Morgunblaðið - 03.12.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.12.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981 Fræðslufundur veröur í félagsheimili Fáks fimmtudaginn 3. des. kl. 20.30. Fundarefni: Evrópumót íslenskra hesta. Myndasýning: Frá Evrópumótinu í Larvík í sumar. Umræöur: Eiga íslendingar erindi á Evrópumót íslenskra hesta? Ragnar Tómasson stýrir óformlegum umræöum. Þátttakendur í Evrópumótum sérstaklega vel- komnir á fundinn. Fákur. Þakka innilega öllum þeim sem glöddu mig með heimsóknum, kveðjum og gjöfum á níræðisafmœli mínu 1S. nóvember sl Einkum vil ég þakka þeim sem'létu skólana á Eyrarbakka og Flúðum njóta afmælisins með bókagjöfum ojl Guð blessi ykkur ölL Ingimar H. Jóhannesson. ORIGINAL HANAU ■méMééÉÍIiéAibmhh Nóatúni 4, sími 28300. Smith & Norland hf. veitir aukinn þrótt og vellíöan í skammdeginu Bifreiðaútboð Tilboö óskast í eftirtaldar bifreiöar: Volkswagen 1200 L árgerð 1975. Ford Pick-up árgerö 1974. Austin Mini árgerö 1974. Ford Transit árgerð 1971. Bifreiöarnar veröa til sýnis í Faxaporti mánudaginn 30. nóv. til föstudagsins 4. des. nk. Tilboöum sé skilaö til Innkaupadeildar félagsins fyrir föstudaginn 4. desember 1981. Hf. Eimskipafélag íslands. Nýr og betri svipur á Stefni Bókmenntir Hannes H. Gissurarson Hreinn Loftsson (ritstjóri): Stefnir, 3. tölublað 1981. Stefnir, tímarit ungra sjálf- stæðismanna, hóf göngu sína 1950 undir ritstjórn þeirra Sig- urðar Bjarnasonar og Magnús- ar Jónssonar, en áður, 1929— 1934, hafði Magnús Jónsson prófessor gefið út tímarit með sama nafni. Tímaritið var efn- ismikið og skrifað af þrótti fyrstu árin og í nokkur ár und- ir ritstjórn Matthíasar Jo- hannessens skálds, þeirrar hamhleypu. En því miður hefur Stefnir ekki verið mjög athygl- isvert rit síðan, stundum hefur jafnvel sá grunur læðst að les- endum, að ungir Sjálfstæðis- menn hafðu fáar stjórnmála- hugmyndir og að efnið i Stefni væri til þess eins að leyfa aug- lýsingunum að njóta sín. Nokk- ur síðustu heftin voru þó sýnu verst, hvort sem því olli sú deyfð, sem var í starfi ungra Sjálfstæðismanna 1977—1981, eða eitthvað annað. Hreinn Loftsson tók við rit- stjorn Stefnis, eftir að ungir sjálfstæðismenn endurskipu- lögðu starf sitt á Isafirði í ág- úst sl. og kusu nýja forystu- menn Sambandsins. 1. hefti Stefnis undir forystu Hreins er komið út, og það lofar góðu um framhaldið. Við nýjan tón kveður, strengir eru stilltir saman, heftið er skrifað um stjórnmál, en í því er ekki sama masið og stundum áður um sjálfsögð sannindi og ekki heldur nöldrið, sem ekkert gagn er að, en hefur því miður verið algengt í Sjálfstæðis- flokknum. Þetta hefti er helgað nýrri bók Jónasar Haralz banka- stjóra, Velferðarríki á villi- götum, en hún hefur vakið ómælda athygli sem vonlégt er. Fróðlegt viðtal ritstjórans er við Jónas, sem lýsir m.a. starfi sínu í þróunarlöndunum, en um fátt segja jafnfáfróðir menn jafnmikið og þau, svo að fengur er að upplýsingum hans. Hann rifjar upp viðreisnina 1960 og ræðir um vanda Sjálfstæðis- flokksins í núverandi kreppu, sem hann telur kreppu velferð- arríkisins. Ritstjórinn spyr hann m.a. um þá hugmynd mína að reyna að leysa nýt- ingarvandann á fiskmiðunum með því að koma þar á eignar- rétti fremur en að láta nægja að selja veiðileyfi. Jónas segir, að sú hugmynd kunni að leysa vandann, en sé óraunhæf í þeim skilningi, að menn sam- þykki hana aldrei. Sannleikurinn er þó sá, að ég fékk þessa hugmynd ekki, fyrr en ég sannfærðist um, að hin hugmyndin — sala veiðileyfa — væri óraunhæf af stjórn- málaástæðum. Sala veiðileyfa felur í sér þjóðnýtingu fiski- miðanna, sem núverandi nýt- endur þeirra samþykkja aldrei. En óskynsamlegasta lausnin er skömmtun stjórnmálamanna (eða embættismanna), því að þeir hafa ekki og geta ekki haft nein eðlileg viðmið, þegar þeir skemmta. Ég ætlaði þessari hygmynd minni að vera raun- hæf í þeim skilningi, að hags- munasamtök gætu samþykkt hana þ.e. önnur hagsmunasam- tök