Sagði hann að forsvarsmönnum bygging- ariðnaðarins þættu þau orð Sigurðar Tómassonar borgarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins fróðleg, að sjálfstæð- ismenn vildu úthluta lóðum til braskara. Varðandi ummæli Sigurjóns og Kristjáns sagði Davíð að þeir vissu það vel að ef Keldnamenn vildu ekki selja land Keldna, þá væri ekkert annað að gera en að afla borginni eignarnámsheimilda. Það væri ein- falt mál. Hins vegar væru það tugir aðila sem borgin þyrfti að semja við á Rauðavatnssvæðinu og slíkt væri ekki auðvelt viðfangs. 3 viðræðunefndir í gangi Þá kom Sigurjón Pétursson (Abl.) í ræðustól. Hóf hann mál sitt á því að í ræðu sinni ætlaði hann að halda sig við staðreyndir. Sagði hann að kostnaður af eignarnámi á land- svæði Keldna myndi verða 2- eða 3-faIdur á við kostnað samfara bygg- ingu Rauðavatnssvæðisins. Sigurjón sagði, að á þessu kjörtímabili hefðu 3 viðræðunefndir verið í gangi vegna ,Jánds Keldna, og þegar sagt væri að ekkert hefði verið gert, þá töluðu menn þvert um hug sinn. Skoraði Sigurjón á minnihluta Sjálfstæðis- flokksins að sýna pappíra sem lagðir hefðu verið fram varðandi viðræð- urnar við Keldur. Þá sagði Sigurjón að það eina sem vekti fyrir meiri- hlutanum í þessu máli væri það, að nú þyrfti að fara að ganga frá undir- búningsvinnu vegna Rauðavatns- svæðisins. Þá flutti Sigurjón svo- hljóðandi frávísunartillögu á tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: „Þar sem borgarstjórn hefur þeg- ar samþykkt, að næstu byggingar- svæði borgarinnar verði norðan Rauðavatns og ákvörðun um deili- skipulagningu svæðisins er í eðlilegu framhaldi af því, samþykkir borgar- stjórn að vísa tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá.“ Minnihlutinn hefur varað meirihlutann við Ólafur B. Thors (S) kvaðst ekki vita hvernig upplýsingastreymi væri innan Alþýðubandalagsins í borgar- stjórn, og benti hann á að fulltrúar allra flokka hefðu átt sæti í nefnd sem fylgdist með samningu aðal- skipulagsins frá 1977. Sagði Ólafur að aldrei hefði verið talið að flytja þyrfti alla starfsemi tilraunastöðv- arinnar að Keldum burtu frá svæð- inu. Kvaðst hann ekki muna betur en borgarstjóri hefði talið að ganga ætti í eignarnám á svæðinu. Sagði Ólafur síðan að ekki yrði um minni- hlutann sagt að hann hefði ekki var- að meirihluta borgarstjórnar við Rauðavatnsskipulaginu. Þá talaði Kristján Benediktsson (F). Hann varpaði fram þeirri spurningu af hverju aðalskipulagið frá 1977 hefði ekki verið staðfest í meirihlutatíð Sjálfstæðisflokksins, en 14 mánuðir hefðu liðið frá því skipulagið hefði verið samþykkt í borgarstjórn og þar til meirihluta- skipti hefðu orðið í borginni. Eitt- hvað hlyti að hafa verið að, fyrst málinu hefði ekki verið fylgt eftir. Átti að prenta kort af svæðinu Síðastur talaði Birgir ísl. Gunn- arsson (S). Sagði hann að Kristján Benediktsson vissi betur en hann segði, varðandi staðfestingu á aðal- skipulaginu frá 1977. Birgir sagði að einungis hefði verið gerð athuga- semd við eitt atriði skipulagsins, að gert yrði kort í ákveðnu upplagi af svæðinu til þess að hægt væri að afhenda fólki prentað eintak. Það hefði verið eina atriðið sem á hefði staðið. Síðan hefði borgarverkfræð- ingur lagt til að gengið yrði í prent- un þessa korts, á einum fyrstá fund- inum eftir meirihlutaskipti í borg- inni. Því hefði verið hafnað í skipu- lagsnefnd. Sagði Birgir að eitt og hálft ár hefði liðið í nefndinni þar til aftur hefði verið minnst á aðalskipu- lagið frá 1977. Þetta væru stað- reyndir málsins, en ekkert hefði ver- ið athugavert við skipulagið. Að umræðum loknum