Morgunblaðið - 03.12.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.12.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981 7 1 X 2 — 1 x 2 16. leikvika Á getraunaseðli nr. 16 fellur leikurinn 6. Liverpool — Birmingham út og verða þess vegna ekki nema 11 leikir látnir gilda, en leikir seðilsins fara fram laugardaginn 12. desember nk. GETRAUNIR Ársskýrsluverðlaun 1981 Stjórnunarfélag íslands efndi til samkeppni um bestu ársskýrslu sem út kom í ár, og tekur til ársins 1980. Viðurkenning fyrir bestu ársskýrslu sem barst verður afhent á fundi sem haldinn veröur í Kristalssal Hótels Loftleiða mánudaginn 7. desember kl. 16.00. Öllum félögum Stjórnunarfélagsins er boðið aö sækja fundinn og eru þeir sem hyggjast mæta beðnir aö láta vita á skrifstofu félagsins í síma 82930. STJÓRNUNARFÉLAG fSIANDS SÍOUMÚLA 23 105 REYKJAVÍK SlMI 82930 Hestamenn Smalaö verður í hagbeitarlöndum okkar á Kjalarnesi nk. laugardag. Hestar sem eru í Dalsmynni og Arn- arholti veröa í rétt í Arnarholti kl. 10 fyrir hádegi. Hestar í Saltvík veröa í rétt kl. 14. Bílar verða til flutnings á hestunum. Hagbeitargjald og flutningur greiðist á staðnum. Laugardaginn 12. desember verður smalað á Ragnheiðarstööum og verður það nánar auglýst síöar. Tamningar hefjast um áramótin og verður tamn- ingastöð hér eins og verið hefur og einnig á Ragn- heiðarstöðum. Tamningamenn verða Hafliöi Hall- dórsson og Jóhannes Kjartansson. Muniö fræðslufundinn í kvöld. Hestamannafélagið Fákur. [Viðskiptavinir athugið Vegna rangrar vörumerkingar á London Lambi, var reykt rúllu- pylsa, selt sem London Lamb, og eru viöskiptavinir beönir velvirö- ingar á þessum mistökum. Þetta átti sér staö þriöjudaginn 1. des. Þeir sem uröu fyrir þessu eru vinsamlega beðnir aö koma meö kjötiö og munu þeir, þá fá nýtt í staöinn. KJÖTMIOSTÖDIN Laugalæk l.s.86511 EFÞAÐERFRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU Tre KGB-agenter j vurderes utvist_____________ i Úrklippan hér að ofan er úr norska blaðinu Aftenposten frá því á laugardag og hana má þýða þannig: „Sovéskir sendiráðsstarfs- menn tengdir friðarhreyfingunni?: Brottvísun þriggja KGB-útsend- ara í athugun." Þessar fréttir frá Noregi og svipaðar uppljóstranir í Danmörku valda því, að Sovétmönnum er brýnna en áður að láta sem svo, að engin tengsl séu á milli þeirra og baráttumannanna fyrir varnarleysi Vesturlanda, sem þjónar aðeins sovéskum hags- munum. En auðvitað eru Sovétmenn klunnalegir á þessu sviði eins og flestum öðrum. i Staksteinum í dag er fjallaö um nýjasta dæmið um það, er tengist íslenskri stjórnmálabaráttu. Kattarþvottur lH‘ir, sem mest andmæla varnarsam.starfi íslendinga vid aðrar vestrænar þjóðir, verda yfirleitt hjárænu- legir, þegar þeir taka sig til og bera af sér, að í and- mælum þeirra felist studn- ingur vid markmid Sovét- ríkjanna í afstödu þeirra til íslands og íslendinga. Glöggt dæmi um þetta mátti sjá í Þjódviljanum um miðjan október sídast- lióinn, þegar einn af rit- stjórum blaðsins tók sig til og leitaðist við að færa rök að eftirfarandi kenningu sinni: „Varsjárbandalagið hefur ekki verið og er ekki sú heiLsteypta blökk undir óskertu forræði Sovét- manna sem menn vilja vera láta.“ l*essi furðu- kenning er svo rökstudd með því, að Albanir hafi sagt sig úr V'arsjárbanda- laginu og Kúmenar hafi stundum dregið sig út úr „sameiginlegum hernaðar aðgerðum" Varsjárbanda- lagsins. Og l>jóðviljarit- stjórinn bætir við: „Til þessa hefur ekkert land gengið úr NATO...“ Síð- an er klykkt út með því, „að í raun og veru vildu NATO-vinir ekkert frekar en slíka innrás (þ.e. í l’ól- land) — þá væri úti um allar friðarhreyfingar í langan tíma.