Morgunblaðið - 24.12.1981, Síða 3

Morgunblaðið - 24.12.1981, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1981 3 Sveinn Björnsson ráð- inn skrifstofustjóri viðskiptaráðuneytisins SVEINN Björnsson, sem gengt hefur stöðu verzlunar og við- skiptafulltrúa við sendiráð ís- lands í París, hefur verið ráð- inn skrifstofustjóri viðskipta- ráðuneytisins frá nk. áramót- um. Sveinn Björnsson tekur við starfi skrifstofustjóra af Björgvin Guðmundssyni, sem ráðinn hefur verið fram- kvæmdastjóri hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur. Sveinn Björnsson Færð með besta móti Brauð handa hungmðum heimi: Safnast hafa um 3 millj. Viðbrögð fólks aldrei jafn skjót og nú SÖFNUN undir kjörorðinu „Brauð handa hungruðum heimi“ hófst fyrir rúmri viku. í gær höfðu safnast um 3 milljónir króna. Söfnunaraðilar eru Hjálparstofnun kirkjunnar, Alþýðusamband íslands og kaþólska kirkjan. Segja þessir aðilar, að viðbrögð íslendinga hafi oft verið skjót, þegar til þeirra hefur verið leitað vegna neyðar úti í heimi, en þó sé það samdóma álit þeirra, sem að söfnuninni standa, að aldrei hafi viðbrögð verið jafn skjót og nú. Verulegur hluti þess fjár, sem safnast hefur, er ætlaður Pólverj- um að sögn Sigurjóns Heiðarsson- ar hjá Hjálparstofnun kirkjunnar. Mikill og vaxandi skortur er nú í PóIIandi á matvælum, lyfjum og hreinlætisvörum og verður söfn- unarfénu varið til kaupa á þessum vörum, og að svo miklu leyti sem unnt er innanlands. Einnig hefur safnast töluvert fé til áframhaldandi þróunaraðstoð- ar í S-Súdan og til skólabyggingar á svæði íslensku kristniboðsstöðv- arinnar í Kenýa. Söfnunin hófst með því að sendir voru gíróseðlar og hjálp- arbeiðnir inn á flest heimili lands- manna og einnig til verkalýðsfé- laga, fyrirtækja og stofnana. Að sögn söfnunaraðila hafa verulegar fjárhæðir borist frá verkalýðsfélögum og fyrirtækjum, en mest munar þó um framlög al- mennings. Til viðbótar fjárfram- lögum hafa mörg íslensk fyrirtæki gefið til söfnunarinnar af fram- leiðslu sinni og má nefna að kex- verksmiðjan Frón hf. hefur gefið tæp 2 tonn af kexi og Sambands- verksmiðjurnar á Akureyri hafa gefið 3500 ullarpeysur. Fatagjafir hafa einnig borist frá saumastof- unni Drífu á Hvammstanga og prjónastofunni Dyngju á Egils- stöðum. Enn hefur engin ákvörðun verið tekin um það hve lengi söfnunin muni standa. Hlýtur það meðal annars að fara eftir því hvernig mál þróast í Póllandi að sögn söfnunaraðilanna. Ljóst er þó að söfnunin mun standa fram yfir áramót, enda sýnt að enn eiga um- talsverðar fjárhæðir eftir að ber- ast. ÞRÁIT fyrir mikinn jafnfallinn snjó á austanverðu Norðurlandi og á Norð-austurlandi, má segja að færð á vegum sé tiltölulega góð á landinu öllu og ef ekki hvessir verður því fæ.ð um hátíðarnar með besta móti miðað við árstíma. