Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1981
25
Alþjóðleg vörusýning f SuðurKóreu haustið 1982:
Kóreumenn hyggjast auka
innflutning sinn frá íslandi
SENDIHERRA SuðurKóreu hr. sem kynnt var alþjóðleg vöru-
Suk Shin Choi efndi til fundar á sýning, „SITRA ’82“, sem verð-
Hótel Sögu 16. desember þar ur í Seol, höfuðborg Suður
Nauðsyn sameigin-
legs framhaldsskóla
fyrir Vestfirði
- segir m.a. í ályktun aðalfundar Kennara-
sambands Vestfjarða
HAUSTTÞING Kennarasambands
Vestfjarða var haldið að Núpi í
Dýrafirði dagana 24. og 25. sept.
1981. Þingið sóttu u.þ.b. 60 kennar
ar hvaðanæva að af Vestfjörðum og
var dagskráin mjög fjölbreytt. Meg-
in viðfangsefnið var „Móðurmáls-
kennsla" og fluttu átta kennarar úr
fræðsluumdKminu erindi sem síðan
spruttu af fjörugar umræður.
Dagskrá þessa skipulagði Anna
Skarphéðinsdóttir námstjóri í ís-
lensku, en erindi fluttu: Aðalbjörg
Sigurðardóttir, ísafirði, Ásrún
Kristjánsdóttir, Patreksfirði, Björg
Baldursdóttir, Hnífsdal, Elísabet
Guðmundsdóttir, Bolungarvík, Emil
Hjartarson, Flateyri, Gústaf
Oskarsson, ísafirði, Helga Svana
Ólafsdóttir, Bolungarvík og Sigríður
Ragna, ísafirði.
Sjö námstjórar voru með fundi
og viðræður við kennara á þessu
haustþingi, en þeir voru: Anna
Skarphéðinsdóttir (íslenska),
Hrólfur Kjartansson (líffræði),
Hörður Bergmann (danska),
Jacqueline Hannesson (enska),
Páll Ólafsson (íþróttir), Ragnheið-
ur Gunnarsdóttir (stærðfræði) og
Þórir Sigurðsson (mynd- og hand-
mennt).
Ása Guðmundsdóttir sálfræð-
ingur við Fræðsluskrifstofu Vest-
fjarða kynnti sálfræðiþjónustu í
skólum á Vestfjörðum, Svavar
Guðmundsson stýrði fræðslufundi
um „Töflunýtingu" og Ragna
Freyja Karlsdóttir fræðslufundi
um „Hegðunarvandkvæði og fyrir-
byggjandi aðgerðir".
Á fundinum voru samþykktar
nokkrar ályktanir m.a. um nauð-
syn sameiginlegs framhaldsskóla
fyrir Vestfirði, og skoraði fundur-
inn á sveitarfélög Vestfjarða að
hefja nú þegar viðræður við ríkis-
valdið um uppbyggingu slíks
skóla. Þá var samþykkt ályktun
um að sálfræði- og ráðgjafarþjón-
ustu í skólum á Vestfjörðum væri
mjög ábótavant og gerðar þær
kröfur að þjónusta þessi verði að
fullu greidd úr ríkissjóði, þannig
að unnt verði að framfylgja
66.—71. grein grunnskólalaganna.
Að auki skoraði fundurinn á
skólayfirvöld að hefja nú þegar
uppbyggingu skólasafna í öllum
skólum á Vestfjörðum, og veita
auknu fjármagni til námsgagna-
stofnunar. Fundurinn taldi heldur
ekki tímabært að lengja skóla-
skylduna upp í níu ár.
Á aðalfundi KSV var stjórnin
endurkjörin, en hana skipa: Jón
Baldvin Hannesson, formaður,
Daði Ingimundarson, gjaldkeri,
Emil Hjartarson, ritari, Þuríður
Pétursdóttir, Björg Baldursdóttir
og Sigurður Friðriksson.