var gengið til atkvæða. Við tillögu borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins var komin frávísunartillaga og var hún sam- þykkt með 8 atkvæðum meirihluta- manna gegn 7 atkvæðum sjálfstæð- ismanna. Þá var mál þetta samþykkt með 8 samhljóða atkvæðum. Sigurjón Davíð Kristján Sigurður ekki einu sinni opinber ákærandi, það er ekki okkar hlutverk í þessu tilviki að kanna það ofan í kjölinn hvort um lögbrot er að ræða eða ekki. Það er upplýst að þeir aðilar sem brotið — ef það er fyrir hendi — beinist að, hafa ekki hreyft legg eða lið til þess að leita réttar síns og á meðan svo er, finnst mér ekki ástæða til að við tökum það í okkar hendur að gerast löggæslumenn á þessu sviði," sagði Ólafur. Þá kom það fram hjá Ólafi að önnur byggðarlög hefðu leyft hlið- stæða starfsemi, eða hygðust gera það, og sagðist hann ekki vilja stuðla að því að önnur lög giltu í Reykjavík en úti á landsbyggðinni. Mun sitja hjá Þá talaði Sigurður E. Guð- mundsson (Afl.). Varðandi ummæli Páls Gíslasonar sagði Sigurður að alþýðuflokksmenn ætluðu sér ekki að greiða atkvæði gegn leyfi til handa Video-son, heldur einungis sitja hjá. Vitnaði hann til ræðu Sjafnar Sigurbjörnsdóttur þar um. Ástæðuna fyrir hjásetunni kvað hann þá að þeir alþýðuflokksmenn treystust ekki til þess að greiða leyf- isveitingu atkvæði, vegna þess að um lagalegt álitamál væri að ræða. Menn vildu fyrst fá úr því skorið hvort um lögbrot væri að ræða, á því byggðist hjáseta alþýðuflokks- Eigum ekki að stuðla ad lögbrotum Síðust talaði Álfheiður Ingadóttir (Abl.). Sagði hún að starfsemi Vid- eo-son væri lögbrot og borgin ætti ekki að stuðla að lögbrotum. Beindi hún þeirri spurningu til Ólafs B. Thors, hvort unnt væri að fá leyfi til að gera jarðgöng undir peninga- geymslu banka í borginni, til þess að hægt væri að fremja þar rán. Myndi borgin veita leyfi til slíkra fram- kvæmda? Síðan var umrædd leyfisveiting til handa Video-son borin undir at- kvæði og var hún samþykkt með 9 atkvæðum gegn 5. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ásamt borgar- fulltrúa Framsóknarflokksins og Sigurði E. Guðmundssyni varaborg- arfulltrúa Alþýðuflokksins greiddu atkvæði með leyfisveitingunni. Borgarfulltrúar Alþýðubandalags- ins voru á móti, en Sjöfn Sigur- björnsdóttir (Afl.) sat hjá. HAGSTÆÐ JÓLAINNKAUP Hjá okkur getur þú gert mjög hagstæð jólainnkaup má þar á meöal nefna: ULPUR verö kr. 250.- %) V>.; Jólaskraut alls konar, ' ^ jólapappír — gervijólatré Fímrmmr og margt, margt fleira +jóladót. __ Al,_ - ;" Hjá okkur færðu allar Barnafatnaöur a mjog nýju8tu p|öturnar 8V0 sem: Dnmtatn hagstæöu veröi. Leikföng í úrvali. GOSHIT^... — for Future Reference Wnm(T( Kíktu við «*!»8E»K Bad Manners Gosh It's Blondie Besl of Blondie Matchbox/lying Colours Human League — Dare Start Shakin’ Stevens - — En hún snýst nú samt Shake Kjallaranum í Kjörgaröi, Laugavegi 59, gengið inn frá Hverfisgötu og Laugavegi VILHJALMUR HJALMARSSON Raupaó ór ráðuneyti INNANDYRA • Á HVERFISGÖTU 6 í FJÖGUR ÁR 0G FJÓRA DAGA ~ Þetta er fyrsta bók höfundarins. Hún er ný- stárleg, því enginn íslenskur ráðherra hefir áður sett saman bók um ráðuneytið sitt. Vilhjálmur kemur víða við og ræðir m.a. stöðuveitingar, írafár á Alþingi, námsmanna- hasa og kalda stríðið um peningana. Gamansemi Vilhjálms gægist víða fram. Og oft er seilst eftir svipmyndum utan dyra þótt Hverfisgata 6 sé þungamiðja bókarinnar. Frásögnin er opinská en laus við alla beiskju. 180 myndir eru í bókinni. Verð kr. 320.00 ÞJÓÐSAGA ÞINGHOLTSSTRÆTI 27 — SÍMI 13510

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.