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. aflaði sér síðdegis í gær hjá Vegaeft- irlitinu, var þá fært frá Reykjavík og austur um, allt til Egilsstaða. í gær morgun var mokað milli Hafnar og Egilsstaða og verið var að moka bæði Fjarðarheiði og Oddsskarð. Færð var þokkaleg í Borgarfirði og á Snæfellsnesi og um Bröttu- brekku vestur í Gufudalssveit. Höfðu vegir á Svínadal og í Gils- firði verið ruddir. í gær var góð færð á sunnanverðum Vestfjörð- um. Fært var frá Patreksfirði um Kleifaheiði yfir á Barðasrönd og sömuleiðis til Tálknafjarðar og Bíldudals. Þá var fært milli Þing- eyrar og Isafjarðar og vegir ruddir á Breiðadalsheiði og Botnsheiði. Frá ísafirði var fært til Bolungar- víkur og Súðavíkur og fært jeppum inn í Isafjarðardjúp. Talið var mjög greiðfært frá Reykjavík, norður til Skagafjarðar og einnig til Hólmavíkur. Þá höfðu verið ruddir vegir til Siglufjarðar og á Öxnadalsheiði til Akureyrar. Mokað var frá Akureyri til Ólafs- fjarðar og fært var um Dalsmynni til Húsavíkur og þaðan upp í Mý- vatnssveit. Mokað hafði verið af veginum um Tjörnes og Melrakka- sléttu og greiðfært var til Rat . hafnar. Frá Raufarhöfn var 1 jeppum og stórum ‘'ílum um Há' Færð var ágæt í Þistilfirð' Bakkafirði og þaðan fært jepi til Vopnafjarðar um Sandvík, heiði. I gær var fært innan sveit í Vopnafirði. Það kom fran vegaeftirlitsmei snjóruðningstæl. væru nú upptek ,amtali Mbl. við í gær að öli gagerðarinnar en ekki yrdi mokað að nýju fyrr en milli jóla r>.» nýjárs, dagana 28., 29. og 30. des ember og síðan hæfist snjómokstur með venjulegum hætti fjórða janú- ar. Peninga- og fata- söfnun Mæðrastyrks nefndar gengið vel „Bæði peninga- og fatasöfnun hef r gengið mjög vel hjá okkur. Borist ha'v rúmlega 230 beiðnir frá einstaklingv 1 og fjölskyldum, sem við höfum afgr> t jafnharðan." sagði Guðlaug Kunói; .- dóttir hjá Mæð.-i styrksnefnd. „Söfnun Mæðrastyrksnefndar f<> þannig fram, að við sendum fyri: - tækjum lista og var hverjum og ein- um síðan í sjálfsvald sett hvað har.n legði af mörkum. Það eiga margir um sárt að bin, t um þessi jól, sem endranær og goft að geta létt undir með því fólki, á einhvern hátt,“ sagði Guðlaug Rui - ólfsdóttir. o INNLENT Safnast vel í jólapotta Hjálpræð- ishersins „ÞAÐ hefur safnast vel í jólapott- ana hjá okkur,“ sagði Daníel Óskarsson yfirmaður Hjálpræðis- hersins á íslandi. „Við höfum líka farið í heimsókn til gamals og sjúks fólks og gefið því jólastjörnu og jólakerti, einnig höfum við farið með matarpakka og peningagjafir til þeirra, sem þurft hafa á að halda. Hjálpræðisherinn fer ávallt með boðsmiða til Félagsmála- stofnunarinnar, þannig að ein- mana fólk og þeir, sem ekki eiga í önnur hús að venda geti komið til okkar á aðfangadagskvöld og fengið sér að borða og eytt jólun- um hjá okkur. Á jóladag verðum við með hádegismat og kaffi auk hátíðahalda, fyrir þá sem vilja, aðra daga jóla,“ sagði Daníel Óskarsson. Leiðrétting í VIÐTALI við Aðalstein Davíðs- son um sænsk-íslenzka orðabók var farið rangt með nafn Bjarn- fríðar Ingþórsdóttur hjúkrunar- konu og leiðréttist það hér með. Biðst Mbl. afsökunar á þessum mistökum. FerÖaskrifstofan Útsýn býður yöur velkomin, sendir beztu óskir um gleöileg jól, þakkar vidskipti á liönum árum, og óskar farsældar og fararheilla á komandi ári Ingólfur Guðbrandsson og starfsfólk Feróaskrifstofan OTíÝi'J í Reykjavík/Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.