Hús- og landeigendasamband Islands:
Lögum um húsaleigusamn-
inga vérði þegar breytt
AÐALFUNDUR Hús- og landeigendasambands íslands
var haldinn í Reykjavík laugardaginn 21. nóvember 1981.
Innan sambandsins eru 8 hús- og iandeigendafélög og
Húseigendafélag Reykjavíkur þeirra stærst.
A aðalfundinum voru rædd ýmis málefni sem snerta
húseigendur á landi hér, sérstaklega varðandi samskipti
við ríkisvaldið.
Kóreu, haustið 1982. Sagði
sendiherrann að þar sem Suð-
urKórea hefði nú komist yfir
ýmsa stjórnarfarslega erfiðleika,
sem háð hefðu þjóðinni á undan-
förnum árum, færi efnahagur
landsins nú batnandi og hygðist
SuðurKórea nú auka enn utan-
ríkisviðskipti sín. Asamt sendi-
herranum voru mættir á fundinn
Changsub llm, forstjóri Við-
skiptastofnunar SuðurKóreu og
Árni Gestsson, núverandi ræðis-
maður SuðurKóreu.
Á fundinum kom fram að Kór-
eumenn hafa mikinn áhuga á
auknum viðskiptum við ísland.
Innflutningur hingað frá Suður-
Kóreu er umtalsverður eða um 7
prósent af heildarinnflutningi sl.
ár.
Hins vegar er það tiltölulega
lítið sem Suður-Kórea flytur héð-
an og er það aðeins ein vörutegund
— þorskalýsi. Að sögn Changsub
Um mun Viðskiptastofnun Suð-
ur-Kóreu i Ósló nú snúa sér að því
verkefni að finna fleiri vöruteg-
undir á íslandi sem hægt væri að
flyta út til Suður-Kóreu. Jafn-
framt verður leitast við að kynna
kóreanskar framleiðsluvörur á ís-
landi og er t.d. í undirbúningi að
skipulagðar verði ferðir fyrir ís-
lenska verslunarmenn á vörusýn-
inguna í Seoul haustið 1982 þannig
að þeir geti komist á sýninguna á
verulegs kostnaðar.
Aðalfundurinn tók til með-
ferðar ýmsa þætti löggjafar
varðandi fasteignamál, sem
þyrftu endurskoðunar við:
1. Skattheimta á húsnæði keyrii
úr hófi og dregur úr fram-
taki einstaklinga við a£
koma sér upp eigin húsnæði,
enda sjást þess þegar merki.
Hér verða stjórnvöld að
breyta um stefnu og gera
íbúðarhúsnæði og arð af því
skattfrjálst eins og annað
sparifé.
2. Lögum um erfðafjárskatt
verður að breyta í það horf,
að skattþrep hækki nú og
framvegis í samræmi við
hækkun fasteignamats og
leyfa ætti að greiða erfða-
fjárskatt með afborgunum á
nokkrum tíma, þegar ekki
eru peningar í dánarbúi, en
ef til vill aðeins ein íbúð, sem
eftirlifandi maki þarf að búa
í.
3. Lögum um húsaleigusamninga
verði nú þegar breytt, þann-
ig að samningsfrelsi ein-
staklinga verði virt og gert
verði eftirsóknarvert fyrir
húseigendur að leigja út frá
sér húsnæði.
4. Fundurinn telur að húsaleiga
sé almennt of lág og gefi mik-
ið lélegri arð af því fjár-
magni, sem bundið er í hús-
næðinu, heldur en verð-
tryggðir innlánsreikningar
og spariskírteini ríkissjóðs.
Vísitala húsnæðiskostnaðar,
sem notuð er af verðlagsyf-
irvöldum við ákvörðun allrar
leigu í landinu, sé röng og
verði að endurskoðast. Hún
sé ekki lögbundin og hafi
hækkað mikið minna en aðr-
ar vísitölur og taki ekki tillit
til nýrra skatta á húsnæði,
t.d. skrifstofuhúsnæði.
