Morgunblaðið - 23.01.1982, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 23.01.1982, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANUAR 1982 9 KIRKJA JESU Krists hinna síöari daga heilögu, Skólavöröustíg 46: Sakramentissamkoma kl. 14. Sunnudagaskóli kl. 15. GARÐAKIRKJA: Guösþjónusta kl. 2 síöd. Sr. Bragi Friðriksson. KAPELLA ST. Jósefssystra í Garðabæ: Hámessa kl. 2 síðd. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 14. Altarisganga. VÍDISTADASÓKN: Barnaguös- þjónusta kl. 11 árd. Almenn guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Sigurður H. Guðmundsson. KAPELLAN i St. Jósefsspítala: Messa kl. 10 árd. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30 árd. Rúmhelga daga er messa kl. 8 árd. KÁLFATJARNARSÓKN: Sunnu- dagaskóli kl. 2 síðd. í Stóru-Voga- skóla. Sr. Bragi Friðriksson. INNRI-NJ ARÐVÍKURKIRK J A: Messa kl. 14. Altarisganga. Sókn- arprestur. YTRI-NJARDVÍKURKIRK JA: Barnaguðsþjónusta kl. 11 árd. Sóknarprestur. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11 árd. Muniö skóla- bílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Beðið fyrir einingu kristinna manna. Sóknarprestur. AKR ANESKIRK JA: Barnasam- koma kl. 10.30 árd. Messa kl. 2 síðd. Sr. Agnes Sigurðardóttir, æskulýösfulltrúi þjóökirkjunnar prédikar. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Sr. Björn Jónsson. EYRARBAKK AKIRK JA: Barna- guðsþjónusta kl. 10.30. Sóknar- prestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl. 2. Sóknarprestur. Gott að þekkja vel til í skyndihjálp rætt viö nokkra þátttakendur á kennaranámskeiðinu Morgunblaðið ræddi stuttlega við nokkra þátttakendur á Kennara- námskeiði Kauða kross íslands en þeir eru hvaðanæva að af landinu, Akureyri, Kópaskeri og Mos- fcllssveit. Guðfinna Gunnarsdóttir er frá Akureyri, hjúkrunarfræðingur þar, og fór á vegum Rauða kross- ins fyrir norðan á kennaranám- skeiðið í skyndihjálp. „Það hljóta allir að hafa mjög gott af því að fara á námskeið í skyndihjálp," sagði Guðfinna í stuttu spjalli við Mbl. Guðfinna sagði að hún hafi sótt þetta námskeið vegna mikils áhuga og til að geta gripið í kennslu auk þess sem hún er starfandi skólahjúkrunarfræð- ingur og kemur því þekking í skyndihjálp henni geysilega vel. Valdimar Jónsson er úr Mos- fellssveit og vinnur hjá Land- helgisgæslunni. Hann sagðist hafa slegið til þegar honum bauðst að fara á kennaranám- skeiðið. Það eru þrír á námskeið- inu frá gæslunni. „Meiningin er sú að þeir sem læra hér, notfæri sér þekking- una sem þeir öðlast til að kenna skyndihjálp um borð í varðskip- unum eða annars staðar þar sem Landhelgisgæslan er með starf- semi sína,“ sagði Valdimar. Hann sagði einnig að bráð nauðsyn væri á að menn í störf- um eins og þeim á varðskipum kynnu að bregðast við á réttan hátt þegar þess þyrfti. Alda V ilhjálmsdóttir er frá Kópaskeri og er þar með lyfsölu- leyfi. Alda sagðist hafa sótt kennaranámskeiðið í skyndi- hjálp af því hún er í afleys- ingastarfi hjúkrunarfræðings og sagði hún að þar sem enginn hjúkrunarfræðingur hefði verið á Kópaskeri síðustu fjóra mán- uðina hafi hún gegnt því starfi. Enginn læknir er á staðnum og eru 100 kílómetrar í næsta lækni. „Ef eitthvað kemur upp á er gott að hafa einhverja menntun í skyndihjálp og mér þykir ég hafa haft gagn af þessu nám- skeiði en vitanlega á eftir að reyna á það,“ sagði