Morgunblaðið - 23.01.1982, Síða 3

Morgunblaðið - 23.01.1982, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGÚR 23. JANÚAR 1982 3 íslenzka óperan: Um 5.000 manns hafa séð Sígaunabaróninn UPPSELT hefur verið á nær allar sýningar Islenzku óperunnar á Sígauna- baróninum eftir Jóhann Strauss. Óperan hefur nú verið sýnd 8 sinnum og hafa um 5.000 manns séð hana. Að sögn Árna Reynissonar, framkvæmdastjóra íslenzku óper- unnar, hefur verið uppselt á allar helgarsýningar, en örfá sæti hafa verið laus á miðvikudagssýningum og hafa miðar nú verið seldir á sýningar fram til mánaðamóta. Sagði Árni að áhugi fólks væri ekki bara bundinn við höfuðborg- arsvæðið, stórir hópar utan af landi hefðu komið eða pantað miða og algengt væri að fyrirtæki byðu starfsfólki sinu á sýningar. Því hefði orðið að ráða sérstakan starfsmann til að annast pantanir stórra hópa, svo umfangsmikið væri þetta orðið. Hann væri mjög ánægður með þessa miklu aösókn og ekki síður hinar frábæru undir- tektir sýningargesta, en það háði afgreiðslunni nokkuð, að gamla símakerfið hefði gefið eftir i lát- unum og valdið erfiðleikum við að ná sambandi við afgreiðsluna, en nú væri unnið að endurbótum á því og sambandið væri þegar orðið betra. Björgvin hættur í borgarstjórn Sigurður E. Guðmundsson kjörinn í hans stað BJÖRGVIN Gudmundssyni, borg- arfulltrúa Alþýðuflokksins, var veitt lausn frá störfum í borgarstjórn á fundi borgarstjórnar sl. fimmtudag, að eigin ósk. Sigurður E. Guðmundsson, 1. varaborgarfulltrúi Alþýðuflokks- ins, var síðan kjörinn borgar- fulltrúi í Björgvins stað. Björgvin var kjörinn varaborg- arfulltrúi árið 1962 og síðan aðal- fulltrúi, og hefur hann setið í borgarstjórn síðan. Hann hefur verið ráðinn forstjóri Bæjarút- gerðar Reykjavíkur. Mjög slæm vatnsstaða á hálendinu: Getur komið til skerð- ingar á forgangsorku ÓHAGSTÆÐ tíð hefur valdið því, að undanfarið hefur gengið meira á miðlunarforðann í Þórisvatni en áætlanir frá sl. hausti gerðu ráð fyrir, segir í frétt frá Landsvirkjun. — Afleiðingin er sú að fyrir- sjáanlega getur stóriðjan ekki vænzt neinnar afgangsorku það sem eftir er vetrar, fremur en undanfarið, og ekki er útilokað, að Landsvirkjun þurfi að grípa til einhverrar skerðingar á forgangs- orku á næstu vikum, en slíkt er mjög háð veðráttunni framundan, segir ennfremur. Þá segir, að undanfarið hafi far- ið fram prófanir á annarri véla- samstæðu Hrauneyjafossvirkjun- ar og sé þeim nú að mestu lokið með ágætum árangri. Var vélin keyrð með fullu álagi sem er 70 MW, aðfaranótt fimmtudags, og hefur hún nú verið tekin í rekstur 10 dögum á undan áætlun. Eru þá tvær vélar virkjunarinnar komnar í rekstur og stefnt er að því, að sú þriðja komi í gagnið 1. desember nk. eða tveimur mánuðum á undan áætlun. Ástimplað afl hverrar þriggja véla Hrauneyjafossvirkjunar er 70 MW og því 210 MW alls. Eins og kunnugt er hefur veðráttan, það sem af er vetrar, verið orkubú- skapnum mjög óhagstæð vegna kutda og lítillar úrkomu. Það er því mikilsvert að fyrstu tvær vélar Hrauneyjafossvirkjunar hafa staðizt tímaáætlanir og vel það og hefur það dregið úr þeim vanda, sem við er að etja, segir ennfrem- ur í frétt Landsvirkjunar. Svæðamótið í Randers: Möguleikar Guð- mundar góðir - á að komast í úrslitakeppnina. Helgi á veika von, en möguleikar Jóns L. eru úr sögunni SÍÐASTA umferð svæðamótsins í skák, sem fram fer í Randers í Danmörku, verður tefld í dag. Guð- mundur Sigurjónsson, stórmeistari, á góða möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitakeppnina, Helgi Ólafss- on, alþjóðlegur meistari, á veika von en möguleikar Jóns L. Árnasonar, alþjóðlegs meistara, eru úr sögunni. Staða efstu manna i B-riðli er fyrir síðustu umferðina: 1. Murey, ísrael l'k 2. Borik, V-Þýzkalandi 6V4 3.