Aðalfundurinn var þess mjög
hvetjandi að haldið yrði áfram
samstarfi við hús- og landeig-
endasamtök á hinum Norður-
löndunum og var því fagnað að
sett hefur verið upp sameigin-
leg skrifstofa í Gautaborg, sem
Hús- og landeigendasamband
íslands á aðild að. Munu tveir
fulltrúar sambandsins taka
þátt í sameiginlegum fundi í
Kaupmannahöfn vegna þessa
hinn 26. þ.m.
í stjórn sambandsins voru
kosnir: Páll S. Pálsson, Reykja-
vík, formaður, Jón Hjaltason,
Vestmannaeyjum, varaformað-
ur og meðstjórnendur Pétur
Blöndal, Reykjavík, Jóhannes
Bjarnason, Mosfellssveit, Ey-
þór H. Tómasson, Akureyri.
KrétUtilkynnmg.
Lokaúrslit í hjól-
reiðakeppni skólanna
I LOK október fóru fram lokaúrslit í hjólreiðakeppni milli þeirra 16 bestu
sem kepptu í milliriðlum sl. vor. Keppt var í tveimur riðlum, á Akureyri og í
Reykjavík.
Eins og áður var úrslitakeppnin þríþætt, þ.e. spurningar um umferð-
armál, góðakstur og hjólreiðaþrautir. Alls höfðu 16 keppendur áunnið
sér rétt til þátttöku en 14 mættu til leiks.
í átta efstu sætum urðu:
1. Theódór Kristjánsson, Hagaskóla Reykjavík
2. Einar B. Malmquist, Gagnfræðaskóla Akureyrar
3.-4. Agnar Guðmundsson, Grunnskólanum Blönduósi
3.-4. Kristinn Guðlaugsson, öldutúnsskóla Hafnarfirði
5. Hjörtur Þór Grétarsson, Árbæjarskóla Reykjavík
6. Kári Lúthersson, Réttarholtsskóla Reykjavík
7. Kristjana G. Bergsteinsd., Laugalandssk. Eyjaf.
8. Valdimar Svavarsson, Víðistaðaskóla Hafnarf.
Keppendur voru mjög jafnir og
munur í stigum lítill. Þeir Theódór
og Einar sem urðu í 1. og 2. sæti
keppninnar fara sem fulltrúar ís-
lands í hjólreiðakeppni á vegum
lorfoii
RESTAURANT S. 13303
VeitingahúsiÖ Torfan
óskar landsmönnum
gleöilegra jóla
og farsæls
komandi árs
Við höfum lokað aðfangadag og jóladag.
Opnum kl. 17.00 annan í jólum. Opið til kl. 14.00
gamlársdag. Lokað ngársdag.
Verið ávallt velkomin
Stlg
414
406
392
392
387
386
385
383
PRI — alþjóðasamtaka umferð-
arráða, en hún verður haldin í
Hollandi í maímánuði nk. Þar
munu ennfremur 2 vélhjólapiltar,
þeir Rúnar Guðjónsson frá Sel-
fossi og Karl Gunnarsson, Reykja-
vík, keppa í vélhjólaakstri, en þeir
sigruðu í úrslitakeppni vélhjóla-
pilta sem haldin var í Reykjavík á
vegum Bindindisfélags ökumanna
o.fl. í samráði við Umferðarráð, 3.
okt. sl.
Umferðarráð þakkar keppend-
um og starfsmönnum fyrir þátt-
tökuna, og vonast itl að þessir
ungu menn sem þarna leiddu sam-
an hjólhesta sína hafi lært nokkuð
af reynslu sinni, og muni í krafti
þess verða enn betri þátttakendur
í almennri umferð framtíðarinn-
ar.
Fréttatilkynning..
Þrítugasta bókin
um Morgan Kane
I'RENTHÚSIÐ sf. hefur gefid út þrí
tugustu bókina í bókaflokknum um
Morgan Kane og heitir hún „Ap-
ache“.
Fimm ár eru nú síðn fyrsta bók-
in um Morgan Kane kom út á ís-
lenzku og auk þessara 30 bóka í
númeraröð hafa komið út þrjár
stærri bækur um Morgan Kane.