Alda. Valdimar Alda Kennaranámskeið í skyndihjálp: „Oft þurft að nota þekkingu mína í skyndihjálp“ - segir Preben Pedersen hjá danska Rauða krossinum Kennaranámskeið í skyndihjálp haldið dagana 8. til 17. nóv. í húsi Kauða kross íslands við Nóatún 21. Námskeiðið stóð yfir í 10 daga og hófst á kennslufræði, kennslugagnagerð og kennsluæfingum í skyndihjálp og síðan var kennd aukin skyndihjálp og hjartahnoð. í lok námskeiðisins útskrifuðust þátttakendurnir sem voru 10 talsins, sem fullgildir kennarar í skyndihjálp. Dagana 30. okt. til 12. nóv. var haldið upprifjunar- og endurhæf- ingarnámskeið fyrir þá, sem þegar eru orðnir skyndihjálparkennar ar. Þátttakendurnir voru 22 talsins. í samkomulagi milli Almanna- varna ríkisins og Rauða kross ís- lands segir, að Rauði krossinn hafi forystu um kennslu í skyndihjálp og endurnýi námskerfi og komi upp nauðsynlegu kennaraiiði í hinum ýmsu landshlutum. RKÍ kveður saman fund sérfræðinga á þessu sviði og hefur samráð við þá aðila sem að skyndihjálp vinna. Stefnt skal að því, segir í samkomulaginu, að almenn nám- skeið, leiðbeinendanámskeið og leiðbeinendur öðlist löggildingu þannig að eitt kerfi og ein aðferð verði viðurkennd á hverjum tíma. Kerfi það sem RKÍ notar og kennt er á námskeiðunum er danskt og kom danskur maður, Preben Pedersen, deilda’-stjóri hjá Rauða krossinum í Danmörku, til að sjá um námskeiðin. Að sögn Hólmfríðar Gísladóttur, sem er deildarstjóri í félags- og heilbrigð- ismáladeild RKÍ, er Preben mikill áhugamaður um þessi mál og viðheldur þekkingu sinni þannig að hann fylgist með uppskurðum og krufningum og er oft sjálfboða- liði á slysadeildum sjúkrahúsa. Tíðindamenn Mbl. litu inn í kennsluhúsnæði RKÍ í Nóatúni og hittu þar að máli Preben Pedersen og nokkra þátttakendur í kenn- aranámskeiðinu í skyndihjálp. Preben var að því spurður fyrst, hve lengi hann hafi 'verið með námskeið sem þessi. „í 20 ár hef ég verið með kennslu í skyndihjálp hjá Rauða krossinum í Danmörku," sagði Preben, „en ég hef starfað í 10 ár að skipulagningu námskeiða." Og hefur þú farið víða með þessa kennslu? „Nei, það er ekki hægt að segja það. Ég hef farið mest hingað norðureftir, til Grænlands fjórum sinnum og tvisvar til Færeyja og svo hef ég komið hingað til ísíands einu sinni áður. Það var fyrir þremur árum og þá var ég með kennaranámskeið svipað þessu. Þá var með mér Björn Þorleifsson, sem þá var deildarstjóri félags- og heilbrigðismáladeildar." Danska skyndihjálparkerfið. Hvernig varð það til og á hverju er það byggt? Preben Pedersen frá danska Kauda krossinum. „Það var tekið í notkun 1973 í Danmörku og þykir mjög traust. 1978 sendi aðalskrifstofa Rauða krossins í Genf frá sér leiðbein- ingar til landsfélaganna um hvað kenna skyldi í skyndihjálp og þar var danska kerfið uppistaðan. Við öll slys gildir að fyrirbyggja frekari slys. Þá á a framkvæma neyðarhjálp og kalla síðan á sjúkrabíl ef þess þarf við. Síðan sinnir maður þeim meiðslum sem ekki eru lífshættuleg en þessi röð er sett í fjögur helstu atriði skyndihjálparinnar. Meginverk- efni skyndihjálparmanna er að halda lífinu í þeim slasaða og þess vegna er Iögð aðaláhersla á að kenna á námskeiðunum hvað sé banvænt í slysum. Til að auðvelda skilgreiningu á því atriði er þeim skipt niður, eftir þeim áhrifum sem þau hafa á líkamann, því öll slys með sömu áhrifum krefjast sömu meðferðar.