-4. Guðmundur Sigurjónsson 5 'k Lars Karsson, Svíþjóð 5 Vfe. 5. Knut Helmers, Noregi 5 Guðmundur teflir við finnska stórmeistarann Rantanen og hef- ur svart, Helmers teflir við Murey og Karlsson teflir við Borik. Karlsson hefur verið í miklu stuði að undanförnu, eftir að hafa að- eins hlotið 'k vinning úr 5 fyrstu umferðunum, hefur hann hlotið 5 vinninga í síðustu fimm skákum sínum, — unnið þær allar. Staðan í A-riðli er: 1. Lobron, V-Þýzkalandi l'k 2. Griinfeíd, Ísrael 6 3. Kagan, ísrael b'k 4. Tiller, Noregi 5 5—6. Helgi Ólafsson, 4 'k Zúger, Sviss \'k Jón L. Árnason er með 4 vinn- inga. Báðir gerðu þeir jafntefli í biðskákum sínum í 10. umferð, Jón L. við Kagan og Helgi við Lobron. Hér sjást nokkrir fulltrúar frá Siglufirði á tali við ráðherra. Frá vinstri: Kolbeinn Friðbjarnarson, formaður verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði, Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, Jóhann Möller, forseti bæjarstjórnar á Siglufirði, Guðrún Hallgrímsdóttir, varaþingmaður, Sigurður Hlöðversson, stjórnarmaður í Sfldarverksmiðju ríkisins og Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra. Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra: „Óheppilegt að flytja skrifstofu- haldið til Reykjavíkur núna“ „Ég tel heppilegast að bókhaldið verði áfram á Siglufirði þangað til lög um Sfldarverksmiðjur ríkisins hafa verið endurskoðuð,“ sagði Steingrímur Hcrmannsson, sjávar útvegsráðherra, í samtali við Morgunblaðið, er hann var inntur eftir áliti hans á ákvörðun stjórnar SR að flytja bókhald SR frá Siglu- firði til Reykjavíkur. Sagði Steingrímur, að sam- kvæmt lögum ætti yfirstjórn SR að hafa aðsetur og varnarþing á Siglufirði og því væri greinilegt að lögin væru brotin með ákvörðun stjórnar SR. „En það er svo annað mál, hvað sé yfir- stjórn Síldarverksmiðjanna. Á ekki sjávarútvegsráðherra líka að vera á Siglufirði?" sagði Steingrímur. Bætti hann því við að hann hafi átt tal við stjórn SR og skildi hann vel þeirra sjónarmið, þar sem þeir telja mjög mikið hagræði í að hafa bókhaldið í Reykjavík. „Ég er þeirrar skoðunar að það sé óheppilegt að flytja þetta skrifstofuhald til Reykjavíkur núna. Það yrði best ef það yrði á Siglufirði þar til lögin hafa verið endurskoðuð og ég hef fullan hug á að láta gera það,“ sagði Steingrímur að lokum. 10.366 bifreiðir fluttar inn 1981 — Um 16,1% aukning: Mazda er í efsta sæt- inu með 1236 bifreiðir Hlutdeild japanskra bfla í 46% úr 57% árið 1980 ÁRIÐ 1981 voru alls fluttar inn alls 10.366 bifreiðir, þar af 8.509 nýjar fólksbifreiðir. Aukningin frá fyrra ári er um 16,12%, en á árinu 1980 voru alls fluttar inn 8.927 bifreiðir til landsins. Aukningin í innflutningi nýrra fólks- bfla er hins vegar um 12,5%, en á árinu 1980 voru alls fluttar inn 7.566 nýjar fólksbifreiðir. Á árinu 1981 var langmest flutt inn af Mazda-bifreiðum, eða 1.236. Þar af voru fluttar inn 499 Mazda 323-bifreiðir, sem er mest seldi bíllinn hér á landi á sl. ári. Þá má geta þess, að fluttar voru inn 451 Mazda 626-bifreið og 237 Mazda 929-bifreiðir. í öðru sæti yfir mest seldu bif- reiðirnar á sl. ári eru Lada-bílar, en af þeim voru fluttir inn 932 bifreiðir, þar af 417 Lada 2105/2106-bifreiðir. Þriðju í röðinni eru svo Mitsu- bishi-bifreiðir, en af þeim voru fluttar inn 909 á sl. ári, þar af voru fluttar inn 253 Galant-bif- reiðir, 197 Colt-bifreiðir og 181 Lancer-bifreið. Toyota er í fjórða sæti yfir mest innfluttu bifreiðirnar, en af þeim voru fluttar inn 780 bifreiðir á sl. ári, þar af 137 af Tercel-gerð, 123 af Corolla-gerð, 107 af Carina- gerð og 115 af Hi Lux-gerð. Þá má nefna, að inn voru fluttar 700 Volvo-bifreiðir á sl. ári, 547 SAAB-bifreiðir, 482 Subaru-bif- reiðir, 380 BMW-bifreiðir og 376 Datsun-bifreiðir. Það, sem vekur athygli við inn- flutningstölurnar er hversu mark- aðshlutdeild japanskra bíla hefur minnkað, þrátt fyrir þá staðreynd að tveir þeirra eru í efstu sætun- um, Mazda og Toyota. Markaðs- hlutdeild japönsku bílanna á sl. ári var í námunda við 46%, en var árið á undan, 1980, um 57%. Hlutdeild japanskra bíla hafði farið stöðugt vaxandi frá árinu 1972, þegar hún var 14,9%. Hún tók kipp árið 1975 og fór í tæplega 19%, liðlega 22% árið 1976, 28% árið 1977 og 43,5% árið 1979. Af einstökum bifreiðum seldist mest af Mazda 323, eins og áður sagði, eða 499 stykki. Þá seldust 476 bifreiðir af Subaru-gerð, 451 Mazda 626-bifreið, 416 Lada 2105/2106-bifreiðir, 347 Volvo 244-bifreiðir og 523 bifreiðir af SAAB 900- og 99-gerðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.