Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1981 19 kaupsverði raforkunnar, en hins vegar reiknað með 3% aukningu á orkusölu. Egill Skúli Ingibergsson benti á, að raforkukaup væru nú yfir 50% af heildarkostnaði, þannig að Rafmagnsveitan hefði í raun feng- ið um 23% hækkun á útsöluverði sínu á sama tíma og verðbólgan hefði verið talsvert meiri. „Raf- magnsveitan þarf á næsta ári að framkvæma dýrar viðbætur við háspennukerfi sitt jafnframt því sem dreifikerfið þarf að fylgja eft- ir útvíkkun byggðar á höfuðborg- arsvæðinu og staðsetningu nýrra atvinnufyrirtækja," sagði borgar- stjóri ennfremur. Árið 1980; 1.796 fluttu til lands- ins, 2.339 fluttu úr landi HINGAÐ til landsins fluttu árið 1980 1.795 manns en af landi brott fluttust 2.339 manns. 1.414 íslenskir borgarar fluttu hingað til lands á árinu ’80 en 2.056 íslenskir borgarar fluttu héðan. Mest af fólki sem flyst til landsins eru því íslendingar sem eru að snúa aftur, en að- eins 382 erlendir borgarar fluttu hingað til lands árið 1980. Arið 1979 fluttu hins vegar 1.354 íslenskir borgarar til .Undsins er brottfluttir voru þá 1.902. Fólkið sem flutti héðan brott árið ’80 fór mest til Norðurlandanna, 708 til Svíþjóðar, 575 til Danmerkur og 349 til Noregs. Til Banda- ríkjanna fluttu 275. Hingað til lands kom fólk flest frá Norðurlöndunum. 452 frá Svíþjóð, 468 frá Danmörku og 227 frá Noregi, 213 fluttu hingað til lands frá Banda- ríkjunum árið 1980, en allar þessar tölur eru mjög svipað- ar tölum um aðflutning og brottflutning frá 1979.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.