“ Hvað er það nýjasta sem er að gerast í skyndihjálparmálum úti í heimi? „Alþjóða Rauði krossinn leitast við að fylgjast með öllu því nýj- asta sem er að gerast á þessu sviði og 30. september til 3. október síð- astliðinn var haldin alþjóðleg ráðstefna í Kaupmannahöfn, sem Rauði krossinn hafði boðið sér- fræðingum alls staðar að úr heim- inum, sem ræddu skyndihjálp við ýmsum slysum. Þar var rædd meðal annars meðferð við hjarta- stoppi, kali og ofkælingu og að- ferðir við að fjarlægja aðskota- hluti í öndunarvegi. Viðvíkjandi þessu síðast talda var á ráðstefn- unni mikið rætt hvort ætti að nota Hólmfríður Gísladóttir, deildarstjóri hjá Rauða kross íslands. svokallaða Heimlich-aðferð, sem notuð hefur verið í fjögur ár, og felst í því að tekið er báðum hönd- um utan um sjúklinginn og þrýst á af öllum kröftum undir bring- spalirnar. Sérfræðingarnir voru á einu máli um að mæla ekki með þessari aðferð, vegna þess að með því að nota hana er mikil hætta á Myndin er tekin á kennaranámskeið- inu í skyndihjálp, þar sem Preben leiðbeinir verðandi kennurum að með- höndla fólk eftir hin og þessi slys. að valda alvarlegum líffæra- skemmdum á sjúklingnum. Eldri aðferðir hafa reynst betur.“ Þú hefur verið fjórum sinnum á Grænlandi? „Já. Danski Rauði krossinn hef- ur búið til sérstakt námsefni fyrir Grænlendinga, þar sem tekið er tillit til fjarlægða, sem þar eru til næstu heilbrigðisþjónustu. Þar er aðalatriðið að meðferð skyndi- hjálparmannsins vari lengur en algengast er annars staðar og hann þarf að búa um sjúklinginn til lengri flutninga og við erfiðari skilyrði en þekkist annars staðar. Það er oft semm læknir kemst ekkert vegna veðurs og þá þarf að brjótast með sjúklinginn mjög langar vegalengdir, ef til vill tveggja sólarhringa ferð. Einnig er lögð áhersla á að kenna þar meira en annars staðar meðferð skyndilegra sjúkdóma og barna- sjúkdóma." Hversu útbreitt heldur þú að danska kerfið sé? „Skyndihjálparbókin danska er gefin út í 100.000 eintökum, á eins og hálfs árs fresti, og upplagið er undantekningarlaust uppurið á þeim tíma. Þá hefur danska kerfið verið þýtt á ensku og notað í Egyptalandi. Það kom þannig til, að Danir sem þar unnu við olíu- boranir hlutu leiðsögn í skyndi- hjálp og farið var eftir danska kerfinu, en svo starfsmenn af öðr- um þjóðernum hefðu sömu mögu- leika í skyndihjálparkennslu, þá var bókin þýdd. Það eru líka út- búin sérstök skyndihjálparnám- skeið fyrir sérstakar aðstæður eins og vinnu á olíuborpöllum. Þar er þátttakendum kennt meðal annars að gefa sprautur í neyðar- tilvikum.“ Eru Danir vel upplýstir í þess- um efnum? „Nei, þeir eru það ekki. Rauði krossinn reynir þó allt til að mennta fleiri og til dæmis hefur tekist að koma kennslu í skyndi- hjálp inn í alla tækniskóla í land- inu.“ Hefur þú oft þurft að nota þekk- ingu þína í skyndihjálp?“ „Já, ég hef oft þurft að gera það. Einu sinni bjargaði ég til dæmis 4ra ára dreng frá drukknun með blástursaðferðinni og maður er sannarlega glaður yfir að geta bjargað lífi annarrar manneskju,“ sagði Preben í lokin. 2ja herb. við Austur- brún — Laugarási Vönduö 2ja herb. íbúö á 2. hæö meö suöursvöl- um. Mikil sameign, bein sala, laus strax. FASTEIGNAÚRVALIÐ SÍMI83000 Silfurteigil Sölustjórl: Auöunn Hermannsson, Kristján Eiríksson hæstaréttarlögmaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.