en Alþingi, sem er stéttar- félag atvinnustjórnmála- manna, og Stjórnarráðið, sem er varnargarður utan um emb- ættismenn), og skynsamleg í þeim skilningi, að hæfilegt magn væri nýtt og af þeim ein- um, sem rækju fyrirtæki sín af hagsýni. Ég játa, að þetta er flókið mál og á því engin alls- herjarlausn, enda lítill kostur á töfralyfum í þessari tilveru. Þeir Einar K. Guðfinnsson stjórnfræðingur, Ólafur ís- leifsson hagfræðingur og Þorsteinn Pálsson fram- Undir riLstjórn Hreins Loftssonar er Stefnir orðinn að nýju og betra tímariti en áður. Davíð Oddsson, leiðtogi Sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn Reykavíkur, skrifar um sjálfseignarstefnu Sjálf- stæðismanna í húsnæðismálum og leiguliðastefnu „vinstri" flokkanna. kvæmdastjóri skrifa um bók Jónasar. Þeir segja sitt hvað fróðlegt um velferðarríkið. Einar bendir á, að velferðar- ríkið sætti varla menn og hópa svo mjög sem af sé látið, enda megi ósátt þeirra stundum rekja til ríkisafskipta og kostn- aðarins af þeim. Olafur segir, að þau ráð Keyness lávarðar að draga úr atvinnuleysi með eyðslu almannafjár hafi ekki gefist vel. Þorsteinn telur, að Jónas sé ekki í bók sinni að hafna markmiðum velferðar- ríkisins — afkomuöryggi og at- vinnuöryggi — heldur að marka nýja leið að þeim, eftir að reynslan hafi sýnt, að leið ríkisafskipta liggur ekki að þeim, heldur frá. Undir þetta get ég allt tekið. Sagt er frá þingi SUS á ísa- firði. Rætt er við formann Heimdallar, Árna Sigfússon, en undir forystui hans hefur nýtt líf færst í það gamla félag, sem verður 55 ára á næsta ári. Þetta hefti er einkum helgað bók Jónasar Haralz, Velferðarríki á villi- götum, viðtal er við Jónas, og þeir Einar K. Guðfinnsson, Olafur Is- leifsson og Þorsteinn Pálsson skrifa um bókina. Og grein er eftir Geir Haarde, nýjan formann SUS, um starfsreglur Sjálfstæðisflokks- ins. Davíð Oddsson, leiðtogi sjálfstæðismanna í borgar- stjórn Reykjavíkur og einn af þeim stjórnmálamönnum okkar, sem mestar vonir eru bundnar við, skrifar um hús- næðismál á höfuðborgarsvæð- inu og varar við þeirri stór- háskalegu stefnu „vinstri" flokkanna að gera sem flesta að leiguliðum, en auðvelda þeim ekki heldur að eignast eigið húsnæði. Guðmundur Heiðar Frímannsson ritar um þróunarlöndin, en hann er í hópi pennafærustu mennta- manna okkar. Jón Ormur Hall- dórsson segir frá stjórmála- viðhorfinu á Norðurlöndum, sem hann þekkir vel, með því að hann var lengi fram- kvæmdastjóri æskulýðssam- taka íhalds- og hægriflokka í Norðurálfu (en leggja verður áherslu á, að þeir eru flestir miklu þrengri flokkar og tengdari einstökum stéttum en Sjálfstæðisflokkurinn, enda er Jón Ormur í íhaldssamari armi Sjálfstæðisflokksins ásamt þeim Pálma Jónssyni og Gunn- ari Thoroddsen). Hreinn Loftsson skrifar um bandaríska stjórnmálamann- inn Barry Goldwater, sem var fórnarlamb fjölmiðlunga á sín- um tíma, þótt stefnu hans — frelsi í atvinnumálum — ein- beitni í alþjóðamálum — fylgi fleiri Bandaríkjamenn nú en áður. Ég veit ekki um 'nema tvo íslendinga, sem lýstu yfir stuðningi við Goldwater í for- setakosningunum 1964, þá Ragnar Jónsson í Smára og Styrmi Gunnarsson. En hver segir nú, að Lyndon Johnson, sem var þá kosinn, hafi verið góður forseti? Það er reyndar efni í heila bók að bera saman andann á sjöunda áratugnum, þegar flestir héldu, að allt mætti gera með því að nota ríkisvaldið hæfilega, og treystu á tæknina, og andann á hinum níunda, þegar menn skilja, að menningin er gróður, sem hlúa verður að og leyfa að vaxa í friði, en ekki vél, sem þeir geta skipt um hluta í og ekið síðan í allar áttir. Þetta hefti Stefnis er vonandi hið fyrsta í langri röð. Ungir sjálfstæðismenn eru bersýni- lega að verða markvissari en áður. Þeir leggja áherslu á arf flokks síns, atvinnufrelsi, einkaframtak og samvinnu stéttanna. Margt er undir því komið, að þeir ávaxti þennan arf vel. Oxford, 7. nóvember 1981.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.