“ l!m þennan kattarþvott l>jóðviljans fyrir hönd Var sjárbandalagsins má sogja, að þeir menn, sem telja sér sæma að skrifa af slíkri léttúð um jafn alvarleg mál, geta varla búist við því, að á þeim sé tekið mikið mark. Ilvers vegna lætur ritstjóri l'jóðviljans þess ógetið, að Kremlverj- ar tóku ákvörðun um inn- rásina i Hngverjaland 1956, þegar fyrir lá. að landið segði sig úr Varsjár bandalaginu? I’egar herir Varsjárbandalagslandanna voru sendir inn í Tékkó- slóvakíu 1968, var grípið til þeirrar tylliástæðu í áróðri Kremlverja, að öryggi Tekkóslóvakíu væri ógnað og þar með sameiginlegu örvggi hinna sósíalísku bræðraþjóða. Og hvað um Pólland? Forystumenn frelsisbaráttunnar í Pól- landi gera sér grein fyrir því, að Kremlverjar munu senda skriðdreka sína af stað, um leið og á það yrði drepið af einhverjum máísmetandi Pólverja, að rétt væri að huga að rétt- mæti aðildarinnar að Varsjárbandalaginu. I'jóðviljinn studdi inn- rásina í Ungverjaland. Hann snerist í hringi, þeg- ar ráðlst var inn í Tékkó- slóvakíu. Skrif blaðsins um Pólland sýna, að þar átta menn sig hvorki á því, sem er að gerast í Póllandi, né hvenær Kremlverjar munu alveg örugglega láta vopnin tala fyrir sig þar í landi. Kaunar má segja, að gælur þeirra pjóðviljamanna við Varsjárbandalagið séu í senn hjárænulegar og þjóð- hættulegar. Samherji skjaldaður Fréttir frá Noregi og Danmörku, þar sem upp- lýst er með lögreglugögn- um, að Sovétmenn standi á bak við baráttu svonefndra friðarhreyfinga, koma að sjálfsögðu mjög illa við Sovétmenn. I>eim er síður en svo kappsmál, að tengsl þeirra við þá, sem berjast fyrir sovéskum málstað, séu á allra vitorði. Aróð- ursmeLstarar Kremlverja eru ekki lengi að laga sig að nýjum aðstæðum, þótt málflutningur þeirra sé klunnalegur. Á Norður löndunum leggja Sovét- menn sig nú fram um að láta líta svo út sem þeir séu svo sannarlega ekki sam- mála þeim, sem stefna þó að sama marki og þeir sjálfir. I>að vakti nokkra furðu á dögunum, hvernig Olafur K. Grímsson, þingfiokks- formaður Alþýðubanda- lagsins, brást við, þegar sovéskir „friðarnefndar menn" sögðust hafa átt við hann „gagnlegar viðræð- ur“, enda bæri hann merki samtaka. sem sovéska „friðarnefndin" styddi af alhug. Kitaði Olafur K. Grímsson grein hér í hlað- ið af þessu tilefni og sagð- ist vera á móti SS-20 eld- flaugum Sovétmanna og hann hefði sagt sovésku „friðarnefndarmönnun- um“ það. Áróðursskrifstofa Kremlverja á íslandi, APN-Novosti, hefur sent frá sér grein eftir einn sov- ésku „friðarnefndarmann- anna“, Georgi KúzneLsov, um Islandsferðina. l*ar hirtir Kúznetsov Olaf K. (■rímsson með þessum orð- um: „Sovétríkin ógna eng- um. Hernaðarkenningar okkar eru varnareðlis. Og það er leitt til þess að vita, að Olafur Kagnar Gríms- son, sem við hittum og átt- um tal við um öryggismál, þá m. sovésku SS-20 eld- flaugarnar, skyldi ekki skilja þetta." Og síðar vís- ar Kúznetsov til þess, að í grein í Morgunblaðinu hafi Olafur K. Grímsson sýnt „að hann skilur ekki frið- elskandi utanríkisstefnu Sovétríkjanna.'* Fyrr á þessu ári hefur það komið fram í fréttum og ummælum í sovéskum bliiðum, mcðal annars í málgagni sovéska hersins, Kauðu stjörnunni, að skoð- anir Olafs K. Grímssonar eru verðmætar að mati sovésku áróðursvélarinnar, hitt hefur ekki verið Ijóst fyrr en nú, að þær séu jafn verðmætar og orð Georgi Kúznetsovs gefa til kynna. Grein Olafs K. Grímssonar í Morgunblaðinu hefur sem sé þjónað þeim til- gangi, að Sovétmenn fengu tækifæri til að afneita sjón- armiðum hans opinberlega, svo að hann geti til þess vitnað framvegis, þegar á það er bent, að barátta hans gegn vestrænu varn- arsamstarfi þjóni aðeins hagsmunum Sovétríkj- anna. Il Fjölþétti Nýtt efni sem límir og þéttir í senn. T ré, plast, stál og steypu, úti og inni, - allan ársins hring. Pottþétt og auðvelt í notkun. GLERBORG HF DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIROI - SÍMI 53333

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.